Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Richmond Hill gistihúsið er á frábærum útsýnisstað yfir Montego Bay. Bloðsugur, Þegar gengi Islensku krónunnar forðaði frá líkams- árás á Jamaica halleluja on amen eftir Oddnýju Sv. Björgvins Hvílíkt mannlíf! Þarna niðri var ailt í einni bendu; hundar og- kettir, allsber börn og grísir, og hvítur þvottur til þerris milli kofahreysa í miðju rykskýi. Skyldi hann halda hreinleika sínum fremur en annað í þessum ólgandi suðupotti? Ég fann til sektarkennd- ar, þar sem ég stóð ofan við fátækrahverfið í Mont- ego Bay. Hjá óðalssetrinu á hæðinni. Vildi ekki standa utan við hjartslátt þjóðfélagsins, í sporum þrælaeig- anda fyrri tíma. Langaði til að komast í tengsl við þetta villta mannlíf. Olíkustu reggí-tónar kölluðu til mín. Segulbandið var stillt í botn í hverjum kofa. Ótrúleg hljómkviða barst upp á hæðina. Ilessuð góða gættu þín! Láttu ekki bros þeirra blekkja þig. Þeir virða ekki eignarétt eins eða neins. Láttu mig þekkja þá. Er búin að reyna að fá þá til að vinna um áraraðir. Þetta er blóðlatt lið sem vill bara flatmaga í sólinni og dansa reggí. Svei mér, ef ég held ekki að þeir séu alltaf að versna, og austurríska hótelstýran andvarp- ar mæðulega. En ég afgreiði orð hennar sem kynþáttahatur. Kannski er hún íyrr- verandi nasisti, ein af þeim sem flúðu til Suður-Ameríku eftir stríð. Hvern- ig getur hún, hótel- og óðalseigand- inn sjálfur, þekkt þetta fólk? Hún sem býr á hæðinni ofan við allt. En það var svo margt sem ég vissi ekki! Húsið það ama býr yfir mikilli sögu. Á yfirráðatíma Breta var hér sykurrækt í hlíðum og ótal þrælar við störf. Þá var útsýnið yfir plan- tekruhlíðarnar mikilvægt fyrir manninn með hnúðasvipuna. Eftir að Bretar hrökkluðust frá Montego- flóa, fór herrasetrið í niðurníðslu. Fátæklingar leituðu hér skjóls. Her- rasetur varð fátækrahús. Miklu síðar kom þessi myndarlega Austurríkis- kona og endurvakti allt, hús og hús- búnað í fyrri nýlendustíl, breytti fyrr- um þrælabúgarði í gistiheimili fyrir ferðamenn. Nú ganga ferðamenn í fótspor þrælahaldara og fátæklinga og ímynda sér að þeir geti kafað ofan í mannlíf á Jamaica í stuttri heimsókn. Við erum á eigin vegum í Jam- aica. Að baki hvöss orðaskipti við flugvallarlið sem vill helst ekki sleppa ferðamönnum einum út í stórborgina nema í skipulagðri dagskrá. Höfðum villst upp á hæðina í leit að gisti- rými. Látið heillast af stórkostlegu útsýni yfir Montego-flóann, tilboðs- verði á lúxussvítu og frábærum sjáv- arréttum. En ennþá innilokuð í vernduðu umhverfi fyrir ferðamenn. Ég rumska á sunnudagsmorgni við ólíkan tón. Hvaða rödd kallar til okkar yfir allt reggí-ið? Sönglandi röddin rís úr undirdjúpum borgarinn- ar og hljómar jafnt yfir herrasetur í hæðabyggð sem fátækrahverfi. Hljómfallið minnir fýrst á rímnakveð- skap, eins og íslenskur fræðaþulur sé að prédika um syndabyrði mann- anna. En hún sækir í sig veðrið og rís upp í hæðir með ógnandi raddblæ. Ég verð að sjá andlitið á bak við þessa rödd. Fólk streymir út og inn í opna kirkju rétt hjá fátækrahverfinu. Og „Búið ykkur undir heimsendi,“ segir hún. þarna stendur hann framan við alt- arið, raddmikli, svarti presturinn og skekur vísifingur ógnandi til himins. Eins og hann vilji segja: Þið farið öll beint niður til helvítis, ef...! Söfn- uðurinn sýnist kikna undan augnatil- liti hans. Allt í einu finnst mér ég vera í íslenskri torfkirkju, fyrr á öldum, innan um fátæklega búinn almúga. Trúlega hefur trúarhitinn