Morgunblaðið - 22.03.1992, Qupperneq 13
MQJtGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992
C 13
hnekkja áralangri hefð MR í að
framleiða ljóðskáld handa þjóðinni.
Við forðuðumst allan tímann að
láta höndla okkur og tókum gjör-
samlega alvarlega það sem við vor-
um að gera. Við vorum það ídíódísk-
ir að það var ekki hægt að hanka
okkur á því að við værum einhver
ungskáld á frökkum með nefið upp
í loftið. Við stungum alltaf af frá
slíkum skilgreiningum með því að
haga okkur eins og kjánar.
Eg held að þetta hafi verið eins-
konar bókmenntalegt pönk, líkt og
var að gerast í rokkinu. Þar leituðu
menn aftur í hráleika og frumkraft
og við fórum heljarstökk afturábak
yfir svíastíuna, yfir listaskáldin
vondu, yfir Dag og þá og lentum á
svæði sem ekki hafði verið svo mjög
kannað hér. Menn höfðu skrifað
súrrealískan skáldskap áður, en
enginn hafði farið eins langt í því
og við. Þetta var í raun nýbylgja í
bókmenntum.“
Hvar er Medúsa í dag?
„Þór er alltaf að semja ljóð, Jó-
hanne3 er starfandi rithöfundur og
að mínu mati best varðveitta leynd-
armál íslenskra bókmennta. Ég efa
það ekki að hann á eftir að koma
þjóð sinni stórlega á óvart. Það ber
mest á mér af því að ég er síkjaft-
andi. Svo er það líka að ég tók þá
ákvörðum 1986 að leyfa Máli og
menningu að gefa út heildarsafn
Ijóða minna.“
Sem var umdeilt.
„Þetta er skáldskapur sem fólk
á í erfiðleikum með að skilja og
þannig á það að vera. I vetur varð
fjölbrautaskólin fimmtán ára og
aðalatriði í hátíðardagskránni var
úr Medúsuskáldskap. Það sem mér
fannst sætast við það, því ég er
fyrir löngu búinn að gera mér grein
fyrir því að það er ekkert til sem
heitir að vera uppreisnargjarn lista-
maður, samfélagið lítur alltaf til þín
með samblandi af meðaumkvun ög
viðurkenningu eftir vissan tíma, var
að þarna voru fjölmargir viðstaddir,
kennarar og fleiri, sem höfðu verið
við skólann á þessum tíma, en voru
að heyra þetta í fyrsta skipti. Á
þeim tíma hafði enginn áhuga innan
skólans og ég man ekki eftir neinum
kennara sem sýndi minnsta áhuga
á þessu skáldbrölti á þessum tíma.“
Stálnótt
„Fyrsta skáldsagan kom haustið
1987, Stálnótt, sem gerist öll í
Breiðholti framtíðarinnar og er til-
raun til að nálgast steinsteypuveru-
leikann. Stálnótt gerist einmitt á
mörkum tveggja heima. Náttúruafl-
ið Johnny Triumph kemur af hafi
og kemur fyrir demónum í borgar-
mörkunum og síðan mæta fjórir
úthverfaunglingar þeim sem engl-
um dauðans. Eg held að mig hafi
bara langað ofsalega mikið að vita
hvort ég gæti skrifað skáldsögu.
Þetta er skáldsaga á jaðri þess að
vera skáldsaga og ljóð. Þau eru
jaðarfólk og birtast fyrst og fremst
í gegnum ytra borð sitt, þ.e. jaðar
sinn, og þegar þau deyja þá er það
inn fyrir manneskjuna.
Ég tók þá ákvörðun að helga
mig ritstörfum um áramótin
1985/86; að gera ekkert annað.
Annaðhvort yrði ég rithöfundur og
tæki þá sjensinn á því að vera
Birgitta Baby Doil
Siguijón, þú átt þér líka auka-
sjálf sem starfar að myndlist.
