Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1992 C 11 um árið 1992? NAUTIÐ 21. apríl-20. maí Árið býður upp á margt nýstárlegt fyrir nautið og það verður að sýna aðlögunarhæfni því margt kemur á óvart. Meiri kröfur eru gerðar til huglægrar iðju þess og þar sem það er ekki sterkasta hlið nautsins gæti það útheimt nokkurt sálarstríð svo að nái að uppfylla þetta. Úranus og Neptúnus eru nú í nánd hvor við annan og sem þeir mjaka sér frá mun lífið fara í fyrri skorður að verulegu leyti. Spumingin er hvort naut- inu léttir við það eða tekst á við að hugsa öll mál upp á nýtt og væri full þörf á því. Nautið hefur löngum þótt jarðbundið og þijóskt og verður lítið ýkt um þá eiginleika. En nautið á til heil ókjör af blíðu og ástríðu og verður öllu geðfelldara sínum ef það leyfír þessum eiginleikum að blómstra. Illindi í fjölskyldu hjá ýmsum nautum, einkum þeirra sem eru í miöju merkinu, má að sumu leyti rekja til stífni þeirra og tregðu til að fallast á annarra sjónarmið. Þessum nautum væri mjög hollt að sýna öðrum þá hlýju sem það býr yfir og langar kannski til að láta i ljós. Efnalegt gildismat nautsins fer lika í taugamar á mörgum en naut segja sjálf að þau séu hagsýn og praktísk og kalla þetta kosti. Skipulags- hæfni nautsins er til fyrirmyndar á árinu og getur farið út í öfgar eins og margt annað hjá þessum verum. Þegar kemur fram í júní gætu komið upp óvænt atvik og nautið er á báðum áttum hvemig það á að taka á þeim. Best er að það hugsi sitt ráð og vinur í steingeitarmerki væri líklega góður til að leggja eitthvað til málanna. í ágúst er rómantíkin á fullu hjá yngri nautum og virðist þá fara í hönd skemmtilegur timi og ekki að vita nema nautinu fmnist ástæða til að taka ákvarðanir um framtíðina og fjölskyldu. Það benda flest sólarmerki til þess að nautið hafi þegar líður fram í nóvember fengið ýmsu því áorkað sem þvi óx í augum í upphafi ársins. Þó gæti utanaðkomandi þrýstingur leitt til að einhver dráttur verður á að allt verði leitt til lykta á þann hátt sem nautið kysi sjálft. Mörg naut sem eru komin til vits og ára hafa lagt upp úr því að spara peninga og/eða ávaxta þá. Varað er við nýjum fjárfestingum í október. Einnig er óheppilegt að vera mikið á ferðalögum um það leýti og gæti það tengst innbyrðis. SPORÐDREKINN 24. október-21. nóvember Árið 1992 verður nokkuð sviptingasamt hjá sporðdrekanum. Orka hans, sem er venjulega mikil, magnast til muna og hann mun því verða æði athafnasamur. Sporðdrekar í viðskiptalífinu eiga gott ár framundan, að því leyti að allt sem þeir snerta verður að gulli. En þeir verða að gæta sín á öfund og afbrýðisemi annarra, sérstaklega þeirra sem eru í aðstöðu til að bregða fyrir þá fæti. Sporðdrekunum er hollt að hafa það í huga að orka þeirra dregur að sér marga sem vilja njóta spennunnar sem fylgir henni og því mun honum reynast auðvelt að fá fólk til að vinna með sér. Hann ætti ekki að leika einleik á ferð sinni upp á toppinn. Ástarlíf sporðdrekans verður dálitið óvenjulegt þetta árið. Orku hans fylgir mikil spenna og því mun ástarlífið einkennast af því að sporðdrek- ar draga að sér fólk sem á ytra borði virðist kyrrt, en þarf í rauninni á spennu að halda til að vakna til lífsins. Það verður því nokkuð mikið um flugeldasýningar í ástarlífinu. Sporðdrekinn ætti hinsvegar að forðast bælda einstaklinga, því yfirborðskuldi hans hefur áhrif til hins verra á þá og getur kallað fram viðbrögð sem grafa undan hans eigin sjálfsáliti. Þar sem árið er