Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Sameiníng Landakots og Borgarspítala: Ekki er lengur rætt um að breyta Landa- koti í öldrunarspítala EKKI er lengxir rætt um að Landakotsspítali verði eingöngu gerður að hjúkrunarheimili fyrir aldraða verði af sameiningu Landakots og Borgarspítala eins og áður hafði verið gert ráð fyrir í viðræðum samn- inganefndar rikisins, Landakots og Borgarspítala, skv. upplýsingum Ragnars Kjartanssonar formanns viðræðunefndar rikisins. Haldnir hafa verið daglegir fundir eyrisskuldbindingar starfsfólks. um sameiningarmálin að undan- fornu en viðræðumar hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur. Ragnar sagði að byrjað hefði verið með mjög flókið viðfangsefni sem sér sýndist að væri nú að skýrast. „Við höfum eitt stórt markmið, sem er að leita leiða til aukinnar skilvirkni í þessum rekstri, og að því erum við að vinna,“ sagði Ragnar. „Við erum einnig að skoða verka- skiptingu spítalanna heildstætt en það er ekki búið að ýta sameining- unni út af borðinu," sagði hann. Ragnar sagði að m.a. þyrfti að leiða til lykta ýmis tæknileg álitaefni sem snertu m.a. samningsrétt og líf- Atkvæða- greiðsla á þingi ógilt ÓGILDA varð atkvæða- greiðslu á Alþingi í gær þar sem í ljós kom að Matthías Bjarnason hafði greitt at- kvæði fyrir Árna Johnsen, sessunaut sinn, sem var fjar- staddur. í samtali við Morgun- blaðið sagði Matthías að hann hafi gert þetta óbeðinn, en hann hafi talið að Ami væri staddur í húsinu. „Ég hefði aldrei gert þetta ef um ein- hverja málefnaafstöðu hefði verið að ræða,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslan var um að vísa frumvarpi menntamálaráð- herra um Háskólann á Akureyri til nefndar. Nokkru eftir at- kvæðagreiðsluna kvaddi Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis sér hljóðs, og sagði að sér þætti miður að verða að skýra frá því að atkvæðagreiðsla þessi væri ógild þar sem í ljós hafi komið að greitt hefði verið atkvæði fyrir fjarstaddan þingmann. Ataldi þingforsetinn þennan verknað. „Það er ljóst að það tekur ívið lengri tíma en við höfum þegar haft til ráðstöfunar. Endanleg niðurstaða hlýtur að ráðast af því að menn nái saman um álitaefnin og séu vel sann- færðir um að sporið sem verið sé að stíga leiði af sér mjög aukna skilvirkni og hagræðingu," sagði Ragnar. Hann sagði einnig að tillögur frá í desember sem gerðu ráð fyrir að Landakoti yrði breytt í hjúkrunar- heimili fyrir aldraðra væru ekki leng- ur með óbreytfar. Aðspurður hvort viðræðunefndin hefði leifað álits St. Jósefssystra sagði Ragnar að það yrði gert þegar línur skýrðust betur. Sjaldgæfur skýstrokkur Myndin, sem tekin var í gær vestnorðvestur af Bjargtöng- um, út í Víkurál, sýnir ský- strokk. Skýstrokkur myndast helst í skúraskýjum þegar hlýtt er niður við sjóinn og kalt ofar. Við þetta verður mikið uppstreymi og mjög hraður hringsnúningur og ná áhrifin niður að sjávarborði þar sem særok verður vegna þess hve staðbundinn stormurinn er. Að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræð- ings er þetta mjög sjaldgæft hér á landi. Hann segir að þegar sílum eða smásíld hafi rignt á landi hafi það að öllum líkindum verið vegna þess að þau hafi sogast upp í svona veðri og borist með vindi á land. Páll segir skýstrokk vera algengan á ákveðnum árstimum í Bandaríkjunum þar sem hann getur jafnvel orðið mörg hundruð metrar í þvermál. Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Landsbanki íslands lækkar vexti én er áfram með hæstu nafnvexti banka og sparisjóða: Vaxtastigið er í samræmi við hagsmuni Landsbankans - segir Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans LANDSBANKI íslands lækkar útlánsvexti á óverðtryggðum lánum um 1-1,25% um næstu mánaðamót og raunvexti um 0,4%. Þá lækka innláns- vextir einnig á kjörbókum úr 6% í 5,25% og á tékkareikningum úr 1% í 0,5%, en eru óbreyttir á almennum sparisjóðsbókum og einkareikning- um, 2%. Bankinn verður eftir lækkun með hæstu útlánsvextina á óverð- tryggðum lánum eins og verið hefur að undanförnu. Eftir lækkun verða forvextir vixla 13,75%, 1-1,25% hærri en hjá öðrum bönkum og sparisjóðum og sama gildir um skuldabréfalán, en algengustu vextir þeirra samkvæmt upplýsingum Seðlabankans verða 14,75%. Kjörvextir á verðtryggðum lánum verða 8,1% eftir lækkun og vextir í algengasta flokki verðtryggðra lána samkvæmt upplýsingum Seðlabankans verða 10,35%. „Við teljum að það vaxtastig sem bankinn hefur ákveðið sé í samræmi við hagsmuni hans. Ég minni á að við erum með hæstu innlánsvext- ina,“ sagði Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Lands- bankans. „Það er óheimilt að taka ákvarðanir um vexti á öðrum grund- velli en að tryggja hag sparifjáreig- Hermaim Guðmundsson fv. framkvæmdnstj. látínn Hermann Guðmundsson, fyrr- verandi formaður Verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði og framkvæmdastjóri íþróttasam- bands íslands, lést í Borgarspítal- anum í gær, fimmtudaginn 27. febrúar, á 78. aldursári. Hermann fæddist 15. júní 1914 í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Guðlaugssonar vélstjóra og Marsibil Eyleifsdóttur. Hann lauk gagnfræðaprófí frá Flensborg 1932 og var að því loknu verkamaður og sjómaður í Hafnarfírði um hríð. Hann var erindreki Sjálfstæðisflokksins 1939-42 og alþingismaður 1946-49. Hann var framkvæmdastjóri íþrótta- sambands íslands 1951-85. Hermann var formaður Knatt- spymufélagsins Hauka 1933-38. Hann átti sæti í fþróttaráði Hafnar- fjarðar 1935-45 og var í stjóm Iþróttabandalags Hafnarfjarðar 1945-59. Hann var formaður íþrótta- nefndar ríkisins 1946-49, en átti sæti í nefndinni til 1952. Hann var formaður Verkamannafélagsins Hlíf- ar 1940-52 og 1954-78 og formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfírði frá 1977. Hann var bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði 1942-43 og í útgerðarráði BÚH sama tíma. Her- mann var í stjórn ASÍ 1942-48 o; 1968-80, en hann var forseti AS enda og þeir hafí eðlilega ávöxtun á sínu fé.“ Kjartan benti á að raunvaxtastig- ið réðist af ákvörðunum ríkisvaldsins um vexti á verðtryggðum innláns- formum þess og þeir væru nú um það bil tveimur prósentustigum yfír hæstu vöxtum á innlánsformum Landsbankans. Til þess að geta stað- ið undir innlánsvöxtum þyrftu að koma til tekjur af útlánum. Raun- vaxtalækkunin næði til um það bil 65% af öllum útlánum bankans og það væri mjög veruleg breyting. Það væri grundvallaratriði að bankinn fylgdi algjörlega eftir vaxtalækkun- inni á skuldabréfum ríkissjóðs. Auk þess væri hægt að endurskoða vexti á 10 daga fresti. Kjartan sagði að þeir miðuðu við 2% verðbólgu frá upphafi til loka ársins við vaxtaákvarðanir nú. Að- spurður hvort Landsbankinn væri þá ekki að taka hærri vexti af óverð- tryggðum lánum en verðtryggðum, sagði Kjartan: „Ég tel að vextir eigi að ráðast af markaðsaðstæðum og að það eigi að gera mjög mikinn mun á vöxtum eftir því um hvemig lánafyrirgreiðslu er að ræða. Lán sem eru fyrst og fremst neyslulán eiga að bera háa vexti og ég tel að bankakerfið hafí gert alltof lítið af því að mismuna mönnum í vaxtamál- um eftir tegundum lána og skilvísi." Kjartan sagði að Landsbankinn væri höfuðbanki atvinnulífsins í landinu og yrði að búa sig undir að