Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 16
INGASTOfANíjTT ÚTLIT M.f.
16 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
N ú fásl vagnar með nýrri vindu
par sem moppan er undin með
éinu handtaki án pess að taka
purfi hana afskaftinu. Moppan fer
atveg inn í horn og auðveldiega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta pýðir auðveldari og betri prif.
Auðveldara,
fljótlegra og
hagkvæmara!
IBESTAI
Nýbýlavegi 18
Sími 641988
Sigurbjörg Björns-
dóttír — Kveðjuorð
Fædd 28. júlí 1953
Dáin 4. janúar 1992
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson)
Við viljum með þessum fáu orð-
um minnast elskulegrar systur og
mágkonu. Hún barðist hetjulega
við þennan erfiða sjúkdóm, í eitt
og hálft ár. Við áttuðum okkur
kannski ekki á því hversu veik hún
var, því hún leit alltaf með ólíkind-
um vel út, allan þennan tíma. Þeg-
ar hún var búin að setja upp gler-
augun og varalit á varirnar, þann-
ig brosti hún á móti okkur öllum,
eins og henni einni var lagið. Hún
var hrókur alls fagnaðar, hvar sem
hún kom og gleðigjafi mikill.
Margar yndislegar stundir átt-
um við systurnar saman, sérstak-
lega þegar börnin okkar voru
yngri.
Gott þótti mér að geta hringt í
Sissu stóru systur mína og fá góð
ráð varðandi bömin og fleira.
Sissa var gjft Haraldi Magnús-
syni og eignuðust þau þrjú böm.
Elst er Unnur Ósk, fædd 15. nóv-
ember 1979, Helga Björk, fædd
30. nóvember 1981 og Magnús
Már, fæddur 9. nóvember 1984.
Missir þeirra og söknuður er
Óskur
eftir aó taka á leigu
semnæstKennaraháskóla íslands.
Góðri umgengni heitið og skilvísum greiðslum.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. eða fáið upplýsingar í síma 6885/5.
stóra íbúð,
óskaplega mikill og hafa þau bar-
ist hetjulega með henni við þennan
ógnvænlega sjúkdóm.
Elsku Halli okkar og börn. Við
biðjum algóðan Guð að styrkja
ykkur og varðveita í ykkar miklu
sorg.
Anna og Kolli.
Ég þekkti Sigurbjörgu í skamm-
an tíma, eða aðeins hennar síðasta
æviár en samt get ég sagt að hún
hafi veið mér náin og kær vin-
kona. Átti ég með henni yndislegar
stundir þar sem við ræddum um
lífið og tilveruna, hversu tíminn
væri dýrmætur, við ættum aðeins
andartakið, fortíðin væri liðin og
framtíðina gæti enginn eignað sér.
Með þessa hugsun að leiðarljósi
höfðum við engan formála að vin-
áttu okkar. Ekki það að við ættum
von á að leiðir myndu skilja jafn
snögglega og raun varð á. Þvert á
móti töluðum við um hvemig líf
Sigurbjargar yrði eftir að hún
næði bata. Þó svo að hún sem
krabbameinssjúklingur gerði sér
grein fyrir þeim lífsháska sem hún
bjó við þá var trúin á bata, á með-
an á læknismeðferð stóð, mjög
sterk og barðist hún af dugnaði
fyrir að mega endurheimta heil-
brigði sitt.
Sigurbjörg var blíð og gefandi
manneskja. Vitnaði hennar blíða
og fallega bros, sem hún var svo
gjöful á, um hennar innri mann.
Mér gaf hún stóra gjöf, kærleika
sem ég mun ætíð geyma í mínu
hjarta, merkta henni.
Það lýsir best þeim kjarki sem
Sigurbjörg bjó yfír að þegar fyrir-
séð var að sú læknismeðferð sem
hún hlaut hafði ekki dugað þá dreif
hún sig ásamt Haraldi manni sín-
um á heilsuhæli í Englandi. Þar
naut hún hjálpar og leiðsagnar
góðra manna hvernig best hún
gæti byggt sig upp bæði andlega
og líkamlega. Dvölin ytra gerði
henni tvímælalaust gott, hún kom
heim styrkari og henni var gefin
von, von sem hver sjúklingur ætti
að eiga þar til hann fínnur sjálfur
að dauðinn er að vitja hans.
