Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 40
MORGUNULÁDIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 6111100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Atlantsflug semur við Vietnam Airlines: SAS býður upp á sérstök fargjöld fyrir hjón: Annað hjóna greiðir 'fullt gjald en hitt 10% SAS flugfélagið býður upp á sér- stakt tilboð fyrir hjón, sem ferð- ast saman, til allra áfangastaða SAS á Norðurlöndunum frá 1. mars til 31. maí næstkomandi þannig að annað hjónanna greið- ir fullt fargjald en hitt greiðir aðeins 10% af því verði. Jóhannes Georgsson, framkvæmdastjóri SAS á íslandi, segir að slík tilboð hafi verið gerð á öðrum mörkuð- um SAS og það hafi reynst vel og því sé boðið upp á þennan 90% afslátt hérlendis til reynslu. Jafnframt felst í þessu tilboði frí hótelgisting fyrstu nóttina á SAS- hóteli og einnig 50% afsláttur á gistingu aðrar nætur á tveggja manna herbergjum. „Það er stað- reynd að þeim farþegum, sem hafa verið að greiða full fargjöld, fer fækkandi. m.a. vegna aukins að- halds og minnkandi ferðaþarfa fyr- irtækja. Þetta er því svar fyrirtæk- isins til að reyna að hvetja farþega til að ferðast á þessu farrými vélar- innar og kynnast betur þeim kost- um sem slíku fargjaldi eru sam- í'ara,“ segir Jóhannes. Hann segir það vera mjög spenn- andi að sjá hvernig þetta muni ganga þar sem slík tilboð hafi verið reynd víða hjá SAS og gefist vel. „Þetta er í rauninni ekkert nýtt sem við erum að reyna nema hvað þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum þetta frá íslandi. Við ætlum að bjóða þetta í þrjá mánuði til að byija með og sjá hvernig gengur. Þetta er fyrst og fremst gert til að hvetja farþega en auðvitað er þetta hluti af samkeppni SAS og Flug- leiða sem felur í sér að gera við- skiptavinunum tilboð,“ segir Jó- hannes. Klakkur mokar upp búra Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Klakkur VE kom til hafnar í Eyjum í gær með trollið á dekkinu fullt af búra. Lestar skipsins voru fullar og ís og kör á þrotum svo siglt var til hafnar þar sem gengið var frá búranum í kör. Hermann Kristjánsson skipstjóri sagði að þeir hefðu verið á karfa í túrnum. Hann hafi tekið eitt hol á búraslóðinni í upphafi túrs- ins en ekkert fengið. Þeir hafi svo aftur reynt við búrann í lok túrsins, fengið 30 tonn eftir klukkutíma tog, kastað aftur og fengið önnur 30 tonn eftir jafn- langt tog. Hermann sagði að búrann sendu þeir á markað í Frakklandi en þeir hefðu fengið ágætt verð fyrir hann til þessa, síðast 153 krónur fyrir kílóið. Búrinn er utan kvóta og því er þetta góð búbót hjá útgerð og áhöfn Klakks. Grímur 22% raunhækkun á raforku samkvæmt afltaxta 1988-91: Stór kaupandi borgar meira fyrir orkuna en smánotandi - segir formaður Félags íslenskra iðnrekenda HÆKKUN á raforkuverði til meðalnotenda á afltaxta í Reykjavík er um 22% að raungildi frá janúar 1988 þar til í desember 1991. A sama tímabili lækkaði verðið um 8% til smárra og meðalstórra notenda. Þetta kemur fram í greinargerð Gunnars Svavarssonar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda, í Á döfinni, blaði FII, sem nýkomið er út. 1. janúar sl. varð til viðbótar 3-5% liækkun á afltaxtanum, en þá lækk- aði almennur taxti um 2,3-2,5%. Landsvirkjun ákvað á sínum tíma að breyta hlutfalli milli afls og orku í taxta sínum, og ákvað Rafmagns- veita Reykjavíkur að koma þessari breytingu á í sex áföngum á tímabil- inu frá apríl 1988 til janúar 1993. Ef orkunotkun kaupanda er stöðugt yfir 200 þús. kílówattstundir á ári verður hann að kaupa samkvæmt afltaxta, sem samsettur er úr hæsta afltoppi ársins þar sem greitt er fyrir hvert árskílówatt og notkun í kílówattstundum. Orkuverðið fer lækkandi eftir því sem nýting ársaflstopps er betri, en að öðru leyti er orkuverð á hvetja kílówattstund óháð því hvort heildarkaup rafmagns nemur einni milljón króna eða t.d. 30 