hagstætt til úppbyggingar og umsvifa eru það áhrif sem drek- inn ætti að forðast. Heimilish'f sporðdreka verður fremur viðburðaríkt og talsvert um upp- gjör, sem annaðhvort leiða til meiri samstöðu, eða til sundrungar á þeim vígstöðvum. Það er dálítið mikið undir vilja sporðdrekans komið, hversu vel tekst til. Hann verður að reyna að vinna á langrækni sinni og venja sig af því að heyra án þess að hlusta. Það er einkum fyrri hluta árs sem fjöl- skyldu- og heimilislífið er í brennidepli. Sporðdrekinn verður líka að treysta á dómgreind sína, sem er með betra móti þetta árið, og gæta þess að hirða ekki um hvemig hlutimir líta út á yfirborðinu. Vegna mikils orkuflæðis, verður heilsa sporðdrekans með besta móti allt árið og óhætt að segja að hann verði ekki pestagjam. Til að nýta sér orkuna og bæta heilsuna varanlega ætti hann að stunda mikla líkams- rækt og hefja hana sem fyrst, til dæmis með skíðagöngum og skauta- hlaupi, því hætta er á bakeymslum í mars og april — þar sem ónýtt orka safnast fyrir sem s|x?nna. Ef unnið er á spennunni verður vorið vel til þess fallið að njóta rómantíkur. Sporðdrekinn hefur ekki mikla svefnþörf á árinu og ætti að nýta dauð- an tíma, eins og kvöld og nætur, til að lesa bækur um fjármúl og við- skipti, því seinni hluta ársins bjóðast honum tækifæri til að bæta fjárhags- stöðu sfna mikið. TVÍBURINN 21. maí-20. júní Eins og er innan fiskamerkisins eru innan tvíburamerkisins afar ólíkir einstaklingar og þversagnir í eðli margra tvíbura era líka stundum í það mesta. Innan merkisins er fólk þrjóskara og einsýnna en nokkur naut, blíðlyndara en krabbinn, framkvæmdasamara en hrúturinn og smámuna- samara en jómfrúr. Því er óhugsandi að alhæfa. Fyrir þá sem eru fram að miðju i merkinu má búast við að þetta verði ár athafna og mikill kraftur er í tvíburanum. Honum er ráðlagt að hafa meiri samvinnu við þá sem nærri honum standa og hafa hemil á tor- tryggni gagnvart öðram. Með því móti nær hann einnig meiri árangri og uppsker laun erfiðis síns. Svo virðist sem tvfburar í byijun og undir lok merkis verði ekki eins framkvæmdasamir en það kann einnig að stafa af þv! að þeir era að upplagi með kyrrara skap og hlédrægari og skyldu þó engir taka það sem leti eða framtaksleysi. Þeir tviburar era dýpri í hugsun og beita öðram aðferðum í því sem þeir ætla sér. Sumir tvíburar sem hafa stofnað til varanlegra tengsla á liðnu ári án þess að hafa hugsað ráðið nógu vel sjá nú að ýmislegt er ekki eins bráð- sniðugt í þeim málum og þeim fannst. Undarleg er sú tilhneiging sumra tvíbura að flana að ákvörðunum og ættu þeir að íhuga þennan veikleika sinn og gera eitthvað í að hafa meira vit í hiutunum. Ferðalög tvíbura á árinu þykja æskileg og fyrir þá sem era í viðskiptum eða þvílíku gæti árið orðið ábatasamt einmitt vegna samninga sem gerð- ir era í ferðum. Viðskiptatvíburinn er hygginn og gætnari en ýmsir aðrir tvíburar og honum er treystandi. Tvíburar era klofnir í tilfinningalífinu sem mörgu öðra. Sumir tvíburar era einhvetjir bestu íjölskyldumenn sem fyrirfinnast, aðrir skeyta litlu um sitt fólk og öll orkan virðist fara í að heimta af öðram án þess að gefa neitt á móti. Þeim tvíburum — sem sjálfsagt taka það ekki til sín þó — er vitan- lega eindregið ráðlagt að líta í eigin barm í stað þess að hafa alltaf uppi háværa gagnrýni á aðra. Af þessu má væntanlega skilja að árið getur orðið tvíburanum hag- stætt að mörgu leyti en hann hefur það meira á valdi sínu en einstaklingar í ýmsum