Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 O C'Q C 23 Oryrkjabandalag Islands mótmælir Ib Wessman í Naustinu á ný HINN kunni matreiðslumeist- ari Ib Wessman verður gesta- kokkur í veitingahúsinu Nausti við Vesturgötu dagana 15.-17. janúar n.k. Ib Wessman var um árabil yfir- matreiðslumeistari Naustsins. Hann hefur s.l. 10 ár verið yfimat- reiðslumeistari á þekktum hótel- um í Noregi. Þá þrjá daga sem Ib.ræðuir ríkjum í eldhúsi Naust- ins verður matseðillinn eins og hann var á þeim árum sem Ib var þar starfandi. Til dæmis má þar fínna körfukjúkling, nautasteikur, djúpsteiktan humar, lauksúpu og fleiri rétti sem Ib kynnti fyrir ís- lendingum. „Ib Wessman er mjög eftirsótt- ur og því ert það heiður fyrir okkur að fá hann nokkra daga í Naustið. Koma hans hingað er lið- ur í því markmiði okkar að gera Naustið að því 1. flokks veitinga- húsi sem það var þekkt fyrir í Ib Wessman. gamladaga," segja veitingamenn- irnir Hafsteinn Egilsson og Hörð- ur Siguijónsson. ÖRYRKJABANDALAG íslands mótmælir harðlega þeim handa- hófskenndu aðgerðum sem ríkis- stjórnin beitir til þess að ná end- um saman í ríkisfjármálum. Þess- ar aðgerðir miðast við skerðingu örorku- og ellilífeyris, þannig að lífeyrisþegar eru sviptir grunn- lífeyri að hluta til eða að fullu, segir í frétt frá bandalaginu. Hvað öryrkja varðar þá hefur það verið grundvallarviðhorf viðurkennt af samfélaginu, að greiða öryrkjum lífeyri sem nokkra uppbót vegna þeirra hömlunar og þess aukakostn- aðar, sem örorkan veldur. Skerðing grunnlífeyris án tengsla við heildar- skoðun tryggingakerfisins er því vægast sagt varahugaverð. Myndband um æxlunarheg’ð- un bleikja DR. HREFNA Sigurjónsdóttir, dósent í líffræði við Kennarahá- skóla íslands, og dr. Karl Gunn- arsson, sérfræðingur á Hafrann- sóknastofnun, hafa undanfarin ár unnið að rannnsóknum á æxl- unarhegðun Þingvallableikjunn- ar. A grundvelli rannsóknanna hefur verið gert myndband sem Hrefna og Karl munu sýna og skýra í Kennaraháskóla Islands við Stakkahlíð (stofu B-301) á þriðjudaginn kemur, 14. janúar, kl. 17.00. Þetta er upphafið að röð fyrir- lestra sem haldnir verða í Kennara- háskólanum nú á vormisserinu á vegum Rannsóknastofnunar Kenn- araháskóla íslands, en hún tók til starfa á nýliðnu ári. Forstöðumaður stofnunarinnar er dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor. Ámælisvert er að tekjur fólks sem er langt innan við meðaltekjumörk eru skertar verulega á meðan í engu er hróflað við þeim sem eru hátt yfir þessum meðaltekjum. Öryrkjabandalag íslands lýsir sig reiðubúið hvenær sem er til við- ræðna um raunverulegan jöfnuð á kjörum örorkulífeyrisþega, m.a. tekjutengingu grunnlífeyris ef ann- að kemur í móti s.s. viðbótarskatt- þrep á hærri tekjur svo og því að ijármagnstekjur séu teknar með bæði í skattalegu tilliti og hvað varðar lífeyrisgreiðslur. Hækkun frítgkjumarks nú er góðra gjalda verð fyrir þann hóp öryrkja sem þar nýtur góðs af en hins vegar er í engu komið til móts við þá sem mesta hafa þörfina, þ.e. þá sem einvörðungu verða að fram- fleyta sér á tryggingabótum. ÁS-TEIMGI rfcH '| Ibfa Allar geröir. Tengið aldrei stál - í - stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring millitækja. JmöL SödDoHffleflgjiuDir cilte@ð®in) & ©@ M. Vesturgötu 16 - Shnar 14680-13280 MALUN - MYNDLIST Dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriói í meðferð vatns- og olíulita. Myndbygging. Upplýsingar og innritun í dag og næstu daga. Kennari Rúna Gísladóttir, listmólari, símiól 1525. KJÖRBÓK LANDSBANKANS VAR BANKABÓK ÁRSINS 1991: RAUNÁVÖXTUN 4,06-6,03% ENGINN ÓBUNDINN SÉRKJARA- REIKNINGUR í BANKAKERFINU GAFBETRI ÁVÖXTUN Um áramótin námu innstæöur yfir 80 þúsund Kjörbókareigenda í Landsbankanum rúmum 27,5 milljörðum. Kjörbókin er því sem fyrr langstærsta sparnaöarformiö í íslenska bankakerfinu. Ástæöan er einföld: Kjörbókin er óbundin og örugg og tryggir eigendum sínum háa ávöxtun eins og glöggt sést á samanburöi viö sambærilega reikninga annarra banka og sparisjóða. Ársávöxtun áriö 1991 var 12,01-14,14%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 4,06%, á 16 mánaða þrepinu var 5,44% raunávöxtun og á 24 mánaða þrepinu 6,03% Kjörbókareigendur geta þess vegna nú sem fyrr horft björtum augum fram á viö fullvissir um aö spariféö muni vaxa örugglega á nýju ári. Kjörbók er einn margra góöra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. ítarlegar upplýsingar um RS færö þú í næstu afgreiðslu bankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.