Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Ég veit að þú vinnur tveggja manna verk. Ég er annar þeirra. HÖGNI HREKKVÍSI ,, é<3> /4KVEE> þflÐ HVORt HAHN ER NÖ(5U HRESS T/U A£>f?)RA i &HÖL/)NN. “ BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Osmekk- leg ályktun Frá Láru Björnsdóttur: MENNINGAR- og friðarsamtök kvenna létu frá sér fara ályktun um ferða- og útivistarfrelsi varnar- liðsmanna, sem samtökin nefna svo ósmekklega og niðrandi „lausa- göngu hermanna". Ég get ekki orða bundist yfir þessari ábyrgðarlausu og ósmekk- legu yfirlýsingu frá þessum samtök- um, sem ætlast þó líklega til að borin sé einhver virðing fyrir sér, eða svo skildi maður halda, en með tilliti til þess að ályktunin er aðal- fundarsamþykkt, sjálfsagt margra fundarkvenna, virðast samtökin afar ómerkileg, svo að furðu sætir að nokkur kona skuli ljá þeim eyra. Þegar ég las þessa ályktun í Morgunblaðinu 11. þ.m. lá við að ég skammaðist mín fyrir að vera kynsystir ykkar. Þið lýsið þessum vamaliðsmönn- um, sem eru af báðum kynjum, líka hjón og börn þeirra, sem „lausa- göngufé" og þá á það líklega við um alla erlenda ferðamenn, sem um landið okkar fara, því að hver er munur á því þó að þessir amerísku gestir okkar séu hér að gegna skyldustörfum jafnframt veru sinni hér, að okkar beiðni. Mér finnst það ekki í takt við tímann og það í þessu landi, þar sem við viljum hafa frelsi og frið, að vera að agnúast út í rýmkun á ferðafrelsi þessara varnarliðs- manna. Þetta eru menn eins og við og jafnvel eins og þið, sem að álykt- uninni standið. Þessir varnarliðsmenn hafa mjög mikið yndi af að ferðast um landið og fara með fjölskyldur sínar og gesti, sem heimsækja þá hingað og sýna þeim fagra staði og taka myndir eins og hveijir aðrir ferða- menn og kaupa minjagripi og eiga síðan sinn þátt í að kynna landið vel sem ferðamannaparadís, ekki síður en aðrir ferðamenn erlendir og sem okkur finnst svo nauðsyn- legt. Þessir fordómar samtaka ykkar eru tímaskekkja, sem þið ættuð að huga að. Þessir menn eru hér að okkar ósk og engum til ama og hafa tekið þátt í björgun með okkar ágætu björgunarsveitum og öðrum góðum málum, sem við ættum að þakka fyrir. Þeir dvelja hér í 1-3 ár í senn og mér finnst við sýna lítinn kærleik með því að vilja loka þá af innan girðingar á Miðnesheiði þennan tíma. Ef þið lítið í eigin barm held ég að þið vildu ekki láta loka ykkur inni á vinnustað í öðru landi, og fá ekki að skoða og kynnast landi og þjóð. Þessir fordómar ykkar bera að- eins vott um kynþáttaofsóknir og hatur á öðrum þjóðum, og kom það ekki síst fram hjá gamalli konu úr þessum samtökum, sem svaraði í fréttatíma sjónvarps að hún mæti sauðféð meira en bandaríska þegna og má hún skammast sín ærlega. Varnarliðsmenn eru af sama guði gerðir og annað fólk og eiga sama tilverurétt og við hin og ég hef ekki nema góð kynni af þeim, þó að lítil séu, en þeir og fjölskyld- ur þeirra eru elskulegt og kurteist fólk, sem konur þessara samtaka gætu margt lært af og ekki hef ég orðið vör að við að það sé með for- dóma gegn okkur. LÁRA BJÖRNSDÓTTIR Birkivöllum 26, Selfossi Víkverji skrifar jónustuíbúðir aldraða hafa verið talsvert til umræðu undanfarið og reynst nokkuð um- deildar, einkum vegna þess að ýmsum þykja þær óheyrileg dýrar ásamt því að sú þjónustuaðstaða sem þær bjóða upp á sé ofmetin og réttlæti ekki hið háa verð. Aðrir benda á að við byggingu þessa