öðram stjörnumerkjum að smíða sjálfur sína gæfu. BOGMAÐUR 22. nóvember-21. desember Bogmaðurinn ætti að huga vel að fjármálum sinum þetta árið, þar sem miklar sveiflur verða í tekjumöguleikum hans. Janúar, júní og desember era einkar vel til þess fallnir að drýgja tekjurnar til muna og ef bogmaður- inn heldur rétt á spilunum, verður tekjuaukningin honum til framdráttar í félagslegum skilningi. Það sem einkennir árið 1992 hjá bogmanninum er heppni. í maí gætu orðið miklar breytingar hjá honum hvað atvinnu varðar og ef hann er að hugsa um að skipta um atvinnu ætti hann að nýta sér hagstæð skilyrði sem þá skapast til að finna sér starf sem veitir honum frekari völd og virðingu en nú er. En bogmaðurinn hefur þegar unnið fyrir þessu með þolinmæði sinni gagnvart samverkamönnum sínum allt síðastliðið ár, þar sem hann hefur ekki haft sig í frammi heldur verið meira sem áhorfandi og því lært býsna margt. En þó að gæfuhjólið sé bogmanninum hliðhollt þetta árið, ætti hann að vara sig á þvi að ofmeta hæfileika sína til að ráða við það. Hann ætti að fara að öllu með fullri gát hvað fjármál snertir, sérstaklega upp úr miðju ári og fram á haustið og ætti að vara sig á því að eyða því sem hefur áunnist. Sálarlíf bogmannsins verður i meira jafnvægi en oft hefur verið, einbeit- ing hans einnig með betra móti, þótt vissulega hafi hann tilhneigingu til að vera i sínum venjubundnu loftköstum. Samskipti hans við nánustu ættingja og vini verður meira og betra en verið hefur seinustu árin og það má segja að hann baði sig í hlýju og þægilegheitum sinna nánustu. Hins vegar er árið ekki vel til þess fallið að mynda ný tengsl sem eiga að vera varanleg, a.m.k. ekki fyrr en í lok ársins. Rómantíkin verður allsráðandi í sumar hjá bogmanninum; það er að segja kyrrlát og notaleg en ekki ástríðufull. Sá tími er einkar heppilegur til ferðalaga. Vegna þess hversu mikil kyrrð rikir í lífi bogmannsins á árinu, ætti hann að velja sér ferðalög sem falla að þvi ástandi og eyða tfma sínum sem mest við að njóta klassiskrar tónlistar og skoða söfn þar sem líta má helstu meistara myndlistarsögunnar. Þeir staðir sem henta honum best til ferðalaga eru óbyggðir, þá sérstaklega skipulagðar óbyggða- ferðir í Kanada eða um norðurhluta Finnlands þar sem sofið er úti undir berum himni eða í tjöldum og setið við eldinn á kvöldin. Það ætti að henta rómanlísku hugarfari bogmannsins þetta árið. KRABBINN 21. júní-22. júlí Viðkvæmni og blíðlyndi krabbans er viðbragðið og stundum gert meira úr þessu en góðu hófi gegnir og fer jafnvel út í að verða neikvætt í sumra hugum. Þó krabbinn sé blíðlyndur og oft dreyminn er hann fjarri því að sitja með hendur í skauti sér. Þegar á þarf að halda brettir hann upp ermarnar og best á það liklega við krabbann að vinna i skorpum — og sést þá ekki ailtaf fyrir. Og hann er langt frá þvi líka að vera skaplaus, hann reiðist ve.rr en margir aðrir og á til að vera langrækinn. Finnist honum hann vera beittur ósanngirni dregur hann sig inn í skel og er ekki fyrir hvern sem er að ná honum þaðan fyrr en hann hefur sleikt sin sár og er tilbúinn sjálfur. Árið sem er nýhafið býður upp á.mörg tækifæri fyrir krabbafólk. Þeir krabbar sem fást við listsköpun í einhverri mynd-geta vænst þess að ýmsar vonir rætist og þeir fái verðskuldaða umbun fyrir störf sín. Krab- bar sem era í viðskiptum eiga velgengni að fagna og margir sýna þeim traust til meiri ábyrgðarstarfa enda krabbinn samviskusamur en þarf þó að vera