Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
Hvað segja sljömumar
VATNSBERINN
20. janúar-19. febrúar
Vatnsberinn fór nokkuð geyst á seinni hluta nýliðins árs en er nú tilbú-
inn að hægja eilítið ferðina og hann kippir þar með einnig í liðinn mistök-
um sem að mestu stöfuðu af fljótfærni og óþolinmæði. Vatnsberar hafa
ekki þótt lagnastir v!ð að sýna þolinmæði en nú vottar að minnsta kosti
fyrir löngun til að reyna. I starfinu gengur vatnsberanum allt í haginn,
gagnvart sjálfum sér, þó honum finnist á stundum að þeir sem með hon-
um starfa og einkum yfirmenn taki vinnuframlag hans eins og sjálfsögð-
um hlut. Vatnsberinn getur þar að nokkru sjálfum sér um kennt, hann
þarf að gæta þess að taka ekki endalaust að sér verkefni af því hann er
svo greiðugur og góðviljaður. Svo virðist sem nýjar hugmyndir og vel-
gengni og hugsanlega viðurkenning veitist síðari hluta febrúar eða í byrj-
un mars.
Peningamálin eru í allgóðu lagi og er það léttir fyrir janúarvatnsberana
sem sumir eru sífellt með áhyggjur og oftast að óþörfu því sannleikurinn
er sá að flestir vatnsberar hafa einstaklega góða hæfni til að halda þeim
í góðu horfi. Aftur á móti kemur eitthvað óvænt upp á í þessum efnum í
júní eða júlí og þá er að takast á við það án þess að gera of mikið veður út
af því.
Vatnsberinn er að mörgu leyti lokaður persónuleiki þrátt fyrir vinalegt
viðmót og hjálpfýsi. Hann er sjálfstæðastur allra stjörnumerkjanna og í
merkinu eru oft einstaklingar sem síst vilja sætta sig við að um of sé
ráðskast með þá. Vegna þess að vatnsberinn er skemmtilegur félagi —
þó fjarrænn sé á stundum — finnst mörgum hann eftirsóknarverður og
ef hann kærir sig um getur hann verið miðpunkturinn í þeim samkvæmum
sem hann nennir að sækja. Margir vatnsberar njóta líka sviðsljóssins prýði-
lega.
Astalífið er meira spennandi en á liðnu ári og er sagt að með vorinu
geti dregið til hinna ánægjuiegustu tíðinda í þeim efnum.
Árið er í heild hagstætt og skemmtilegt, fjölbreytileikann skortir ekki
og svo fremi sem vatnsberinn ofhleður sig ekki með vinnu virðist heilsufar-
ið nokkuð gott.
LJÓNIÐ
23. júIí-22. ágúst
Það er óhætt að segja að upphaf ársins sé Ijóninu hagstætt. Júpíter
sem stjómar fimmta húsi, húsi skapandi ástar, hreyfíst í átt að meyjar-
merkinu og því er bjart framundan í fjármálum og einkamálum ljónsins.
Það er að segja hjá þeim Ijónum sem eru framsækin og þora að sleppa
hendi af fortíðinni. Ljónin eru jú sveiflugjöm og athyglisþurfi. Þau eiga
fremur erfitt með að sleppa athygli sem þau hafa þegar náð, þótt sú at-
hygli kunni að halda þeim niðri, jafnvel særa þau. Sjálf túlka þau þessa
áráttu sína sem staðfestu og nota þá blekkingu til að ríghalda öllu í sama
gamla farinu, þótt þau langi í rauninni ekki lengur til þess. Því eiga þau til
að halda umhverfinu niðri.
Ljónið er í eðli sínu hégómlegt og þolir illa gagniýni. Það stafar af því
að sjálfsmat ljónsins er fremur lélegt og það tekur meira mark á dagdraum-
um sínum en sannleikanum og reynir að feila umhverfið inn í draumór-
ana. Þau ljón sem þora að horfast í augu við sannleikann og takast á
við hann, eiga hins vegar gott ár framundan. Félagslíf verður með skemmt-
ilegra móti þegar líða tekur á árið og ekki að sjá annað en að tíminn frá
því um miðjan október sé hagstæður til ferðalaga.
Árið 1992 er ár mikilla breytinga í lífi ljónsins. Það er ár endurmats
og endurskipulagningar, hreyfinga og framfara. Fyrstu fjóra mánuði árs-.
ins má segja að ljónið þurfí að leggja hart að sér við breytingar á lífi sínu,
en strax í maí fer það að njóta ávaxta erfiðisins, sérstaklega hvað við-
skipti og fjármál varðar.
