Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Sígild tónlist í útvarpi: Mozart á toppnum TÓNLIST W. A. Mozarts setti mikinn svip sinn á tónlistarval Rásar 1 síðastliðið ár, enda voru þá 200 ár liðin frá dánardægri hans. Lítið er að öðru leyti vitað um hvaða sígild tónlist var oftast leikin í Ríkisútvarpinu á síðasta ári, þó telja megi víst að það hafi verið þau sígildu rómantísku verk sem hlustendur þekkja best. Sömu sögu er ekki að segja frá Bretlandi, en breska blaðið The Sunday Times tók í byrjun þessa árs saman Iista yfir mest leiknu tónverk ársins 1991 á Radio 3, sem er hliðstæða Rásar 1 í Bretlandi. Þar með var þó ekki sagt um hvort um væri að ræða vinsælustu sí- gildu tónverkin. Efst á listanum voru þau þijú tónverk sem flutt voru fjórtán sinnum á árinu. Það voru: Sinfónía nr. 3 eftir Beethoven, Brúðkaup Fígarós eftir Mozart og Tombeau de Couperin eftir Ravel. í öðru sæti lentu verk sem leikin voru 13 sinnum: Síðasti kafli sinfóníu nr. 7 eftir Beethoven, Sinfónía nr. 1 eftir Brahms og síðasti kafli sinfó- níu nr. 4 eftir Mendelsohn. í þriðja sæti voru þau verk sem leikin voru 12 sinnum á árinu: Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven, Sinfónía nr. 1 eftir Prókoffijev og Fiðlukonsert Sibeliusar. Kristinn Níelsson, aðstoðarmað- ur tónlistarstjóra RÚV, kvaðst gera ráð fyrir að væri tekinn sam- an listi yfir mest leiknu verkin, yrðu aðallega á honum nöfn þekkt- ustu tónskáldanna, svipað og á list- anum breska. „Annars reynum við að hafa sígildu tónlistina sem fjöl- breyttasta. Við höfum einbeitt okk- ur að því að byggja upp góða dag- skrá þar sem lögð er áhersla á að tengja efni og flytjendur, sem eru bæði íslenskir og erlendir," segir Kristinn. Hann segir ekki sérlega mikið leikið af sígildri tónlist í útvarpi. Á virkum dögum eru þrír þættir þar sem leikin er sígild tónlist, í allt að tveim klukkutímum á dag. Á fimmtudögum er auk þess leikið efni frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Um helgar eru að jafnaði nokkrir þættir með sígildri tónlist, svipaðir að lengd og virka daga. En hvað er vinsælast? „Það er erfítt að gera sér grein fyrir því. Við gerum þó ráð fyrir að sú tónlist sem mest er leikin njóti vinsælda. Svo hefur fjöldi hlustenda auðvitað samband við okkur og það gefur okkur hug- mynd um hvernig þeim falli tónlist- arvalið." Á toppnum í Bretlandi: Mozart, Beethoven og Ravel. Glaðbeittir yfirmenn The European London. Reuter. Starfsmenn breska vikublaðsins The European gátu andað Iéttar í vikubyijun, þegar gengið var frá kaupum Barclay-bræðra á blaðinu. Barclay-bræðurnir eru vellauðugir kaupsýslumenn, sem hafa forðast sviðsljós fjölmiðla. Þeir réðu Charles Garside, fyrrum aðstoðarrit- stjóra, sem nýjan ritstjóra blaðsins. Hann sést hér t.v. ásamt Alan Chamberlain, framkvæmdastjóra þess. Ekki er ljóst hvort, og þá hversu margir starfsmenn blaðsins verða endurráðnir. Sjónvarp: Erfiðir tímar hjá frönsk- um sjónvarpsstöðvum Franskir sjónvarpsáhorfendur Hlutfallslegt áhorf. Áhorfendur 6 ára og eldri. TFL Jan.-jún. 1990 Jan.