Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Ríkið taki þátt í gerð brautar um Fossvog - segir Markús Örn Antonsson borgarsljóri „ÍBÚAR höfuðborgarsvæðisins þurfa að leggja áherslu á að ríkið taki þátt í gerð mikilvægra samgöngumannvirkja hér á þessu svæði. Við þurfum að fá í okkar hlut réttlátan hlut af skattpening- unum til að standa undir gerð jafn mikilvægra og dýrra samgöngu- mannvirkja og hér er um að ræða,“ sagði Markús Örn Antonsson borgarsljóri í gær um lagningu Fossvogsbrautar. Leitað var til hans vegna breyttrar afstöðu borgarinnar til brautarinnar sem nú hefur verið ákveðið að leggja neðanjarðar. Markús sagði að lagning Foss- vogsbrautar væri ekki á döfínni. Ekki væri talin þörf á að huga að henni fyrr en undir aldamót. Hann sagði að þekking í jarðgangnagerð væri alltaf að aukast. Kostnaður hefði farið hríðlækkandi með hverri framkvæmd sem ráðist hefði verið í og gera mætti ráð fyrir áfamhaldandi þróun í sömu átt. Aðspurður um hvað valdið hefði breytingu í afstöðu borgarinnar til lagningar Fossvogsbrautar sagði borgarstjóri: „Menn þekkja for- sögu þessa máls, þær skiptu skoðanir sem verið hafa á milli yfirvalda í Reykjavík og Kópavogi um staðsetningu Fossvogsbrautar. Þetta vandamál þurfti að leysa og í nýsamþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2010 er sú leið farin að beita nýrri tækni við að koma þessari samgönguæð um Fossvogsdal fyrir neðanjarðar. Ég tel það mjög ásættanlegt fyrir alla aðila í ljósi þeirrar umræðu sem staðið hefur yfir. Komið er til móts við sjónarmið þeirra sem vilja vemda Fossvogs- dalinn sem útivistarsvæði. Það sjónarmið hefur ekki síður verið ofarlega í huga margra Reykvík- inga. I framhaldinu verður unnið að skipulagi dalsins sem útivistar- svæðis og er undirbúningur þegar hafinn. Reynt verður að hafa Foss- vogsdalinn sem opnast og óspillt- ast útivistarsvæði með tengingum við önnur útivistarsvæði borgar- innar,“ sagði Markús Öm. VEÐUR VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri +2 snjókoma Reykjavik +2 alskýjaó Bergen vantar Helsinki S léttskýjað Kaupmannahöfn S þoka Narssarssuaq +2B skýjað Nuuk vantar Ósld 2 þoka Stokkhólmur 6 mistur Þórshöfn 7 skýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 12 mistur Barcelona 13 mistur Berlín 10 mlstur Chicago 0 féttskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 10 mistur Glasgow ð rigning Hamborg 9 mistur London 14 léttskýjað Los Angeles 16 heiðskirt Lúxemborg 9 heiðskírt Madríd 10 mistur Malaga 16 hálfskýjað Mallorca 13 alskýjað Montreal +2 snjókoma NewYork 3 skýjað Orlando 13 alskýjað Parls 5 þokumóða Madeira 17 skýjað Róm 16 skýjað Vln 9 mistur Washington vantar Winnipeg \ alskýjað / DAG kl. 12.00* '' * Heimild: Voöurstofa Istentfe {Byggt á veöurspá M. 16.15 i gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 28. FEBRUAh YFIRLIT: Um 200 km austnorðaustur af Hornafirði er vaxandi 952 mb iaegð sem hreyfist norður, en um 800 km suður af Hvarfi er vaxandi 968. mb lægð sem stefnir inn á Grænlandshaf. SPÁ: Vaxandi suðaustan- og austanátt. Hvassviðri eða stormur meö snjókomu og síðan slyddu og rigningu sunnanlands og vestan. Norðan- lands og austan verður haeglætis veður fram eftir degi, en síðdegis fer að hvessa og snjóa litilsháttar. Hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðvestanátt, slydda eða rigning um landið sunnan- og vestanvert, en að mestu þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 0-4 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Nokkuð hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum og snjókoma þar, en fremur hæg breytileg átt og éljagangur i öðrum landshlutum. Kólnandi veður. Svarsími Veðurstofu l'slands - Veðurfregnir: 990600. o & & Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / * f * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél Alskýjað * V Éi Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka itig-. FÆRÐ A VEGUM: Fært er um Suðurnes, austur um Hellisheiði og Þrengsl og með suður- ströndinni austur í öræfasveit, en þaðan er aðieins fært fyrir jeppa og stærri bfla til Hafnar í Hornafirði. Víða á þessum leiðum er hálka og snjór á vegum. Á Austfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir vegna veðurs og snjóa. Fært er fyrir Hvalfjörð um Borgarfjörð og vestur um Snæfellsnes og í Dali en Kerlingarskarð er aðeins fært jeppum og stórum bíluin. Úr Dölum er fært til Reykhóia. Víða á þessu svæði er hálka á vegum. Brattabrekka er fær. Fært er frá Patreksfiröi til Tálknafjarðar en Kleifa- heiði er ófær og jepþar og stórir bílar komast um Hálfdán. