Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 31
f<f»Pí UaIWAT. Q-l u MORGUNBLAÐIÐ O.MCAFMin SAMSArlMIÐ sunnudagur 12. janúar 1992 rr% » I tP’f* C 31 SlMTALIÐ.. . ER VIÐ SIVFRIÐLEIFSDÓTTUR SJÚKRAÞJÁLFARA _________ r r LIKAMSASTAND LANDANS 621916 „Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, góðan dag.“ Góðan dag, þetta er héma á Morgunblaðinu, hver er þetta með leyfi? „Siv heiti ég.“ Heyrðu, við vorum að velta því fyrir okkur hvemig líkamsástand landans væri nú eftir jól og áramót? „Já, það er án efa verra en margur vill halda. Ég held að flest- ir hafi borðað meira en þeir vildu eða ætluðu sér. Nú og svo hefur fólk setið í boðum og legið í bók- um.“ — Er nú óhollt að lesa bækur? „Ja, það er óhollt fyrir líkamann að liggja of lengi í rúminu og það gera nú flestir sem að lesa bækur." — En hafið þið orðið vör við einhver bein eftirköst jólanna og jólaundirbúningsins? „Nei, ekki bein eftirköst, enda er svo stutt liðið frá áramótum og fólk fer fyrst til læknis sem síðan beinir því til okkar ef með þarf. Við fáum mikið af vöðvabólgutil- fellum og við höfum orðið vör við að þeim fækkar sem leita til okkar vegna vöðvabólgu í kjölfar frídaga. Þá nær fólk að slaka á, það er þá ekki alltaf að vinna í sömu stell- ingunum. Á móti kemur að fólk er oft stirðara eftir frídaga, eftir að hafa sofið lengur en venjulega. Sumir þola ákaf- lega illa hreyfing- arleysi." — Nú hafa áreiðanlega ein- hverjir strengt þess heit um ára- mótin þess efnis að bæta líkams- ástand sitt á nýju ári. Áttu einhver góð ráð handa þessu fólki? „Já, ég hef einmitt heyrt það mikið á fólki að það ætli að taka sig á, hætta að reykja, létta sig, stunda líkamsrækt og hugsa vel um sjálft sig. Það er líka talsverð umræða um það í þjóðfélaginu núna að leggja minna upp úr efnis- legum gæðum og hugsa meira um sjálfan sig og heilsuna. Og það er mjög jákvætt. Það mikilvægasta er að gleypa ekki heiminn í einum bita og fara rólega en markvisst af stað. Það eru margir sem fara alltof geyst af stað í byijun en gefast svo fljótt upp. Það er seiglan og skynsemin sem gildir í þessu.“ — Eitthvað sem þú mælir með umfram annað? „Það er mjög gott að fara í sund og hentar flestum. Nú svo er það gott fyrir þá sem þjást af vöðva- bólgu að fara í heitu pottana. Rösk- ir göngutúrar eru líka mjög góðir og svo ætti fólk að gera léttar æfingar og teygjur, sérstaklega kyrrsetufólk.“ — Hvað finnst þér um líkams- beitingu fólks, svona almennt? „Hún er almennt mjög slök og draumur okkar sjúkraþjálfara er að kennd verði markviss líkams- beiting í grunnskólum og þar með væri mikið for- varnarstarf unn- ið. Ef fólk væri spurt þá gæti það eflaust sýnt manni hvernig ætti að fara að,. beygja sig f hnjánum og hafa bakið beint o.s.frv. En það vantar að koma þessari vitneskju ofar í hugann á fólki.“ — Það er ein- mitt það, þakka þér kærlega fyrir og vertu blessuð. Siv Friðleifsdóttir 1 HVAR ERU MU NÚ?.