Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Karen Sævarsdóttir íþrótta- maður ársins 1991 á Suðurnesj- um er lengst til hægri á mynd- inni við hlið hennar er Magnús Már Ólafsson sundmaður sem varð í öðru sæti og lengst til vinstri er Guðmundur Braga- son körfuknattleiksmaður sem varð í þriðja sæti. UPPSKERUHÁTÍÐ Karen Sævarsdóttir kjörin íþróttamað- ur ársins 1991 Karen Sævarsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 1991 á Suðurnesjum í hófi sem fram fór í veitinga- húsinu Þotunni á laugardag- inn. Þá stóð íþróttabandalag Suðumesja og íþróttabanda- lag Keflavíkur að kjöri þriggja bestu íþróttamanna Suðumesja í 11 íþróttagrein- um auk þess sem valdir vora þrír bestu íþróttamennimir úr þessum hópi. Karen, sem varð 19 ára þennan dag, hef- ur 4 í forgjöf sem er það lægsta sem íslensk kona hef- ur náð. Hún var valin kylfíng- ur ársins á Suðurnesjum, kylfingur ársins hjá Golfsam- bandi íslands og einnig kvennakylfingur ársins. Með- al afreka Karenar má nefna að hún hefur verið íslands- meistari og klúbbmeistari GS undanfarin 3 ár og hún varð í 2. sæti á unglingameistara: móti Norðurlanda á sl. ári. í öðra sæti í kjörinu um íþrótt- amann ársins varð svo Magn- ús Már Ólafsson sundmaður í Keflavík og í þriðja sæti varð Guðmundur Bragason körfuknattleiksmaður úr Grindavík. Magnús Már Ólafsson í Sundfélagi Suðumesja var valinn sundmaður ársins og hann var jafnfram kjörinn íþróttamaður Keflavíkur fyr- ir árið 1991. Magnús Már er í dag stigahæsti sundmaður- inn á íslandi samkvæmt al- þjóðlegri stigatöflu og hann setti 6 íslandsmet á árinu auk 5 íslandsmeta í boðsundum. Besti árangur Magnúsar Más á erlendri grund var þegar hann komst í B-úrslit í 100 og 200 m skriðsundi á Evróp- umeistaramótinu í Aþenu. Guðmundur Bragason var valinn körfuknattleiksmaður ársins á Suðurnesjum og í Grindavík og í umsögn um Guðmund segir að hann sé besti körfuknattleiksmaður UMFG, landsliðsmaður sem hafí fórnað sér 100% fyrir landsliðið. Handknattleiks- maður ársins varð Þuríður Þorkelsdóttir ÍBK, en hún er fyrirliði ÍBK sem vann sæti í 1. deild á sl. ári. Þorsteinn Bjamason sem lék með UMFG á síðasta keppn- istímabil var kjörinn knatt- spymumaður ársins og sann- aði hið fomkveðna að lengi lifír í gömlum glæðum. Sig- urður Bergmann úr Grinda- vík var kjörinn júdómaður ársins, en hann var kjörinn íþróttamaður Suðumesja árið 1990. Fimleikamaður ársins var kjörin Ólafía Vilhjálms- dóttir úr Keflavík en hún náði á árinu besta árangri sem fímleikamaður af Suður- nesjum þefur náð hjá FSÍ. Friðrik Ólafsson úr Njarðvík var valinn keilari ársins en hann vann flest mót allra sem léku í Keilufélagi Suðumesja. Hestamaður ársins varð Þóra Brynjarsdóttir Keflavík sem náði þeim frábæra árangri að verða íslandsmeistari í fímmgangi unglinga. Þá var Sigurður Þ. Þorsteinsson úr UMFK var valinn badminton- maður ársins og skotmaður ársins varð Theodór Kjart- ansson sem er landsliðsmað- ur í greininni. Fleiri vora heiðraðir við þetta tækifæri. Friðrik Rún- arsson þjálfari íslandsmeist- .ara Njarðvíkur í körfuknatt- leik var útnefndur þjálfari ársins og