Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Fyrsta íslenska stórsveitarverkið ó erlendum hljómdiski: - segir höfundurinn Stefón S. Stefónsson Stefán S. Stefánsson. Morgunblaðið/Emilia eftir Guðjón Guðmundsson STEFÁN S. Stefánsson er eini Islendingurinn sem samið hefur tónverk fyrir stórsveit sem flutt er á erlendri grundu og fyrir skömmu kom út hljómdiskur í Noregi með tónverkinu, Agara Gagara. Hljómdiskurinn ber heit- ið Big Five og á honum eru fimm tónverk eftir jafnmarga af kunn- ustu stórsveitarhöfundum Norð- urlanda í flutningi dönsku út- varpshljómsveitarinnar, Radioens Big band, sem talin er vera ein besta stórsveit heims. Hljómsveit- arstjóri er hinn kunni danski pían- isti Ole Koch Hansen. Hljómdisk- urinn verður innan tíðar fáanleg- ur í hljómplötuverslunum hér- lendis. að kom upp sú hugmynd innan Nordjazz 1987 að halda svokallað sam- norrænt „Jazz compos- ers workshop“. Ég var valin til verkefnisins af íslands- deild Nordjazz. Ákveðið var að við semdum 8-15 mínútna löng verk hver. Seinnihluta árs 1987 eyddum við allir einni viku saman í húsi danska útvarpsins í Kaupmanna- höfn og vorum viðstaddir æfingar og upptökur á verkum hvers ann- ars. I lok vikunnar var síðan kon- sert í Montmartre í sneisafullu húsi,“ sagði Stefán. Stefán er kunnur saxafónleikari með ýmsum íslenskum jasssveit- um, en þekktastur er hann ef til vill fyrir framlag sitt til poppaðs jass og fönk-jass með Ljósunum í bænum og Gömmunum. Hann fór til framhaldsnáms í Berklee-skó- lanum í Boston þar sem hann lagði stund á saxafónleik og síðar tón- smíðar. Síðastliðin átta ár hefur hann kennt í tónlistarskóla FÍH, en er nú í ársleyfi frá störfum. Danska útvarpshljómsveitin er af mörgum talin vera ein fremsta stórsveit heims. Hún var stofnuð upp úr 1970. Bandaríski trompet- leikarinn og stórsveitarstjórinn Thad Jones var ráðinn tónlistar- stjóri sveitarinnar og markmið hennar var strax að komast í fremstu röð. Nokkrir liðsmanna sveitarinnar eru Islendingum að góðu kunnir síðan þeir spiluðu hér á landi á norrænum jassdögum ’90 og Rúrek ’91, m.a. Bent Jædig, sem leikur sóló í verki Stefáns, Jesper Thilo og fleiri. Nordjazz ákvað síðar að gefa þetta efni út þvi menn á þeim bæ töldu gæði verkanna og spila- mennskuna þess eðlis að þetta ætti fullt erindi á hljómdisk. Auk Stefáns eiga verk á disknum Finn- inn Karin Karppa, Daninn Kim Kristensen, Svíinn Peter Gullin og Norðmaðurinn Vidar Johansen. Steinar Kristiansen, fulltrúi Norð- manna í Nordjazz, beitti sér síðan fyrir því að diskurinn var gefin út núna í byijun árs. „Ég var í yfir tvo mánuði að semja efnið og svo tók við önnur vinna - raddskrif og annað sem tekur langan tíma. Þetta er skrifað fyrir tuttugu manna hljómsveit og mikið verk að koma þessu öllu í kring. Ég ákvað að skrifa eitthvað sem ég heyrði fyrir mér og jafn- framt eitthvað sem er skemmtilegt áheyrnar og gaman að spila. Eg held að það hafi lukkast því að það einhvem veginn létti yfir hljómsveitinni þegar hún spilaði þetta. Sum hin stykkin er dálítið alvarleg þannig að mitt verk var kannski ákveðið mótvægi á diskn- um. Ég hef reyndar grun um að íslenskir jassmúsíkantar séu meira „ameríkanseraðir“ en Skandina- var, og það á líka við um Finna. Skandinavar eru í nánari tengslum við evrópska kammertónlist og nútímatónlist. Þama er dálítið önnur hugmyndafræði sem maður kallar stundum „Skandinavíu- jass“. Þetta er akademískari tónl- ist. Mér finnst á hinn bóginn sveifl- an kjarninn og ef við nefnum aðal- manninn í þessu öllu saman að mínum dómi, sem er Mingus, - hann er alltaf með aðalatriðið í gangi sem er ijúkandi sveifla - sama hvað hann spilaði. Sumt í evrópska jassinum verður fyrir minn smekk dálítið fjarskylt jass- tónlist." Stefán kvaðst hafa skemmt sér vel við samningu Agara Gagara. Það hafi verið fjarri því að hann reyndi að leysa einhveija af lífs- gátunum í verkinu. „Þess vegna vildi ég finna titil sem hæfði því og Agara Gagara, úr vísu Æra- Tobba, varð fyrir valinu.“ Stefán er með mörg járn í eldin- um þrátt fyrir ársleyfið. Fyrir það fyrsta annast hann eins árs gam- alt barn sitt og nú stendur yfir lokafrágangur á nýrri plötu Gammanna, sem kemur út í næsta mánuði. Þá er hann að útsetja lag Jóns Múla Árnasonar, Fröken Reykjavík, fyrir stórsveitir. Hann sagði að ekki gæfust mörg tæki- færi til að flytja stórsveitaverk hér á landi og mikill söknuður væri að léttsveit Ríkisútvarpsins. Hún hefði ekki fengið að dafna og sanna sig þótt hún hefði haft alla burði til þess. „íslendingar eru stórhuga og það er aldrei að vita nema að útvarpshljómsveitin verði endurreist bregðist loðnuveiðar okkur ekki í framtíðinni." VIÐ ERUM FLUTTI VATNAGARÐA 26 NÝTT SÍMANÚMER ER 682100 NÝTT FAXNÚMER ER 682101 £ SLENSK' SéPRLENDA Vatnagarðar 26, 104 Reykjavík Sími 91-682100, Fax 91-682101 Kennit. 660169-1809, Vsknr. 14507 — * EINKATIMAR Ábvrgð er í sambandi við reykingar sem þýðir fulla durgreiðslu ef dóleiðslan ber ekki en< arangur. Friðrik Páll er viðurkenndur í alþjóðlegum fagfélöaum dáleiðara eins og International Medicaf and Dental Hypnotherapy Association, American Guild of Hypnotherapists og National Society Of Hypnotherapists. Friðrik PállÁgústsson R.P.H. C.Ht. Vesturgata 16, Simi: 91-625717

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.