Morgunblaðið - 22.03.1992, Qupperneq 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992
AF SPJOLDUM GLAPASÖGUNNAR
Hann var M\ Mðfur og svikari, - og ef tii vill líka morðingi. Hvar er iiann ni?
ÞAÐ ER óhugnanlega algengt í
glæpasögunni, aö viss tegund
glæpamanna hafi til að bera ytri
glæsimennsku, lipran talanda og
persónutöfra, svo að flestir láta
heillast af þeim, jafnvel þeir, sem
vita, að viðkomandi hefur eitt-
hvað óhreint í pokahorninu. Þeir
komast oft lengra á glæpabraut-
inni- en aðrir, og þegar í nauðir
rekur, virðast þeir alltaf hafa
eignast nóga vini til þess að
skjóta skjólshúsi yfir þá og hjálpa
þeim til að fara í felur fyrir rétt-
visinni. Þótt þeir umgangist kon-
ur í raun eins og óæðri dýrateg-
und, falla þær unnvörpum fyrir
öruggri framkomu þeirra, skjall-
mælum og skartgripagjöfum.
Þær látast ekki vita um hrotta-
legan viðskilnað þeirra við fyrri
vinkonur og eiginkonur, þó að
þeim sé fullkunnugt um það, og
virðast reiðubúnar til að trúa því
í hvert skipti, að þær séu „fyrsta,
stóra ástin“ í lífi hans; hitt hafi
allt verið „misskilningur“. Hér
segir frá einum slíkum. Síðast
spurðist til hans árið 1975, en
hann gæti enn verið á ferli ...
Ianadamaðurinn Georges
Lemay er talinn fæddur árið
1926. Hann hefur gengið
undir ýmsum nöfnum um
dagana, svo sem René Roy
og Robert G. Palmer. Ekki
er vitað, undir hvaða nafni
hann dylst núna eða hvar hann
dvelst.
Ungur bjó hann hjá móður sinni
og vann í fasteignasölu hennar,
„Immeubles Demers". Hún var af
frönskum ættum og kaþólsk, og
hana langaði til þess, að sonurinn
yrði prestur. Hann virtist einnig
hafa hug á því og fór í prestaskóla.
Fljótlega bar á því, að hann sýndist
aðeins hafa áhuga á þrennu: Utilífi,
peningum og glaumgosalífi. Hann
fór aftur að vinna hjá móður sinni,
en stundaði einnig kaup og sölu
fyrir eigin reikning: Brátt varð hann
þekktur í skemmtana- og næturlífi
í Montreal, þar sem um 67% íbú-
anna eru frönskumælandi. Hann
stundaði marga næturklúbba, eink-
um „Montmartre“, þar sem hann
varð þekktur fyrir að ná stúlkum
af boðsherrum sínum. Hann átti
auðvelt með að koma sér í mjúkinn
hjá fólki með málskrafi sínu, glæsi-
leika og skemmtilegu viðmóti.
Kvenfólk féll unnvörpum fyrir hon-
um. Dálkahöfundur, sem sá um
slúðursöguburð úr samkvæmislíf-
inu, skrifaði þannig um hann í dag-
blað sitt. „Þótt hann kunni að vera
vafasamasti ónytjungur í bænum,
er samt ekki hægt annað en að
láta sér líka við hann.“ Um helgar
stundaði hann útilíf og dvaldist þá
venjulega í bústað, sem hann hafði
byggt sér í fjöllunum fyrir norðan
borgina. Þótt hann væri flest kvöld
virkra daga í næturklúbbum, drakk
hann og reykti lítið sem ekkert.
Oft flaug hann til Las Vegas og
Kúbu, þar sem hann hékk sólar-
hringum saman inni í spilavítunum,
en sjaldan sást hann spila sjálfur.
Hann virtist aðeins sækjast eftir
samvistum við fólkið, sem þar var.
Raunverulegar ástríður hans voru
hraðskreið farartæki: Bílar, flugvél-
ar, seglbátar og vélbátar.
Fram til ársins 1961 hafði hann
sjaldan átt í útistöðum við lögregl-
una og aldrei alvarlegum, nema þá
helst, þegar fyrsta konan hans,
Huguette Daoust, hvarf. Lemay
hafði aldrei bundist neinni konu til
lengdar, þótt hann hefði staðið í
ótal samböndum og jafnvel búið
með sumum um stundarsakir. Það
var ekki fyrr en vorið 1951, að
hann vildi kvænast. Móður Hugu-
ette var hjónabandið á móti skapi,
en einkum var bróðir hennar,
Raymond Daoust, því andvígur.
