Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 C 17 Margrét Stefáns- dóttír - Kveðjuorð Fædd 10. janúar 1918 Dáin 1. janúar 1992 Á fyrsta degi þessa árs lauk æviskeiði vinkonu minnar Margrét- ar Stefánsdóttur. Hún fæddist 17. janúar 1918 í Ysta-Koti í Vestur-Landeyjum. Kynni okkar Möggu hófust fyrir u.þ.b. 30 árum, er ég kom þar fyrst með tilvonandi eiginmanni mínum Gústav Óskarssyni, en hann var í sveit þar á bæ sem ungur piltur í 7 sumur. Margrét var gift Guðmundi Pét- urssyni. Bjuggu þau, ásamt tveim sonum, alla sína búskapartíð í Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum. Það var alltaf gott að koma í heimsókn á heimili þeirra hjóna. Gestrisni var mikil og alltaf átti Magga pönnukökur eða vöfflur og ef hún vissi af komu okkar brást ekki að stóra sængin hennar beið-N í rúminu sem mér var ætlað. Ég og fjölskylda mín eigum þess- ari konu mikið að þakka. Ómetan- legar samverustundir að ógleymdri þeirri umhyggju sem alltaf var til staðar. Magga kom mér sífellt á óvart. Þessi fíngerða kona virtist hafa endalaust þrek og bjartsýnin var takmarkalaus. Magga missti mann sinn fyrir u.þ.b. 10 árum. Síðan var það fyrir þremur árum að hún fékk slæman sjúkdóm sem lagðist þungt á augu hennar og þjáðist hún af honum alla tíð síðan. Síðastliðið ár missti hún son sinn Stefán í hörmulegu slysi. Þrátt fyrir öll þessi áföll missti Magga aldrei baráttuþrekið. Ætíð hafði hún áhyggjur af blómunum í garðinum sínum. Hún var þegar farin að tala um að fara út í garð í vor til að hlúa að blómunum sín- um, en hrædd er ég um að það verði ekki í vor. Ég er viss um það að Magga mín fær nýjan blómagarð á sínu nýja tilverustigi sem vonandi er ekki jafn áviðrasamur. Magga var lánsöm kona og átti gott ævikvöld hjá Pétri syni sínum og konu hans Else-Gunn og börnum þeirra, sem hlúðu vel að henni á erfiðum tímum. Megi elsku Magga hvíla í friði. Ég og fjölskyldan mín vottum Pétri, tengdadætrum og barnabörn- um samúð okkar. Elsa Haraldsdóttir og fjölskylda. SKYNDISALA 20% AFSLÁTTUR af öllum vörum í 3 daga M.a: frakkar ir jakkar i buxur * úlpur it peysur ir skyrtur ir sloppar teppi ir mottur ir töskur * gr/7/fU i o.fl. + o.fl. ic o.fl. Notid tœkifœrib Abeins 3 dagar Sýningarsalur Honda Vatnagörðum 24 er opinn laugardag kl. 10:00 - 16:00, sunnudag 12:00 - 16:00 og mánudaga til föstudaga 9:00 - 18:00. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 68 99 00 Akureyri: Þórshamar hf., s. 96 - 11036 Keflavfk: B.G. Bílasalan, s. 92-14690 Verð frá: 1.155.000,- stgr. (H) u a M'" HONDA KYNNIR NÝJAN CIVIC Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsilegar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirhurða- hönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að bílum er fyrst og fremst ætlað að þjóna fólki. Fallegt útlít, góðar innrétt- ingar, þægileg sæti, I: stórt farangursrými, í gott rými fyrir börnin, I kraftmikil og spar- * neytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í þessum stærðarflokki. Áhersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúnings- hraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélar- innar. Civic hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli sem gefur bílnum einstakan stöðug- leika í akstri og aukin þægindi fyrir farþegana. Civic er fallegur, rúmgóður og þægi- legur bíll fyrir fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.