Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 3
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 C 3 I I RIDDARAR HRINGBORÐSINS: Talið frá vinstri og áfram hringinn um borðið: Indriði, Haukur Jakobsen kaupmað- ur, Böðvar Sveinbjarnarson frá ísafirði, Egill Snorrason framkvæmdastjóri, Ragnar Ingólfsson framkvæmdastjóri, Björn Guðjónsson tónlistarmaður, Örn Clausen hæstaréttarlögmaður, Hörður Sveinsson kaupmaður og Bogi Ingimarsson hæstaréttarlögmaður. KVIKMYNDIR: Við þurfum að fá einhvem forpokaðan andskota sem veit hvað hann er að gera. verið að fást um sjálf andmælin, maður er bara sagður íhaldssamur." LEIRKÁLFAR ísfílm var stofnað 1980 í þeim tilgangi að framleiða kvikmyndir, en síðar komu nýir eigendur og ný verkefni. Ætlunin var að stofna nýja sjónvarpsstöð en sökum ósam- komulags fór sú áætlan út um þúf- ur og Stöð 2 varð á undan með stofnun sjónvarpsstöðvar. Sagt er að Indriði hafí verið „prí- mus mótor“ í þeim aðgerðum, feng- ið til iiðs við sig menn, og út á persónu sína lán sem til fram- kvæmda þurfti. - Er það rétt Indriði að þú hafir platað Sambandið með þér, Reykja- víkurborg, Almenna bókafélagið og fleiri góð fyrirtæki þegar ísfílm fór af stað og ætlaði að stofna sjón- varpsstöð? „Ha, platað þá,“ tautar hann og hrærir í kaffíbollanum. „Ekki fékk ég krónu. ísfílm var eitur í beinum margra. Menn voru með nafngiftir. Og spurðu á aðalfundi SÍS hvað ætti að gera eins og glæpur væri í augsýn. Það endaði með því að þáverandi leirkálfar í SÍS fóru að bera af sér. Það var nóg til þess að hinir aðilamir í ísfílm héldu að SÍS væri ekki heilt í samstarfi. í stað þess að taka ákvarðanir höfð- um við auga hver með öðrum. Kommunum tókst að eyðileggja þetta frá upphafí og það voru þeir sem komu með giæpahugarfarið á aðalfundina." Upphaflega var Isfiim stofnað af þeim Indriða, Ágústi Guð- mundssyni og Jóni Hermannssyni, og að tillögu þess síðastnefnda var ákveðið að fyrsta verkefnið yrði að kvikmynda „Land og syni“. Síðan var „Útlaginn“ kvikmynd- aður, stórmynd sem stóð engan veginn undir kostnaði. „Samvinna okkar þriggja var borin von,“ segir Indriði. „Það var róið að því að menn væru ekki í réttum félagsskap. Eftir að „Út- laganum" var lokið lágu verkefni ekki á borðinu og því var annað- hvort að leggja fyrirtækið niður eða gera aðrar ráðstafanir." — Það eru andstæður í þér, þú hikar ekki við að stofna kvikmynda- fyrirtæki en nýtt blað er ekki til umræðu? „Ég hef ekkert á móti nýju blaði,“ segir hann fastmæltur, „þú veist það vel. Ég ætla mér bara ekki að efla þessa menn sem hafa logið að þjóðinni í sextíu ár. Ég get alveg sagt þér þvers vegna við stofnuðum Isfilm. Ágúst Guðmundsson var þá nýkominn frá Bretlandi og mér fannst það gæfulegt að hafa lært hjá Bretum. Eg hefði aldrei farið út í þetta ef hann hefði bara verið á sex mán- aða námskeiði í Svíþjóð. Hann hafði að baki sér fjögurra ára nám í kvikmyndagerð, og ég vissi að ég gat treyst breskum skólum. Þetta var ekkert Svíþjóðarkjaft- æði. Ágóðinn af „Landi og sonum“ fór í „Utlagann". Þegar svo stendur á, reynir á meira en fjögurra ára nám í Bretlandi. Þá reynir á rólegt geð og yfírvegun." DELLUKÓNGAR Einkenni á kvikmyndafólki, segir Indriði, er það að fara ætíð út í nýja sigra, sem er auðvelt í byrjun. „Gallinn er sá að allir ætla sér að verða Ingmar Bergman. Þetta er mikill misskilningur. í kvikmynda- iðnaði á ákvarðanataka um við- fangsefni að koma fyrst, og síðan á