skipulagðari í verkum sínum. Það er kannski helsti veikleiki krab- bans í vinnu, honum hættir til að vilja gera of margt samtímis svo að þetta getur farið í dálítinn graut. En þetta má laga. Fjölskyldulífið er sveiflóttara hjá ýmsum kröbbum þetta árið. Krabbar óbundnir sveiflast dálítið i samböndum eða samskiptum, vita ekki sinn vilja eða hafa brennt sig í fyrri samböndum og vilja hafa vaðið fyrir neð- an sig. Það er allt gott um gætni að segja en krabbinn verður samt að sýna áræði og umfram allt átta sig á hvenær er réttur tími. Kannski er tími til að verða ástfanginn einmitt í ár. Krabbinn er kröfuharður í ástar- sambandi af því hann er svo fús að gefa af sjálfum sér þegar hann á annað borð gefur. Peningamálin eru eins og fleira, nokkuð óljós en að veralegu leyti er það undir krabbanum komið því hann er hugmyndaríkur og útsjónarsam- ur og sýni hann dirfsku og taki áhættu er trúlegt að það skili sér hressi- lega til baka. STEINGEITIN 22. desember-19. janúar Þetta árið ætti steingeitin að varast að leggja of hart að sér í vinnu, þar sem tímabært er að hægja á sér, líta yfir farinn veg og velta þvi fyrir sér hvort þetta hafi allt verið einhvers virði. Það háir steingeit- inni dálítið að hún hefur þörf fyrir að vera í sviðsljósinu, þótt hún viður- kenni það ekki. Hún er haldin vissri fullkomnunaráráttu og er sífellt að keppa að markmiðum sem hún fær viðurkenningu fyrir. Þetta stafar af rótgróinni minnimáttarkennd og kemur því miður í veg fyrir að steingeit- in njóti sín í einkalífi. Þar er hún eirðarlaus og tilætlunarsöm og krefst þess að maki hennar og börn séu stöðugt að aðla hana. En fjölskylda steingeitarinnar er síðust til að njóta kappsemi hennar alla jafna. Árið 1992 er gott ár til endurmats. Ekki er ólíklegt að steingeitn finni til doða í janúar og eitthvað fram eftir febrúar og hafi áhyggjur af því að hún sé að tapa hæfileikanum til að slá í gegn. Af þessu þarf hún ekki að hafa áhyggjur og ætti fremur að njóta þess að vera í kyrrð og reyna að komast í samband við sjálfa sig og nánasta umhverfi. Það er nefnilega svo að steingeitin hefur alla jafna margt og mikið fram að færa samferðamönnum sínum til heilla. Það helsta sem kemur i veg fyrir að það takist er þrá hennar eftir umbun, fremur en tilhugsunin um að láta gott af sér leiða. Ef hún notar upphaf ársins til að endur- hlaða rafhlöður sínar og skilja að hún er aðeins ein af óteljandi einstakling- um sem era að reyna að skapa betri heim, verður framhaldið léttara. Samvinna ætti að vera einkunnarorð steingeitarinnar þetta árið. Hún ætti að leyfa sér að slaka dálítið á kröfunum til sjálfrar sín og láta þá sem vinna með henni um puðið. Gildismat hennar er eilitið á skjön vegna þrár hennar eftir að vera ódauðlegur sigurvegari, alltaf. Hún ætti að starfa sem áhorfandi, hlusta meira á þá sem í kringum hana era og njóta þeirr- ar staðreyndar að almættið kemst af án hennar um tíma. Vegna stöðugrar sigurþarfar steingeitarinnar ætlast hún til að þeir sem standa henni næst elski hana skilyrðislaust. En sá sem keyrir sig áfram til þess að vera hylltur sýnir sjálfum sér litla ást og umhyggju og er þar af leiðandi ekki tií í að leyfa öðram það. Ef steingeitin leyfir sér að sinna persónulegum þörfum sinum þetta árið gæti hún uppskorið þá umbun sem hún er stöðugt að leita eftir, því ástin sem nóg er af í kringum hana er bæði græðandi og uppbyggjandi og væri góður grunnur fyrir átök framtíð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.