Morgunblaðið - 28.02.1992, Side 25

Morgunblaðið - 28.02.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 25 Úr sýningu Leikfélags Dalvíkur, Rjúkandi ráð. Mynd/Golli Leikfélag Dalvíkur: Rjúkandi ráð sýnt í Ungó LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir söng- og gamanleikinn Rjúk- andi ráð, eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni og Stefán Jónsson, í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Tónlistin er eftir Jón Múla og er fjöldi þekktra laga I verkinu, m.a. lagið Fröken Reykjavík. Þessi sýning Leikfélags Dalvík- og þrír aukasöngvarar, þannig að ur er viðamikil og hafa fjölmargir tekið þátt í uppsetningu hennar. í verkinu eru 14 leikarar, þriggja manna hljómsveit, fjórir dansarar um 25 manns eru á fullu á sviðinu í þessari fjörugu sýningu. Leikstjóri er Sigurgeir Schev- ing og er þetta í þriðja sinn sem hann setur þetta verk upp, en hann hefur farið víða um land á undanförnum árum og leikstýrt áhugaleikfélögum. Rjúkandi ráð er sýnt í Ungó og er uppselt á frumsýningu, en næstu sýningar á leikritinu verða á sunnudag kl. 15 og á þriðjudag kl. 20.30. Ólafsfjörður: Eðlilegt að umdæmi bæjarfógeta stækki - segir Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri „VIÐ ERUM enn við sama hey- garðshornið og teljum eðlilegt að umdæmi bæjarfógetans í Ólafsfirði stækki,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ól- afsfirði, en ítrekuð hefur verið sú ósk heimamanna að undir umdæmi fógeta þar falli einnig Svarfaðardalur, Hrísey og Ar- skógshreppur, en þessi sveitar- félög tilheyra nú embætti bæj- arfógeta á Akureyri. Bjarni sagði niðurstöðuna fara mikið eftir viðbrögðum þeirra sveitarfélaga sem hugsanlega myndu flytja frá einum fógeta til annars, þau yrðu ekki flutt nauðug á milli. Dalvíkingar og Svarfdæl- ingar hafa verið jákvæðir fyrir því að flytja úr núverandi umdæmi bæjarfógeta á Akureyri og yfir til Ólafsijarðar, en að sögn bæjar- stjóra hafa Hríseyingar og Ár- skógsstrendingar lýst því yfir að þeir vilji áfram tilheyra embættinu á Akureyri. „Þetta hefur eflaust orðið til þess að dómsmálaráðuneytið hefur ekki talið nægilega samstöðu heima í héraði fyrir þessum breyt- ingum. Þá fylgir þessu auðvitað líka einhver kostnaður fyrir ríkið,“ sagði Bjarni. „Stærra embætti væri auðvitað betra og menn myndu sækja meira í það, þannig að ég sé ekki annað en það væri akkur fyrir Ólafsfjörð og þessar byggðir við utanverðan Eyjafjörð að efla þetta embætti.“ Góður hagnaður hjá Sæplasti: Hluthöfum greiddur 15% arður og jöfnunarhlutabréf gefin út HAGNAÐUR af rekstri Sæ- plasts hf. á Dalvík var um 34 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, þrátt fyrir að um 19% samdráttur hefði orðið í söiu á fiskikerum frá árinu á undan. Ileildartekjur félagsins voru um 302 milljónir króna. Eiginfjárstaða fyrirtækisins Heljudáð Daníels endursýnd VEGNA fjölda áskorana ætlar Kvikmyndaklúbbur Akureyrar að endursýna bresku fjölskyldu- myndina Hetjudáð Daníels á sunnudag, 1. mars, kl. 17, en myndin verður sýnd í Borgarbíói. Aðalhlutverkið er í höndum eins fremsta kvikmyndaleikara Bretá, Jeremy Irons, og sonar hans, Samu- els Irons. í myndinni segir frá feðg- um sem vinna myrkranna á milli, stóreignamaður ágirnist landareign þeirra vegna fjölskrúðugs fuglalífs og er sá tilbúinn að beita öllum ráðum til að komast yfir landið. Feðgarnir veija heimahagana. og í þeirri vörn gegnir Daníel iykilhlut- verki. Myndin var sýnd á kvikmynda- hátíð Listahátíðar í október sl. (Úr frcttatilkynningu.) hefur enn batnað og er nú 59%. Eignir félagsins um áramót voru 389 miiyónir króna og skuldir rúmar 160 milljónir þannig að eigið fé fyrirtækisins er tæpar 229 milljónir. Þetta kom fram á aðalfundi Sæplasts sem haldinn var á miðvikudag. Á fundinum var samþykkt að greiða 15% arð af hlutafé félagsins og þá var einnig samþykkt að full- nýta heimild til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa 99% af útgefnu hlutafé um síðustu áramót, en hlutafé fé- lagsins verður þá um 83,3 milljón- ir króna. Hagnaður af reglulegum rekstri fyrir afskriftir og íjármagnsliði var á síðasta ári 66 milljónir króna, afskriftir námu 31 milljón, þannig að hagnaður varð tæpar 34 millj- ónir króna, eða rúmlega 11% af veltu. í byijun