Mikill er missir ijölskyldu Sigur-
bjargar, meiri en orð megna að
tjá. Börnin hennar þijú sem hún
barðist fyrir að mega styðja sem
lengst á þeirra þroskabraut eru
nú móðurlaus. Þau halla sér nú
að góðum föður sem á eftir að
vaka yfir velferð þeirra og rækta
með þeim minningar um góða
móður. Liðið ár vitnar um hversu
vandaðan mann Haraldur hefur að
geyma. Stóð hann við hlið konu
sinnar í gegnum allt sem hún
þurfti að þola og veitti henni ómet-
anlega ást og umhyggju.
Nú þegar ég kveð góða vinkonu
er sefandi að hugsa til þess hve
friðsælt var að koma til hennar á
spítalann á einum af hennar síð-
ustu ævidögum. Yfir henni hvíldi
falleg kyrrð og friður. Friður þeirr-
ar manneskju sem á þá fullvissu
að hennar bíði önnur tilvist, þar
sem hún verður laus við líkamlegar
þjáningar.
Megi góður Guð blessa minn-
ingu Sigurbjargar og vernda og
styrkja fjölskyldu hennar.
Ásthildur E. Bernharðsdóttir.
Ég minnist þess dags, eins og
hann hefði gerst í gær, þegar við
7 ára hnátur hittumst fyrst og sú
vinátta hélst alla tíð. Sissa var
tryggur vinur, enda er vinahópur-
inn stór sem mun sakna hennar.
Hún var gædd sterkum og ákveðn-
um persónuleika, þó að á móti blési
gafst hún ekki upp.
Yndislegt heimili höfðu þau
Sissa og Halli búið sér og bömum
sínum, þar var umhyggjan höfð í
fyrirrúmi. Mér leið alltaf sérlega
vel í Byggðarholtinu, hjá þeim
hjónum, þar gleymdi maður stað
og stund yfir spjalli um gömlu,
góðu dagana.
En svo dró fyrir sólu, Sissa fékk
þann erfíða sjúkdóm sem reyndist
óyfirstíganlegur, en hún barðist
eins og hetja með Halla sér við
hlið, sem reyndist heinni ómetan-
legur.
Við viljum þakka Sissu fýrir
samfylgdina, hún mun lifa í minn-
ingunni.
Elsku Halli, Unnur Ósk, Helga
Björk, Magnús Már, foreldrar og
tengdaforeldrar. Við sendum okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur. Megi
Guð vera með ýkkur.
Siddý og Bjössi, ísafirði.
Hvað er hægt að segja þegar
dauðinn knýr dyra? Engin orð
megna að tjá þær sáru tilfinningar
eða þá hluttekningu sem bærast
inni fyrir. Þetta orðvana hjálpar-
leysi til að tjá börnum sínum og
öðrum nánum ættingjum gerir
manneskjuna svo smáa gagnvart
dauðanum. Þegar sú harmafregn
barst mér laugardaginn 4. janúar
að hún Sissa væri látin var eins
og svart ský drægi yfir. Mér var
hugsað til bamanna hennar
þriggja og eiginmanns. Það var
það fyrsta sem kom upp í hugann.
Að geta ekki séð börnin sín vaxa
úr grasi og deilt með þeim bæði
gleði og sorg, í staðinn var silfur-
þráðurinn slitinn.
Margur einn í aldurs blóma
undi sæll við glaðan hag,
brátt þá fregnin heyrist hljóma:
Heill í gær, en nár í dag. -
0, hve getur undraskjótt
yfir skyggt hin dimma nótt!
Fyrir dyrum dauðans voða,
daglega þér ber að skoða.
(B. Halld.)
Elsku Halla, Unni Ósk, Helgu
Björk, Magnúsi Má, foreldrum,
tengdaforeldrum, systkinum og
öðrum aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð. Megi algóður
Guð styðja ykkur og styrkja í ykk-
ar miklu sorg.
Sigga Marteins.
UTSALA - UTSALA
% afsláttur
Allt aó
HAGKAUP
/ííit í ectmc^enð