Astarlíf Ijónanna verður með kyrrara móti þetta árið. Það verður meiri
festa og skilningur I hjónaböndum þeirra. Aðstæður eru góðar til að ná
jafnvægi. Það á einnig við um einhleyp Ijón. Ef þau forðast einstaklinga
sem vilja nkja yfir þeim, verður ástarlífíð gefandi og séu þau í hjónabar.ds-
hugleiðingum er síðsumar og haust sérlega hagstætt til slíkra athafna. Á
þeim tíma er gott jafnvægi I korti ljónsins.
Vegna þess að ljónið er sveiflugjarnt í eðli sínu á það líka-til að vera
ákaflega gefandi og umhyggjusamt. Þetta árið verður ljónið að gæta þess
að kasta ekki perlum slnum fyrir svín, því þá er hætt við að geðlægðir
nái tökum á því. Um mitt sumar verður ljónið að gæta þess að láta geð-
lægðir ekki ná tökum á sér, því þá glatast orka sem ljónið getur ella nýtt sér
í hag.
FISKARNIR
20. febrúar- 20.mars
Fiskamir er annað tveggja merkja í stjörnuhringnum sem er tvískipt
og það hefur vitanlega þau áhrif að erfitt er áð „flokka" beinlínis fólk
innan merkisins. Þar er að fínna meiri breidd en annars staðar og er þá
tvíburamerkið meðtalið.
Fiskar hafa löngum fengið orð fyrir að vera ljúfír og viðkvæmir og
sálarlífíð er oft ókyrrt. Þetta gildir um ýmsa Ðska en þeir eru samt seigari
en margir álíta. Margir hafa mikið vinnuþrek og fitja oft upp á nýjum
leiðum I starfí og lánast framkvæmd þeirra vel. Þetta á einkum við um
febrúarfíska og þá sem eru fæddir 10.-20.mars.
Það er um margt nokkuð gott útlit á nýbyijuðu ári og hömlur og hindranir
og takmarkanir hvort sem er í starfi eða einkalífi virðast kannski ekki
alveg úr sögunni en fískum viðráðanlegra. Nú er sem sagt tími til að huga
að framtíðaráformum, hafa augu og eyru opin og koma hugmyndunum
á framfæri og I framkvæmd. Stjörnurnar spá vel fyrir öllu slíku hjá mörg-
um fískum.
Fiskar þurfa að bæta framkomu sína á árinu og temja sér ýmsa háttu
sem þeir hafa gert lítið með. Viðbrögðin láta ekki á sér standa.
Margir fiskar eiga í kröggum í einkalífi, hjónabönd miðaldra fiska steyta
á skeijum og sér í lagi verða fyrstu fjórir mánuðir ársins erfíðir. Þeim
sem tekst að leysa sinn vanda munu verða þess áskynja að það var í flest-
um tilfellum vel þess virði og sambandið/hjónabandið skýrist við. Ungir
fiskar mega vænta þess að kunningsskapur sem til er stofnað leiði til láns
og lukku oft og einatt en nokkuð mega fískar vara sig á að ætlast ekki til
of mikils af hinum aðilanum. Viðkvæmni fisksins getur þar stundum orð-
ið fjötur um fót.
Fiskar eiga einnig í basli með að viðurkenna mistök sín eða biðja afsök-
unar og er það eiginlega kyndugt þegar haft er I huga hvað þetta eru
blíðiyndar og vænar verur. En þær þurfa stundum að beygja sig.
Ekki verður annað séð en mörgum fiskum farnist vel í peningamálunum
og möguleikar á auknum tekjum bjóðast síðari hluta ársins. Þeir skyldu
hafa hugfast að það útheimtir meiri vinnu og skyldi því fiskurinn semja
við fjölskylduna um hvemig hagræða skuli umönnun barna og starfi á
heimili þar sem það er fyrir hendi.
Árið 1992 verður ekki einn dans á rósum en fiskurinn verður margs
vísari um sjálfan sig, fúsari að taka á málum sem krefjast orku og hug-
myndaauðgi og allt getur þetta skilað sér í ánægju og jafnvel töluverðum
efnalegum ávinningi.
