Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 KORFUKNATTLEIKUR Booker á yfir höfði sér bann - sem hann tæki út í bikarleik gegn Njarðvík Frank Booker, leikmaðurinn snjalli hjá Val, á nú yfir höfði sér eins leiks leikbann, sem getur kostað að hann leiki ekki með Valsmönnum í undanúrslitaleik bikarkeppninnar gegn Njarðvík. Booker fékk tvær tæknivillur og var vikið af leikvelli í deildarleik gegn Haukum í gærkvöldi. Aga- nefnd KKÍ tekur málið fyrir á þriðjudaginn og á Bokker eins leiks bann yfir höfði sér, sem tæki gildi á hádegi föstudaginn 6. mars og því likur á að hann leiki ekki sama kvöld í bikarleikn- um gegn Njarðvík. Það yrði mikil blóðtaka fyrir Valsmenn, þar sem Booker er lykilmaður þeirra. Frank Booker. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD _Ekki Hsmikið í Eyjum að var ekki rismikill handknatt- leikur í Vestmannaeyjum þeg- ar Blikarnir kvöddu 1. deildar- keppnina með því að Sigfjs G. tapa stort annan Guðmundsson daginn í röð - nú skrifar 18:29 fyrir Eyja- mönnum, sem leika gegn KA í úrslitakeppninni. Sigur Eyjamanna í gærkvöldi var alltaf öruggur þó að þeir hafi ekki sýnt góðan leik. \Sangur leiksins: 2:1, 6:4,10:8.17:11, 21:13, 25:16, 29:18. Mörk ÍBV: Gylgi Birgisson 6/2, Zoltan Bel- any 6/3, Jóhann Pétursson 4, Sigbjöm Óskars- son 3, Haraldur Hannesson 3, Sigurður Frið- riksson 3, Sigurður Gunnarsson 2, Jón Loga- son 1, Guðfinnur Kristmannsson 1. Varin skot: Ingólfur Arnarson 11/1 (Þar af 5 aftur til mótherja), Sigmar Þröstur Óskars- son 8 (Þar af 5 til mótherja). Utan vailar: 4 mín. Mörk UBK: Guðmundur Pálmason 8/2, Ingi Þ. Guðmundsson 3, Ingólfur Sigurðsson 3, Björgvin Björgvinsson 2, Eyjólfur Einarsson 1, Hrafnkell Halldórsson 1, Sigurbjöm Narfa- son 1. Varin skot: Ásgeir baldurs 10 (Þar af 3 aftur tii mótheija). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon B. Siguijónsson. Áhorfendur: Um 300. Úrslftakeppninni frestað Vegna þátttöku landsliðsins í B-keppninni í Austumki hefur verið ákveðið að fresta úrsiitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn um viku. Keppnin átti að heíjast miðvikudaginn 8. apríl, en hefst mánudag- ur 13. apríl, en þann dag átti undajiúrslitin að hefjast. VIÐURKENNING MorgunblaðiÖ/Þorkell Valdimar íþrótlamaður Reykjavíkur Valdimar Grímsson, fyrirliði íslandsmeistara Vais í handknattleik, var í gær útnefndur íþróttamað- ur Reykjavíkur í hófi sem borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, hélt að Höfða. Valdi- mar heldur hér á hinum glæsilega bikar sem hann varðveitir í eitt ár. KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ i TRIMM Ætlum okkur í úrslitakeppnina - sagði Ólafur Rafnsson, þjálfari Hauka, sem unnu þýðingarmikinn fjórtán stiga sigur gegn Valsmönnum „VIÐ sýndum það í þessum leik að við eigum fullt erindi í úrslitakeppnina og þangað ætl- um við okkur," sagði Ólafur Rafnsson, þjálfari Haukla, eftir að lið hans hafði unnið Val með fjórtán stiga mun, 116:102, í gærkvöldi íHafnarfirði. „Við verðum að treysta á að Vals- menn tapi stigum gegn Grinda- vík, Keflavík eða Þór.“ Valsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa tapað leiknum gegn Haukum svo stórt. Tap með tólf stigum eða minna hefir nánast tryggt þeim sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn eru búnir að tapa tíu leikjum, en Haukar tólf. Haukar eru með tvö skoruð stig í plús á Valsmenn út úr leikjum lið- anna, sem hafa unnið sitt hvora tvo innbyrðisleikina. Haukar eiga eftir að leika tvo leiki við Þór, heima og úti, og heima gegn Keflavík. Vals- menn eiga eftir að leika gegn Grindavík og Þór heima og Kefla- vík úti. Pressan er því mikil á Vals- mönnum, sem leika sinn siðasta leik í Keflavík. Á níundu mín. seinni hálfleiksins fékk Frank Booker hjá Val á sig klaufalega tæknivillu - fyrir að handleika knöttinn eftir að hann hafði skorað körfu. Á tólftu mín. Haukar-Valur 116:102 íþróttahúsið við Strandgötu, Japisdeildin í körfuknattleik, fimmtud. 27. febrúar 1992. Gangur leiksins: 2:0, 10:16, 18.20, 37:39, 53:55. 67:68, 87:84, 96:84, 106:96, 116:102. Stig Ilauka: Jón Arnar Ingvarsson 30, ívar Ásgrímsson 28, John Rhode 24, Henning Henningsson 14, Pétur Ingvarsson 6, Tryggvi Jónsson 6, Bragi Magnússon 4, Jón Ö. Guðmundsson 2, Reynir Kristjánsson 2. Stig Vals: Frank Booker 34, Magnús Matt- híasson 32, Ragnar Jónsson 11, Tómas Holton 9, Svali Björgvinsson 6, Símon Ól- afsson 4, Matthías Matthiasson 4, Gunnar Þorsteinsson 2. Áhorfendur: Um 100. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Otti Ólafsson. 1. DEILD KVENIMA: Keflavík - KR......................82:50 Haukar- Grindavík..................65:44 fékk liðsstjóri Valsmanna tækni- villu og á sömu min. fékk Booker ásetningsvillu og tæknivillu í kjöl- farið fyrir að mótmæla dómnum. Varð hann að fara af leikvelli. Haukar nýttu sér þetta og breyttu stöðinni á þessum tíma úr 89:84 í 96:84. Þessi kafli lagði grunninn að fjórtán stiga sigri þeirra. Booker hafði leikið mjög vel og þegar hann fór af leikvelli veikt- ist leikur Valsmanna mjög mikið. Það var þó ekki fyrr en á lokasek. leiksins sem Jón Örn Guðmundsson braust gegnum vörn Vals og skor- aði körfuna sem gaf Haukum fjórt- án stiga dýrmætan sigur. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á að horfa. Það voru skoraðar 21 þriggja stiga krafa í leiknum, sem segir sitt hvað hraður leikurinn var. Bestir í liði Hauka voru Jón Amar Ingvarsson og Ivar Ásgrímsson. Rhode lék einnig vel, en það háði honum töluvart að hann fékk fjórðu villu sína í upphafi seinni hálfleiksins. Magnús Matthí- asson var yfirburðarmaður í liði Valsmanna með 32 stig og sextán Jón Örn Guémundsson skoraði þýðingarmikla körfu fyrir Hauka. fráköst. Einnig hitti Booker mjög vel meðan hans naut við. Almenningshlaup á hlaupársdaginn Heilsuræktarstöðin Máttur gengst fyrir almenningshlaupi á hlaupárs- daginn, 29. febrúar. Við undirbúning hlaupsins hefur verið lögð sérstök áhersla á að höfða til almennings, en ekki einungis til þess hóps sem er vanur að taka þátt í hlaupakeppni. Hægt er að velja milli tveggja vegalengda, 4 km og 8,6 km. Allir sem Ijúka hlaupi fá veglegan verðlaunapening eftir Örn Þorsteinsson myndlistarmann en að auki verður fjöldi verðlauna dreginn út eftir rásnúmerum og sigurvegari í hveijum flokki fær verðlaunabikar. Veitingar verða boðnar að hlaupi loknu. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir full- orðna og kr. 250 fyrir böm 12 ára og yngri. Hlaupið hefst kl. 12.00 á horninu á Miklubraut og Skeiðarvogi. Þátt- takendur skrái sig hjá Mætti, Faxa- feni 14. Skráning er þegar hafin en hætt verður að skrá kl. 11.30 á keppnisdaginn. Nánari upplýsingar fást hjá Mætti í síma 689915. í kvöld Handknattleikur: Síðasti leikur7 inn í 1. deild karla verður í kvöld á Seifossi kl. 20. Selfoss - Valur. Körfuknattleikur: Tveir leikir fara fram í Japis-deildinni. UMFN - UMFT kl. 20 og Þór - UMFG kl. 20.30. ÍA - UBK leika kl. 20 í 1. deild karla. Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.