Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 21
C 21 MORGUNBLAÐIÐ MEININIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 MYNDBÖND///vað erDBS-kerfi? SkyPix kemur til skjalanm Vinsældir myndbandanna auk- ast með hverjum deginum. Þann útkjálka er ekki að finna að þar blómstri ekki myndbanda- leigur sem kappkosta við að vera með sem fjöl- breyttast úrval á boðstólum, engu síður en kvik- eftir Sæbjörn Valdimarsson myndahúsin. Og hér þróast tækn- in ört. í náinni framtíð bendir allt til þess að við þurfum ekki einu sinni að hafa fyrir því að tölta út í leigu! Fyrirtæki í Bandaríkjunum sem nefnist SkyPix Corp., hefur hleypt af stokkunum svonefndu DBS- kerfi sem stendur fyrir direct bro- adcast satellite, eða beint gervi- hnattasjónvarp, og er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Til- gangur þess að seðja þarfir hinna myndbanda/kvikmyndasjúku án þess þeir þurfi svo mikið sem að yfirgefa sjónvarpsherbergið. Með endurvarpi frá gervihnetti sem þegar er kominn á sporbraut, hyggst SkyPix bjóða áskrifendum sínum einar 200 myndir á dag og greiða viðskiptavinirnir að sjálf- sögðu einungis fyrir þær myndir sem þeir óska eftir að sjá. Útsend- ingamar verða fluttar á Ku- bylgju, með nýrri, stafrænni tækni á áttfalt breiðari tíðni en C-bylgjunni sem gervihnattadisk- ar nota í dag. Þetta þýðir að SkyPix er fært um senda út samtímis á sextíu „sjáið og borgið“ rásum, sem skapar nánast dramatíska fjölgun þess myndefnis sem í boði er hverju sinni. Vinsælustu myndirn- ar verða sýndar á hálftíma fresti, allan sólarhringinn, sjö daga vik- unnar. Og allt myndavalið fer ein- faldlega fram með fjarstýring- unni. Vandinn allur sá að velja rétta númeraröð! Verð myndanna verður á bilinu 1 til 3,95 dalir, eða frá 55 upp í 220 krónur og skuldfærslan verður vitaskuld sjálfvirk. Þar sem kerfið býður úpp á að viðskiptavinir geti valið og hafn- að geta þeir hæglega komið í veg fyrir að þeir komi að börnum sínum stjörf- um yfir Henry og June, eða Kokknum, þjófnum, konu hans ... Aukinheldur hefur SkyPix látið hanna kerfi sem kemur í veg fyr- ir að hægt sé að taka upp myndir í útsendingu þeirra án þess að gjald sé greitt fyrir. Kvikmynda- verunum líst vel á þessa tækni því næstum öll fyrirtæki sem framleiða kvikmyndir á 35 mm filmum, þar með talin öll þau stóru, hafa samþykkt að láta SkyPix í té myndir sínar gegn hlutdeild í tekjum af leigu áskrif- enda. Varaforseti SkyPix, Richard Selvage, hefur tilkynnt að stór- myndirnar verði komnar á skrá hjá þeim aðeins fáum vikum eftir að þær koma út á myndböndum. DfASS/Leita bandarískir djassararjafn langt aflur og evrópskirfram? Liðið diassár eftir Vernharð Linnet Það má segja að það sem hvarf setji mun meira mark á liðið djassár en það sem kom. Tveir úr hópi höfuðsnillinga djasssögunnar gengu á fund feðra sinna — Miles Davis og Stan Getz — auk fjölda ann- arra merkra djass- manna á Norður- löndum kvöddu tveir úr úrvals- flokki: Bjarne Ner- em og Guðmundur Ingólfsson. Guð- mundur Vilbergs- son trompetleikari lést einnig á ár- inu, en það var langt um liðið síðan hann blés djass. Ýmsir ágætir sólóar eru þó varðveittir með honum frá því að hann lék með hljómsveit Björns R. Einarssonar. Bjarne Nerem er í hópi fremstu saxófónleikara í norrænni djasssögu. Hann var alla tíð hógvær maður og það var ekki fyrr en á allra síðustu árum að hróður hans barst til Banda- ríkjanna. Barney kölluðu kanarnir hann og m.a. hljóðrituðu A1 Grey og Flip Philips diska með honum. Heldur var tíðindalítið í íslenskum djassi á árinu. Tómas R. Einarsson gaf út ágætan disk, íslandsför, fékk ágætis gagnrýni í Danmörku, þó betri fyrir diskinn frá 1989, Nýjan tón, heilsteyptasta íslenska djassdi- skinn til þessa. RÚREK-djass- hátíðin var haldin í maí og kom margt ágætra gesta. Bar þar af Nýja frum- / skógartríóið hans Pi- / erre