Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIUDI SÚNNUbÁGUR 12. JANÚAR 1992 /* / / / A FORNUM VEGI | * Ast er... ... að sveiflast saman í til- verunni. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights resarved e 1991 Los AngelesTimesSyndicate Hann talar ekki mikið, en hlustar því betur. um ...! Útsala, útsala! Áramótin voru ekki fyrr liðin en fyrstu útsöluauglýsingarnar fóru að heyrast á öldum ljós- vakanna og reyfarakaup voru kynnt á síðum dagblaðanna. Jólaskrautið er horfið úr búðar- gluggum og útsöluskiltin komin í staðinn. Þær eru sem sagt snemma á ferðinni í ár, útsöl- urnar góðu og ekki hefur stað- ið á viðskiptavinum þótt enn eigi eflaust margir eftir að gera upp jólin og það sem þeim fylgdi. Já, það hefur verið íjölmennt í verslununum sem margar hveijar hafa lækkað vörur sínar um allt að 70%. „Það er gaman að skoða föt í búðunum sem mað- ur veit að voru kannski 40% dýr- ari fyrir jól,“ sagði ónefnd kona sem ekki vildi láta festa sig á filmu. Henni fannst þó ekki mikið varið í útsölurnar í ár og sagði fötin ekki vera sérstök en því yrði ekki á móti mælt að þau hefðu lækkað mikið í verði. „Það hefur verið mikil traffík héma síðan við byijuðum útsöl- una,“ sagði Nanna Ólafsdóttir, afgreiðslustúlka í versluninni Cosmo í Kringlunni. Það voru orð Ólöfu Þorsteinsdóttur leist ágæt- lega á útsölurnar en var bara að leita sér að skóm. að sönnu því fólk streymdi inn, aðallega konur þó, og ekki var að sjá að fólk hefði fengið nóg af innkaupum fyrir jólin. „Jú, ég er nú svolítið hissa hvað fólk er dug- legt að versla svona stuttu eftir jól,“ sagði Nanna, en að hennar sögn er allt á útsölu hjá þeim og afslátturinn frá 30 upp í 70%. Ólöf Þorsteinsdóttir sagðist lítið hafa verslað fyrir jólin svo að hún væri ekkert búin að kaupa yfír sig. Hún sagðist nú ekki stunda útsölur að ráði og væri fyrst og fremst að leita sér að skóm en hún var ánægð með úrvalið í verslun- um og lækkunina á vörunum. „Nei, ég fer ekki mikið á útsöl- ur, bara svona einstaka sinnum,“ sagði Kristján Guðmundsson sem var gómaður af blaðamanni um leið og hann rak nefíð inn í versl- unina. Kristján sagðist lítið geta sagt um útsölumar núna enda væri hann nýkominn í bæinn frá Vopnafírði þar sem hann á heima. Hann var ekkert að leita að neinu sérstöku en sagði þetta vera al- mennileg föt sem væm þama á lækkuðu verði, annars reyndi hann að forðast að fara í búðir. Hann sagði útsölur líka vera á Vopna- firði en þær hæfust kannski ekki eins snemma. Frænka Kristjáns, Margrét Sverrisdóttir, sagðist þegar vera búin að kaupa sér föt á útsölunum, en í þetta skiptið var hún ekki búin að finna neitt sem hana vantaði. Þegar hún var spurð að því hvort hún geymdi kannski að kaupa sér föt þar til verðið lækkaði sagði hún það vera svona í og með. Almennt fannst henni Spáð og spekúlerað í útsöluflikur. Víkveiji skrifar Biskupinn vék að því í áramóta- prédikun sinni hve aðgangs- harka fjölmiðlamanna hlyti að spilla vinnufriði alþingismanna. Það væri ekki auðvelt að sinna störfum sínum við suð myndavélarinnar og með blossa myndatökunnar sífellt fram- an í sér. Slíkt hlyti að koma fram í vinnubrögðum og draga úr ár- angri. „Jafnvel hefur mér dottið í hug, þegar mest gengur á,“ segir biskup, „hvort það væri ekki væn- legri kostur fyrir þá, sem með vald fara og ábyrgð bera á framtíð minni og þessarar þjóðar, ef þeir fengju meiri frið, meira næði ... Að ég nú tali ekki um, þegar sífellt er verið að efna til hólmgöngu og etja mönn- um saman í leit ágreiningsefna." xxx að er rétt, þingmenn eiga að fá vinnufrið eins og aðrir — og ekki síður. Fjölmiðlum ber þó auðvitað að fræða landslýð um hvað er að gerast innan veggja Alþingis og þá að sjálfsögðu að leggja megináherslu á aðalatriðin, en tíð- um virðist sem frásagnir af auka- atriðum séu þar fyrirferðamestar — til dæmis af upphlaupi einstakra þingmanna í utandagskrárumræð- um og umræðum um þingsköp. Ætla mætti að þingmönnum þætti miður að stara framan í suð- andi upptökuvélar, þegar þeir eru að flytja mál sitt. En því virðist síður en svo farið, með suma þeirra að minnsta kosti, þá sem setja sig aldrei úr færi, ef þeir vita af sjón- varpsvélum nærri, troða upp í pontu og slá um sig. Eru ýmsir þeirra orðnir að almennu aðhlátursefni. Sér í lagi er grátbroslegt, er þeir fyllast heilagri vandlætingn yfír móðgunum, er þeir telja sig hafa orðið fyrir. Víkverji þekkir fólk, sem setur sig aldrei úr færi að horfa á þessar útsendingar í sjónvarpi. Það taki Spaugstofunni fram. Þarna er meðal annars fengin skýring á því þegar talað er um að Alþingi njóti ekki þeirrar virðingar sem því ber. Með efnisvali sínu eru fjölmiðlar ekki saklausir af því að svo er. xxx Gamall bóndi, sem Víkveiji hitt- ir stundum í heita pottinum hélt þar einn daginn smá tölu, eitt- hvað á þessa leið: „Mér er aldeilis óskiljanleg öll þessi bölsýni og barlómur í þjóðfé- laginu, ég sem hélt að við íslending- ar hefðum fundið upp „patentlausn" til að leysa öll okkar vandamál — við söfnum bara skuldum og seljum þær síðan. Ég fæ að minnsta kosti ekki betur séð í blöðunum en að nú séu menn farnir að selja skuldir og ekki vanti kaupenduma, gott _ef ekki er slegist um skuldirnar. Ég las þó um eitt fyrirtæki, sem ekki vildi selja, taldi sér meiri hag í því að eiga sínar skuldir sjálft. Ég hefði ekkert haft á móti því að svona hefði það verið, þegar ég vara að baksa við búskapinn. Aldr- ei bauðst kaupfélagsstjórinn þá til þess að kaupa af mér skuldirnar, heldur var hann símalandi í mér að borga þær. Hann hefur sýnilega ekki kunnað sitt fag, sá góði mað- ur, ekki kunnað að græða á því að kaupa skuldir. Sennilega hefur það verið þessvegna, sem kaupfélagið fór á hausinn og var sameinað öðra. Hefði „patentlausnin" verið fundin upp þá, væri ég nú trúlega ríkur maður — og kaupfélagið blómstr- aði.“ Já, við höfum ekki fleiri orð um þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.