Hann var þekktur lögfræðingur
með sakamál að sérgrein og hafði
illan bifur á tilvonandi mági sínum,
án þess þó að geta fært nokkuð
sérstakt fram. Þrátt fyrir andstöðu
mæðginanna, gekk Huguette í
hjónaband með honum 19. maí
1951, og síðan héldu þau í brúð-
kaupsferð til Flórída. Þá þegar kom
í Ijós, að hann var svo einþykkur,
að nálgaðist einæði. Veröldin átti
að snúast um einn miðpunkt,
Georges Lemay. Annað gat hann
ekki skilið. Það má því nærri geta,
að venjulegt hjónaband hentaði
honum illa. Honum þótti það óþol-
andi skerðing á frelsi sínu. Þau
sneru aftur til Montreal úr brúð-
kaupsferðinni, og nú fór að koma
í ljós, að lundemi hans var ekki
eins Ijúft og sýnst hafði fram til
þessa. Hann hafði hingað til þótt
skapstillingarmaður, en nú braust
skapofsi hans stundum upp á yfír-
borðið, svo að jaðra þótti við ofbeld-
ishneigð. Huguette fannst hann
ekki taka mikið tillit til sín í einu
eða neinu, og olli það æ oftar deilum
þeirra, sem orðið gátu að orðljótum
rifrildissennum. Milli jóla og nýárs
1951 ákváðu þau að endurtaka
brúðkaupsferðina í þeirri von að
bæta hjónabandið. Huguette sagði
bróður sínum, að þau ætluðu að
ræða í einlægni um misklíðarefni
sín og væru staðráðin í að komast
að varanlegu samkomulagi, því að
þegar öllu væri á botninn hvolft,
tengdi þau fleira saman en sliti þau
í sundur. 4. janúar 1952 óku þau
í burtu frá gistihúsi sínu í Flórída
og ætluðu að veiða fisk í lækjum
og tjömum. Um kvöídið kom Lemay
einn til baka og var í miklu upp-
námi. Hann sagði, að þau hefðu
verið að veiðum, þegar Huguette
kvartaði undan því, að sér væri
ekki nógu hlýtt. Hún hefði því snú-
ið aftur að bifreið þeirra, sem stóð
nokkurn spöl frá veiðistaðnum, og
ætlað að klæða sig betur. Hún hefði
ekki komið til baka, og þegar hann
hefði farið að svipast um eftir henni,
hefði hann hvergi getað fundið
hana. Fregnin af hvarfí hennar kom
bæði í bandarískum og kanadískum
blöðum og þótti meira en lítið dular-
full. Mikil leit fór fram, en hún bar
engan árangur. Rannsóknardóm-
stóll í Flórída úrskurðaði að lokum,
að Huguette Lemay væri „líklega
látin, og ef svo er, hlýtur dauða
hennar að hafa borið að höndum
með óeðlilegum hætti“. Landslagi
var þannig háttað þama, að líkið
hefði átt að fínnast, hefði hún orðið
bráðkvödd. Lemay hélt fast við það
í framburði sínum, að hann væri
með öllu grunlaus um það, hvernig
hvarf hennar hefði orsakast. Ákæra
var ekki lögð fram á hendur honum.
Bandarísk yfírvöld í innflytjenda-
máium stefndu honum hfns vegar
á fund sinn, þar sem honum var
gert að sæta yfirheyrslu, en að
henni lokinni hugðust yfírvöld
ákveða, hvort hann fengi leyfi sitt
til þess að heimsækja Bandaríkin
endurnýjað, hygðist hann koma
þangað aftur. Leamy sinnti ekki
stefnunni. Þar með var sjálfkrafa
kveðinn upp opinber úrskurður um
það, að honum væri ekki heimilt
lengur að koma til Bandaríkjanna.
Leit að líkinu bar engan árangur,
þótt yfirvöld og bróðir Huguette
Buið að
Lemay.
handtaka Séð niður úr glugganum á sjöundu hæð sem Lemay slapp út um frá
fangelsi Dade-sýslu í Miarni árið 1965.
Kanadíski innbrotsþjófurinn Georges Lemay og
kona hans Lisa Lemieux.
Mynd af Georges Lemay birtist í sjónvarpinu
og leiddi það til handtöku hans.
Lisa Lemieux giftist Lemay í fangelsinu.
kostuðu miklu til hennar.
Næstu níu árin kom nafn hans
nokkrum sinnum við sögu í lögregl-
uskýrslum, en aldrei var hann þó
sakaður um glæpsamlegt athæfí,
þó að litlu munaði stundum. T.d.
lagði stúlka, sem verið hafði vin-
kona hans, fram kæru árið 1954.
