Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 1
78. tbl. 80. árg.
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Arababandalagið:
Varað við alvar-
legum afleiðingoim
refsiaðgerðanna
Kaíró, Nikosíu, London, Túnisborg. Keuter.
ARABABANDALAGIÐ kvaðst í gær harma þá ákvörðun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna að grípa til refsiaðgerða gegn Líbýu og varaði
við því að hún gæti haft „alvarlegar afleiðingar". Líbýustjórn sakaði
ráðið um að hafa samþykkt „óréttlátar bandarískar" ályktanir og sagði
að þær mörkuðu upphafið að endalokum Sameinuðu þjóðanna.
í yfirlýsingu frá Arababandalag-
inu eru ríki, sem lögðust gegn refsi-
aðgerðunum, hvött til að nota tím-
ann til 15. apríl, er þær taka gildi,
til að finna lausn á deilu Líbýu-
manna og Vesturlanda. Líbýustjórn
NATO:
Varnarsam-
starf fyrrum
óvinaríkja
Brussel. Reuter.
AÐILDARRÍKI Atlantshafsbanda-
lagsins og fyrrum óvinariki þess
í Austur-Evrópu samþykktu í gær
að vinna saman á ýmsum sviðum
varnarmála og Bandaríkjamenn
lögðu til, að herir ríkjanna tækju
höndum saman um friðargæslu.
Var þetta niðurstaðan af fyrsta
fundi varnarmálaráðherra og ann-
arra fulltrúa rúmlega 30 ríkja, aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins,
NATO, og Varsjárbandalagsins fyrr-
verandi í Brussel í gær. Samþykkt
var áætlun um aðstoð vestrænna
ríkja við endurskipulagningu herafl-
ans og hergagnaiðnaðarins í Austur-
Evrópu og sovétlýðveldunum fyrr-
verandi og einnig var kveðið á um
samráð um hernaðar- og varnaráætl-
anir, heræfingar og þjálfun. Yfir
þessum sviðum hefur lengi hvílt mik-
il leynd.
Fundinn í Brussel í gær sátu fyrir
hönd íslenskra stjórnvalda þeir
Sverrir H. Gunnlaugsson, fastafull-
trúi hjá Atlantshafsbandalaginu og
Róbert T. Árnason, skrifstofustjóri
vamarmálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins.
birti einnig yfirlýsingu þar sem
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakk-
ar, sem beittu sér fyrir refsiaðgerð-
unum, eru sakaðir um að „heyja
krossför gegn aröbum og múslim-
um“ til að aðstoða ísraela við að
koma í veg fyrir vopnakaup araba.
Þá hafi Rússland, sem greiddi at-
kvæði með refsiaðgerðunum, ékki
enn fengið aðild að öryggisráðinu
því ráðið hafi ekki samþykkt álykt-
un þess efnis. Atkvæðagreiðslan
hafi því verið ólögleg.
I refsiaðgerðunum felst að öllum
ríkjum heims er gert að íjúfa flug-
samgöngur við Líbýu, hætta vopna-
sölu þangað og sjá til að Líbýu-
stjórn fækki verulega í starfsliði
sendiráða og ræðismannaskrifstofa
sinna erlendis.
Frelsinu fegin
Reuter.
Lögreglan í Bombay á Indlandi frelsaði á dögunum
tuttugu og fimm börn sem rænt hafði verið í Bangla-
desh. Að sögn lögreglunnar ætluðu mannræn-
ingjarnir að selja börnin, sem öll voru yngri en fimm
ára, aröbum sem hugðust nota þau við keppni í úlf-
aldareiðum í Persaflóaríkjunum. Á myndinni má sjá
glaðlyndan lögregluþjón ræða við hluta barnanna í
gær.
Víðtæk alþjóðleg efnahagsaðstoð við fyrrum Sovétríkin kynnt:
Aðstoð við Rússland nauðsyn-
leg til að tryggja heimsfriðinn
segir George Bush Bandaríkjaforseti
Washington, Moskvu. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti
sagði Bandaríkjastjórn í gær
styðja áform um 24 milljarða doll-
ara alþjóðlega aðstoð til að treysta
efnahag og lýðræði í Rússlandi.
Væri þetta nauðsynlegt til að
tryggja frið í heiminum. Hann
sagði aðstoð við Úkraínu og önnur
fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna
einnig vera fyrirhugaða en nefndi
engar tölur í því sambandi.
