Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 39 BLAK KVENNA Landsliðið til Gíbraltar Hou Xiao-Fei hefurverið ráðinn þjálfari BLAKSAMBAND íslands hefur ákveðið að senda kvenna- landsliðið til keppni á smá- þjóðaleikum í blaki sem verða haldnir á Gíbraltar dagana 12.-15. apríl. Auk íslands taka þátt landslið frá Færeyjum, Kýpur, Lúxemborg, San-Marino og lið heimamanna á Gíbr- GuðmundurH. altar. íslenska liðið Þorsteinsson hafnaði í fjórða sæti skrifar á Ólympíuleikum smáþjóða í Andorra síðasta vor eftir að hafa tapað leikn- um um þriðja sætið nokkuð óvænt fyrir San-Marino. Besti árangur sem íslenska liðið hefur náð var á smáþjóðaleikunum í Kópavogi sum- arið 1990 en þá hafnaði liðið í öðru sæti undir stjórn Sigurðar Ármanns Þráinssonar. , Nýr landsliðsþjálfari Landsliðsnefnd BLÍ ákvað í sam- ráði við stjórn Blaksambandsins að endumýja ekki samninginn við Sig- urð og réð Hou Xiao-Fei þjálfara Is til þess að stýra landsliðinu frá og með janúar 1992. Það er ekki langur tími sem að Fei fær til þess að undirbúa landsliðið, rúmir þrír mánuðir og tíminn til æfinga knappur. Það er enginn vafi á því að kvennalandsliðið hefur fengið hæfan þjálfara til starfa en erfitt verður að finna æfingatíma. Þeir leikmenn sem valdir hafa verið til æfínga eru allir úr liðunum sem leika í úrslitakeppninni utan einn og ljóst er að þeirra bíða strangar æfingar. Fei er einnig á fullu með karla og kvennaliði ís sem er í fremstu víglínu bæði í deild og bik- ar og ljóst að verkefni hans með ÍS hafa-algeran forgang. Averstatíma Sigurður Harðarson formaður landsliðsnefndar BLÍ tekur undir það að verkefni kvennalandsliðsins séu á slæmum tíma. „Við gerðum athugasemdir við þetta á fundi full- trúa smáþjóðanna í Berlín sl. sumar en tímasetningunni varð ekki þokað og það er ljóst að við verðum að fara að endurskoða þessi sam- skipti. Þau éru mjög dýr og kosta okkur mun meira en að leita okkur nær, en aftur á móti eru þetta þær þjóðir sem að við eigum samleið með.“ Mikið framundan Karlalandsliðið mun fara til San- Marino og taka þátt í móti 14.-17. júní í sumar og mjög líklegt er að liðið fari á undan til Færeyja og leiki 2-3 landsleiki við Færeyinga. Færeyingar hafa lagt mikla áherslu á þetta og meðal annars verður Hou Xiao-Fei, þjálfari. sjónvarpað beint frá einum leiknum. Sigurður segir „að Færeyingar hafi lagt ríka áherslu á að fá íslenska liðið og að þeir muni taka þátt í kostnaði við förina". Landslið U-21 er á borðinu hjá landsliðsnefnd og verið er að athuga með leiki við Færeyinga hér um páskana. BADMINTON Alþjóð- legt mótá íslandi Reykjavíkurmótið í badmin- ton fer fram helgina 7. - 8. mars og verður það jafnfram fyrsta opna alþjóðlega badmin- tonmótið hér landi, sem getur stig í sambandi við Ólympíuleik- ana í Barcelona. Tíu erlendir keppendur frá Englandi (3 kepp- endur), Skotlandi (4), Wales (2) og Grenada (1) hafa þegar skráð sig. Mótið, sem fram fer í TBR- húsundum við Gnoðarvog. Þar sem mótið gefur alþjóðleg stig og ætti því að vera kærkomið fyrir okkar besta badmintonfólk og þá sérstaklega Brodda Krist- jánsson