íbúðahúsnæðis sé megin áherslan lögð á gæðin og einskis sé til sparað að gera íbúðir þessar sem glæsilegastar og vandaðastar úr garði, svo að þar sé komin skýr- ingin á háu verði þeirra. Hugmyndin að baki þjónustu- íbúðunum er sú að gefa eldri borg- urunum sem ráða yfir stórum eignum kost á því að minnka við sig og komast í viðráðanlegra húsnæði án þess að þurfa að fórna fyrri þægindum. Til að auðvelda þessu eldra fólki að geta búið áfram á sínum gamla heimili þar til það nýja verður tilbúið hefur því að minnsta kosti í sumum til- fellum fyrir milligöngu banka ver- ið boðið upp á fulla fjármögnun nýja húsnæðisins þar til fólkið getur flutt inn og hefur selt eldi'i eignina. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert nema hvað sá böggull fylgir skammrifi að þessi fjár- mögnun er öll boðin á yfirdráttar- vöxtum, hinum hæstu sem leyfðir eru í bankakerfinu, og virðist því sem það séu fleiri en byggingarað- ilarnir sem hafi hug á að krækja í fjármuni gamla fólksins. Það hefur líka komið á daginn að ekki eru allir úr röðum eldra fólksins sem átta sig á því hversu óheyrilegur vaxtakostnaðurinn við þessa fjármögnun er. Þannig hafði Víkveiji spurnir af fasteignasala sem undanfarna mánuði hefur verið að aðstoða eldri konu sem tók boði um fjánnögnun af þessu tagi í góðri trú, enda fylgdi það sögunni að frá hendi viðkomandi banka stæði henni til boða fjár- málaráðgjöf a"ð auki. Minnst lítið hefur bólað á slíkri ráðgjöf en þegar gamla konan fékk 120 þús- und króna vaxtareikning í einum mánuðinum fóru að renna á hana tvær grímur og hún fékk fasteign- asalann í lið með sér. Fasteigna- salinn sá í hendi sér að mun ódýr- ari leið væri fyrir konunan að fá sér hið fyrsta húsbréfalán og taldi að fjármálaráðgjöf bankans hefði m.a. átt að felast í því að benda konunni á þá leið. Hjá bankanum varð hins vegar fátt um svör og hefur því konan því sjálf með að— stoð fasteignasalans þurft að reka á eftir verktakanum að senda Húsnæðisstofnun teikningar af nýju íbúðinni til að unnt væri að fá á hana brunabótamat sem er forsenda húsbréfalánsins. Allt hef- ur þetta stapp tekið þijá mánuði og sér nú loks fyrir endann á því. A meðan hefur bankinn sem lofaði gömlu konunni fjármálaaðstoðinni malað gull í vaxtatöku. Er þetta ekki nokkuð langt gengið? xxx Hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum er lögð mikil áhersla á að hafa glæsilegar árs- hátíðir og að starfsmenn ásamt mökum njóti góðra veitinga og skemmtunar þessa kvöldstund. Algengt er aðkeyptir skemmti- kraftar séu látnir sjá um skemmti- atriðin en hjá mörgum fyrirtækj- um reyna starfsmenn að annast þetta sjálfir. Víkveiji var gestur á árshátíð Flugleiða um síðustu helgi á Hótel Islandi þar sem um tuttugu manna hópur starfsmanna flutti skemmtiatriði með aðstoð utanaðkomandi Ieikstjóra. Eins og oft vill verða beindust spjótin að yfirmönnum félagsins en einnig voru tekin fyrir ýmis spaugileg atvik frá liðnu ári sem starfsfólk- inu var í fersku minni. Er skemmst frá því að segja að ársátíðargestir virtust skemmta sér mjög -vel meðan á sýningunni stóð og hlutu þátttakendur mikið lof fyrir. Var eftir því tekið hversu faglega var staðið að uppfærslunni. Þetta framtak Starfsmannafélags Flug- leiða gæti e.t.v. verið til eftir- breytni fyrir skemmtinefndir eða starfsmannafélög sem eiga eftir að efna til ársátíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.