Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 MÁHUGI á blakkri soul- og popptónlist sjöunda áratug- arins hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir. Lítið hefur þó farið fyrir Motown-útgáfunni, sem þó var geysi afkastamikil. Ræð- ur þar mestu að endurút- gáfa þar hefur verið illa eða ekkert skipulögð og klúðurs- leg. Fyrir Barry Gordy stuttu sleit svo eigandi Motown, Barry Gordy, sam- starfi við MCA og BMG, sem réðu útgáfuréttinum, með látum og gerði langtíma- samning við PolyGram. Það má því búast við að vandaðar Motown-endurútgáfur fari að líta dagsins ljós strax á nýju ári, enda PolyGram þekkt af vönduðum vinnu- brögðum við slíkt. DÆGURTÓNLIST Fengu allir gullf Gullæði Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ROKKSVEITIN Bless hefur lengi verið í hópi fremstu rokksveita landsins. Fyrir stuttu lagði Bless upp Iaup- ana, en höfuðpaur sveitarinnar, Gunnar Hjálmarsson, hefur stofnað aðra sveit. Bless var stofnuð uppúr rústum S/H Draums og dró nafn sitt af síðustu plötu þeirrar sveitar, sem hét einmitt Bless. Gunnar Hjálmarsson, sem var að- alsprauta S/H Draums stofnaði Bless og stýrði sveitinni alla tíð. Hann seg- ir að Bless hafi verið komin í einstefnugötu „sem ég sá ekki að hún kæmist úr“ og hann hefði viljað prófa eitt- hvað nýtt. Gunnar sagði að tríóformið hefði verið þur- rausið og hann fór því út í dúó með Jóhanni Jóhans- syni, sem áður leiddi Daisy Hill Puppy Farm. Tóniistin er nokkuð öðruvísi, því þó Gunnar segi að þetta séu „sömu lummumar" í lag- asmíðum, þá sé vinnslan önnur og umgjörðin; „það má kanski kalla þetta syn- þarokk“. Ekki var hann á því að sveitin færi að troða upp í bráð, enda reiknaði hann með að þeir félagar myndu frekar halda sig í hljóðverum. í bígerð væri og að taka saman kynning- arsnældu og reyna þannig að harka út fé í plötusmíð. Gunnar sagði ekki komið nafn á sveitina nýju, en þvertók fyrir að hún yrði kölluð í höfuðið á síðustu plötu Bless, Gums. Bless Ailt búið. Todmobile á Midem SEGJA má að Todmobile hafi gengið flest í haginn á síðasta ári og ekki ætla umsvif sveitarinnar að verða minni á þess ári. I lok vikunnar fara íðina sveitarmeðlimir utan til að troða upp á Midem- tónlistarkaupstefnunni og væntanleg er breið- skífa sveitarinnar fyrir erlendan markað sem hollenska fyrirtækið CNR gefur út. idem kaupstefnan, sem haldin er í Suður-Frakk- er sú sinnar tegundar í heiminum og um leið merkasta, senda jafnan fulltrúa allir helstu plötuút- gefendur og dreifingaraðil- ar vesturálfu. Það þykir því allmikill heiður að komast þar að og íslensk sveit hef- ur ekki áður leikið á Mi- dem. Þetta verður í 27. sinn sem kaupstefnan er haldin og Todmobile gefst fyrir- taks tækifæri að kynna væntanlega plötu sína fyrir þeim sem mest áhrif hafa á dreifingu hennar og kynningu. Eins og áður sagði kem- ur fyrsta breiðskífa sveitar- innar á ensku út um svipað leyti og um leið koma einn- ig út plötur með Sálinni (Beaten Bishops) og Point Blank, sem er sveit Friðriks Karlssonar. U2 Gull?" - ekki smuga. Sálin Gulls ígildi. lik. bjósmynd/Björg Sveinsdóttir en færri platínu. T.a.m. náðu áður tvær til þijár