-jún. 1991 Canal Plus (Heímítd: n„. Financial Times 27.12.91 10 % 20% 30% 40% AÐ UNDANFÖRNU hafa for- svarsmenn frönsku sjónvarps- stöðvarinnar La Cinq átt í ströngum fundahöldum með fulltrúum hins opinbera til að ræða leiðir til að koma bág- staddri stöðinni til bjargar. Ef opinberir aðilar koma til aðstoðar mun La Cinq halda áfram starfsemi með aðeins örf- áuum, allra nauðsynlegustu starfsmönnum. Ef ekki, er óvíst hvað gerist og hluthafarnir, sem meðal annars eru hið stórskuld- uga íjölmiðlafélag Hachette, ít- alski fjölmiðlakóngurinn Silvio Berlusconi og nokkrir stórir franskir bankar, gætu þurft að greiða rúmlega 30 milljarða króna kostnað af lokun stöðvarinnar. Franskt sjónvarp í dag er af- rakstur tveggja mismunadi stjóm- arhátta. Arin 1986-1988 sat hægri sinnuð ríkisstjórn Chirac og ýtti hún undir aukna einkavæð- ingu í frönsku sjónvarpi. Strax árið 1986 var La Cinq stofnuð, M6 varð til ári seinna og á sama tíma var TFl einkavædd. Fyrir var svo áskriftasjónvarpið Canal Plus og tvær ríkisreknar stöðvar, Antenne 2 og FR3. Síðan settist hinn vinstrisinnaði Jack Lang í sæti menningarmála- ráðherra. Hann hefur notað völd sín til að hafa áhrif á dagskrár- gerð og innihald auglýsinga. Markmið hans er að efla innlenda dagskrárgerð og koma í veg fyrir að franskt sjónvarp feti í fótspor þess ítalska, þar sem fjöldi lítilla sjónvarpsstöðva sendir út lélegt og oft og tíðum klámfengið efni án eftirlits. Fræðilega hefði niðurstaðan átt að verða sú að í Frakklandi yrðu nokkrar nokkumveginn jafnstór- ar sjónvarpsstöðvar sem byðu upp á fjölbreytta dagskrá með há- gæðaefni. Reyndin er önnur. Yfír- burðaraðili í frönsku sjónvarpi er TFl sem hefur um 40% áhorfenda og ríflega 40% auglýsingatekna. Fyrir utan Canal Plus, sem er áskriftarsjónvarp, eiga allar aðrar stöðvar í erfiðleikum. Þar er La Cinq þó sér á báti en á síðasta ári var tapið um 12 milljarðar króna. Áhugi ríkisvaldsins á að bjarga La Cinq virðist ekki vera mikill. Þar kemur meðal annars til að tveir af stærstu hluthöfunum, Hachette og Robert Hersent eig- andi dagblaðsins Figaro, eru ein- dregnir stuðningsmenn stjómar- andstöðunnar. Það sem La Cinq þarfnast er nýtt hlutafé. Vandséð er þó hvað- an það ætti að koma. Rekstur stöðvarinnar gefur ekki beint ástæðu til að fjárfesta í henni og tveir stærstu hluthafarnir, Hac- hette og Berlusconi, eiga nú þegar 25% hvor sem er hámarkshlutafj- áreign samkvæmt lögum. Engu að síður er vandi La Cinq óaðskiljanlegur frá vanda annarra sjónvarpsstöðva og hjá því verður ekki komist að taka á þeim vanda. Þar vegur þungt spurningin um hvort gífurlegir yfírburðir TFl séu ásættanlegir, sem og spurningin um stuðning við ríkisreknu stöðv- amar Antenne 2 og FR3. Vart verður hjá því komist að taka á þessum spurningum um leið og afdrif La Cinq verða ákveðin. FOLR Karl. Thelma. Anna. Egill. Fimm blaðamenn eru teknir til starfa á Pressunni í tengslum við breytingar á efni og útliti blaðsins. Áður hefur verið sagt frá Andrési Magnússyni, Karli Th. Birgissyni og Thelmu Tómas- dóttur, en rangt var farið með föðumafn henn- ar í fyrri grein um Pressuna. Auk þeirra má voru ráðin Egill Helgason, og Anna Þ. Har- aldsdóttir. Egill hefur áður stárf- að sem blaða- maður við Press- una, Helgarpóst- inn og NT, verið fréttamaður á Sjónvarpinu og unnið við ýmis störf í lausa- mennsku. Anna lauk námi í fjölmiðlafræði í Bretlandi fyrir tveimur árum og hefur unnið við Iceland Review síð- an. Fjöldi lausapenna mun skrifa greinar í Pressuna. Ekki hefur ver- ið gengið frá ráðningu allra en meðal þeirra sem skrifa munu í blaðið má nefna Guðmund Anda Thorsson, sem verður með fasta pistla. Undir heitinu Stjórnmál og viðskipti skrifa til skiptis; Birgir Árnason, hagfræðingur hjá EFTA, Oli Björn Kárason, framkvæmda- stjóri AB, Hreinn Loftsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra, Mörður Árnason íslenskufræðing- ur og Már Guðmundsson, for- stöðumaður hagfræðideildar Seðla- banka Íslands. Birgir. Mörður. Hreinn. Már. Guðmundur Andri. ÓIi Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.