Morgunblaðið - 22.03.1992, Síða 5

Morgunblaðið - 22.03.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 22. MARZ 1992 C 5 Ljósmynd/Grímur Bjarnason inum segist hún nú halda það.„Mað- ur þarf fyrst og fremst að halda ein- beitingu meðan á vinnunni stendur.“ Þessa dagana vinnur Halldóra því mikið og segir að það geti oft verið erfitt þegar æfingar eru á daginn og sýningar á kvöldin. „Þá er ég dálítið tætt á kvöldin fyrst eftir sýn- ingu og á erfitt með að sofna.“ Halldóra er ein af örfáum leikurum sem fengið hefur fastráðningu við Þjóðleikhúsið svo stuttu eftir útskrift og segir að það hafi bæði kosti og galla. „Að sjálfsögðu get ég ekki tekið önnur verkefni að mér á með- an, en það er hins vegar ákveðið öi’yggi í því að vera fastráðin. Eg lít líka á það sem vissa ögrun að fá ákveðin verkefni og geta tekist á við þau, án þess að vera trufluð af þeirri liugsun hvað við taki þegar þeim er lokið.“ EDDA HEIÐRÚN BACKMAN; DREGIN TIL FORTÍÐAR „HELGA er að bijóta sér leið í gegnum mig. Þetta er ferðalag, hvort einhver nennir með mér í það kemur í ljós.“ Það er Edda Heiðrún Backman sem lcikur Helgu, og segir hún að til að sagan fái að njóta sín verði Icik- arinn að setja sjálfan sig á bak við hana. í Helgu er tortímingarþrá og það er erfitt að leika persónu sem veld- ur öðrum þjáningum," segir Edda Heiðrún. Mér hefur liðið einkenni- lega meðan á æfingum hefur stað- ið, hef skynjað sekt Helgu og óör- yggi. Ég var búin að gera mér nokkuð ljósa mynd af persónunni, en síðan þróast æfingar á þann hátt að ég upplifi hana allt öðru- vísi. Undanfarið hef ég velt því fyrir mér hvernig það er að vera dæmdur. Við reynum að skilgreina glæp, en erum of fljót að dæma fólk. Helga er dregin fyrir rétt og ég held að í réttarhöldum fari menn í gegnum helvíti. Þeir geta engu breytt, geta aldrei spólað til baka. Gert er gert. Ég hef samkennd með Helgu þótt hún sé ekki saklaus kona. Hún hefur brot á samviskunni, en fer yfir fljótið samt því brot hennar eru ekki umflúin, hún skipuleggur þetta ekki. Hún er náttúrubarn, ung og sterk og vill þennan mann þótt ekki sé nema einu sinni.“ Þegar Edda Heiðrún er spurð hvort hún telji að ástin sé hafm yfir refsingu játar hún því, en seg- ir að svo hafi þó ekki verið í í gamla daga. „Brot Helgu þætti ekkert tiltökumál núna, í hæsta lagi væri það hneyksli. Tilfinningar mann- anna breytast hins vegar ekki og það er ætíð jafn erfitt að fyrirgefa. Astin er sterkasta aflið og við erum öll berskjölduð gagnvart henni.“ Edda Heiðrún segist hafa lesið talsvert um dulsmál og það efni verið henni hugleikið. „Hér er um Ljósmynd/Grimur Bjarnason að ræða konur sem fæddu börn sín, og tóku líf þeirra aftur. Eftir að hafa fætt barn sjálf, skil ég ekki hvernig þær ólu börnin aleinar og hjálparvana úti í hrauni eða hljóðalaust í bæjargöngum. Ég las líka bók Fríðu Á. Sigurðardótt- ur,„Meðan nóttin líður“, það var mikil næring. Það má segja að með því að leika Helgu hafi ég verið dregin aftur í fortíðina. í þá daga var réttarstaða konunnar engin. Þær voru þrælar, viðrini. Ég sé engan mun á því að leika í erlendu verki eða íslensku. En ef maður tryði á drauga þá er lík- legra að þeir komi í gegn í íslensku verkunum! Hins vegar tel ég það skyldu okkar Islendinga að segja sögu okkar. Og dramatíkin var ekki hjá yfirstéttinni, hún var hjá alþýðunni. Við verðum að skynja hver við erum og ef fólki finnst fortíðin ómerkileg, hvað má þá segja um nútíðina?