og guðs- óttinn verið jafnmikill í íslensku torf- kirkjunni. En forfeður okkar sungu ekki hallelúja við dillandi reggí-tónl- ist í miðri prédikun! Ég hrekk við, þegar svarti presturinn segir hátt og skýrt AMEN. Sterk samúðarkennd með fólkinu blossar upp sem ég ber með mér út á strætið. Hvenær skyldu ÞEIR fyrst hafa séð okkur? Þar sem við stóðum gagn- tekin af trúarhitanum í kirkjunni? Eða þar sem við göngum um miðbæ- inn með augljós einkenni ferðamanns í fasi? ÞEIR koma óneitanlega vel fyrir sjónir, þessir tveir hávöxnu, velklæddu Jamaica-búar sem koma brosandi á móti okkur, fyrst! Annar er mjög sterklega vaxinn. Gæti hafa stundað lyftingar. Andlits- drættir grófir. Síðar sjáum við, að bros hans nær aldrei til augnanna. Ákveðið leiðtogafas einkennir mann- inn. Greinilega maður sem er ekki vanur því, að honum sé mótmælt. Hinn er liðlegur, tágrannur og stígur kattmjúkt til jarðar. Minnir á hlé- barða eða eins og allur líkami hans gangi eftir reggí-tónfalli. Og stima- mjúkt brosið hverfur aldrei af andliti hans. „Nei, halló,“ segir sá sterklegi. „Munið þið ekki eftir mér? Ég er þjónn á hóteiinu ykkar.“ Við lítum spyijandi hvort á annað. Persónuleiki mannsins er það eftirtektarverður, að við ættum að muna eftir honum. En eitthvað í fasi hans varnar því, að við dirfumst að mótmæla fyrst í stað! „Hvert eruð þið að fara? Við höfum ekkert að gera núna. Okkur er ánægja að ganga með ykkur, sýna ykkur gömlu kirkjuna og staðinn þar sem Kólumbus kom að landi.“ ÞEIR tala góða ensku, eru kurteisir, í stuttu máli koma vel fyrir. Tækifær- ið til að kynnast innfæddum virðist blasa við okkur. Og við sláumst í för með ÞEIM! Ég þaulspyr þann kattmjúka: Ertu nýkominn frá Kingston? Ertu at- vinnulaus? Er ekki erfitt að fá vinnu? Hann ypptir öxlum kæruleysislega og segir: „Ég leita þá bara á næsta mann. Athuga hvað hann getur gef- ið mér. Ég stend ekki einn uppi. Það er alltaf fullt af fólki í kringum mann.“ Svarið fær mig til að horfa nánar á hann. Hvernig er með sníkju- dýrin, blóðsugurnar sem hengja sig utan á næsta mann? Ég fer að ókyr- rast og maðurinn minn gefur mér líka merki. Við erum bæði búin að sjá í hverskonar félagsskap við erum! Ég lít í kringum mig. Horfurnar eru allt annað en góðar. Farið að kvölda. Við komin á hliðargötu á leið út úr miðbænum. Hvergi ferða- mann né Evrópubúa að sjá. Er það ímyndun hjá mér, að þeir innfæddu gefí okkur hornauga og sneiði hjá okkur? Og nú tek ég eftir að þriðji maðurinn hefur bæst í hópinn. Sá er smávaxinn, með þjónslegt „hunds- andlit“ og vappar brosleitur á eftir okkur. „Forystusauðurinn" dregur hina „sauðina" til sín, þegar hann gengur um strætin! Við erum greini- lega umkringd. Nú eru góð ráð dýr! Við verðum að spila þessa „plötu“ á enda. Megum ekki sýna nein merki um ótta. Og ég segi hlæjandi: „Hvernig er með kirkjuna sem þið ætluðuð að sýna okkur? Ég nenni ekki að ganga hér í allan dag.“ ÞEIR líta hver á annað. Jú, ÞEIR gátu svo sem sýnt okkur kirkjuna, en hún er bara læst á þessum tíma. „Ég skal hlaupa og sækja kirkjuvörðinn,“ seg- ir sá nýkomni. Hvort það var hinn raunverulegi kirkjuvörður sem hann sótti, eða hvort kirkjuvörðurinn var meðlimur í þessum „blóðsugu-samtökum,“ fæst aldrei svarað. Hver sem hann var, virtist hann ekki skilja eða ekki þora að skilja merkjasendingar okk- ar. Já, inn í kirkjuna komumst við. Og víst var hún gömul og sjálfsagt merkileg. En ég held, að við gætum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.