Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Minning: Vilhjálmur Þ. Þor- hergsson frá Hraunbæ Fæddur 4. ágúst 1931 Dáinn 17. febrúar 1992 Mínir vinir fara Qöld, feigðin þessi heimtar gjöid. (Bólu-Hj álmar) Þegar leiðir skilja um sinn langar mig að senda örfá kveðjuorð. Hver hefði trúað því að sá sem yfirgæfi okkur fyrstur, yrði Vilhjálmur svo stór, sterkur og stæltur sem hann var. En vegir Guðs eru órannsakan- legir er okkur kennt. Hver verður næstur? Ef til vill ég. Því kvíði ég ekki. Ég veit að Vilhjálmur tekur á móti mér brosandi eins og ævin- lega og býður mig velkominn. Hann var á margan hátt einstak- ur maður. Alltaf kátur og hress. Jafnvel fram til síðustu stundar bollalagði hann næstu ferð, sem átti að vera selveiðar á Ströndum. Hann hafði hug á að afla sér tilskil- inna leyfa og það efaðist enginn um að hann mundi fara og koma aftur með sel, fremur en um aðrar ferðir hans. Eftir að Vilhjálmur Þór hætti fastri vinnu vegna veikinda fór hann á hreindýraveiðar þvert yfir landið, eða vaknaði eldsnemma á morgnana til að skjóta gæs. Og hann var alltaf fengsæll og þess nutum við svo sannarlega, sem vor- um honum tengdir eða skyldir. Ungur kvæntist hann fyrri konu sinni, Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Þau eignuðust saman tvö efnileg börn, Aðalheiði og Jóhann, áður en leiðir skildu. Og hvað var svo sem athugavert við það? Þetta á sjálf- sagt eftir að mæta þúsundum ís- lendinga um komandi framtíð. Og hvemig á annað að vera, þegar húsbóndinn að loknum löngum og erfiðum vinnudegi fer að byggja sitt hús og dvelur við þann starfa fram á nótt og alla frídaga og kon- an fær enga hjálp við uppeldi og heimilisverk? Ef til vill vinnur hún einnig úti og er þreytt þegar heim er komið. Þá er stutt í orð og æði sem ekki verða tekin til baka. En þó að vegir skildu var ævin samt ekki öll. Þau giftust bæði aft- ur og eignuðust maka og lifðu sæl í nýju hjónabandi. Að minnsta kosti var mér kunnugt um að hjónaband hans og Maríu Henley var einstak- lega ljúft og gott. Ég var ekki einn um að taka eftir því. Það var haft á orði að hann ávarpaði hana aldrei öðruvísi en: „María mín“, þegar hann talaði til hennar eða um hana og þetta hlýja ávarp segir okkur meira en mörg orð um þeirra ljúfu kynni. Skap Vilhjálms var einstakt. Ég hef aldrei heyrt um það rætt að hann hafi reiðst. Bros hans og hlát- ur yljaði öllum sem honum kynnt- ust. Margar minningar sækja á hugann: Ég man þegar stoltur nýr bíleigandi bauð honum og vinnufé- lögum hans í ökutúr á nýja jeppan- um sínum, en lagði hann snoturlega á hliðina þegar hann vék fyrir spóa. Eða þegar hann sagði okkur frá stóra bóndanum sem símamenn hittu á göngu. Hann steig öðrum fæti upp á kampinn á húsinu sínu og hvíldi sig þannig fram á fótinn meðan hann talaði við þá. Einu sinni rifjaði Vilhjálmur Iíka upp söguna af því, þegar gest bar að garði í Hraunbæ á æskuárum þeirra bræðra. Menn vissu, að hann mundi dvelja um stund og stálust því til að prófa klofstígvélin hans í jakahlaupi á Guðnýjartjörn skammt norðan bæinn. Auðvitað endaði slík- ur glannaskapur með því að jakinn sporðreistist og bræðumir skreidd- ust heim holdvotir. Svona voru sög- urnar sem Vilhjálmur sagði og það var steindauður maður sem ekki hreifst af frásagnargleði hans og smitandi hlátri. Um árabil var Vilhjálmur í síma- vinnu hjá hinum kunna verkstjóra Kjartani Sveinssyni frá Vík. Það leiddi til þess að margir símamenn fengu konur úr fjarlægum héruð- um. Það gekk svo langt að móður- bróðir Vilhjálms, Jón Gíslason, al- þingismaður í Norðurhjáleigu hafði orð á því að það þyrfti