“ Edda Heiðrún hefur nú verið fastráðin við Þjóðleikhúsið og segir að það muni breyta miklu fyrir hana. „Það eru átta ár síðan ég útskrifaðist og ég er búin að leika á flestum sviðum bæjarins, hef leik- ið í kvikmyndum, sjónvarpi og út- varpi og hef ætíð ákveðið næsta skref. Það hefur bæði verið mikið skipulagsatriði og mikil áskorun. Með því að fá samning dreifast kraftarnir ekki eins mikið og ég finn samkennd með öllu sem er að gerast hér í húsinu, en um leið missi ég ef til vill vald yfir mínum eigin ferli, hlutverk eru ákveðin fyrir mig. í þessu húsi er verið að skapa andleg verðmæti. Leiklistin er köll- un, og það er gaman að fá að kynn- ast lífi og aðstæðum fólks, kynnast mannfólkinu. Þótt maður sé oft á tíðum sundurtættur þá kynnist maður tilfinningum sínum. Lærir að bera virðingu fyrir þeim, vernda þær og geyma. Þær eru andleg verðmæti sem við leikarar gefum þeim sem vilja skilja betur tilgang lífsins, tilgang hversdagsins. ALMUGINN stóð yfirvöldum ekki að baki í dómum sínum. „DRAMATÍKIN var hjá alþýðunni,“ segir Edda Heiðrún Backman sem leikur Helgu. Mótleikari er Ingvari E. Sigurösson. ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR: SÁ SIGRAR SEM TAPAR „GUÐRÍÐUR er mest afgerandi karakterinn,“ segir Olafía Hrönn Jónsdóttir sem leikur þroskaheftu stúlkuna. „Þetta er mjög spennandi hlutverk og áskorun að leika þroskahefta manneskju. Það er að sjálfsögðu ekki nóg að afbaka sig, persón- an verður að vera sönn.“ Ólafía Hrönn segir að Guðríður hafi þróast smám saman. „Hún er eins og bam,“ segir hún. „Þeg- ar mér fínnst ég detta í Guðríði er eins og allt verði svo einfalt, meira svart og hvítt eða í móðu. Ekki ósvipað og þegar maður leik- ur neikvæða manneskju, þá lítur maður neikvætt á hlutina í kring- um sig. Þetta er eins og að setja upp önnur gleraugu. Heima var ég búin að gera mér ákveðna mynd af persónu Guðríð- ar, en svo kom ég á æfingu og þá varð hún allt öðruvísi. Eg hef hugsað mikið um hana núna með- an æfingar standa yfir, segi stund- um óvart setningar og maðurinn minn spyr þá gjarnan hvort þetta hafi verið Guðríður. Ég heyri mig stundum tala með sömu hrynjandi og hún. Ég hef lítillega kynnst þroskaheftum, var til dæmis í sveit þar sem þroskaheft kona vaf og hef einnig komið inn á heimili fyr- ir þroskahefta. Annars er hvert hlutverk eins og mynd sem kemur til mín. Ég hugsa um þau áhrif sem ég verð fyrir þegar ég les handritið fyrst, og geymi þau áhrif. Hlutverk höfða misjafnlega sterkt til manns.“ Á síðasta ári fékk Ólafía Hrönn fastráðningu við Þjóðleikhúsið og segir hún það muni hafa áhrif á daglegt líf sitt. „Það er mjög gott að vita hvemig árið liggur, maður sér þá nokkurn veginn munstrið yfir veturinn. Það er visst frelsi í örygginu. Ég hefði þó ekki viljað fastráðn- ingu fyrstu árin eftir útskrift. Maður verður að beijast aðeins til að vita hvað maður vill. Það er góð reynsla að vinna í fijálsum leikhópi, vera hluti af heildinni og bera ábyrgðina. í Leiklistarskólan- um var lögð rík áhersla á að við værum sjálfstæðir listamenn. Við Ljósmynd/Grímur Bjarnason vorum hvött til að gera hluti sem okkur langaði til, höfðum þörf fýr- ir. Ég hafði óskaplegar áhyggjur af þessu fyrst. Spurði sjálfa mig hvort þetta væri leiklistin sem ég vildi, og hvernig ég ætti að hafa áhrif. Eins og fyrirkomulagið er í Þjóð- leikhúsinu er ábyrgðin á herðum leikstjórans. Ég hef því tekið þá afstöðu að vinna með sjálfa mig sem leikara. Mér fannst ég áður ætíð vera að leika síðasta hlutverk- ið mitt, og kannski á það að vera þannig." Guðríður verður að líkindum ekki síðasta hlutverk hennar. Hún segir að verkið eigi erindi til okk- ar. „Það á ætíð við að hugsa um hvernig manneskjur við eram. Verkið hefur vakið migtil umhugs- unar um það, að sá sem sigrar eða finnst hann sigra, oft með svikum og óheilindum, tapar samt.“ Það þroskahefta fólk sem ég hef kynnst er yndislegt. Það er stutt í öfgarnar hjá því eins og hjá börnunum, stutt í hlátur og grátur. Það sýnir ákveðið hömlu- leysi, þorir að sýna tilfinningar og væntumþykju sem menn gera yfir- leitt ekki. Réttur þessa fólks var enginn hér áður fyrr. Það gat ekki svarað fyrir sig og jafnvel var litið á það eins og eitt af heimilisdýrun- um. Foreldrar Guðríðar voru sér- stök, því þau leituðu réttar síns sem var ekki algengt á þeim árum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.