Morgunblaðið - 01.02.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992
27
nutu þess margir, bæði skyldir og
vandalausir.
Ég var ekki gamali, þegar ég
fyrst fór að heimsækja Olöfu, eða
4-5 ára. Þá stalst ég að heiman
til að skjótast til hennar. Og þegar
ég kom í eldhúsið, þá sagði ég:
Jæja, Ólöf mín, nú er ég kominn
til þess að fá kaffi hjá þér. Þá sagði
hún hlæjandi: Jæja, væni minn, þú
skalt víst fá kaffi hjá mér. Síðan
hef ég alltaf haldið því fram, að ég
hafi drukkið fyrsta kaffibollann
minn hjá Ólöfu í Gröf. Og þeir urðu
margir kaffibollarnir, sem ég síðan
drakk hjá henni um dagana.
Ólöf í Gröf var mikil gæðakona.
Aldrei heyrði ég hana tala illa um
nokkurn mann. Hún hafði samt sín-
ar skoðanir á gerðum fólks og lagði
sig fram um að njóta þess besta
og fegursta í lífinu. Trúin var henn-
ar kjölfesta.
Á yngri árum var ég ansi mikið
fyrir það að herma eftir fólki. En
svo mikils mat ég Ólöfu, að aldrei
fékkst ég til að herma eftir henni,
enda hefði það aldrei komið til
greina hjá mér.
Ólöf var mjög gestrisin. Það var
alveg sama, hvort maður kom til
hennar að nóttu eða degi. Alltaf
var komið með kaffi og alls konar
kökur. Þá var oft farið inn í stofu
og sungið fram undir morgun. Og
alltaf var Ólöf hrókur alls fagnað-
ar, enda hafði hún yndi af söng.
Nú skilja leiðir að sinni, en við
hittumst aftur. Við hjónin og sonur
okkar vottum börnum hennar og
öðrum ættingjum innilega samúð.
Góð kona er kvödd með virðingu
og einlægri þökk. Guðs friður fylgi
sálu hennar. Hafi hún þökk fyrir
allt gott.
Jón Gunnarsson.
„Falla landsins tré.“ Einn af
öðrum falla þeir í valinn hollvinir
mínir sem studdu mig með ráðum
og dáð til að koma óskabarni mínu,
byggðasafninu í Skógum, á legg.
Enn sé ég hann skýrt fyrir mér
daginn er mig bar fyrst að rausnar-
garði Jóhannesar Árnasonar og
Olafar Gísladóttur í Gröf í Skaftár-
tungu. Síðan eru liðin nær 40 ár.
Þau kynni sem þá var efnt til hafa
orðið mér heilladrjúg og að hluta
til eru þau fyrir augum allra safn-
gesta í Skógum. Jóhannes hafði
nýbyijað áttunda áratuginn er ég
fann hann að máli á förnum vegi
austur i Tungu, fríðan, hressan og
viðræðugóðan á fjörmiklum gæð-
ingi. Þannig geymist mér mynd
hans. Öll árin sem gengið hafa um
garð frá 1952 hefur Ólöf í Gröf
verið mér líkt og tákn bestu eðlis-
kosta íslenskrar húsfreyju, búinni
dug, forsjá og hlýju, með djúpar
rætur í menningararfi liðinna alda.
Til hennar sótti ég hveiju sinni
gagnlegan fróðleik um horfna lífs-
hætti og vitna oft til hennar í heim-
ildasafni mínu um íslenska þjóð-
hætti. Síst skyldi því gleymt að
góðvild Ólafar, hóglát gleði og
gestrisni yljuðu hveija samveru-
stund.
Saga heillar aldar hvarf með
þessari vinkonu minni. Hún var
fædd í Gröf fyrsta góudag 1894,
sem þá bar upp á 18. febrúar, en
afmælið var alltaf haldið á góudag-
inn fyrsta. Nafn hennar var sótt
til Ólafs Pálssonar umboðsmanns
á Höfðabrekku sem drukknað
hafði þennan sama vetur, þann 15.
janúar, og vitjaði raunar-nafns.
Ólöf átti til góðra að telja í báð-
ar ættir. Foreldrar hennar voru
Gísli Gíslason bóndi í Gröf og kona
hans, Þuríður Eiríksdóttir. Ónnur
dóttir þeirra var Sigríður húsfreyja
í Skálmarbæ í Álftaveri og var hún
8 árum eldri en Ólöf. Gísli í Gröf
var sonur Gísla bónda í Gröf, Jóns-
sonar í Hlíð, og konu hans Kristín-
ar Símonardóttur mállausa, sonar
Mála-Davíðs. Gísli Jónsson vann
það þrekvirki að flytja bæinn í
Gröf neðan frá gilinu eða gröfinni
sem bærinn var við kenndur og
upp á brekkubrúnina þar sem hann
enn stendur og húsa hann þar af
góðum kostum að veggjum og við-
um. Til veggja hjó hann að nokkru
sandstein og sjást þess enn merki.