MEYJA
23. ágúst-22.sptember
íjolskrúðugt og ríkulegt ástarlíf er mest áberandi í korti meyj-
unnar þetta árið. Uranus, kraftur framtíðarinnar, og Neptúnus, kraftur
kynorkunnar í átthymingi Venusar, eru ríkjandi í 5. húsi meyjunnar allt
árið. Því er allt árið sérlega vel til þess fallið fyrir meyjuna að laga til allt
sem hún er ósátt við í ástarlífinu, sérstaklega þar sem Neptúnus umlykur
hana miklum kyntöfmm.
Meyjan hefur því mikið aðdráttarafl og á auðvelt með að fá fólk á sitt
band. Flestir hlutir reynast meyjunni því auðveldir á árinu og vorið er sá
tími sem hún ætti að nýta til að styrkja fjárhagslegar stoðir sínar.
Meyjan sem er fremur hlédræg og lokuð mun koma sjálfri sér rækilega
á óvart með daðri og það gæti valdið henni öryggisleysi síðla sumars.
Félagslífíð verður í miklum blóma og ef hún heldur vel um budduna,
þarf hún engar áhyggjur að hafa af því að njóta kyntöfra sinna. Þetta á
sérstaklega við í júní og júlí.
Viðkvæmnin er helsti veikleiki meyjunnar. Hún er dálítið gjörn á að
taka gagnrýni og aðfinnslum annarra sem hæstaréttardómi — og taka á
sig sökina. Þetta verður hún umfram allt að varast. Meyjan ætti að hafa
það hugfast að álit annarra er aðeins álit annarra og sprettur úr þeirra
eigin heilabúi. Hún ætti því að láta aðfinnslur og gagnrýni sem vind um
eyrun þjóta. Vegna áhrifa frá mars er meyjunni sérlega hætt við við-
kvæmni í desember, en ef hún ætlar sér að njóta þeirra áhrifa sem hún
er undir allt árið, ætti hún að láta það vera að svara þeim sem hafa eitt-
hvað við hana að athuga á þeim tíma, því móðgunargirni hennar og skæt-
ingur getur skaðað hana sjálfa of mikið.
Vegna þeirrar óvæntu aðdáunar sem meyjan nýtur á árinu, ætti hún
einnig að gæta þess að verða ekki kærulaus. Hún verður að gæta sín á því
að skaða sjálfa sig ekki. Árið 1992 er ekki ár mikilla breytinga á högum
meyjunnar og þv! ætti hún að nýta töfra sína og orku til að treysta sam-
band sitt við makann, ef hún er í hjónabandi sem hún vill halda, því eigin-
maðurinn/eiginkonan á álíka erfítt með að standast töfra hennar og hver
annar.
Meyjan ætti að nýta þetta ár til að njóta og byggja upp, fremur en til
að reyna að breyta einhveiju. Ætli meyjan sér að ferðast á árinu, ætti
hún að leita á staði sem bjóða upp á mikla útiveru og hreyfingu. Fjalla-
og hjólreiðaferðalög eiga sérlega vel við meyjuna í ár, allt frá miðjum
mars og þar til I október.
HRÚTURINN
21. mars-20. apríl
Satúrnus heldur hrútnum ekki lengur niðir og þýðir það að hann er
kominn í hið besta form og getur kappkostað að láta ljós sitt skína enda
á fátt betur við hann. Sumum hrútum finnst þeir hafa verið dálítið utan-
veltu, jafnvel einangraðir á árinu liðna og það stafar ef til vill meira af
þörf þeirra fyrir að vera einlægt í fremstu víglínu. En á þessu er breyting
í vændum og kemur ekki aðeins hrútnum til góða heldur líka þeim sem
hann hefur haft hvað mest samskipti við. Hrútar í þessu merki sem hafa
mannaforráð mega samt vara sig, þeir ættu að leyfa hinum þekkilegri
hliðum sínum að koma fram og sýna skilning gagnvart þeim sem eru
ekki svona sjálfsöruggir og sprækir eins og þeir.
Girnileg tækifæri bjóðast mörgum hrútum á nýju ári og svo lítur út
fyrir að hrúturinn hafi tileinkað sér að skipuleggja tíma sinn og starf
betur og geti því gripið gæsina. Vegur hrútsins er sýnilega vaxandi en
honum er ráðlagt að einbeita sér að starfí og þó umfram allt að rækta
garðinn betur, það hafa margir hrútar afrækt síðasta árið. En það er ekki
of seint að bæta úr því.
