Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 27 Ingigerður F. Magnús- dóttir og Magnús Ein- arsson - Hjónaminning Ingigerður Fanney Fædd 2. júlí 1916 Dáin 16. febrúar 1992 Magnús Fæddur 13. mars 1906 Dáinn 19. nóvember 1986 í dag verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju frænka mín, Ingigerður Fanney Magnúsdóttir. Um árabil höfðu hún og eiginmaður hennar, Magnús Einarsson, sótt guðsþjón- ustu í Bústaðakirkju, og þaðan var Maggi einnig jarðsunginn, en hann lést í nóvember 1986. Andlát Magga fékk mjög á Fanneyju, og hrakaði heilsu hennar stöðugt upp frá því. Hvíldin var henni kærkomin. Fanney fæddist 2. júlí 1916 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Steinunn K. Andrésdóttir og Magnús Ingileifsson. Fanney var elst 5 systkina, næstur henni var Bergsteinn, fæddur 1918, en hann drukknaði 18 ára, Óskar, fæddur 1922, hann drukknaði á 9. aldurs- ári, Andrés, fæddur 1924 og Magnea Steinunn, fædd 1925, bæði búsett í Reykjavík. Á unga aldri fór Fanney að gæta barna á sumrin, bæði á ýms- um bæjum í Mýrdalnum og í Meðal- landinu. Einnig var hún hjá föður- bróður sínum, Ólafi Ingileifssyni, í Vestmannaeyjum. Ung að árum kynntist hún eigin- manni sínum, Magnúsi Einarssyni, og gengu þau í hjónaband 6. júní 1935, en þá var Fanney tæpra 19 ára. Þau settust að í Reykjavík og byggðu sér hús í Fossvogi. Þau eignuðust 3 dætur, sem allar eru búsettar í Reykjavík. Þær eru: Ósk, gift Birni Ásgeirssyni, Jóna, gift Gunnari Ásbjörnssyni, og Þóra, gift Guðmundi Guðbjarnasyni. Einnig ólu þau up dótturdóttur sína og nöfnu, Fanney Möggu, en hún er gift og á eitt barn og er búsett í Svíþjóð. Barnabörnin eru 11, og barnabarnabörnin 7. Fanney og Maggi voru fjölskyldu minni mjög náin, þar sem þau bjuggu í sama húsi í Fossvoginum framan af, og síðan á Hverfisgöt- unni í nokkur ár. Ég hef varla gert greinarmun á hvort heimilið var mitt, þeirra eða mitt eigið, og gekk þar út og inn að vild, enda dætur þeirra mér eins og eldri syst- ur. Og þegar kom að því að við flyttum hvert í sitt húsið, sótti ég mikið til þeirra og var alltaf tekið með góðvild og hlýju eins og ég væri yngsta barnið á heimilinu. Fanney var hlý í viðmóti. Snyrti- mennskan var henni í blóð borin. Sérstaklega bar heimili þeirra í Melgerði 10 vitni um það, með stóra fallega garðinum. Hún hafði yndi af að hugsa um blómin, bæði úti og inni. Það var gaman að koma í Melgerðið og ganga með henni um garðinn. Þá gaf hún mér stund- um af blómunum sínum til að setja í garðinn minn heima í Vestmanna- eyjum. Sumarið 1978 komu þau Fanney og Maggi ásamt Fanney Möggu að heimsækja mig til Eyja. Hún hafði þá ekki komið til Eyja í rúm 40 ár, eða síðan hún var í vist hjá föðurbróður sínum. Þeim fannst gaman að koma og sjá þær breyt- ingar sem orðið höfðu á þessum tíma, og oft var minnst á það síðar þegar við fórum á Stórhöfðann, en þar var þá logn, en það gerðist ekki oft. Fanney var einstök hannyrða- kona, og eru til eftir hana mörg falleg verk. Eftir að Maggi hætti að vinna, styttu þau sér stundir við handavinnu, saumuðu út saman og pijónuðu lopapeysur. Alltaf var jafn notalegt að koma til þeirra og fundu börnin mín þar sömu góðvild- ina, þau hugsuðu um að eiga alltaf eitthvað til sem gladdi börnin. Hafi þau þökk fyrir allt. Ég vil svo ljúka þessu með eftir- farandi ljóðlínum: Þegar ég leystur