að senda þá Bjama bróður Vilhjálms og Böð- var son sinn í símavinnu! Því miður fóru þeir aldrei og eru því ógiftir enn! En þrátt fyrir lífsgleði Vilhjálms, blundaði alvaran undir. Hafi ég ekki vitað það sá ég það og heyrði í haust, þegar settur var forláta kross á leiði móðursystkinanna í Hraunbæ austur í Þykkvabæjar- klausturkirkjugarði. Þann kross hafði Vilhjálmur auðvitað útbúið. Þá fór hann með Guðsorð og við báðum öll saman Faðir vorið. Það var hátíðlegt, einfalt og ógleyman- legt. Sama máli gegndi um störf hans að félagsmálum. Gilti þar einu hvort um var að ræða að vinna fyrir Lionshreyfinguna eða kirkjuna í Vogunum þar sem hann var safn- aðarfulltrúi um árabil. Vilhjálmur var snillingur í hönd- unum eins og sagt er. Ófá munu þau byssuskefti sem hann smíðaði. Hann gat gert gamla hólka sem nýja. Það vita þeir gjörla sem ein- hver kynni hafa af byssum að þar má engu skeika til að byssan flytji rétt. Hann lagði metnað sinn í smíði byssuskeftanna og það gat enginn séð að hér væri ekki um erlenda smíði að ræða ef Vilhjálmur fór sín- um högu höndum þar um. Sömu sögu var að segja um bílasmíði hans og þær fjölmörgu uppfinning- ar hans sem margir nutu góðs af. Aldrei vissi ég til að hann sækti um einkaleyfi fyrir smíði þeirra þó að vafalítið hefði sú leið verið opin. Honum var miklu meira í mun að gera öðrum greiða en hagnast á því sem hann vann við. Og nú þegar leiðir skilja togast á í huga mér söknuður og gleði. Gleði yfir því að lokið sé þrautum hans sem fáir hefðu borið með slíkri reisn sem hann og söknuður yfir því að leiðir okkar liggja ekki saman um sinn. Maríu konu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og bömunum þeirra, Kristínu og Vil- hjálmi. Og svo að ég vitni að lokum aft- ur í Bólu-Hjálmar: Ég kem eftir, kannski í kvöld með klofinn hjálm og rofmn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Með alúðarkveðju. Albert Jóhannsson. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Fátt er hægt að segja þegar dauðinn knýr dyra, engin orð lýsa þeim sáru tilfinningum sem heltaka mann þegar slík fregn berst manni, jafnvel þó að fréttin hafi ekki kom- ið á óvart. Slík frétt minnir okkur óneitan- lega á hvað við erum smá gagnvart dauðanum, enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir hann. Hinn 17. febrúar sl. andaðist Villi á Borgarspítalanum eftir erfið og mjög kvalafull veikindi hin illskæða sjúkdóms, krabbameinsins. Við sem syrgjum nú þennan vin okkar, minnumst þess að aðeins þessum kafla í lífi hans er lokið. Við þökkum honum samfylgdina, hún var okkur mikils virði. Villi var fæddur og uppalinn í Hraunbæ Álftaveri. Foreldrar hans voru Guðlaug Gísladóttir húsmóðir í Hraunbæ, fædd 3. september 1903, dáin 2. september 1989, og Þorbergur Bjarnason, fæddur 4. maí 1902, bóndi í Hraunbæ. Villi ólst upp í stórum systkina- hópi, þau voru 13 systkinin- í Hraunbæ en eru nú 12 eftir á lífi. Villi menntaðist að mestu í skóla lífsins. Var hann ákaflega fróður um hin ýmsu málefni og alltaf var hann að bæta við sína kunnáttu, ekki síður eftir að hann veiktist, hann var opinn fyrir öllu. Við sem kynntumst honum verðum óneitan- lega fyrir sterkum áhrifum hins fríða, skemmtilega og söguglaða manns, sem lag hafði á að krydda sínar frásagnir með léttum húmor, sem honum var einum lagið. Villa mági mínum kynntist ég fyrst í september 1963 þegar hann og fyrri kona hans, Ingibjörg Jó- hannsdóttir, skutu skjólshúsi yfir Guðrúnu konu mína, þegar hún kom af fæðingarheimilinu með okkar fyrsta barn, Lindu. Þá höfðum við Guðrún ekki stofnað heimili og starfaði ég við Hótel