Hún bar það á hann að ógna sér
þráfaldlega og hræða sig til hlýðni,
eftir að upp úr sambandi þeirra
slitnaði. Þegar til átti að taka, vildi
stúlkan ekki bera vitni gegn honum,
svo að málið féll niður. 15. júlí
1957 var hann sektaður fyrir að
hafa byssu undir höndum án leyfis.
Hann viðurkenndi brot sitt og
greiddi sektina, 25 kanadíska doll-
ara. Grunur féll á hann vegna morðs
á rúmenskum innflytjanda, húsa-
málaranum Larry Petrov. Hinn
mýrti beið þess að koma fyrir rétt
vegna aðildar að smygli á eiturefn-
um. Ekki þóttu nægilegar sakir
verða sannaðar á Lemay, til þess
að unnt væri að leiða hann fyrir
rétt, og féll svo það mál niður.
Þegar hann var 35 ára, braust
hann inn í banka ásamt hópi aðstoð-
armanna. 1. júlí 1961 brutu þeir
sér leið^nn í útibú „Bank of Nova
Scotia" í Montreal með því að bora
í gegnum steinsteypta loftplötu og
veggi. Leamy hafði komið sér fyrir
í húsi handan götunnar og stjórnaði
innbrotinu þaðan með fyrirskipun-
um í talstöð. Þjófarnir létu greipar
sópa í 377 bankahólfum í öryggis-
hvelfingu undir bankanum. Þeir
stálu seðlum og mynt, skartgripum
og auðseljanlegum verðbréfum,
samtals að virði 633.605 Kanada-
dollara.
Þetta var mesti þjófnaður úr
banka í sögu Kanada fram til þessa,
og fyrst í stað stóð lögreglan ráð-
þrota. Þar kom, að grunur féll á
Lemay, og misseri eftir innbrotið
töldu yfírvöld sig hafa nóg í hönd-
unum til þess að fyrirskipa húsrann-
sókn í fjallabústað hans og hneppa
hann jafnframt í varðhald til yfír-
heyrslu. Lemay var ekki í bústaðn-
um, en við leit fundust tvö þúsund
bandarískir dalir, sem faldir höfðu
verið á bak við gerviþil í fatabúri
í svefnherbergi hans. 8. janúar 1962
lýsti lögreglan i Montreal eftir
Georges Lemay, og ákæra fyrir
innbrot og þjófnað var birt. Lög-
reglan vissi, að Lemay hafði yndi
af að dveljast á suðrænum slóðum,
svo að mynd af honum ásamt hand-
tökuúrskurði var dreift í Mið- og
Suður-Ameríku auk venjulegra
auglýsinga í bandarískum og
kanadískum lögreglustöðvum.
Hálfum mánuði síðar fréttist af
42ja feta skútu í höfn í Miami, sem
Montreal-lögregluna grunaði, að
Lemay hefði siglt á frá Monteal,
2400 mílur. Um sama leyti þóttist
lögreglan vita, hveijir hefðu staðið
að bankainnbrotinu ásamt honum,
og handtóku tvo menn, Jacques
LaJoie, 37 ára, Roland Primeau,
35 ára, og Lemieux-systkinin þijú:
André, 27 ára, Yvon, 19 ára, og
Lise, sem seinna giftist Lemay.
LaJoie, Primeau og Lemieux-bræð-
umir voru ákæi-ðir og dæmdir til
fangelsisvistar. Lise, sem einnig var
ákærð, reyndist samvinnuþýð. Hún
játaði á sig aðild að innbrotinu og
fékk fangelsisdóm, sem var jafn-
langur varðhaldssetunni. Henni var
því sleppt lausri, þegar dómur hafði
verið upp kveðinn.
Leitinni að Lemay var enn haldið
áfram. í maí 1965 notfærði lögregl-
an sér nýja tækni. Kanadíska ridd-
aralögreglan sendi myndir af
Lemay og öðrum glæpamönnum um
gérvihnött til sjónvarpsstöðva, sem
voru farnar að hafa reglulega þætti
um eftirlýsta bófa. Bátasmiður
nokkur í Fort Lauderdale í Flórída
hafði skroppið yfír götuna frá verk-
stæði sínu, til þess að fá sér kaffi
í nálægum veitingastað. Þar var
þá einmitt verið að sýna í sjónvarp-
inu mynd af manni, sem smiðurinn
kannaðist við undir nafninu René
Roy. Þessi Roy hafði búið í hálft ár
í 43 feta lystisnekkju, sem legið
hafði fyrir akkerum í skipakví í
Bahia Mar. Smiðurinn hringdi þeg-