Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ættir að bregða þér í helgar- ferðalag núna. Þér gengur vel í vinnunni í dag. Fundur sem þú átt með ráðgjafa þínum kveikir brennandi áhuga í bijósti þínu. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ákveður að kaupa ný hús- gögn. Þér berast góðar fréttir um fjármálin í dag. Sterk sam- staða með nánum ástvini færir þér mikia gleði. Þú skipuieggur ferðalag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér er sérlega hlýtt til einhverr- ar persónu núna, en þú ættir að forðast að blanda þér í pen- ingamál hennar. Taktu frum- kvæðið í ástarsambandi þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hi£ Ástin kveður dyra hjá þér núna. Persónuleiki þinn styrkir stöðu þína í vinnunni. Öðrum finnst þú aðlaðandi um þessar mund- ir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) « Þú lýkur við nokkur skyldu- verkefni heima fyrir í dag og gleðst einnig yfir afköstum þín- um í vinnunni. Kvöldið verður rómantískt. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér verður ef til vill boðið í íburðarmikinn kvöldverð. Vinir þínir stuðla að velgengni þinni. Einlægar viðræður við barnið þitt leiða til betra sambands og samstarfs ykkar. Vog (23. sept. - 22. október) Freistandi atvinnutilboð getur faliið þér í skaut í dag. Þú hlýt- ur viðurkenningu fyrir hæfi- leika þína og árangur í starfí. Fjölskyldan gengur fyrir öllu öðru hjá þér í kvöld. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) 9Dj£ Þetta er góður dagur til að sinna mikilvægum símtölum. Þú vekur hrifningu annarra með því sem þú hefur til mál- anna að leggja. Þú leggur drög að dálítið sérstöku fríi. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Fjármálaþróunin er þér mjög hagfelld í dag. Þú ættir að grípa tækifærin um leið og þau gefast og gæta þess að halda vel utan um budduna þína í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nýtur þess að taka þátt í félagslífi í dag. Mæltu þér mót við vini þína núna. Rómantíkin blómstrar í lífi þínu um þessar mundir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) 0k Það kemst góður skriður á hlutina hjá þér núna. Þú átt gagnlegt samtal við yfirmenn þína og færð verðskuldaða við- urkenningu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) '-HZ Þú átt auðvelt með að þoka þér áfram í dag. Þér berast mikil- vægar fréttir. f kvöld sækir þú skemmtilegan félagsfund eða hittir góða vini. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Svo þegar ég fór á fætur í morgun var flugdrek- inn minn horfinn. Ég vona að hver sem tók hann geti flogið honum betur en ég gat. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þótt ásinn sé hæsta spilið í stokknum, fæst aldrei nema einn slagur á hann. En auðvitað get- ur hann byggt upp slagi á smærri spil. Italski meistarinn Benito Garozzo nýtti tígulásinn sinn vel í eftirfarandi spili, sem kom upp í heimsmeistarakeppn- inni árið 1963: Norður ♦ 74 ¥42 ♦ D8 ♦ K1098642 Austur .. ♦? ¥ A8763 ♦ Á532 ♦ Á73 Suður ♦ ÁK9865 ¥ KG ♦ KG964 ♦ - Eftir mikinn þjösnagang í sögnum varð suður sagnhafi í 4 spöðum, dobluðum. Hann hafði sýnt sterk spil og a.m.k. 5-5 í spaða og tígli. Það lítur út fyrir að vörnin fái aðeins fjóra slagi, tvo á tromp og rauðu ásana. En Garozzo tókst að blekkja suður til að gefa tvo slagi á tíg- ul. Hvernig þá? Þannig gerðist það: Vestur kom út með hjarta, sem Garozzo drap á ás og skipti yfir í tromp. Suður tók slaginn og spilaði tígli á drottningu. Og Garozzo dúkk- aði, umhugsunarlaust! Aftur kom tígull og enn dúkkaði Garozzo fumlaust. Sagnhafi þóttist nú viss um að vestur ætti tígulásinn ög ákvað að hleypa áttunni. Vestur fékk því óvæntan slag á tígultíu. Snjöll vörn og áhættulaus, því tígulásinn hlaut alltaf að standa fyrir sínu. Vestur ♦ DG103 ¥ D1095 ♦ 107 ♦ DG5 Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Múnchen á milli jóla og nýárs kom þessi staða upp í viðureign Þjóðveijans Ankerst, sem hafði hvítt og átti leik og Hollendingsins Van Wely (2.560). 23. Bxg6! (Eftir 23. e6 - Dd6 á svartur möguleika á að veijast, en nú er 23. — fxe6, 24. De6+ alveg vonlaust) 23. — Db3, 24. Bh7+! - Kxh7, 25. Hh3+ - Kg8, 26. Hg3 og svartur gafst upp. Van Wely, sem fékk þessa útreið, er nýjasta stjarna Hollend- inga og fór frá Múnchen til Wijk aan Zee þar sem hann tók forystu í upphafí stórmótsins þar. Ánd- stæðingur lians er ékki einu sinni á meðal þeirra þúsund íjóðverja sem eru á alþjóðlega stigalistan- um. Kovalev, Rússlandi, Alter- man, ísrael, og þýski stórmeistar- inn Ralf Lau urðu jafnir og efstir í Múnchen með 7 v. af 9 möguleg- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.