„Ég hef haldið tvær myndlistar-
blankur, eða ég myndi halda áfram
að hafa þetta sem áhugamál. Síðan
hef ég algjörlega haldið mig við
ritstörf, þó ég hafi tekið að mér
verkefni eins og að setja upp lista-
smiðju fyrir börn.“
Andleikrit
Siguijón hefur fengist við ýmis-
leg fleiri skrif en skáldsagnaritun
og ljóðagerð, því fyrir nokkrum
árum gerði hann teiknimyndasögu
í félagi við annan Medúsumeðlim
og fyrsta leikrit hans frumsýndi
Herranótt, leikfélag Menntaskólans
í Reykjavík, 1988.
„Ég tók að mér að serpja Tóm
ást fyrir Menntaskólann í Reykja-
vík, einskonar gamanleikrit, en það
leikrit, og leikrit sem ég skrifaði
fyrir Kvennaskólann er fyrir mér
eitthvað allt annað en skáldskapinn.
Ég lít á það nánast sem vinnu. Það
er vegna þess að ég er að taka að
mér ákveðin verkefni; ég er að
skrifa leikrit fyrir menntaskólaleik-
hús með þeim takmörkunum sem
það setur. Það er fyrir mér vinna,
en ég er þó ekki að gera lítið úr
leikritunum; ég vandaði mig við þau
eins og ég gat og ég hef mjög gam-
an af því að skrifa fyrir leikhús.
Ég er spenntur fyrir þeim möguleik-
um sem leikhús gefur. Til að mynda
skrifaði ég leikrit fyrir Nemenda-
leikhúsið sem ég vann mjög alvar-
lega sem leikbókmenntir, en það
var ekki sett á svið. í verkinu vom
klassískar persónur; bróðirinn sem
vill verða skáld, geðveika systirin,
móðirin á Hagkaupssloppnum, elli-
ært gamalmenni, pabbinn sem er
dáinn en kemur svo aftur. Þessar
persónur eru allar úr leikritum sem
allir þekkja. Ég var mjög meðvitað
að skrifa andleikrit, sem hefði að
ytri gerð öll einkenni hins íslenska
heimilisdrama og markmiðið var
alltaf að skrifa síðasta samfélags-
lega leikritið sem skrifað yrði á ís-
landi; að ganga af því dauðu. Ég
hef ekkert á móti því að þjóðin sé
að kýta yfir eldhúsvaskinum, en ég
vil að hún haldi því út af fyrir sig.
Leikritið er um litla stúlku sem flýr
að heiman, vegna þess að hún -er
búin að fá nóg af lífinu. Pabbi henn-
ar er dáinn, raunverulega dáinn,
og hún þolir ekki að lifa í fjölskyldu
sem er ekki kjamaijölskylda, veit
að frændi, sem er gamall vinur
pabba og farinn að búa með mömm-
unni, kemur ekki í stað pabbans.
Hún fer því í ferðalag til þess að
endurheimta pabbann og gerir það,
en á meðan eru hin pikkföst í
stofudramanu, geta ekki bmgðist
við því að litía stúlkan er horfin,
því það er ekki það sem gerast á í
stofudrama. Hennar svar við vem-
leikanum er barnaleikhúsið, sem
hún teflir gegn þeim. Þegar þau
komast að því í lokin að hún er að
ná tökum á þeim með sínum barna-
skap og er að njörva þau niður í
sína endurtekningu fyllast þau
skelfingu, en komast ekki undan
því að þau eru að leika *** *****
í hundraðasta skipti og því föst í
frösum og endurtekningum."
sýningar. Þegar ég útskrifaðist af
listasviðinu vorið 1982 hélt ég sýn-
ingu á verkum sem ég hafði unnið
utan skólans. Vann með gamlar
Ijósmyndir sem ég hafði límt á
ýmsa smáhluti. Seinni sýninguna
hélt ég 1985 og sýndi þá brúður,
sem ég hafði saumað. Ég hef verið
með aukasjálf sem heitir Birgitta
sem er mest í myndlistinni og að-
eins í ljóðlistinni. Eitt sinn í ofsa-
veðri var ég milli svefns og vöku
að reyna að pína Birgittu til að
skrifa, en hún þráaðist við og sagði:
„Ég er nobody’s baby doll“ og þá
sá ég fyrir mér fyrstu brúðuna.