og Áma Þór Hallgríms- son, sern keppa að því að kom- ast á ÓL í Barcelona. Frá Bob Hennessy í Englandi FOLX ■ JOHN Barnes getur að öllum líkindum ekki leikið með Liverpool í UEFA-keppninni á miðvikudag- inn kemur, er Liverpool lejkur gegn Genúa á ítal- íu. Þá er' spurning hvort að Ray Ho- ughton geti leikið með, en hann meiddist í bikarleik gegn Ipswich á miðvikudaginn. ■ BRYAN Robson, fyrirliði Man. Utd. meiddist á kálfa í leik gegn Chelsea á miðvikudaginn og mun hann líklega missa af leik gegn Coventry á morgun. ■ LOU Macari, framkvæmda- stjóri Stoke, keypti í gær Steve Foley frá Swindon á 50 þús. pund, en Foley hefur verið í láni hjá Stoke í fjórar vikur. ■ ALVIN Martin, hinn gamal- kunni leikmaður West Ham, fær frjálsa sölu frá félaginu eftir þetta kepnistímabil. Martin hefur leikið yfír 400 leiki fyrir West Ham. ■ DAVID Platt, fyrirliði enska landsliðsins, mun stjórna ítalska liðinu Bari, sem hann leikur nú með, gegn sínum gömlu félögum hjá Aston Villa í leik 17. mars. Þetta er leikur sem var liður í sölusamningi Platt til Bari. ■ STEVE Hodge, sem Leeds keypti frá Forest 900 þús. pund sl. sumar, mun ekki leika meira með Leeds í vetur. Hodge verður aftur skorinn upp fyrir meiðslum í kálfa, sem hafa hijáð hann í tvö ár. H EARL Barrett, sem Aston Villa keypti frá Oldham á 1,7 millj. punda í vikunni, leikur sinn fyrsta leik með félaginu gegn Man. City á morgun. Barrett er alhliða vamarmaður og tekur hann stöðu Pólverjans Kubicki. URSLIT HANDKNATTLEIKUR Ítalía Leikir i 8-liða úrslitum bikarkeppninnar: Inter Milanó - Juventus.............1:2 HJuventus vann samanlagt 3:1. Tórínó - AC Milan...................1:1 ■AC Milan vann samanlagt 3:1 AS Róma - Sainpdoría........._______1:1 ■Sampdoría vann samanlagt 2:1. Vináttulandsleikur Fortaleza, Brasillu: Brasilía - Bandaríkin...............3:0 Antonio Carlos (27.), Rai 2 (74. - vítasp., 79.). Jafnt í IMoregi Svíar skoruðu tvö síðustu mörkin, 17:17 Norðmenn og Svíar gerðu jafn- tefli, .17:17, í vináttulandsleik í Noregi í gærkvöldi. 2.550 áhorfend- ■■■■■■ ur sáu Norðmenn Frá missa niður tveggja Erlingi marka forskot, Jóhannssyni 17:15, á tveimur síð- iNoregi ustu mín. leiksins. „Eg var ekki. ánægður með leik minna manna. Sóknarleikurinn var í molum. Það er kannski eðlilegt þar sem við höfum eingöngu æft vamar- leik síðustu fjóra daga. Við lékum þó ekki 3-2-1 vöm, sem er starkasta yopn okkar. Það er erfitt að leika þannig vamarleik tvo leiki á tveimur dögum, en við komum til með að leika þannig í B-keppninni,“ sagði Gunnar Pettersen, þjálfari Norð- manna, eftir leikinn og hann bætti við: „Við þurum að leika miklu betri sóknarleik gegn íslendingum, Dön* um og Pólverjum í B-keppninni í Austurríki." Norðmenn vom yfir, 10:8, í leik- hléi. Öystein Havang var besti leik- maður Norðmanna og skoraði sex mörk. Ole Gunnar Gjekstad, sem hefur verið meiddur á baki, en er orðinn góður, var tekinn úr umferð og skoraði ekki nema eitt mark. Rune -Erland lék ekki með Norð- mönnum, þar sem hann var meiddur á fingri. Svíar tefldu fram B-liði. Aðeins tveir af heimsmeisturum