„ DÍANA MAGNÚSDÓTTIR F YRR VERANDI POPPSÖNGKONA MEÐ KK-SEXTE TTINUM Frá poppi yfir í klassík, hjúkrun ogsvæðanudd Díönu Magnúsdóttur, dægurlaga- og poppsöngkonu frá sjöunda áratugnum, fundum við á Borgarspítalanum, þar sem hún er nýkomin til starfa sem sjúkraliði. Díana er að snúa aftur til ís- lands eftir 17 ára búsetu í Danmörku. Hún er á kafi í flutning- um innan um pappakassa og dót. Með gesti erlendis inn á sér. I fullu starfi. En gefur sér samt tíma til að tala við okkur. Greinileg kjarn- orkukona! „Ég er alls ekki hætt að syngja,“ segjr Díana. „En klassíska söng- listin er búin að ná tökum á mér. Poppsöngurinn er liðin tíð. Nú er ég að syngja í Fílharmóníukómum undir stjórn Úlriks Ólasonar. Við erum að æfa Messa Solenelle eftir Rossini sem verður flutt í vor.“ — Hvenær byijaðirðu að syngja? „Þegar ég var 15 ára, auglýsti hljómsveit Skafta Ólafs- sonar eftir ungum dægurlaga- söngvumm. Ég gaf mig fram og var ein af fjórum eða sex sem val- in vom úr. Ég söng í fyrsta skipti opinberlega á balli í Hlégarði." — Var það ekki erfítt? „Nei, mjög skemmtilegt, en ég var samt ógurlega feimin. Það bjargaði mér, að við vorum sex saman sem stigum þarna okk- ar fyrstu spor í dægurlagasöng. Með mér voru Berti Möller, Einar Júlíusson, Sigurður Johnny, Guð- bergur Auðunsson og fleiri. Vin- sælustu lögin voru slagarar Elvis Presley og Paul Anka, popplög sem gaman var að syngja. Eftir þessa frumraun fóru marg- ir að toga í mig og ég söng með hljómsveitum eins og Diskó, Lúdó og Fimm í fullu fjöri. Mig vantaði 5 vikur upp á sextán ára aldur, þegar ég fór að syngja í Silfur- tunglinu. Þá var Auður Eir (fyrsti vígði kvenprestur á íslandi) í kven- lögreglunni og átti að sjá um, að engir undir sextán ára væru á ball- inu. Ég var undanskilin, af því að ég var að vinna, ekki að skemmta mér! Síðast söng ég með KK-sextett- Díana á sviðinu með síðasta KK-sextettinum árið 1961 í Civ- ilian Club á Kenavíkurflugvelli. Frá vinstri: Ólafur Gaukur, Guðmundur Steingrímsson, KK, Gunnar Ormslev, Árni Sche- ving, Diana Magnúsdóttir, Har- ald G. llaralds, Jón Sigurðsson L Diana við störf sín sem sjúkraliði á Borgarspítalanum. inum í Þórskaffi frá 1960-’61. Söng þá aðallega með Haraldi G. Har- alds, en líka með lagahöfundinum Óðni Valdimarssyni. Þegar KK- sextettinn hætti, flutti ég erlendis og hef búið þar, aðallega í Dan- mörku síðan. Á yngri árum vann ég á skrif- stofu í verslunum og banka sam- hliða dægurlagasöngnum. Þá af- greiddi ég í kápuverslun Verðlist- ans við Hlemm og í Gyðjunni, snyr- tivöruverslun á Laugavegi 30 sem nú er löngu hætt. Nú er ég komin á allt annað starfssvið. Hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsuvernd og sjúkraliðanámið dró mig til sín í Danmörku. Að auki er ég með skírteini upp á tveggja ára nám í svæðanuddi." — Ertu alkomin heim, Díana? „Já. Ég er svo mikill íslendingur í mér. Islenska landslagið vakti alltaf heimþrá og Reykjavík er svo hrein og falleg borg. En ég verð ' að játa, að í fyrstu brá mér í brún út af hinu háa verðlagi, streitunni sem einkennir íslenskt þjóðlíf og hinu mikla vinnuálagi. Danir eru miklu afslappaðri og taka lífinu með meiri ró. Bæði húsaleiga, matur og ýmislegt fleira eru tölu- vert ódýrara þar en hér. En ég ætla bara að syngja mig frá þessu öllu,“ segir Díana hlæjandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.