Þegar kemur fram í mars standa hrútar andspænis nokkuð óvenjulegu
máli sem krefst þess að þeir endurmeti skoðanir sínar á einhveijum aðil-
um sem þeir hafa haft trú á. Þá reynir á sveigjanleika hans og getur
gengið á ýmsu þar sem sá eiginleiki er ekki það sem er hvað mest áber-
andi hjá hrútum. I tengslum við þetta er sennilegt að frekari umskipti fylgi
í kjölfarið og er allt undir honum sjálfum komið hvernig útkoman verður.
Útlit er fyrir að ástalíf hjá óbundnum hrútum blómstri með vorinu og
hvatt er til að hrúturinn taki slíkt samband alvarlega. Hjá þeim sem eru
I hjónabandi lítur út fyrir að greiðist úr erfiðleikum og gæti verið að það
yrði ekki síst fyrir tilstuðlan góðra vina. Ferðalög eru hagstæð seinni hluta
ársins og varla fyrr en I nóvember.
Heilsufar þeirra hrúta sem hafa breytt um lífsháttu, mataræði o.fl. er
prýðilegt og margir hrútar sem stunda íþróttir eða líkamsrækt ná ágætum
árangri. Hrútnum er ráðlagt að flýta sér hægt allt árið, taka langtum
meira tillit til umhverfis síns og þeirra sem eru honum nákomnir en hann
hefur gert árið 1991.
VOGIN
23. september-23. október
Það hefur verið mikið rót á lífi vogarinnar upp á síðkastið og
segja má að í upphafí ársins standi hún á vegamótum. Henni er dálítið
gjamt að halda að þyngdarpunktur hennar liggi í höfðinu og þessvegna
gengur henni illa að halda jafnvægi. Upphaf ársins einkennist því af tog-
streitu, óvissu um framtíðina og ótta við að framfylgja þeim ákvörðunum
sem hún heldur sig hafa tekið. Hún er aldrei alveg viss.
Að hrökkva eða stökkva. Það er stóra spumingin hjá voginni þetta
árið. Hún stendur frammi fyrir nýjum möguleikum, hvort sem það varðar
vinnu eða einkamál. Voginni er eiginlegt að vega og meta alla hluti gaum-
gæfilega áður en hún tekur ákvarðanir, en vegna ringulreiðarinnar sem
hefur skapast upp á síðkastið — og á illa við hana — er hætt við að hún
fari að taka skjótar ákvarðanir, eingöngu til að losna við óvissuna og
allar þær spumingar sem eru að þvælast um í kollinum á henni. Ef vog-
in hefur það í huga að henni er eðlilegt að gefa sér góðan tíma til
ákvarðanatöku, vinnur tíminn með henni. Hún ætti því að greiða úr flækj-
unni, taka stefnu og gefa sér allt þetta ár til að vinna að markmiði sínu.
Árið er einkar vel til þess fallið að vinna hægt og meðvitað að því að
láta drauma sína rætast. Vogin þarf bara að finna út hveija af sínum
ótal draumum hún vill láta rætast. Henni er oft legið á hálsi fyrir að vera
löt og óákveðin. Það kemur til af því að hún gleymir sér stundum í dag-
draumum, raunveruleikinn verður óljós og lítið framkvæmt af öllu því sem
henni dettur I hug. Vegna sporðdrekaorku sem verður einkar áberandi
með vorinu, ætti vogin því að láta aðfinnslur um leti og úrræðaleysi sem
vind um eyrun þjóta í upphafi ársins og gefa sér þann tíma til að gera
áætlanir. Sporðdrekaorkan er framkvæmdaorka og ef voginni tekst að
greiða úr draumum sínum, er ekkert því til fyrirstöðu að hún geti látið
þá rætast svo um munar seinni hluta ársins.
Vpgin er óforbetranlega rómantísk og þarf helst alltaf að vera ástfang-
in. Á'starlíf hennar er því alla jafna fremur skrautlegt. Þetta ár er engin
undantekning þar frá, en vegna áhrifa frá Plútó, er þörf hennar fyrir
ástina fremur eigingjörn. Hún ætti að vara sig á því að láta afvegaleið-
ast vegna ástarinnar og reyna að vera íhaldssamari á það gildismat sem
hefur ríkt í lífi hennar síðustu árin. Það gæti orðið henni skeinuhætt að
búa sér til nýtt gildismat til að veija upphlaup sín I ástarmálum. Ef vogr
in hyggur á ferðalög þetta árið, ætti hún að felja sér kyrrláta staði þar
sem hún dvelur í faðmi fjölskyldunnar.