Brúðurnar voru svo nefndar eftir
þekktum konum í mannkynssög-
unni. Ég var reyndar með þriðju
sýninguna, mjög prívat sýningu, í
Liege fyrir tveimur árum. Þar sýndi
ég gildrur.
Ég hef líka stýrt listasmiðju fyr-
ir börn i Gerðubergi sem byggist á
þeirri trú að list sé afskaplega holl
fyrir samfélagið og ekki síður fyrir
böm. Þetta er í rauninni míní aka-
demía þar sem börnin koma inn sem
virkir þátttakendur og það eina sem
verkstjórarnir hafa fram yfir þau
er að hafa starfað eitthvað við ein-
hveija list. Við eram að hjálpa börn-
unum að komast í gegnum það sem
kallað er bamalist, því vesalings
bömin eru yfirleitt að glíma við
fólk sem hefur ákveðnar skoðanir
á því hvað er barnalist og eru því
að uppfylla væntingar þess. Fólki
finnst að bamalist sé mynd af bami
fneð rauða blöðra og sól í heiði, en
við viljum vinna lengra og hætta
ekki fyrr en þetta verður að list.
Það era tveir menn í mér. Það
er annars vegar rithöfundurinn sem
vill skrifa bækur sem hafa ekki
áður verið skrifaðar á þessu landi
og er oft óþekkur og gerir hluti sem
ekki má gera, en hins vegar er ég
þessi maður sem á svo afskaplega
gott með að vinna með böm og
kann það af einhverjum ástæðum."
„Bestseller“
Er önnur skáldsaga væntanleg?
„Ég hef verið að vinna að skáld-
sögu í rúmt ár með hléum. Ég er
svo illa gefinn að ég held alltaf að
ég sé að skrifa bestseller og þegar
það svo kemur í ljós að þjóðin hleyp-
ur ekki til, faðmar hinn unga snill-
ing að sér og kaupir bókina í þús-
undatali verð ég alltaf jafn hissa.
Ég er að skrifa bestseller eins og
ég get best, en ég skrifa á þann
eina hátt sem ég get. Ég hef skrif-
að sáralítið af ljóðum undanfarið,
þó það hafi komið út óskiljanleg
ljóðabók, Ég man ekki eitthvað um
skýin, fyrir stuttu, vegna þess að
mér finnst skáldsagan gefa mér svo
miklu meira frelsi. Fyrir utan það
er skáldsagan heilög kýr á íslandi.
Það er búið að ganga svo á ljóð-
forminu og ég myndi fagna því ef
það kemur einhver fram og sýnir
að það sé hægt að bijótast út úr
þessari rauðvínskertarómantík.
Skáldsagan er aftur á móti heilög
kýr; íslendingar vilja sína epík og
engar reflar. Þetta er því sá vett-
vangur sem ég get unnið mestan
skaða á í augnablikinu.“
TískuSjón
Þú er gjaman talinn tóngjafi í
tísku, tónlist og bókmenntum.
„Ég held að ég setji engar lfnur.
Ég held að það sé misskilningur,
ég skil ekki af hveiju fólk heldur
það. Hins vegar gæti einföld útskýr-
ing á því verið sú að ég er kannski
svolítið áberandi og fólk tekur
kannski eftir einhveijum straumum
sem margir era að fást við hjá mér
því ég er svo sýnilegur. Til að
mynda stældi ég Einar Örn í mörg
ár í klæðaburði og var þá best
klæddi maður bæjarins, svo hætti
ég því og lenti í 7. sæti á lista yfir
verst klæddu menn landsins. Ég er
í rauninni svolítill samtíningur úr
því sem margir eru að fást við.
persfiiuriar s i fin, h i r gif t a og johnny triumph