Uppi á hæðinni færði hann í tún
víðan völl og hlóð um mikla grip-
helda garða. Verka sinna naut
hann skanunan tíma, dó 1848,
aðeins 38 ára. Kristín ekkja hans
giftist skömmu síðar bróður hans,
Þorláki, sem úti varð á Fjallabaks-
vegi syðri ásamt þremur öðrum í
október 1868 og fundust 10 árum
seinna. Mikil og merk ættkvísl er
komin út af Kristínu og þeim bræð-
mm.
Þuríður í Gröf var dóttir Eiríks
Jónssonar í Hlíð í Skaftártungu,
aibróður Gísla í Gröf, og konu
hans Sigríðar Sveinsdóttur læknis
í Vík, Pálssonar, og konu hans
Þórunnar Bjarnadóttur landlæknis,
Pálssonar. Heimili þeirra Hlíðar-
hjóna var orðlagt menningarheim-
ili, mannmargt og gestrisið.
Fóstursonur þeirra var dr. Jón
Þorkelsson þjóðskjalavörður og
batt þaðan að órofa tryggð við
Hlíð og Gröf.
Þau Grafárhjón, Gísli og Þuríð-
ur, bjuggu rausnarbúi við góðan
efnahag á þeirrar tíðar vísu. Jörðin
hefur lengi verið fagurt býli í fag-
urri sveit, vel hýst og vel ræktað.
Bæjarstæðið horfir vel við og í
næsta nágrenni er Grafarkirkja,
byggð 1898. Hér hefur því verið
og er ein miðstöð byggðarinnar.
Jörðin er stór, öll grasi vafin og
var fólksfrek meðan búið var í
gömlum stíl. í tíð Gísla var þar
eitt stærsta fjárbú í héraðinu. Á
hveijum vetri var sauðfé haldið til
beitar í Hemrumörk, handan við
Tungufljót, ef veður leyfði. Fjár-
maðurinn stóð yfir því daglangt
og mokaði ofan af eftir þörfum.
Sumarönn kvenna var mikil þegar
fært var frá ijölda fjár og koma
þurfti hverri málsmjólk í mat. Ost-
ar Þuríðar húsfreyju voru víða
þekktir og fóru til gjafa allt suður
til Reykjavíkur. Önnin var ekki
njinni á vetrum er vinna þurfti
pijónles og vefi til fata á allt
heimilisfólk. Fyrir öllu var vel séð,
mönnum og málleysingjum.
Orðlagt var hve annt Þuríður hús-
fréyja lét sér um öll þau dýr sem
hún hafði undir höndum. Alla bestu
eðliskosti ættarinnar tók Ólöf dótt-
ir hennar í arf. Hún ólst upp við
margþætt störf og lærði vel til
verka, hafði, sem sagt var, góðar
forsagnir á öllum hlutum og „át
aldrei letinnar brauð“. Að upplagi
var hún ágætlega gefin kona, bók-
hneigð og langminnug.
Hún giftist Jóhannesi Árnasyni
frá Melhól í Meðallandi árið 1914.
Jóhannes var fæddur 24. ágúst
1881, sonur Árna Árnasonar og
Margrétar Jónsdóttur. Um tveggja
ára skeið starfaði hann sem skó-
smiður í Vík í Mýrdal en fluttist
að Gröf 1914. Þau Ólöf giftust 4.
desember sama ár. Þau tóku við
búskap í Gröf sama ár og héldu
áfram uppi veg hins gamla heimil-
is í rausn og gestrisni. Samhent
voru þau í því að vilja hvers manns
vanda leysa. Mikið yndi hafði Jó-
hannes af góðum hestum og kunni
vel með þá að fara. Hann andaðist
í Gröf 22. ágúst 1958. Börn þeirra
hjóna voru: Gísli Kjartan, f. 1915,
Þuríður Ragna, f. 1916, Árni f.
1918, Sigursveinn, f. 1920, Sigur-
laug, f. 1923, Sveinn Páll, f. 1929.
Eitt barn þeirra fæddist andvana.