plötur yfir 10.000 ein- taka markið fyrir hver jól, en nú þykir gott ef ein plata nær svo hátt. Því má spyija hvort ekki sé rétt að breyta viðmiðuninni í takt við breyttar markaðsað- stæður og Steinar Berg hjá Steinum hf. segir að það verði örugglega rætt á næstunni. Hann segir að hækkuð viðmiðunarmörk myndu þýða að nánast ógjöm- ingur væri fyrir erlenda plötu að ná gullsölu hér, en það væri reynd- ar eitt af sérkennum íslensks plötumarkaðar hvað stjömur á við Mic- hael Jackson, Madonnu, U2 og ámóta, sem næðu gullsölu hvarvetna í heiminum, ættu í raun erfítt uppdráttar hér. Steinar segir þó að ekki sé nóg að selja viðmiðunarreglur; mis- brestur hafí verið á því að útgefendUr fæm eft- ir þeim reglum sem þeir hefðu sjálfír sett. Ef fólk geti ekki treyst því að verið sé að úthluta gullplötu fyrir raun- vemlega sölu skipti í raun litlu máli hver viðmiðunin væri. Bless í upphafí ... GULLPLÖTUR eru, eða eiga að vera, eftirsóttar viðurkenningar til tónlistarhöfunda og -flytjenda fyrir góðan árangur. Af ýmsum sökum hefur orðið gengisfall á íslenskum gullplötum í augum almenn- ings og þykir sumum sem þær séu orðnar helst til algengar, en á síðasta ári fóru 16 plötur yfir gull- sölu. Gullplötur era viður- kenning til tónlistar- höfunda og -flytjenda fyr- ir að hafa selt 3.000 ein- tök eða meira af plötu. Fari platan yfír 7.000 ein- tök telst það platínu- sala. Saman- borið við eftir Árna aðrar Matthíasson þjóðir er þessi viðmiðun síst of há, reyndar er málum þannig háttað að ef miðað væri við t.a.m. Bandaríkin (500.000 eintök = gull) væra 500 eintök gullsala hér eða við Danmörku (50.000 eintök = gull) væra 2.000 eintök gull. Það má því ljóst vera að miðmiðunarmörkin era síst of há miðað við höfðatölu. Annað sem dregið hefur úr vægi gullplatna er að menn hafa stundum úthlutað gullplötum upp á væntanlega sölu; stundum er úthlut- að gullplötu viku fyrir jól og þegar svo era talin seld eintök eftir jól rétt slefa þau kannski 3.000 eintök, sem þýðir þá vænt- anlega að platan hafi ekkert selst aðal verslunar- dagana, eða a úthlutað hafi verið glópa- gulli. / Dæmi vora um slíkt fyrir síðustu jól. Hér á landi þróaðist gullplötuviðmiðun í að vera álitin hæfíleg 5.000 eintök, þó það hafí reynd- ar aldrei verið opinber ákvörðun. Fyrir fímm áram fóra menn svo að velta því fyrir sér hvort markið væri ekki sett of liátt, því erlenda plötur náðu nánast aldrei gull- sölu og það þótti því ekki gefa rétta mynd af plötu- markaðnum. Eftir vanga- veltur þóttu 3.000 eintök hæfíleg viðmiðun fyrir gull og 7.000 fyrir platínu að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna og um tíma virt- ist allt með mesta sóma; gullplötur vora merkar viðurkenningar fyrir hvem listamann og þóttu frétt- næmar og erlendar stór- stjömur náðu gullsölu end- rum og sinnum. Með tíman- um hefur þó plötusala á íslandi breyst til muna, salan er dreifðari og topp- arnir í erlendum plötum færri; það er jafn sjaldgæft í dag að erlend plata nái gullsölu og forðum. Sala á íslenskum plötum er líka breytt og dreifðari, þannig að fleiri plötur ná gullsölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.