verð þrautunum frá þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér árstraumar fagnaðar berast að mér blessaði frelsari, brosið frá þér það verður dásamleg dýrð handa mér. (C.H.G. Redhlberg, sálmur úr söngb. Hvíta- sunnusafnaðarins.) Ástvinir syrgja. Ég og fjölskylda mín biðjum þeim öllum Guðs bless- unar. Góðar minningar eru mikill auður. Jóna B. Andrésdóttir. Amma mín, Ingigerður Fanney Magnúsdóttir, fæddist 2. júlí 1916 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Steinunn Andrésdóttir og Magnús Ingileifsson. Hún var elst 5 systkina. Tveir bræður hennar drukknuðu báðir ungir að árum, annar aðeins 8 ára gamall, en hinn 18 ára. Eftir lifa nú tvö systkini hennar, Andrés og Magnea Stein- unn. Hún giftist 6. júní árið 1935 afa mínum, Magnúsi Einarssyni. Hann fæddist 13. mars 1906, einn- ig í Vík í Mýrdal. Einn albróður átti hann og 13 hálfsystkin, 2 að móður og 11 að föður. Mikinn hluta starfsævinnar var afi bílstjóri. Hann keyrði áætlunarbíl austur í Vík, þá voru ár víða óbrúaðar og þurftu þá bílstjórar oft að nota hyggjuvit og lagni til að allt færi vel, einnig ók hann suður í Ilafnarfjörð. Seinni hluta ævinnar var hann starfsmað- ur í Landssmiðjunni. Alltaf var mikið að gerast á heim- ili þeirra hjóna. Börn, barnabörn og barnabarnaböm komu í heim- sókn. Börnin til þess að leika við afa og spila við ömmu eða bragða á góðgætinu sem hún lúrði iðulega á. Þannig var þetta einnig með mig. Ég vandi oft komur mínar þangað fyrir eða eftir íþróttaæfing- ar til þess að fá eitthvað í svanginn og eiga góða stund með þeim. Það var svo 19. nóvember 1986 að ég fór sem oftar í Marklandið til þess að bíða um stund uns æfíng hæfist. Það varð svo úr að afi ákvað að keyra mig á æfinguna, hann hafði nú ekki annað að gera, sagði ustu rúmlegu 4 árin var hún sjúkl- ingur á þessum spítala og naut þar góðrar umönnunar alls þess ágæta starfsfólks sem þar er. Sérstaklega ber að þakka Jóhönnu Brynjólfs- dóttur hjúkrunarforstjóra heilsu- verndarstöðvarinnar, sem var henni ómetanlegur vinur, eftir að hún þurfti á hjálp að halda, áður en hún fór á sjúkrahúsið og æ síðan. Fór til hennar kvölds og morgna og sá um að hún hefði það sem hún þurfti á að halda, bæði lyf og ekki síður umhyggju. Sama er að segja um trygga vini hennar_ í rúmlega 60 ár, Matta Osvald Ásbjörnsson og Torfhildi Guðbrandsdóttur. Alla tíð voru þau .boðin og búin að aðstoða Þórunni á allan hátt og fylgdust með hennar högum, svo hún var aldrei ein á báti þó að ekkert af hennar skyldfólki væri í Keflavík. Síðustu árin heimsóttu þau hana næstum á hveijum degi og sátu hjá henni síðustu stundirnar. Slík tryggð og vinátta sem þetta fólk sýndi er falleg og einstök. Þökk sé þeim. Við systkinabörnin vorum stund- um send til Tótu frænku i „sveit“. Það voru viðbrigði fyrir okkur að koma á barnlaust heimili frá systk- inahópnum heima en Tóta frænka var alltaf hress og kát, fór með okkur í beijamó eða gönguferðir niður á bryggjur þar sem bátarnir komu að og í aðgerðahúsin þar sem fiskurinn var unninn. En mest var gaman að fara með henni út og sækja vatn í fötur úr brunni sem var dælt upp úr með handdælu, sækja egg i hænsnastiuna og gefa hænsnunum. Þórunn var félagslynd og starfaði mikið að félagsmálum m.a. í slysavarnafélaginu, stúkunni og hjá leikfélaginu. Þar lék hún með í nokkur ár og mér er sagt að