Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 C 13 í bakið á Connelly fylkisstjóra, út úr bijóstkassa hans, þaðan í gegn- um hægri úlnliðinn á honum, tekið svo skyndilega U-beygju niður á við í vinstra læri Connellys. Þvílíkt ferðalag! Það sá varla á kúlunni. Warren-nefndin féllst á þessa skýr- ingu þrátt fyrir prófanir FBI sem skaut nákvæmlega eins byssukúlu í dýr. Þegar kúlan var fjarlægð var hún gerónýt. En Time er ekki frekar en Warr- en-nefndin vantníað á mátt töfra- kúlunnar og vitnar enn einu sinni í síðari rannsóknir sem segja að þetta hafi verið fræðilegur mögu- leiki. Já, alveg örugglega fræðileg- ur möguleiki, segir Jim Garrison í réttarsalnum. „Það er örugglega hægt að vefja rana á fíl utan um sóley og láta hann hanga fram af klettabjargi." Fyrir utan töfrakúl- una er það ótrúleg staðreynd að Oswald hafi getað skotið þremur skotum, af handvirkum riffli úr mikilli fjarlægð og hitt í öll skiptin, á aðeins átta sekúndum, eins og Time segir að Warren-nefndin hafi talið mögulegt. Það tekur tvær sekúndur að hlaða í hvert skipti, sem þýðir að eftir að hafa hlaðið riffilinn tvisvar éftir fyrsta skotið, hafði Oswald aðeins fjórar sekúnd- ur til að miða og hleypa af tveimur skotum. Það makalausa við þessar rök- semdafærslur Time eru athuga- semdirnar við krufningu Kennedys. í myndinni er Kennedy fluttur á hersjúkrahús í Washington þrátt fýrir mótmæli yfirvalda í Dallas og krufningin er framkvæmd undir nákvæmu eftirliti hershöfðingja. Krufningsskýrslurnar eru síðan brenndar og heili forsetans hverf- ur. Time viðurkennir þetta, en seg- ir þó að ýmsum ásökunum hafi verið haldið á lofti séu engar örugg- ar sannanir fyrir þessu. Ritstjórn Time þykir greinilega ekkert at- hugavert við að heili Bandaríkjafor- seta fari á flakk og krufnings- skýrslur hans séu brenndar. En hvað sem „JFK“-kvikmynd- inni líður, er vitað að CIA og FBI neituðu Warren-nefndinni um afar mikilvægar upplýsingar á meðan á „rannsókninni“ stóð. Of mörgum spurningum er ósvarað. Nefndin neitaði að yfirheyra fjölmörg vitni. Dauði margra vitna (sem annað- hvort hafa lent í „slysum“ eða ver- ið myrt) vekur einnig upp spuming- ar. John Hart Ely, sem er lagapró- fessor við Stanford-háskóla, var lögfræðingur fyrir Warren-nefnd- ina. Hann telur mögulegt að leyni- þjónustan hafi afvegaleitt nefndina af ásettu ráði. Hann bendir á að verulega hafí skort á sjálfstæðar rannsóknir og að nefndin hafí þurft að reiða sig á rannsóknaraðila ríkisstjórnarinnar, nefnilega CLA, FBI og hemaðaryfirvöld. Mikilvægast er þó að Bandaríkj- astjóm neitar enn að gera opinber- ar upplýsingar í leyniskjölum sem varða morðið og geta ekki hugsan- lega skaðað „þjóðaröryggi“ Banda- ríkjanna, eins og yfírvöld bera fýr- ir sig. Jafnvel þingnefndin sem fjallaði um morðið árið 1979 og komst að þeirri niðurstöðu eftir tveggja ára rannsóknir að „senni- lega var gert samsæri um að myrða Kennedy" hefur læst sínum skjöl- um langt fram á 21. öld. Kenningar Oliver Stones í „JFK“ eru bæði byggðar á staðreyndum og getgátum hans um hvað gerð- ist. Vangaveltur hans hafa hneykslað hina sjálfskipuðu „sér- fræðinga“ bandarískra fjölmiðla sem og embættismenn sem hafa miklar áhyggjur af því að framtíð- arkynslóðir trúi því að það sem kemur fram í myndinni sé sannleik- urinn. Þessir aðilar mættu beina áhyggjum sínum að þeim stað- reynd að bandarísk yfírvöld neita með hroka að veita upplýsingar, sem bandaríska þjóðin og heimur- inn allur á réttmætan aðgang að, til ársins 2029, en þá munu flestir sem upplifðu morðið á Kennedy hafa yfírgefíð þennan heim. Höíundur stundar háskólanám í fjölmiðlofræðum í Son Diego. N/bhettc dansari frá New York kennir hjá okkur í vetur KAYS nýjasta sumartískan '92 o.fI. o.fI. Yfir 1000 síöur. Verð kr. 400,- án bgj. Pöntunarsími 52868. SJÚKRANUÞÞSTOfA HUKC HUBCRT Túngötu 3, sími 13680. Hef hafið störf að nýju Hilke Hubert, löggiltur sjúkraþjálfari. Almanak Háskólans Nýtt ár - Nýtt almanak Almanak Háskólans er ómissandi handbók á hverju heimili. Fæst í öllum bókabúðum ÚTSALA ÚTSALA IT6AI A REYKJAVÍKURVEGI62-SÍMI 650680 | IM A ■ A U I 9ALA HAFNARFJÖRÐUR UTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.