Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
C 19
Bretland;
Hættir Daily Mirror að styðja
Verkamamiaflokkimi?
The Economist
LEIÐTOGAR Verkamannaflokksins eru sannfærðir um að viðskipta-
sjónarmið muni tryggja flokknum áframhaldandi stuðning dagblaðs-
ins Daily Mirror, hver svo sem kaupir útgáfufyrirtækið Mirror Gro-
up af Maxwell-samsteypunni. Þeir segja einfaldlega að þannig vilji
lesendur hafa blaðið. Allt bendir þó til þess að eftir væntanleg eig-
endaskipti verði blaðið ekki eins háð flokknum og verið hefur
undanfarna tvo áratugi.
Daily Mirror kemur út í 2,9
milljónum eintaka og er
næststærsta dagblað í Bretlandi.
Upplag ellefu stærstu dagblaða
landsins er samtals 13,7 milljónir
eintaka. Missi Verkamannaflokkur-
inn stuðning Daily Mirror verður
Guardian eitt eftir á vinstri vængn-
um og upplag þess nær ekki hálfri
milljón eintaka. Til samanburðar
teljast sex áðurnefndra dagblaða,
með 67,5% heildarupplagsins, vera
hægra megin við miðju. Stærst
þeirra er Sun sem ástralski fjölm-
iðlajöfurinn Rupert Murdoch gefur
út í 3,7 milljónum eintaka.
Einlit blaðamennska samræmist
illa hugmyndum margra Breta um
lýðræði. Tilboð í Mirror Group verða
borin undir opinbera nefnd sem
fjallar um einokun og samruna fyr-
irtækja. Öruggt má telja að nefndin
krefjist þess að væntanlegur eig-
andi heiti áframhaldandi stuðningi
Daily Mirror við Verkamannafiokk-
inn. Hitt er svo annað mál að nefnd-
in hefur engin tök á að sjá til þess
að eigandinn haldi heitið.
Líklegasti kaupandi Mirror
Group er útgáfufyrirtækið Pearson
sem meðal annars gefur út við-
skiptadagblaðið Financial Times og
á helming í vikuritinu The Econom-
ist. Pearson er þekkt fyrir að gefa
ritstjórum frjálsar hendur og fyrir-
tækið hefur lýst því yfir að undir
þess stjórn myndi Daily Mirror
halda áfram að styðja Verkamanna-
flokkinn. En jafnframt hafa stjórn-
endur fyrirtækisins gefið í skyn að
mörgu þurfi að breyta og þar á
meðal ímynd blaðsins.
Pearson fellst á að Daily Mirror
eigi að vera vinstra megin við miðju
en hafnar því að undirlægjuháttur
og ómerkilegur áróður færi blaðinu
fleiri lesendur. Þótt nýleg könnun
hafi sýnt að tveir af hveijum þrem-
ur lesendum Mirror hafí kosið
Verkamannaflokkinn, er ekki þar
með sagt að þeir séu á móti vand-
aðri og hlutlægari fréttaflutningi.
Mirror hefur á síðustu tveimur ára-
tugum færst lengra til vinstri og
gagnrýnislaus stuðningur við Verk-
amannaflokkinn varð á sinum tíma
Daily Herald að falli. Frekar en að
ausa út áróðri í kappi við Sun yrði
tekist á við yfirvegaðri dagblöð á
hægri vængnum, svo sem Daily
Mail og Daily Express.
Talsmenn Pearson segja að ekk-
ert verði af kaupum nema Mirror
Group fáist á réttu verði. Sem
stendur er fyrirtækið metið á um
450 milljónir sterlingspunda (47
milljarða ÍSK). Margar vikur gætu,
liðið áður en raunveruleg fjárhags-
staða Maxwell-samsteypunnar
kemur í ljós. Robert Maxwell hafði
meðal annars tekið 400 milljónir
sterlingspunda (42 milljarða ISK)
úr lífeyrissjóði samsteypunnar og
haft til eigin nota. Þá hefur komið
á daginn að Mirror á ekki eigið
húsnæði og jafnvel ekki einu sinni
prentvélamar.
Aðrir hugsanlegir kaupendur
Mirror Group virðast ekki líklegir
til að yfirbjóða Pearson. Starfsmenn
Daily Mirror, með Richard Scott
ritstjóra í fararbroddi, undirbúa til-
boð. Fjármálasérfræðingar hafa þó
litla trú á að þeim takist að útvega
nægilegt fjármagn. Auðugasti mað-
ur Astralíu, blaðaútgefandinn
Kerry Packer, var fljótlega nefndur
til sögunnar, en hann hefur ekki
enn sýnt neinn áhuga í verki og
sama er að segja um þýsku sam-
steypuna Bertelsmann.
— Betri bílar
FAXAFENI 8 • SÍMI 91 - 68 S8 70
Þegar þú vilt njóta þess besta
Volvo 940 er með eindæmum aðlaðandi bifreið. Hefur fágað yfirbragð, er
stórkostlega hönnuð og búin öllu því besta. Vökvastýri, sjálfskipting, útvarp og
segulband, læst drif, álfelgur, rafstýrðar rúður, rafstýrðir og upphitaðir speglar,
samlæsing, litað gler, hnakkapúðar í aftursæti ásamt innbyggðum barnastól og
upphituð framsæti eru staðalbúnaður í Volvo 940. Þetta er sannarlega bifreiðin fyrir
þig, ef þú vilt njóta þess besta.
VOLVO
Verð staðgreitt á götuna 2.495.000 kr. - Bifreið sem þú getur treyst!