milljónum. Um 220 fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík kaupa orku samkvæmt afltaxta. Þau eru um 3% orkukaupenda á veitusvæðinu, en kaupa 33% orkunnar. Gunnar Svavarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hækkun afltaxtans lenti á fyrirtækjum á sama tíma og þau væru að aðlaga sig þjóð- arsáttinni og helst ekkert mætti hækka. „Þetta er liður sem skiptir verulegu máli hjá sumum þessara fyrirtækja, en þau kaupa rafmagn fyrir milljónatugi á ári. Þarna er ekki beitt neinum viðskiptasjónar- miðum, því sá sem er tiltölulega lít- ill og kaupir á afltaxta borgar sama og sá sem kaupir miklu meira raf- magn á sama taxta. Við höfum bent á að ein leið til þess að laga þetta sé að veittur verði einhvers konar magnafsláttur. Það tíðkast yfirleitt í viðskiptum, nema í þessu tilfelli þar sem skipt er við einokunarfyrirtæki. Menn eru settir upp við vegg þannig að ákvörðun er bara tekin annars staðar, sem segir það að þeir séu að breyta sínum töxtum í samræmi við Landsvirkjunartaxta, og þeir eigi að endurspegla allan raunkostnað. Staðreyndin er a.m.k. sú að mjög stór kaupandi er farinn að kaupa orku á hærra verði heldur en smánot- andi ef nýtingin hjá honum er ekki sérlega góð,“ sagði hann. Einar Ingi Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þar hefði hækkunarinnar á afltaxtanum orðið áþreifanlega vart. „Við höfum reiknað það út að gjaldskrárbreyt- ingin sem varð 1. janúar þýðir um þriggja milljóna hækkun fyrir Kringluna á ári, ef borið er saman við gjaldskrána í janúar 1991. Við erum ekki sáttir við þetta þegar um svona trygga og jafna orkunotkun er að ræða eins og hjá okkur,“ sagði hann. Flogið frá Saig- on til sexborga í Asíu og Ástralíu ATLANTSFLUG hf. hefur gert samning við Vietnam Airlines, ríkis- flugfélagið í Víetnam, um leiguflug til eins árs frá Saigon til Bang- kok, Singapore, Hong Kong, Darwin og Sidney í Ástralíu. Atlantsflug mun einnig fljúga til borga innanlands, meðal annars til Hanoi og Da Nang. Samningurinn hljóðar upp á sex milljónir dollara, eða um 360 miiyónir ísl. kr. Aðeins er beðið skriflegs leyfis flugmálayfirvalda í Víetnam en munnleg staðfesting hefur þegar borist Atlantsflugi. Samningurinn tekur gildi 9. mars næstkomandi og gildir til eins árs. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Atlantsflugs, bendir flest til þess að framhald geti orðið á þessu verkefni í Víetnam þegar samningurinn renn- ur út. Halldór sagði að viðræður um verkefnið hefðu verið í gangi frá því síðasta sumar. Samningurinn trygg- ir Atlantsflugi tíu flug í viku og minnst 170 flugtíma á mánuði. Tvær íslenskar áhafnir, alls 15 manns, munu sinna þessu verkefni, hvor í einn mánuð í senn. Boeing 727-200 vél Atlantsflugs verður notuð í leigu- fluginu. Er um VET-leigu að ræða, þ.e.a.s. Atlantsflug leigir vélina, tryggingar, viðhald og áhafnir. Viet- nam Airlines greiðir allan breytileg- an kostnað, að sögn Halldórs. Halldór sagði að tvö önnur evr- ópsk flugfélög væru í leiguflugi í Víetnam, TEA frá Sviss og JES frá Búlgaríu, og sagði hann að þau hefðu góða reynslu af þessu flugi. Víetnamar væru að reyna að efla ferðamannaiðnað í landi sínu og hefði verið mikil uppbygging í því sambandi í landinu. Þannig kæmi þetta leiguflug til. „Við erum komnir þarna með langtímaverkefni sem gefur okkur ákveðinn grunn og styrkir fyrirtækið á allan hátt því flug hér heima er svo árstíðabundið. Eg á von á því að það verði framhald á þessu og ef allt gengur vel á ég von á því að verkefnin verði fleiri: Þarna er vaxt- arbroddur. Þeir þurfa á þessari þjón- ustu að halda og ef við erum með þeim fyrstu sem fljúga þarna þá erum við komnir með fótinn inn fyr- ir gættina," sagði Halldór. Atlantsflug hefur leigt Boeing 737-300 vél sem er í eigu norsks banka til að sinna leiguflugi frá og til íslands í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.