Reynihlíð við Mývatn. Hafa kynni okkar Villa verið óslitin síðan. Villi og Ingibjörg slitu samvistir, áttu tvö böm, Áðaleiði og Jóhann. Síðar kvæntist Villi Maríu Henley og byggðu þau sér einbýlishús í Vogum á Vatnsleysuströnd. Það munu fáir iðnaðarmenn hafa unnið í því húsi. Þegar að smíði hússins kom var Villi jafnvígur á öll þessi störf; trésmíði, múrverk, raflagnir og pípulögn. María og Villi eignuðust 2 börn, Kristínu og Vilhjálm. Að lokum kveð ég Vilhjálm og þakka honum aftur samfylgdina og óska honum góðrar ferðar. Algóður Guð gefi honum Þorbergi styrk. Elsku María, Kristín, Villi, Alla, Jóhann og aðrir aðstandendur, Guð veri með ykkur. Metúsalem Björnsson. — ♦ ♦ ♦------------ Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Önnu Emilsdóttur, sem birtist hér í blaðinu sl. laugardag, höfðu skol- ast til nokkrar staðreyndir. í greininn var ógreinilega sagt frá Ottó, albróður Onnu, en hann ættleiddu hjónin Valdimar Björns- son og Anna Guðmundsdóttir, er bjuggu á Naustum, Akureyri. Davíð Jónatansson, bóndi í Brúnagerði í Fnjóskadal, var rang- feðraður í greininni. Eftimafn Jónasar, seinni manns Baldvinu, móður Önnu, var Jónas- son, en ekki Ögmundsson, eins og misritaðist. Ranghermt var og að hann hefði verið bifreiðastjóri, þar sem standa hefði átt ökumaður, enda bifreiðir sjaldséðar á íslandi um aldamótin. Hann var frá Kjarna í Hrafnagilshreppi. Guðbjörg fóstra Önnu fæddist 2. október 1898. Anna nam við Skógaskóla. Draumnafn fyrsta sonar Önnu var eingöngu Einar, en hitt nafn hans, Emil, er í höfuðið á afa hans. Magnús maður Önnu fæddist á Bæ í Króksfirði, en ekki Múla í Gufudalssveit. Hús þeirra Magnúsar og Önnu, Múli, dró ekki nafn sitt af fæðingar- stað hans, sbr. ofangreint. + BJARNI GESTSSON, Hjarðarholti, Kjós, er látinn. Jarðsett verður frá Reynivallakirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00. Aðstandendur. Systir okkar, + KRISTÍN GUÐNADÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 27. febrúar. Ingibjörg Guðnadóttir, Ebbi Jens Guðnason, Kristján Guðnason. t Faðir okkar, EGGERT HALLDÓRSSON, Sundstræti 26, ísafirði, verður jarðsunginn frá Hnífsdálskapellu laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00. Óskar Eggertsson, Haukur Eggertsson, Ingólfur Eggertsson, Jón Eggertsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, ÓLAFS DAÐA ÓLAFSSONAR frá Bolungarvfk. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki deildar 13D á Landspítalanum. Systkinin. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GERÐUR MAGNÚSDÓTTIR kennari, Bústaðavegi 67, er látin. Tómas Gíslason, Sverrir Tómasson, Sigrfður Þorvaldsdóttir, Magnús Tómasson, Jóhanna Ólafsdóttir, Þóranna Tómasdóttir Gröndal, Gylfi Gröndal, Sigurður G. Tómasson, Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigríður Tómasdóttir, Robert Christie, Gerður Tómasdóttir, Sveinn Þórisson. + Elskulegur eiginmaður minn, PÁLMI PÁLSSON bóndi, Hjálmsstöðum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 13.30. Farið verður frá B.S.Í. kl. 11.30 með viðkomu íÁrnesti, Selfossi. Jarðsett verður á Laugarvatni. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. + Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur samkennd og vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður og barna- barns, GRÍMS FJALARS PÉTURSSONAR, Miðvangi41, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13 E, Barnaspítala Hringsins, fyrirgóða umönnun og hlýhug allan. Guðrún J. Ásgrímsdóttir, Nanna Birta Pétursdóttir. Kristjana Pétursdóttir, Ásgrfmur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.