Dörges. Hann stofnaði íslenska / frumskógarsveit á / þessari hátíð, en steytti hún á því skeri hve íslenskir eru lítt hagvanir á hinum frjálsa djas- sakri. Einhver frum- legasti djass sem ég hlustaði á síð- asta ár var evrópsk- ur: Frumskógarsveit Pierre Dörges eins og séi og svo með bandaríska saxafón- snillingnum David Murray, sveit breska saxafónleikarans Ians Bell- amy og svo hin hollenska sveit, Will- iam Brauker Kollektief. Hann hefur lengi blásið glatt í saxafóna og klari- nettur og leitt frábæra hljómsveit sem hefur vafið kabarettmúsík og öðrum glaðningi í djassinn. Hljóm- borðsleikari sveitarinnar er Henk de Jonge og gaf hann út aldeilis frábær- an disk á árinu sem leið: Jumping’ shark. Það er svo yndisleg tilbreyting þegar menn leita nýrra leiða um þessar mundir — það má líka gera á þjóðlegan hátt eins og Jan Garba- rek hefur sannað manna best undanf- arið. Þær bandarísku stjörnur sem hæst hefur borið síðasta ár hafa all- ar leitað aftur í djasshefðina og aldr- ei jafn langt aftur og nú. Margkosinn djassmaður síðasta árs, Wynton Marshalis, leitar á mið Ellingtons í Cotton Club. Það má heyra Benny Carter í hinum kornunga Ant- hony Hart og ungu töff tenórarnir eru á kafi í Ben Webster og félögum, án þess að eiga nokkuð af þeirri frumlegu glóð er gerði websterisma Archie Shepps að eftinninnilegum djassstíl. Flestir eru þó í Davis, Coltrane og hörðu boppi og ein harðasta Evrópuhljómsveitin er hollensk, kvintett saxistans Bens van den Dungen og trompetistans Jarmo Hoogendijks. Einn af van- metnari djasssnillingum síðustu ára- tuga, klarinettuleikarinn John Cart- er, var valinn í heiðursfylkingu djass- ins um það leyti sem hann lést og sömuleiðis hlaut Lee Morgan sæti í þeirri fylkingu, en það eru nú brátt tuttugu ár liðin frá því kona hans skaut hann til bana. Þriðja skífa Frelsissveitar Charlie Hadens var af flestum talin skífa ársins, en ekki voru þær síðri skífurn- ar er David og Getz blésu á og út komu undir áramót. You have to pay the band, þar sem Stan blés með söngkonunni Abbey Lincoln í síðustu stúdíóupptöku sinni og tónlistin úr kvikmyndinni Dingó, sem Miles samdi í félagi við Michael Legrand. Það er von á meira góðgæti frá þeim félögum á þessu ári. Tveir diskar með Getz og Kenny Baron úr Montm- artre í Kaupmannahöfn — svana- söngur hans. Wamer-bræður eru með fjóra Miles Davis-diska í útgáfu- áætlun sinni. Montreux-hljóðrit- anirnar með stórsveit undir stjórn Quincy Jones og Miles að blása út- setningar Gils Evans, djamm frá með Miles, Herbie Hancock, ayne Shorter og fleirum, fönkskífa sem Prince og Flavour Flav og rappa með Miles og loks sömbuskúfa þar sem Miles blæs undir stjórn Quincy Jones og Johnny Mandels. Hér skal lokið að telja nokkra djassviðburði síðasta árs en einnar endurútgáfu verð- 'ió að geta. Mosaic af út allt er Nat King Cole-tríóið hljóðritaði fyrir Capitol, þar á meðal nær hundrað óútgefna ópusa. Geggjað. Miles Davis og Stan Getz — Tveir úr hópi höfuðsnilling- anna sem gengnir eru á fund feðra sinna. Fenjatónar LOUISIANA er líklega það fylki Bandaríkjanna hvar flestar sérstakar gerðir tónlistar þrífast og dafna; hver í sínu lagi eða, það sem oftar er, skarast á ótal vegu. I Louisiana er upprunuin cajuntónlist, zydeco, fenjapopp, fenjablús og jass (að sumra sögn). Með skemmtilegustu bastörðum úr þessari tónlistardeiglu er zydeco, tónlist frönskumælandi blökkumanna í Louisiana. Zydecokonungurinn Clifton Chenier. jr ___ BLUS/Hvaðan komaþessar harmonikkur? og leysingjar, sem báru með sér af- ríska og karíbska rytma. Cajunhljóð- færin voru helst fiðla og harm- onikka, en á meðan cajuntónlistar- menn hölluðust að konsertínum tóku zydecotónlistarmenn akkordeon framyfir sem gaf þeim meira tón- svið, og bættu við þvottabretti til að gefa lifandi rytmagrunn. Frum- zydeco svipaði mjög til cajuntónlist- ar, en