hún hafi verið góð leikkona. Drottinn blessi Tótu frænku og við hann. Við gengum saman þessi síð- ustu spor hans, ökuferðin varð ekki margir metrar, þá hné hann fram á stýrið. Nú þegar ég lít til baka er ég þakklátur fyrir að hafa getað verið með honum á þessari örlaga- ríku stundu og veitt honum síðustu aðhlynningu. Eftir þetta áfall náði amma sér aldrei. Einn var sá staður þar sem fjöl- skyldur dætra þeirra hittust oft á faliegum sumardögum en það var Skammidalur. Þar söfnuðumst við saman til þess að eiga góðan dag með ömmu og afa. Alltaf höfðu þau af nógu að gefa bæði af tíma og þolinmæði til leikja og skemmtana sem vinnuþreyttir foreldrar hafa minna af. Skipti þá engu hvort það var sparkað í bolta með ömmu eða byggt hús með afa. Þarna áttu fjöl- skyldumar sinn unaðsreit frá morgni til kvölds uns sólin settist og kyrrðin tók völdin. Þau höfðu lag á því að gera hveija ferð þangað að ævintýri. Þau höfðu alla tíð mikinn áhuga á garðrækt og var garðurinn þeirra í Melgerðinu sem paradís á jörðu. Líkt og þau ræktuðu garð sinn ræktuðu þau fjölskyldu sína með þeim kærleik og dugnaði sem ein- kenndi þau. Þau uppskám eins og þau sáðu. Þau eignuðust þijár dæt- ur, einnig ólu þau upp dótturdóttur sína. Barnabörnin em 11 og barna- barnabörnin 7. þökkum henni fyrir ánægjulega við- kynningu. Herdís Þorvaldsdóttir. Vinkonu minnar, Þórunnar Bjarnadótturjangar mig til þess að minnast með nokkrum orðum. Hún var lengst af nágranni minn á Mánagötu 3 í Keflavík. Þómnn fæddist í Höfnum á Suð- urnesjum 25. júlí 1897. Foreldrar hennar voru Herdís Nikulásdóttir og Bjarni Tómasson, útgerðarmað- ur í Höfnum. Systkini hennar vom Þorvaldur kaupmaður í Hafnarfirði og Vilfríður húsfreyja á Stöðvar- firði, síðar í Reykjavík. Þau eru bæði látin. Þómnn var yngst systk- ina sinna. Hún ólst upp við öll al- geng störf til sjávar og sveita. Átti góða æsku og var aldrei barnslúin, eins og hún komst sjálf að orði. Kært var með henni og foreldmm hennar og annaðist hún móður sína, sem dó á heimili hennar í hárri elli. Rúmlega þrítug giftist Þórunn Sú minning sem stendur hvað hæst hjá mér vom jólaboðin hjá ömmu og afa. Því þau táknuðu ekki aðeins hátíð ljóss og friðar heldur líka sameiningu ástvina þeirra. Sérstakur fögnuður og æv- intýraljómi var ávallt yfir þröngt setnu borðhaldinu í stofunni hjá þeim. Borðið var hlaðið kræsingum frá ömmu og eftir matinn var jóla- tréð dregið fram á mitt gólf og afi stýrði dansi og söng sem allir tóku þátt í, ungir sem aldnir. Árin sem amma lifði eftir að afí kvaddi þennan heim vom henni erfið, hún reyndi að standa stöðug en smám saman bugaðist hún. Hún missti heilsuna og síðustu árin dvaldi hún á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Gmnd. Þar naut hún sérstak- lega góðrar umönnunar. Sunnudaginn 16. febrúar kvaddi amma þennan heim úr örmum dætra sinna og systur sem veittu henni hinstu aðhlynningu og þakk- arorð af þeim sem hún ævinlega hlúði svo fagurlega að. Nú liggur leið hennar á ný til síns heittelskaða eiginmanns og lífsförunautar, afa míns. Þannig eru þau ævinlega sameinuð, sameinuð fyrir augliti Guðs. Megi mihningin um ömmu og afa lifa í hjörtum okkar um aldur og ævi og verða okkur styrkur þegar á bjátar. Magnús Guðmundsson. Þórarni Brynjólfssyni vélstjóra og bjuggu þau alla sína búskapartíð í Keflavík. Þau reistu myndarlegt