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur, en hálka er á þeirri leið. Steingrímsfjarðar- heiði er ófær. Frá tsafirði er fært til Bolungarvfkur og Súðavfkur. Fært er milli Flateyrar og Þingeyrar, en Breíðadals- og Botnsheiðar eru ófær- ar. Fært er um Norðurland til Húsavíkur og þaðan með ströndinni til Vopnafjarðar. Á austanverðu Norðurlandi og Norðausturlandi er hálka eða snjór é vegum. Vegagerðin Þorskur er hrygu- ir við Austurland mjög staðbundinn RANNSÓKNIR sýria að hluti þorskstofnsins er staðbundnari en áður hefur verið talið. Þannig heldur t.d. stærstur hluti þess þorsks, sem hrygnir við Austfirði, sig á grunnslóð út af Austurlandi utan hrygningartímans. Aðalhrygningarsvæði þorsks- ins er úti fyrir Suður- og Suð- vesturlandi. Síðasta vor var ákveðið að hefja merkingar á þorski við Austurland, til að komast að því hvort þorskurinn leitar ávallt á sömu staði til að hrygna og hvar hann heldur sig utan hrygningartímans. Vil- hjálmur Þorsteinsson, fískifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, hefur haft veg og vanda af merk- ingunum fyrir austan land. Hann segir að fyrstu niðurstöður bendi til að meirihluti þess þorsks, sem hrygnir inn á fjörðum við Austur- land, leiti lítið í burtu, heldur haldi sig á grunnslóð. „í fyrra voru merktir 1.265 hrygnandi þorskar, mest smá- þorskar, aðallega á Stöðvarfirði og í Gunnólfsvík,“ sagði Vil- hjálniur. „Rúmur tíundi hluti merkjanna, eða 133 merki, hefur þegar skilað sér og það kemur á óvart hvað þorskurinn leitar stutt út eftir hrygningu. Merktir þorskar hafa þannig aðallega veiðst af línubátum á grunn- sævi. Þá virðist þessi þorskur líka halda mjög hópinn, því menn hafa fengið mörg merki á sama stað.“ Vilhjálmur sagði að varast bæri að draga ályktun um hegð- un þorskstofnsins alls út frá þessum merkingum. „Þorskurinn við Austurland, eða að minnsta kosti hluti hans, hegðar sér svona, en það þarf ekki að vera algilt. Nú er verið að vinna úr eldri þorskmerkingum og verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeim. Það er alla vega óhætt að fullyrða að hluti þorsk- stofnsins er staðbundnari en áð- ur hefur verið talið.“ Vilhjálmur kvaðst vilja vekja athygli sjómanna á þessum merkingatilraunum og hversu mikilvægt það væri fyrir rann- sóknimar að merkjum væri ávallt skilað til Hafrannsókna- stofnunar og að sem mest af upplýsingum fylgdi þeim. I I I i i Borgarstjóri um skuldir sveitarfélaga niiðað við skatttekjur ársins: Skuldir borgarinn- ar litlar miðað við önnur sveitarfélög ’ MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri sagði á almennum borgara- fundi í Grafarvogi að skuldir Reykjavíkurborgar væru litlar í samanburði við skuldir annarra sveitarfélaga. Skuldir borgarinnar væru um 40% af skatttekjum ársins 1992 á sama tíma og skuldir Kópavogskaupstaðar væru um 141%, Hafnarfjarðar 123%, Garða- bæjar 97% og Selljarnarnesskaupstaðar og Akureyrar um 70%. Markús Öm sagði að borgin ætlaði að standa við það fyrirheit að skattar til Reykjavíkurborgar hækkuðu ekki á þessu kjörtímabili. „Það er orðinn nokkuð sláandi munur á því hvað Reykvíkingar greiða lægri gjöld en nágrannar þeirra. Miðað við útreikninga á fasteignasköttum af viðmiðunar- húsnæði sem Alþýðusamband Is- lands tók inn í útreikninga sína þá er álagningin um 30 þúsund kr. hærri þar sem hún er hæst í nágrannasveitarfélagi en hún er í Reykjavík. Miðað við útsvar af viðmiðunarfjölskyldu greiðir reyk- vísk lpskylda um 20 þúsund kr. lægra útsvar en fjölskylda í því nágrannasveitarfélagi sem hæst útsvar greiðir,“ sagði Markús Örn. Hann sagði að það hefði verið gert að úrslitaatriði við endurskoð- un fjárhagsáætlunar borgarinnar sem samþykkt var 21. febrúar sl. að hækka ekki álögur á borg- arbúa. Með því að fullnýta tekju- stofna borgarinnar hefðu tekjur ' ) hennar orðið 1700 milljónum kr. hærri. Samkvæmt fjárhagsáætlun j Reykjavfkurborgar er ráðgert að verja 2,7 milljörðum kr. til bygg- ingaframkvæmda á árinu sem er ) 200 milljónum kr. hærri fjárhæð en á síðasta ári og um 21% af heildartekjum ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.