á árum seinni heimsstyijaldar- innar varð töluverður flutningur blökkumanna til stórborga í- Texas að vinna við ýmis störf sem losnuðu þegar bleikneíjar fóru í herinn. Þar kynntust þeir blús og rytmablús, tóku fegins hendi og bættu í pottinn. Sá sem gerði zydecotónlist fræga víða um lönd var Clifton Chenier. Clifton, sem fæddist í Opelousas 1925, hóf snemma að leika á harm- onikku og bróðir hans, Cleveland, lék með á þvottabretti. Tónlistin var þó aukageta framan af, enda vinsældir zydecotónlistar mjög svæðisbundnar. A sjötta áratugnum vék zydecotón- listin fyrir rytmablús hjá Clifton, enda auðveldara að framfleyta sér í þeirri gerð tónlistar. í upphafi sjö- unda áratugarins stofnaði mikill áhugamaður um zydecotónlist, Chris Stachwitz, útgáfu til að gefa út þjóð- lega tónlist frásuðurhluta Bandaríkj- anna og Norður-Mexíkó. Eitt af því fyrsta sem Strachwitz gerði var að leita uppi Clifton Chenier og telja hann á að taka til við zydeco aftur. Skemmst er frá því að segja að alls gaf fyrirtæki Strachwitz, Arhoolie, út tólf breiðskífur með Clifton Cheni- er og högnuðust báðir mjög á því samstarfi, sem gerði Clifton meðal annars að stórstjörnu víða um Bandaríkin, aukinheldur sem hann fór margar ferðir til Evrópu til tón- leikahalds. Líklega væri hann enn að ef sykursýki hefði ekki lagt hann í gröfina fyrir fjórum árum. En ógleymanleg tónlist Cliftons lifir og er nú til á geisladiskum. Það er Arho- olie sem gefur út líkt og forðum og rétt er að beina áhugasömum beint að safndisknum 60 Minutes with the King of Zydeco, sem er safn af því besta af plötunum tólf, en einnig er vert að vekja athygli á fyrstu plötu Cliftons fyrir Arhoolie, Louisiana Blues and Zydeco, en þar er meðal annars að finna útgáfu hans af lag- inu Les Haricots sont pas salé, sem zydeco dregur nafn sitt af og heitir hjá Clifton heitir það einmitt Zydeco sont pas salé. Besta hljóðversskífa Cliftons er þó líklega Bogalusa Bo- ogie, sem er mjög blússkotin. Með Clifton á þessum plötum öllum er bróðir hans Cleveland á þvottabretti, og frábær sveit Cliftons, The Red Hot Louisiana Band, þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Einna mestu um tónlistarlega sér- stöðu Louisiana ráða líklega frönsku áhrifin, en frönskumælandi íbúar fylkisins, sem kallast cajun, flúðu frá Kanada undan ofríki Breta í lok átjándu aldar. Þeir settust að í Louisiana og mynduðu þar sjálf- stæðan menning- arkima sem vara nánast einangraði í eftir Árna 200 ár. lónlist Wlatthíasson Þeirra bar sterkan franskan svip, en tók líka breytingum vegna engilsax- neskra áhrifa og úr varð það sem við þekkjum í dag sem cajuntónlist. Slíkri tónlist kynntust svartir þrælar Þar með fær SkyPix talsvert for- skot á kapalstöðvarnar vestra og kvikmyndarásina og framleiðand- ann HBO. Allt hljómar þetta ósköp fal- lega, en einn er galli á gjöf Njarð- ar. Til að geta notað kerfi SkyPix verða áskrifendur að fjárfesta í tækjabúnaði sem með uppsetn- ingu kostar hátt í 1.000 dali. Og þó svo að Selvage fullyrði að þeg- ar hafi safnast 2,5 milljónir áskrif- enda er ekki víst hve margir eru tilbúnir að reiða fram á sjötta tug þúsunda króna fyrir óreyndan búnaðinn þegar á hólminn er kom- ið. En hver veit hvað gerist? Þrátt fyrir alla þessa hvetjandi heima- veru er aldrei að vita nema að örgustu letiblóð uppgötvi að það sé nú í rauninni ágætt að bregða sér í smábíltúr af og til, þó ekki sé til annars en að sækja sér myndbandsspólu! íslenskir leigusalar þurfa ekki að óttast þessa byltingu að sinni. Bjartsýnir kunnáttumenn í fijálsri fjölmiðlun og sölumenn gervi- hnattabúnaðar telja að allt upp í fimm ár munu líða áður en áhrifa SkyPix og svipaðra fyrirtækja fer að gæta hérlendis að einhveiju marki. En DBS á örugglega eftir að koma til að vera. Heimild; Premier nmgazine.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.