Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 SKÓÚTSALA Laugavegi41, sími 13570. Skóverslun Þórðar Borgarnesi Kirkjustræti 8, Brákarbraut 3, sími 14181. sími 93-71904. ÚTSALAN HEFST Á MORGUN DIMMALIMM Bankastræti 4 ,101 reykjavík, sími 11222 Uenelíntl®0ualHát BARNAFÖT Á 0-6 ÁRA Afmæliskveðja: Kristín Sigurðardóttir — Andrés Konráðsson í dag, 12. janúar, verður Kristín Sigurðardóttir, Skúlagötu 17 í Borgarnesi, 80 ára en maður henn- ar, Andrés Konráðsson, varð 85 ára 15. september sl. Kristín Sigurðar- dóttir fæddist á Þiðriksvöllum í Steingrímsfirði, dóttir Sigurðar Óla Sigurðssonar og Pálínu Samúels- dóttur. Sem ungabam var hún tek- in í fóstur af hjónunum Önnu Sig- ríði Ámadóttur og Jóni Jónssyni, kennara á Drangsnesi. Þegar Krist- ín var á áttunda ári fluttu Jón og Anna til dóttur sinnar Maríu og manns hennar, Friðnks Kristjáns- sonar, á Akureyri. í skjóli þeirra ólst hún svo upp til fullorðinsára. Á þeim tíma var það alsiða að heilu fjölskyldunartækju sig upp og færu í síld á Siglufjörð. Þetta gerðu þau einnig, María og Friðrik. Sem bam lærði því Kristín handtökin við síld- ina, enda seinna þekkt fyrir hve fljót hún var að kverka og stóðu henni þar fáir á sporði. Þegar hún var 18 ára réð hún sig sem línu- stúlka til Ingimars fósturbróður síns sem þá gerði út frá Drangs- nesi og þar lágu leiðir þeirra Andr- ésar saman. Andrés Konráðsson fæddist 15. september 1906, sonur Jóhönnu Þórðardóttur og Konráðs Konráðssonar. Ungur að árum fór hann til hjónanna Katrínar Jóns- dóttur og Guðmundar Sigurðssonar sem þá bjuggu á Tröðum í Staðar- sveit. Er Guðmundur féll frá fór hann til presthjónanna á Staðar- stað, séra Jóns Norðfjörð Jóhannes- sonar og Þuríðar Filippusdóttur, og þar ólst hann upp til fullorðinsára. Þegar séra Jón og fjölskylda hans fluttu að Stað í Steingrímsfírði, fór Andrés með þeim, þá fulltíða mað- ur. Fljótlega eftir komuna þangað fór hann að stunda sjóróðra frá Drangsnesi með þeim Ara Magnús- syni og Guðmundi frá Bæ og fleír- um, en seinna sem formaður meðal annars á Sæljóninu. Eins og fram hefur komið kynnt- ust þau á Drangsnesi, Andrés og Kristín, og þar stofnuðu þau sitt fyrsta heimili. 1931 fluttu þau til Hólmavíkur og þar stundaði Ándrés ýmis störf bæði til sjós og lands auk þess sem hann fór bæði á síld- ar- og vetrarvertíðir. Reyndi jafnan að vera þar sem mest var að hafa hveiju sinni. Kristín gætti bús og barna því alltaf höfðu þau kú og nokkrar kindur. Hún aflaði heyja þegar hann var ekki heima og brá sér svo í síldarsöltun þegar færi gafst, helst á nóttunni þegar bömin sváfu, fékk þá gamla konu í húsinu til að hlusta eftir þeim. Kristín er bæði handlagin og listræn í sér og lagin við að búa til fallegt úr litlu. Minnisstæðir eru dætrum hennar kjólar sem hún saumaði úr hvítu pokalérefti, útsaumaðir með mislit- um vöfflusaumi að framan. Á seinni ámm hefur hún getað notið sín við ýmiskonar list og föndurvinnu. Heimili Andrésar og Kristínar á Hólmavík var alltaf stórt í sniðum. Auk barnanna, sem urðu sjö, átti bróðir Andrésar, Axel, þar heima um árabil. Þar ofan á bættist mikil gestagangur, vinir og kunningjar víða að fengu að sofa og borða, voru stundum um tíma ef vera þurftu undir læknishendi. Það kom jafnvel fyrir oftar en einu sinni að konur úr sveitinni sem vildu fæða í nálægð læknis fengu að bíða og liggja sína sængurlegu á heimili þeirra. Allt var þetta látið af hendi með ljúfu geði og ánægja látin í Bókin er komin út „Mynd, sem ég tel hreinustu perlu. Þetta er litrík frásögn, sem stöðugt er að koma manni á óvart í bestu merkingu þess orðs og flöktir á milli gríns og harms rétt eins og lífið sjálft. Myndræn útfærsla er einkar stílhrein, djörf og áhrifamikil og ekki nokkur leið að koma auga á vankanta." * Agúst Guðmundsson. „Tvímælalaust ein eftirminnilegasta mynd, sem ég hef séð á árinu. Gott handrit og frábær leikur." Valdís Gunnarsdóttir. ,„,THE FISHER KING“ hefur allt til að bera sem Jólamynd og það með stóru joði. Þeir Jeff Bridges og Robin Williams eru hreint frábærir í leikstjórn Terrys Gilliam: Jeff Bridges, sem frægur útvarpsþulur á leið í ræsið og Robin Williams, sem róni í leit að kaleiknum heilaga." ★★★★ Friðrik Indriðason. „Það er tæpast til það lýsingarorð sem ekki er hægt að nota yfir þau hughrif, sem myndin hefur á áhorfandann." ★★★★ Sæbjörn Valdimarsson. Myndin er sýnd í Stjörnubíói. Verð kr. 690,- löejtð og framu hvlrijiipa «rva*nlingu og ^ ■ ,_“ baráitu fvrir y lílshaininjyu, •ocð af ultúruKefínni kimni. ^ BíL IBEINNIIJT DINGU Höfundur: 'Himncfndri kvikmynd cftir Byggi á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.