Morgunblaðið - 01.02.1992, Page 37

Morgunblaðið - 01.02.1992, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS , „ UMÉiaditd Holl íþrótt Mig langar að vekja athygli á hollri og heilsusamlegri íþrótt sem íbúum Reykjavíkur gefst kostur á að stunda innan borgarmarkanna. Hér á ég við almenningsíþróttina sund. í sundi fá menn holla hreyf- ingu í heilbrigðum félagsskap og svo þurfa þeir er stunda íþróttina svo lítið að greiða fyrir. Ég vil hvetja alla til að hefja sundiðkun eftir því sem tími leyfir, árangurinn segir til sín fyrr en varir. Helgi ♦ ♦ ♦--- Uggvænleg tíðindi Um daginn var tilkynnt í Rússlandi að kjarnaflaugum skuli ekki beint að Bandaríkjunum fram- ar. Ber að fagna þessari frétt. En svo var tekið skýrt fram í tilkynn- ingunni að þeim verði beint að öðr- um. Og ég spyr: Hveijum? Þessar fréttir eru uggvænleg tíðindi. Hugs- anleg átök milli sjálfstæðra ríkja innan nýstofnaðs samveldis gæti leitt til heljarátaka víðsvegar um heiminn. Guð hjálpi oss þá. Vilhjálmur Alfreðsson Husljyggjendur - arkitektar Opió um helgina eidhús — baö — fataskápar Ertu að byggja eða ætlarðu að endurnýja innréttingarnar? Við kynnum á sýningu okkar um helgina 16 nýjar hurðagerðir á innréttingar okkar. í fulningahurðum kynnum við 5 nýjar gerðir. í plastlögðum hurðum með viðarkanti 7 nýjar gerðir. í viðarhurðum 4 nýjar gerðir. Á öllum þessum gerðum er hægt að fá allt tréverkið í stíl. H.K. tréverk hækkar fasteignaverð. Við hönnum meó þér Innanhúsarkitekt til aóstoöar Sýning um helgina. Opið í dag frá kl. 10-18. Sunnudag frá kl. 13-18. H.K. INNRÉTTINGAR, Dugguvogi 23, 104 Reykjavík. Sími 35609, myndsendir 679909. - Geymið auglýsinguna - Til sjómanna Sjómenn: Meðferð gúmbjörgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þéirra valdið fjörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð þessara þýðingarmiklu björgunar- tækja. Hjálpist að því að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltæk. — EIMSKBP — AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS veröur haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 5. mars 1992, og hefst kl. 14.00. --------- DAGSKRÁ --------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 28. febrúar til hádegis 5. mars. Reykjavík, 1. febrúar 1992 STJÖRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HVÍLDMDAGM Þú þarft ekki að sigla til sólarlanda til þess að eiga hvíldardaga einn eða fleirí. Gistihúsið við Bláa lónið býður þérfyrsta flokks hvúdar- og afslöppunaraðstöðu írólegu umhverfi. Öll gistiherbergi eru útbúin með baði, sjónvarpi og ísskáp. ígistihúsinu er gufubað oghitapottur með vatnsnuddi og loftnuddi og einnig ljósabaðstofa. Á staðnum ernuddari, sem býður sérstaklega slökunarnudd fyrir þá sem þess óska. Við hliðina á gistihúsinu er veitingahús og er morgunverður innifalinn íokkar væga verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.