síðasta árs var Pla- steinangrun sameinuð Sæplasti og kom fram í máli Matthíasar Jak- obssonar stjórnarformanns á aðal- fundinum að þær væntingar sem gerðar voru við kaupin á því fyrir- tæki hafi ræst að mestum hluta. Trollkúluframleiðsla hefur gengið mjög vel og sú hagkvæmni sem felst í því að reka þá framleiðslu samhliða trollkúluframleiðslunni hefur skilað sér mjög vel. Hagnað- ur af trollkúluframleiðslunni var á síðasta ári um 15 milljónir króna fyrir afskriftir og fjármagnskostn- að, en velta af þessari framleiðslu var um 22% af heildarveltu félags- ins. Á síðasta ári var settur upp búnaður til að auka afköst og hagræðingu í verksmiðju félagsins og hefur hann nú skilað um 15% framleiðsluaukningu á kerum. Fram kom á aðalfundinum bjartsýni á rekstur félagsins á þessu ári, þrátt fyrir tvísýnar horf- ur í sjávarútvegi hér á landi. Nýir markaðir hafa opnast víða erlend- is, s.s. í Frakklandi og Suðaustur- Asíu. Háskólinn heldur nám- skeið um slysahjálp FYRSTA slysahjálparkennara- námskeiðið var haldið í heil- brigðisdeild Háskólans á Akur- eyri fyrir skömmu. I vetur hefur verið þróað nýtt námskeið á 4. ári í hjúkrunarfræði, en það er námskeið í bráðahjúkrun. Sérstök áhersla er lögð á viðbrögð við meiðslum og slysum og hjúkrun bráðveikra sjúklinga. Námið erbók- legt nám í skóla og verkleg kynning á slysadeild FSA. Þetta slysahjálparkennaranám- skeið var haldið í fyrsta sinn í jan- úar og voru leiðbeinendur Margrét Gunnarsdóttir og Elín Birna Hjör- leifsdóttir, hjúkrunarfræðingar. Auk hjúkrunarfræðinema sóttu námskeiðið ijórir hjúkrunarfræð- ingar frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri, Auður Sigurðardóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Glerár- skóla, Margrét Bjamadóttir, Greni- vík, Guðný Bergvinsdóttir, skóla- hjúkrunarfræðingur í Oddeyr- arskóla og Katrín Friðriksdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Jafnframt sótti námskeiðið Elsa B. Friðfinns- dóttir, lektor í HA og verkefna- stjóri í sjúkrahjúkrun. Hjúkrunarfræðinemamir sem út- skrifast í vor eru Hildigunnur Svavarsdóttir, Hugrún Hjörleifs- dóttir, Arnbjörn Jóhannsdóttir, Kerstin H. Roloff, Pia Maud Peters- en, Hulda Ringsted, Steinborg H. Gísladóttir, Inga M. Skúladóttir og Lilja Guðnadóttir. Eftir að þessi hópur er útskrifað- ur mun skyndihjálparkennurum á Akureyri fjölga um 100%. Tónlistarskóli Eyjafjarðar: Tónleikar á Grenivík Tónlistarskóli Eyjafjarðar efnir til tónleika í Gamla skóla- húsinu á Grenivík, sunnudaginn 1. mars næstkomandi kl. 17. Á dagskrá tónleikanna verða verk frá ýmsum tímum, m.a. fyrir söngrödd, gítar, blokkflautu, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar: túbudúett auk marg annars. Flytjendur úr hópi kennara skól- ans verða Þuríður Baldursdóttir, Gunnar H. Jónsson, Ingvi Vaclav Alfreðsson, Guðjón Pálsson, Michael Jacques auk Atla Guð- laugssonar skólastjóra. Fólk er hvatt til að fjölmenna, sérstaklega nemendur skólans og þeirra aðstandendur. (Fréttatilkynning:) ..♦ Vonast til að fá 3.0001 af loðnu Tónleik- LOÐNUSKIPIÐ Guðmundur Ólafur ÓF kom með fullfermi til Ólafs- fjarðar í gærmorgun, eða um 600 tonn. Um tvær vikur eru síðan fyrsti loðnufarmurinn kom til vinnslu í verksmiðju Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar. Jóhann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar sagði að tekið hefði verið á móti rúmum 1.800 tonnum af loðnu, en einungis væri liðinn hálfur mánuður frá því að byijað var að bræða í verksmiðjunni. Ekk- ert var brætt í versmiðjunni á síð- ustu vertíð og var síðast unnið þar á vertíðinni 1989-1990, en þá voru um 6.000 tonn unnin í verksmiðj- unni. Vonast er til að um 3.000 tonn berist að landi til verksmiðj- unnar á þessari vertið. „Það dugar ekki annað en vera með, við hefðum gjarnan viljað fá meira hráefni, en fórum seint af stað, bæði vegna fjarlægðar frá miðunum og eins var verðið nokkuð hátt,“ sagði Jóhann. um frestað Fresta verður áður auglýstum tón- leikum píanótríós, sem halda átti á morgun, laugardag, í safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju vegna meiðsla er sellóleikarinn Richard Talkowsky hlaut á hendi. Tónleikarnir verða að líkindum haldnir 12. mars næstkom- andi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.