verða fyrir hugsanlegum áföllum eins og hann hafi þurft að gera um marga áratugi. Hann yrði að taka ákvarðanir með tilliti til þeirra hags- muna sem þar væri um að tefla og að hann gæti staðið við skuldbind- ingar sínar. Aðspurður hvort skýringin á því að útlánsvextir Landsbankans væru nú hærri en annarra væri að bank- inn þyrfti meira til rekstrar síns sagði Kjartan svo ekki vera. Þetta sýndi fyrst og fremst að bankinn byði almennt bestu kjör á innláns- reikningum, enda væru vextir nú jákvæðir á öllum spamaðarformum bankans miðað við þá verðbólguspá sem höfð væri hliðsjón af. Þá gæti það verið að Landsbankinn væri varkárari.í sínum vaxtaákvörðunum en aðrir bankar. Vextirnir segðu ekki alla söguna því þjónustugjöld væra mismunandi og samkvæmt hans upplýsingum væra gjöldin nán- ast í öllum tilvikum lægst hjá Lands- bankanum. Rekstur hans væri í sí- felldri endurskoðun og ef til vill sæjust róttækar breytingar síðar á árinu. Kauptilboð barst í Sogn Sveitarstjórn Ölfuss- hrepps frestaði í gær af- greiðslu á samþykkt bygg- ingarnefndar um meðferðar- heimili fyrir geðsjjúka afbrot- amenn á Sogni í Ólfusi, eftir að einkaaðili lýsti áhuga á að kaupa jörðina Sogn undir hrossabú. Búist hafði verið við að sveit- arstjórnin afgreiddi málið já- kvætt og hægt yrði að hefjast handa á Sogni. Einar Sigurðs- son, oddviti, sagði að hann hefði ekki nánari upplýsingar um tilboðið enda ætti Náttúru- lækningafélag íslands jörðina og við hana væri að semja. Hagnaður Eimskips á síð- asta ári tæpar 400 milljónir 1944-48. Hann var ritari í stjóm Verkamannasambands íslands 1964-68 og varaformaður 1968-76. Hann var formaður stjómar Spari- sjóðs alþýðu 1966-70 og formaður stjómar Alþýðubankans 1970-76. Hermann Var sæmdur ýmsum heið- ursmerkjum, bæði erlendum og inn- lendum, fyrir störf sín á sviði íþrótta- og félagsmála. Eftirlifandi eiginkona Hermanns Guðmundssonar er Guðrún Ragn- heiður Erlendsdóttir. HAGNAÐUR af rekstri Eimskipafélags íslands á síðasta ári var 392 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins var rúmlega 4,4 miHjarðar í árslok. Þó heildarflutningar hefðu dregist saman á árinu um 6%, mið- að við árið á undan, hækkuðu rekstrartekjur ,um tíu af hundraði. Þetta kemur m.a. fram í árs- Árið 1990 nam hagnaðurinn, 341 skýrslu Eimskips, sem lögð verður fram á aðalfundi félagsins í næstu viku. Þar segir, að rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga þess á ár- inu 1991 hafi numið rúmum átta milljörðum, en þær voru rúmir 7,3 milljarðar árið 1990. Hækkun milli ára er því 10%. Hagnaður af rekstri síðasta árs, 392 milljónir, nam 4,9% af veltu og arðsemi eigin fjár var tæplega 10%. milljón, 4,7% af veltu og arðsemi eigin fjár var 11%. Þegar ársreikn- ingar félagsins fyrir árið 1990 voru kynntir í ársbyrjun í fyrra spáðu for- svarsmenn félagsins því, að hagnað- ur yrði svipaður á árinu 1991 og miðað við ofangreindar tölur gekk það eftir. Eiginfjárhlutfall félagsins var 43% um síðustu áramót, en eigið fé Eim- skips nam 4 milljörðum og 401 millj- ón í árslok. Heildarflutningar Eimskipafélags- ins og dótturfélaga þess drógust saman um tæp 6% á síðasta ári mið- að við árið þar á undan, vora 937 þúsund tonn í fyrra, en 993 þúsund tonn árið 1990. Samkvæmt upplýs- ingum Eimskips stafar þessi sam- dráttur fyrst og fremst af minni stór- flutningum; því í áætlunarsiglingum varð 4% aukning frá árinu á undan. Eimskip og dótturfyrirtæki þess eru með 14 skip í föstum rekstri. Starfsmenn félagsins voru að meðal- tali 813 á síðasta ári, þar af störfuðu að jafnaði 129 erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.