leikstjórinn að taka við og vinna úr viðfangsefninu óháð fyrirtækinu. Þetta ruglast hér heima því leik- stjórinn vill vera í öllu frá A til Ö. Það er della. Meira að segja Ingmar Bergman gerir það ekki. Ég ætla ekki að skipta mér meira af kvik- myndum, fyrst þú spyrð. Það eru margir leikstjórar sem halda að þeir geti sagt sögu, skrif- að handrit og gert alla hluti. Þetta eru dellukóngar. Minnir á klappsen- una út í London á dögunum. Það eru áreiðanlega margir færir leik- stjórar hér, en enginn getur lært að búa til historíu." - Þú hefur þá ekki trú á ís- lenskri kvikmyndagerð? ,;Ekki í því formi sem hún er. Öndvert dæmi eru áströlsku myndirnar. Þar er leikstjórunum gefið tækifæri til að gera mynd- irnar þegar búið er að skoða hand- ritið. Þar leggja þeir ekki í vana sinn að vera guð almáttugur. Þessar verðlaunaveitingar, allt þetta tal! Við eigum að halda úti íslenskri stefnu í kvikmyndagerð. Með harðri hendi. Fá einhvern forpokaðan andskota sem veit hvað hann er að gera.“ ELSKULEGUR TITILL Skvaldur og glamur í teskeiðum og bollum heyrist nú allt í kringum okkur. Salurinn hefur fyllst af gestum í síðdegiskaffíð án þess að ég hafi tekið eftir því. Nokkrir menn setjast við næsta borð og heilsa Indriða með virktum. Við röbbum um framtíðina og Indriði segist vera að skrifa sögu Búnaðarbankans núna. „Ég vona bara að Búnaðarbankinn fái ekki bágt fyrir, miðað við venju gæti það gerst. Síðan ætla ég að skrifa annað bindi ævisögu Hermanns Jónassonar. Ég hef dálítið gaman af því, að þegar hann var að mynda stjóm 1956 var skrifað um hann í „Time“. Þeir köll- uðu hann „The Wrestler“!“ Indriði hefur búið síðustu árin í Hveragerði með æskuvinkonu sinni, segist hafa fengið þar ódýrt einbýlishús og góðan garð. „í fjög- ur ár höfum við keyrt nær daglega yfir heiðina, og konan oft einsömul í blindhríð og djöfuls ófærð. Þær hefðu ekki allar gert það. í vetur hins vegar höfum við leigt okkur íbúð hér í bænum.“ - Þetta var þá æskuvinkona þín. Hvað leið nú langur tími frá fyrstu kynnum og þar til þið hittust á nýjan leik? „Ein þrjátíu og fimm ár. Okkur hefur eflaust verið ætlað þetta. Ég sá hana alveg óvænt. Ég hélt hún væri horfin eða dáin, en svo stóð hún bara þarna.“ Ég spyr hann hvorn titilinn hon- um þyki nú vænna um, rithöfund- inn eða ritstjórann og hann verður hvumsa og segist ætíð hafa verið titillaus maður. „Menn skrifa sig rithöfunda um leið pg þeir hafa gefið út eitthvað. Ég hef verið feiminn við það. Þetta er stór titill. Ég var í Kína árið 1955 og þurfti þá að skrá mig inn á hótel. Þá hugsaði ég, það hlýtur að vera allt í lagi að skrá sig rithöfund hér, maður er nógu langt í burtu.“ Hann lagar sig í sætinu og seg- ir: „Já, ég hef fengið þennan þægi- lega, elskulega titil sem haturs- maður kommúnista og er ánægður með það. Ég er jafnvel að hugsa um að gefa þeim frí.“ Nauðug verð ég að gefa Indriða frí. Herramennirnir á stóra kaffi- hringborðinu eru mættir og þeir fá að njóta félagsskapar þessa lit- ríka persónuleika áfram. UTSALAN hefst á morgun Bankastræti 8, s. 13069 Skeifunni 19, sími 39123. Eina lofttæmingar vélin á markaðnum sem hentar til heimilisnotkunar jafnt og fyrirtækjum. I Lítil og meðfærileg I Matur geymist helmingi lengur i Hægt er að lofttæma poka sem og Foodsaver dósir ! Ýtarlegur leiðbeiningabæklingur á íslensku fylgir II árs ábyrgð I Pokana er hægt að endurnota FÆ&U QÆbI hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.