Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Utandagskrárumræða um efnahagsstefnu ríkisslj órnarinnar og sjávarútveginn: atv<‘!ísr:iðhurni tók undir að afla' Veigrum okkur ekki við nauðsynlegum verkum - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra SNÖRP utandagskrárumræða var í gær. Þingflokkur framsóknar- manna bað um að „efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar með sérstöku tilliti til stöðu sjávarútvegsins" yrði rædd. Forsætisráðherra sagði að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar væri óbreytt; skapa stöðug- leika. Jón Sigurðsson hafnaði gengisbreytingu sem lausn vandans. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði höfuðáherslu á að draga yrði úr viðskiptahallanum. Uppnám og óvissa Talsmaður málshefjanda, Halldór Asgr- ímsson (F-Al) fyrrum sjávarút- vegsráðherra, gagnrýndi ríkis- stjórnina með hörðum orðum. Hann sagði m.a. að aðgerðir hennar yllu uppnámi. En sínu verra væri þó aðgerðaleysi hennar og óvissan sem af því hlyt- ist. Hinum hrikalega vanda sjávar- útvegsins sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefði glögg- lega lýst væri vísað til nefndar þeirrar sem stjórnarflokkarnir hefðu komið á fót undir forystu tveggja formanna til að móta sjáv- arútvegsstefnu næstu ára. Undirstaða efnahagslífsins hlyti að vera að halda sjávarútveginum gangandi. Talsmaður framsóknar- manna innti mjög eftir stefnu ríkis- stjórnarinnar í skattamálum, í Stuttar þingfréttir: Lög frá Alþingi Síðastliðinn þriðjudag sam- þykkti þjóðþingið sem lög frá Al- þingi frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1990. Frumvarp þetta er þriðja fjáraukalagafrumvarpið sem lagt er fyrir Alþingi til sam- þykktar á umframgreiðslum úr ríkissjóði frá heimildum Qárlaga 1990. í þessum síðustu Qárauka- lögum sýnir rekstrarreikningur gjöld umfram tekjur sem nema 782,886 milljónum króna. Einnig er tekin inn í þessi fjáraukalög heimild við 3. gr. vegna skuldbind- BOSCH Vélaleigur Verktakar Iðnaðarmenn USH27 Brotvél sú sterkasta 1800 W 1030 slög á mín. Þyngd 29 kg. USH 10 Brotvél 1100 W 1370 slög á mín. Þyngd 10,8 kg. (2\ Gunnar Asgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt ■xsxxm-: ■ w.v>ÍWsíx-í:-:-x-;->^íx-:Í-Æx-‘: AIMAGI HVAÐ ER pIaIrIaIdIoIr'I ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi Þ.Þ0B6RÍMSS0H&C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 SPENMANW í efþú áttmiða! inga Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnað- arins um 1.458.280 kr. Skýrslur Sjö skýrslum var útbýtt til þing- manna síðastliðinn þriðjudag: Skýrsla íslandsdeildar Norður- Atlantshafsþingsins 1991, skýrsla íslandsdeildar þingmannanefndar Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, fyrir árið 1991, skýrsla um störf Vestnorræna þingmannar- áðsins árið 1991, skýrsla um norr- ænt samstarf frá janúar 1991 til febrúar 1992 frá íslandsdeild Norðurlandaráðs, skýrsla íslands- deildar Evrópuráðsþingsins um 43. þing þess, skýrsla íslandsdeild- ar Alþjóðaþingmannasambandsins fyrir árið 1991, skýrsla Eiðs Guðn- asonar, samstarfsráðherra Norð- urlanda, um störf norrænu ráðher- ranefndarinnar 1991-92. gengismálum. Ætlaði hún að halda áfram að auka álögur á sjávarút- veginn? Taka upp veiðileyfagjald? Halldór ítrekaði gagnrýni fram- sóknarmanna þess efnis að ríkis- stjórnin hefði sent vextina upp í himinhæðir. Atvinnulífið þyldi ekki þessa vexti. Hann gagnrýndi ríkis- stjómina einnig fyrir úrræðaleysi og gjaldþrotatal. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að vandi sjávarút- vegsins væri margþættur, fyr- irtækin stæðu af- skaplega mis- jafnlega að vígi. Vandi sjávarút- vegsins væri mik- il vegna afla- leysisins en einnig væri augljóst að afkastageta atvinnugreinarinnar væri miklu meiri heldur en afrakst- ursgeta fiskistofnanna. Það kom fram í ræðu forsætis- ráðherra að stefna ríkisstjórnarinn- ar hlyti að miðast við hvað gagnað- ist þjóðarbúinu til lengri tíma litið. Forsætisráðherra taldi að síðustu upplýsingar, þótt alvarlegar væru, gæfu ekki tilefni til að breyta for- sendum efnahagsstefnu ríkisstjórn- arinnar, að skapa stöðugleika og festu, sem væru skilyrði þess að atvinnulífíð kæmist á skrið. Forsæt- isráðherra vildi benda á að umtals- verður árangur hefði náðst. Verð- bólga hefði ekki verið minni í ára- tugi og hann taldi að tekist hefði að skapa skilyrði til raunvaxtalækk- unar. Davíð Oddsson sagði ríkisstjórn- ina ekki hafa veigrað sér við að ganga til þeirra verka sem vinna yrði. Þótt hægt væri að ófrægja þær og skapa óvild og andúð þeirra vegna um stund. Forsætisráðherra var þess fullviss að aðgerðir ríkis- stjómarinnar myndu gjörbreyta stöðunni til uppbyggingar atvinnu- lífs, snúa vöm í sókn eftir þetta samdráttarskeið. Jarðvegurinn hefði verið plægður, síðan myndu menn sá og uppskera. Taka verður maunlega á vandamálum viðskiptaráð- Jón Sigurðsson herra sagði að skyndiráðstafan- ir dygðu ekki, vænlegra væri að framkvæma að yfírlögðu ráði. Hann vildi benda á að sjávarútveg- urinn hefði búið við bærilega af- komu síðustu árin. Meðaltöl segðu ekki alla söguna. Við yrðum að athuga rætur vandans. Aflasam- dráttinn og alltof mikla afkastagetu sjávarútvegsins og einnig innri tekj- uskiptingarvanda atvinnugreinar- innar milli útgerðarinnar og vinnsl- unnar. Viðskiptaráðherra benti á þær upplýsingar sem fram hefðu komið að raungengi krónunnar væri nú um stundir aðeins lítillega hærra heldur en meðaltal síðustu tíu ára. Ráðherrann hafnaði algjörlega gengisbreytingu sem lausn á þeim vandamálum sem nú væm til um- ræðu. Raungengið yrði að breytast með þeim hætti að kostnaðarhækk- anir yrðu minni hér á landi heldur en erlendis. Jón Sigurðsson dró enga dul á að þetta væri erfitt en við yrðum að taka mannlega og af sanngirni á þeim vandamálum. Viðskiptahalli - grund- vallarskekkja Þorsteinn Pálsson sjávar- skerðingin gífurlegum vanda en hann benti einnig á að það hefði við- gengist grund- vallarskekkja í ís- lensku efnahags- lífí; áherslan væri á neysluna en ekki framleiðsluna. Síðustu tvo ára- tugina hefði viðskiptahallinn verið viðvarandi. Sjávarútvegsráðherra lagði höfuðáherslu á að þessu yrði að breyta. Sjávarútvegsráðherrann ítrekaði fyrri upplýsingar um vanda sjávar- útvegsins, m.a. að meirihluti fyrir- tækja í sjávarútveginum ætti ekki upp í afborganir og vexti. Ráðherra sagði það enga lausn að láta þessi fyrirtæki fara bara á hausinn. Eng- inn hefði rétt til að halda slíku fram fyrr en atvinnulífinu væru búin líf- vænleg skilyrði og jöfnuður væri kominn á í viðskiptum okkar við útlönd. Þetta verk yrðum við nú að vinna, það væri ekki hægt að leysa þetta vandamál með lántökum, hann efaðist jafnvel um að lántök- urnar dygðu lengur sem deyfilyf. Sjávarútvegsráðherra sagði einnig að við þessar aðstæður væri út í hött að tala um veiðileyfagjald á sjávarútveginn. Sjávarútvegsráðherra sagðist hafa lesið í vetur eina skringileg- "ustu hagfræðikenningu sem fyrir sín augu hefði borið í Morgunblað- inu. Kenning þessi hefði verið sú að sjávarútvegurinn gæti hæglega greitt aukna skatta vegna þess að hann væri að ráðstafa peningum í kvótakaup. Þorsteinn Pálsson sagði að verðmæti fískiskipa með kvóta í dag væri mjög svipað og það var áður en kvótakerfíð var sett á. Þessi umrædda kenning fæli það í sér að ef menn hefðu efni á að kaupa skip þá hefðu þeir efni á að borga viðbótarskatta. „Það væri svona álíka gáfulegt að halda því fram, af því að Morgunblaðsmenn ætla að byggja nýja Morgunblaðshöll, að þá sé tími til kominn að setja nýjan skatt á blaðaútgáfu í land- inu.