hús á Mánagötunni og bjuggu þar í 3 ár, en þá lést Þórarinn, sem hafði átt við vanheilsu að stríða um árabil. Þómnn átti mikið baráttu- þrek og sjálfsbjargarviðleitni og er hún varð ekkja 48 ára gömul, fór hún að reka matsölu og gistingu. Það var fyrsti vísir að hótelrekstri í Kéflavík. Þessa starfsemi sína rak hún í 36 ár. Eljusemi hennar og dugnaði var viðbrugðið. Fyrstu kynni mín af Þórunni vom á sjötta áratugnum, er hún leigði herbergi fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, er störfuðu í Sjúkra- húsi Keflavíkur, en þá starfaði ég sem hjúkrunarforstjóri þess sjúkra- húss. Síðar kynntist ég henni bet- ur, er ég flutti í nágrenni við hana árið 1976. Þá var hún komin á átt- ræðisaldur. Sjálfstæði hennar og dugnaði dáðist ég að, hún stóð á meðan stætt var. Þórann var sérstæður persónu- leiki. Hún var glæsileg kona, björt yfirlitum með mikið ljóst hár. Yfir henni var reis og minnisstæð er hún í íslenskum búningi með svartan silkimöttul yfir sér. Frásagnargáfu og glaðværð sinni hélt hún langt fram á elliár. Henni féll betur að gefa en þiggja. Félagslynd var hún og vinmörg. Hún starfaði lengi með góðtemplarastúkunni í Vík og í Sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn í Reykjavík. Ung tók hún þátt í leik- listarstarfi og taldi þær einhveijar bestu stundir lífs síns. Á tíræðisaldri fór að halla undan fæti hjá Þórunni. Síðustu árin dvaldist hún í Sjúkrahúsi Keflavík- ur, og þá stofnun arfleiddi hún að íbúð sinni. Blessuð sé minning Þórunnar Bjarnadóttur. Jóhanna Brynjólfsdóttir. Minning: Þórunn Bjarnadóttir Fædd 25. júlí 1897 Dáin 22. febrúar 1992 í dag verður til moldar borin, okkar kæra frænka Þómnn Bjarna- dóttir, eftir langa ævi, 94 ár. Þómnn fæddist á bænum Klöpp í Höfnum 25. júlí 1897. Foreldrar hennar vom Bjarni Tómasson, ætt- aður frá Teigi í Fljótshlíð og Her- dís Nikulásdóttir frá Vælugerði í Flóa. Þórunn ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt bróður sínum Þorvaldi Tómasi og Vilfríði ásamt uppeldis- bróður Þórði. Þegar hún hafði aldur til fór hún í ýmis störf, bæði í sveit- um og bæjum. Um þrítugsaldurinn 1927, giftist hún Þórarni Brynjólfs- syni vélstjóra, ættuðum frá Vík í Mýrdal, en alin upp hjá frændfólki í Keflavík. Fyrstu 15 árin bjuggu ungu hjónin á Brunnstíg 3, Kefla- vík, þangað fluttist móðir Þómnnar til þeirra og var hjá þeim til dauða- dags. Seinna byggði Þórarinn hús á Mánagötu 3. Áður en því var fyllilega lokið veiktist hann hastar- lega og lést skömmu síðar. Með dugnaði og útsjónarsemi tókst Þór- unni að ljúka við húsið og borga skuldir, hún brá á það ráð að stofna gistiheimili, leigði út herbergi með morgunmat og tókst þannig að sjá sér fyrir viðurværi. Þetta starf átti vel við Tótu frænku, eins og við systkinabörnin kölluðum hana. Hún var glaðlynd og félagslynd og naut þess að hafa fólk í kringum sig. Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið, svo hún stóð ein eftir þegar hún missti manninn. Þessir gistivinir hennar urðu henni þess vegna mik- ils virði, bæði til ánægju og lífs- reynslu. Þannig kynntist hún alls- konar fólki bæði innlendu og er- lendu og hafði oft frá mörgu skemmtilegu að segja. Þetta gisti- heimili rak hún í rúm 30 ár og arf- leiddi síðan sjúkrahúsið í Keflavík að sinni íbúð, eftir sinn dag. Síð- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.