Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Óvænt atvik kunna að koma upp í vinnunni hjá þér næstu daga. Það verður einhver óró- leiki í þér í kvöld. Taktu þér eitthvað róandi fyrir hendur. Naut (20. apríl - 20. maí) /fífí Þú hittir óvenjuiegt fólk í dag. Það verður uppistand út af peningum. Láttu heimili þitt ganga fyrir öllu öðru í dag. Tviburar (21. maí - 20. júní) Þú sýnir mikla hugmynda- auðgi þegar þú vinnur að því að tryggja fjárhagslegt öryggi þitt til langs tíma. Þér mun ganga flest í haginn ef þú ýtir ekki of fast á eftir hlutunum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ef það er eitthvað sem þig blóðlangar í þá kauptu það. Einhver í fjölskyldunni kemur fram með kostulega og snið- uga tillögu. Forðastu deilur í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Hafðu langtímahagsmuni þína í huga þegar þú gerir áætlanir þínar. Taktu ákvarðanir þínar á eigin spýtur og bíddu ekki eftir samþykki annarra. Lán- aðu ekki peninga. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú skipuleggur ferðalag ásamt maka þínum. Sýndu sveigjan- leika og hlustaðu á röksemdir annarra. Þú byrgir ef til vill inhra með þér sektarkennd sem á við engin rök að styðjast. Vog (23. sept. - 22. október) Nú er lag að gera ýmiss konar breytingar heima fyrir. Huns- aðu ekki vini þína á þeim for- sendum að þú hafir ekki tíma fyrir þá. Sýndu árvekni í starfi. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Hugkvæmni þinni og sköpun- argleði er við brugðið í dag. Þú ferð ef til vill í ferðalag með stuttum fyrirvara. Settu markið hátt og leggðu þig fram um að ná því. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Þú kaupir eitthvað óvenjulegt til heimilisins í dag. Forðastu skoðanaágreining við einhvem innan fjölskyldunnar í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Hugmyndir þínar fela í sér nýsköpun. Þú blómstrar í hóp- starfi sem þú tekur þátt í. Láttu ekki þá sem minni hæfi- leika hafa en þú taka frum- kvæðið af þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Leitaðu vandlega og þú munt gera reyfarakaup. Þú lýkur farsællega við verkefni sem þú hefur unnið að lengi. Mættu maka þínum á miðri ieið. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ÍZZZ Það gleður þig að eignast nýja vini í dag. Vanræktu ekki skylduverkefni sem bíða úr- lausnar. Það kann að verða uppistand út af peningamálum í kvöld. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvót. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND SMAFOLK REALLV sawta CLAU5. LUHV I5N'T ME FLYIN6 AKOUNP REINPEER? © 1990 Unlted Featme Syndlcate, Inc. DON'T VOU KNOU) \ / I CAN'T MEAR A THING.. IT'5 CHRI5TMA5 EVE?)( 50MEB0PV AR0UND MERE KEEP5 RINGIN6 A 0ELL... d> Ef hann er ekta jólasveinn, af hverju flýgur hann ekki um með hreindýrin sín? - Hæ, Jóli, haltu áfram' - Veistu ekki að það er aðfangadagskvöld? - Eg heyri ekki orð ... einhver hér í nágrenninu er alltaf að hringia bjöllu ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Hver á laufkónginn?" er spurningin sem suður verður að finna rétt svar við á úrslita- stundu. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁK87 V 754 ♦ 3 ♦ 98632 Suður ♦ 42 ▼ ÁK6 ♦ ÁKDG109 ♦ Á10 Vestur Norður Austur Suður — — — 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 grönd Pass 6 tíglar Allir pass Útspil: hjartaþristur. Suður drepur hjartadrottn- ingu austurs með ás og tekur þrisvar tromp, en hendir spaða og hjarta úr blindum. Trompið liggur 3-3, svo nú er tímabært að snúa sér að laufinu, spila ás og tíu. Þar eð sagnhafi á aðeins tvær innkomur í borðið lítur út fyrir að laufið þurfi að falla 3-3 til að slemman vinnist. En annar möguleiki sýnir sig þegar vestur fylgir í Á10 í laufi með gosa og drottningu. Þá er hugsanlegt að trompsvína fyrir laufkónginn í austur. Vestur skilar spaða og staðan er þessi þegar sagnhafi þarf að gera upp hug sinn: Norður ♦ Á8 V7 ♦ 986 Suður ♦ 4 ▼ K6 ♦ G109 ♦ - Hann spilar laufníunni og austur lætur sjöuna. Á að trompa og treysta á að laufið falli, eða hleypa níunni? Svarið við spurningunni er að finna í fýrsta slag. Vestur valdi að koma út frá gosanum óvöld- uðum í hjarta, sem telst varla rakið útspil. Með KDG í laufi hefði hann víst örugglega komið frekar þar út. Trompsvíningin ætti því að heppnast. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Haustmóti Skákfélags Akur- eyrar um daginn kom þessi staða upp í viðureign þeirra Smára R. Teitssonar (1.745) og Rúnars Sigurpálssonar (2.060), sem hafði svart og átti leik. Hvítur var að enda við að hirða baneitrað peð, lék 17. Be3xh6? 17. - Rfxg4l, 18. fxg4 - Rxg4, 19. Dg3 — Be5! (Þegar hvítur hirti peðið hefur hann e.t.v. aðeins reiknað með 19. — Rxh6 sem hann getur svarað með 20. Dxg6) 20. Dh3 - Rxh6, 21. Dxd7 (Alls ekki 21. Dxh6 - Bf4+) (21. - Bxc3 - 22. De6+ - Kg7, 23. Hh2 — Dxa2, 24. bxc3 — Hbl mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.