“ Þessari utandagskrárumræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi og hafði þá staðið yfír síðan kl. 2 síðdegis. Meðferðarheimili en ekki rétt- argeðdeild að Sogni í Ölfusi segir heilbrigðisráðherra FINNUR Ingólfsson (F-Rv) spurði í gær Sighvat Björgvinsson heil- brigðisráðherra um réttargeðdeild fyrir geðsjúka fanga. Heilbrigð- isráðherra greindi frá því að sú stofnun sem stefnt er að að koma á fót að Sogni í Ölfusi verði meðferðarheimili fyrir ósakhæfa af- brotamenn. Hlutverk réttargeðdeildar væri miklu víðfeðmara. En um slíkt væru ekki áætlanir nú. „Hvenær yrði réttargeðdeild fyr- ir geðsjúka afbrotamenn opnuð að Sogni í Ölfusi?" var fyrsta spurning Finns Ingólfssonar (F-Rv). Fyrir- spyijandi sagði heilbrigðisráðherra hafa unnið ötullega að því að koma réttargeðdeild á fót. Það væru eink- um þrír hópar sem þyrftu á þjón- ustu réttargeðdeildar að halda. Þeir sem dæmdir væru til vistar á viðeigandi hæli, svokallaðir ör- yggisgæslumenn. Geðsjúkir af- plánunarfangar, eða fangar með geðræn vandamál. Og að síðustu menn sem væru úrskurðaðir til að gangast undir geðrannsókn. Rétt- argeðdeild þyrfti að veita öllum þessum hópum þjónustu. En fyrir- spyrjanda var það áhyggjuefni að í síðari tíð væru ráðherra og menn í hans ráðuneyti hættir að tala um réttargeðdeild, farnir að tala um vistheimili fyrir geðsjúka og ósak- hafa afbrotamenn. Það væri munur á því og réttargeðdeild. Finni fannst orðið vistheimili gefa til kynna að verið væri að reyna að vista þessa menn án þess að koma þeim aftur út í samfélagið. Finnur vildi því einnig spyija: Hversu mikla öryggisgæslu og hve víðtæka iæknisþjónustu muni réttargeð- deildin veita? Yrði réttargeðdeildin í starfstengslum við geðdeild ein- hvers sjúkrahúss, og þá hvaða sjúkrahúss? Hve margir vistmenn gætu vistast á deildinni hveiju sinni? Hve margir starfsmenn yrðu við réttgeðdeildina og hver yrði áætlaður kostnaður við hana? Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði „stórt orð Hákot“, hugmyndir stjórnvalda um takmarkaða og tímabundna lausn á þessu vandamáli hefðu aldrei verið á þá lund að menn hefðu verið að hugsa um að byggja réttar- geðdeild í hinum víðtæka skilningi þess orðs. Á Sogni í Ölfusi hefði verið undirbúið að setja á stofn meðferðarheimili — ekki vistheimili — fyrir ósakhafa afbrotamenn. Það lægju engar áætlanir fyrir í ráðu- neytinu um stofnun og starfrækslu réttargeðdeildar. Ráðherra reifaði forsögn þessa máls og ákveðna andstöðu byggingarnefndar í Ölf- usi, en byggingarnefndin hefði nú samþykkt að veita leyfíð. Ráðherra greindi frá því að sveitarstjórn Ölf- ushrepps hefði haft þá samþykkt til afgreiðslu á síðustu tveim fund- um. En ráðherrann vænti þess að lokaafgreiðsla myndi eiga sér stað á fundi sveitarstjórnarinnar sem yrði haldinn þetta fímmtudags- kvöld. Ef sú samþykkt yrði jákvæð væri hægt að hefjast handa. Það biðu þjálfunarpláss fyrir væntan- legt hjúkrunarfólk á geðsjúkrahús- um í Svíþjóð. Ráðherra taldi að öryggisgæsla á Sogni yrði a.m.k. ekki lakari en tíðkaðist í Svíþjóð, jafnvel betri. Á meðferðarheimilinu yrði veitt al- menn læknisþjónusta, þ.m.t. geð- læknisþjónusta í samvinnu við sjúkrahúsið á Selfossi. Gert væri ráð fyrir því að sjö ósakhæfir af- brotamenn yrðu vistaðir á Sogni að jafnaði, en þar að auki yrði rými fyrir þijá til skammtímavistunar. Gert væri ráð fyrir því að starfs- menn yrðu um þijátíu. Fjárlaga- frumvarpið hefði gert ráð fyrir um 41,8 milljónum króna til þessa verkefnis. Ráðherra greindi frá því að í heilbrigðisráðuneytinu lægi fyrir fjöldi umsókna um störf við meðferðarheimilið. Þannig að hann sæi ekki fram á nein vandkvæði við að tryggja vistmönnum þá með- ferð sem þeir þyrftu á að halda og gætu útskrifast þegar heilsa þeirra leyfði. Finnur Ingólfsson (F-Rv) var ekki alls kostar ánægður með svör ráðherra. I tíð fyrri ríkisstjórnar hefði nefnd undir hans formennsku gert tillögu um að koma réttargeð- deild á fót. Á þeim hugmyndum og áformuðu meðferðarheimili væri meginmunur. Gerðar hefðu verið grundvallarbreytingar frá fyrri hugmyndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.