Gísli Kjartan lést 1945 og Sigur-
laug 1978, öllum harmdauði. Dótt-
ursynir þeirra Jóhannesar og Ólaf-
ar, synir Þuríðar, Ólafur J. Björns-
son bóndi í Gröf og Gísli Halldór
Magnússon bóndi í Ytri-Ásum, ól-
ust upp í Gröf með móður sinni
og afa og ömmu. Allt er þetta fólk
góðir þjóðfélagsþegnar og Ólöf
naut þess yndis í elli að gleðjast
við börn, tengdabörn og barna-
börn. Ilún bjó með sonum sínum
eftir andlát Jóhannesar en árið
1972 tóku Ólafur Björnsson og
kona hans Steinunn Guðjónsdóttir
frá Lyngum við búi. Hjá þeiin átti
Ólöf einstaklega gott elliskjól uns
hún flutti á dvalarheimilið Heið-
arbæ á Kirkjubæjarklaustri í ágúst
1989 þar sem um hana var annast
af mikilli nærgætni uns yfir lauk.
Andlegum styrk og sálarró hélt
hún rétt til hinstu stunda.r. Hún
andaðist 23. þ.m. og skorti því um
einn mánuð á 98 ár.
Ég hverf aftur til fyrstu kynna
minna af Gröf árið 1952. Hluti af
bæjarhúsum Gísla Jónssonar frá
um 1849 stóð þar þá enn, skemma
og hlóðaeldhús. Fleira minnti á
menningu fortíðar. Inni í gesta-
stofu áttu sér líkt og heiðurssæti
söðull, söðulsessa og glitofið söðu-
láklæði Þuríðar Eiríksdóttur. Söð-
ullinn var af gamalli gerð, með
fótaskör fyrir báða fætur, djúpur
og traustur að smíði. Þuríður hafði
notað hann fram um 1920, líklega
síðust allra íslenskra kvenna sat
hún í slíkum söðli. Þessi gömlu
reiðfæri glöddu augað og ekki
gerði hún það síður gamla skem-
man, einstæð á sínu sviði með þilj-
uðu herbergi hið neðra og undir
verklegri skarsúð, hluti af hleðsl-
um var úr höggnum sandsteini. I
hlóðaeldhúsinu voru enn potthalda
og hór af gamalli gerð. Ólöfu í
Gröf var annt um gömlu skemm-
una. Helst hefði hún viljað að hún
fengi að standa áfram í Gröf en
hún gerði sér grein fyrir straumi
tímans og því að auðveldast yrði
að halda húsinu við á lóð byggða-
safnsins í Skógum. Því gerðist það
að ég tók hana ofan með góðu
samþykki Ólafar og fjöiskyldu
hennar. Það var einn af mörgum
gleðidögum lífs rníns er skemman
stóð hér endurreist, búin þess að
taka á móti gestum og gangandi.
Hún talar sterku ináli um mennigu
þriggja kynslóða í Gröf.
Olöf í Gröf er mér ógleymanleg-
ur fulltrúi margs þess besta sem
þjóð mín hélt í heiðri frá öldunum
liðnu og hún má síst af öllu fara
á mis við. Vinátta hennar og traust
umhyggja fyrir öllu lífi brást aldr-
ei. Öllum var ávinningur að því að
deila með henni gleði og sorg. Á
henni sönnuðust orð þjóðskáldsins:
„Fögur sál er ávallt ung, undir silf-
urhærum." Ilvíldin hefur vafalaust
verið henni kærkomin og vel ann
ég henni friðar og fagnaðar í eilífð-
inni sem allra bíður.
Þórður Tómasson.
Verð frá: 1.548.000,-
Greiðslukjör við allra hæfi
Til sýnis núna að Vatnagörðum 24
virka daga kl. 9:00 - 18:00 og
laugardaga kl. 11:00 - 15:00.
Nánari upplýsingar í síma 68 99 00
zz
pv
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR!
smiN6tmiu@ á vasninum * n im vönun á hviiuum
SPORTGALLAR A BÖRN FRA: 1498 KR
P0L0B0LIR FRA: 1135 KR
T-B0LIR FRA:300 KR
ÚLPUR FRA: 4463 KR
BÓMULLARGALLAR FR#: 1470 KR
ER0BIK FATNAÐUR FRA: 1143 KR
CLOCK-PEYSUR FRA: 2900 KR
STAKAR BÓMULLARPEYSUR FRÁ: 995 KR
RAICHLE GÖNGUSKÓR FRÁ: 4670 KR
NIKE ÆFINGASKÓR
VÖÐLUR FRA: 3355 KR
VEIÐIVESTI RA: 1499 KR
EINNIG FULLT AF ÖÐRUM TILBOÐUM!
HEA0 toðTTASKÖR, NjKllNN6AIK0.il, ILIiCi»IATNAiUH,
NIKi 1M6ASKI
SKliAQALLAR 116n
V