þeirra voru með. Stefan Olson, mark- vörður, varði mjög vel. Stefan And- ersen var markhæstur þeirra með fjögur mörk. Þjóðimar leika annan leik í dag. Öystein Havang er einn af þremur leikmönnum norska landsliðsins, sem leika með liðum í Þýskalandi. „Njósnaðá< í Salzburg Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari íslands, mun hafa tvo „njósnara“ í Salzburg, þar sem liðin leika í riðlakeppninni, sem koma til með að mæta íslendingum í milliriðli. Þeir fá það hlutverk að taka leiki upp á myndbönd og safna saman ýmsum upplýsingum um Dani, Pólveija, Egypta og ísraelsmenn, sem leika þar. ísland er í riðli með Noregi, Belgíu og Hollandi, sem leikinn er í Linz. 500 stuðningsmenn með norska liðinu í Austumki Norðmenn eru vissir um að leggja íslendinga að velli í B-keppninni LOKAUNDIRBÚNINGUR Norðmanna fyrir B-keppnina í Austurríki er hafinn, en Norðmenn leika í sama riðli og íslendingar, ásamt Hollendingum og Belgíumönnum. Gunnar Pettersen, landsliðs- þjálfari Norðmanna, mun velja endanlegan hóp eftir leikina tvo gegn Svíum, en það kemur þó til greina að hann halda einu til tveimur sætum lausum lengur. Norska landsliðið leikur síðan tvo leiki gegn Portúgal, 11. og 12. mars, áður en liðið heldur til Austurríki. Þrír leikmenn sem leika með liðum í Þýska- landi, eru í landsliðs- hópi Norðmanna. Rune Erland, Gummersbach; Roger Kjendalen, Schutterwald og Oystein Havang, Niederwurzbach. Þessir þrír leikmenn taka þátt í öllum Frá Erlingi Jóhannssyni i Noregi landsleikjum Norðmanna. Það hef- ur verið ekkert vandamál fyrir Norðmenn að fá þá lausa í leiki sína, enda stendur það svart á hvítu í samningi þeirra við félögin að Norðmenn geti fengið þá lausa þeg- ar þeir gera tilkall til. Gunnar segði í viðtali við Morg- unblaðið á dögunum að Norðmenn komi til með að lenda í einu af fjór- um efstu sætunum í B-keppninni í Austurríki og tryggi sér þar með farseðilinn til heimsmeistarakeppn- innar í Svíþjóð 1993. „íslendingar eru alltaf erfiðir, en ég er þó viss um að við leggum þá að velli,“ sagði Gunnar. Þess má geta að Gunnar Petter- sen er hættur sem þjálfari hjá Sandefjörd, eftir ágreining við sovéska leikmanninn Sergej Demídov, sem hótaði að fara frá félaginu. Þá hefur Sandefjörd feng- ið liðsstyrk - þar sem Havang kem- ur til félagsins eftir 'keppnistímabil- ið í Þýskalandi. Kjendalen kemur einnig heim og leikur með Runar. Norðmenn fá mlkinn stuðning Leikmenn norska liðsins halda til Austurríkis 17. mars og leika sinn fyrsta leik gegn Belgíumönnum 19. mars, sama dag og Islendingar leika gegn Hollendingum. Þegar er vitað um að 300 stuðningsmenn fara með liðinu frá Noregi, en það er félags- skapurinn „Handboltavinir" sem skipuleggja ferðina. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá norska handknattleikssam- bandinu er reiknað með að um 500 stuðningsmenn komi til með að hvetja leikmenn norska liðsins í B-keppninni. Fyrir utan skipulagð- ar hópferðir fara margir á eigin vegum og þá eru fjölmargir Norð- menn staddir í Austurríki yfir vetra- mánuðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.