íslandsbanki var útnefndur styrktaraðili árs- ins. Við þetta tækifæri veittu síðan þrjú sérsambönd þrem einstaklingum viðurkenningu fyrir vel unnin störf á liðnum áram. Fimleikasamband ís- lands veitti Margréti Einars- dóttur Keflavík viðurkenn- ingu fyrir frábært starf í uppbyggingu greinarinnar í Keflavík. Knattspyrnusam- band íslands veitti Ragnari Marinóssyni Keflavík silfur- merki sambandsins fyrir vel unnin störf og Jóhann Ein- varðsson Keflavík fékk gull- merki Handknattleikssam- bands íslands. -BB WOTTABAHOAtAC Morgunblaðið/Bjöm Blöndal íþróttamenn ársins á Suðurnesjum í hinum ýmsu íþróttagreinum eftir afhendingu verðlaunanna í veitingahúsinu Þotunni um síðustu helgi. DANS * Islandsmeistara- keppni unglinga í fijálsum dönsum Hin árlega íslandsmeist- arakeppni unglinga í fjálsum dönsum eða „Free- style“ er hafin og er þetta er í ellefta skiptið sem þessi keppni er haldin. Það er íþrótta- og tómstundaráð og félagsmiðstöðin Tónabær sem standa fyrir keppninni. A morgun, föstudaginn 28. febrúar, verður undanúrslita- keppni fyrir Reykjavík og Reykjanes haldin í Tónabæ og hefst hún kl. 20.30. Keppnin er tvískipt í hóp- og einstaklingsdans og um 35 keppendur taka þátt í þessari keppni. Jafnframt er undanúrslita- keppni á sex öðruni stöðum á landinu og það eru krakkar á aldrinum 13 til 17 ára sem taka þátt í íslandsmeistara- keppninni. Úrslitakeppnin fer svo fram föstudaginn 6. mars kl. 20 og þá keppa sigurvegarar úr hvetju kjör- dæmi og þá má búast við harðri baráttu um titilinn. Hópurinn ímynd sem bar sigur úr býtum á síðasta ári í keppninni um íslandsmeistaratitilinn í frjálsum dönsum. Laugav»9i 45 - s. 21 255 í kvöld: STÚTUNGAR ásamt RICHARD SCOBIE Laugardagur: STÚTUNGAR + SCOBIE TÍSKAN 1992 Alþjóðleg frístæl, tískulínu og forðunarkeppni Hótel íslandi 1. mars Kepptverðurí sex greinum frístælkeppni, tískulínu- keppni, fantasíuförðun, leikhúsförðun, dagförðun, tísku og samkvæmisförð- un. Ásamt keppnunum verður fjöldinn af sýningarbásum þar sem kynntar verða nýjungar varðandi tísku, hár, förðun litgreiningu, háreyðingu ilmvötn andlitsnudd, förðunar- fræði, trimmfromvöðva- þjálfurnartæki, fótaað- gerðir og siklineglur. Um kvöldið verða sýningar frá World Class, Júdó deild Ármanns, Redken sýning og stór tískusýning sem Módel '79 sér um og sýnir vor og sumar-tískuna frá virtum tískuvöru verslun- um í Reykjavík. Hótel ísland 1. mars Fjölbreyttur helgarmatseðill ásamt sérréttaseðli Hinir frábæru Einar Júlíusson og Hilmar Sverrisson leika fyrir dansi fram eftir nóttu. DANSAÐ í NAUSTINU Vesturgötu 6-8, sími 17759. VITASTÍG 3 * SÍMI623137 Föstud. 28. feb. Opið kl. 20-03. Þessa stórgóðu blússveit skipa þeir: HALLDÓR BRAGASON, GUÐMUNDUR PETURSSON, HARALDUR ÞORSTEINSSON. JÓHANN HJÖRLEIFSSON. PÚLSINN - slagæð lifandi tónlistar! VÍterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! matsölu- og skemmtistadur Kringlunni 4, sími 689686 IMýr matseðill Matreiðslumeistarar Haukur Víðisson og Sæmundur Kristjánsson Tónlistarstjóri Mickie Gee Opiðfrá kl. 18-3 Borðapantanir í síma 689686

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.