„Þakka ykkur kærlega fyrir,“
sagði Sergeíj Ignatíev, aðstoðar-
fjármálaráðherra Rússlands, uin
tillögur Bandaríkjaforseta. „Vest-
rænn stuðningur er injög mikil-
vægur en úrslitum ræður eftir
sem áður það sem okkur tekst
sjálfum að gera. Það er hætta á
að við verðum of háð vestrænni
aðstoð og leggjum okkur ekki eins
mikið fram og við gætum gert,“
bætti hann við.
Bush sagði á blaðamannafundi í
gær að það myndi hafa mjög alvar-
legar afleiðingar ef efnahagur og
lýðræði í fyrrum Sovétríkjunum
myndi hrynja. „Ástandið gæti orðið
ískyggilegra en það var nokkurn tím-
ann á tímum kalda stríðsins . . .
Við verðum að grípa til aðgerða
núna,“ sagði forsetinn. Hann sagði
aðstoð Bandaríkjastjórnar verða
Reuter.
John Major forsætisráðherra Bretlands sést hér gantast við ljós-
myndara í tilefni 1. apríl á kosningafundi í gær. Á öðrum kosninga-
fundi í bænum Bath, síðar um daginn, var ekki eins létt yfir Maj-
or, enda köstuðu nokkrir úr hópi áhorfenda eggjum að forsætisráð-
herranum.
Kinnock með forystu
samkvæmt könnunum
London. Reuter, Daily Telegraph.
BRESKI íhaldsflokkurinn á nú í vök að verjast en samkvæmt niðurstöð-
um þriggja skoðaiiakaiinana hefur Verkamannaflokkurinn nokkuð ör-
ugga forystu. Leiðtogar íhaldsflokksins reyna að bera sig vel en
frammámenn í fjármálalífinu, sem yfirleitt styðja flokkinn, eru ekki
bjartsýnir. Sýndi það sig í því, að hlutabréf lækkuðu í verði og einnig
gengi pundsins.
í könnununum hafði Verkamanna-
flokkurinn 4-7% umfram Ihalds-
flokkinn og vildi John Major forsætis-
ráðherra kenna Fijálslynda demó-
krataflokknum um. Sagði Major aug-
Ijóst, að einhvetjir kjósendur íhalds-
flokksins vildu mótmæla efnahags-
ástandinu með því að kjósa frjáls-
lynda en hann varaði þá við og sagði,
að með því væru þeir að færa Verka-
mannaflokknum völdin. Kosninga-
barátta íhaldsmanna hefur gengið
mikið út á að sverta Verkamanna-
flokkinn og telja margir að það hafi
snúist gegn þeim sjálfum. Margaret
Thatcher, fyrrum forsætisráðherra,
hefur hvatt flokkssystkini sín til að
leggja áherslu á það, sem áunnist
hefur.
Eins og við er að búast beina
íhaldsmenn spjótum sínum að
Kinnock umfram aðra. David Mellor
fjármálaráðherra líkti honum til
dæmis við Hannibal Lechter, mann-
ætuna í Oskarsverðlaunamyndinni
„Lömbin þagna“, og sagði: „Hanni-
bal Kinnock, mesta eyðslukíó allra
tíma, hefur það á stefnuskránni að
éta ykkur lifandi.“
hluta af alþjóðlegri hjálparáætlun
sem nú væri verið að leggja drög
að og stefnt væri að lægi fyrir í lok
apríl.
Meðal helstu atriða í tillögum
Bush má nefna 12 milljarða dollara
aukin framlög Bandaríkjastjórnar til
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til að auka
möguleika sjóðsins á að lána fyrrum
Sovétlýðveldum fé. Þá fá lýðveldin
lánatryggingar upp á 1,1 milljarð
dollara til kaupa á bandarískum land-
búnaðarafurðum. Einnig taka
Bandaríkjamenn ásamt öðrum þjóð-
um þátt í að setja á laggirnar 6
milljarða dollara sjóð til að treysta
stöðugleika rúblunnar. Þýskir emb-
ættismenn skýrðu frá því fyrr um
daginn að sjö helstu iðnríki heims
myndu standa á bak við sjóðinn.
Loks má nefna að Bandaríkjamenn
munu veita fé til 18 milljarða dollara
alþjóðlegs sjóðs sem á að „endur-
skipuleggja og koma á stöðugleika"
í rússneska hagkerfinu.
Yfírlýsingu Bandaríkjaforseta var
fagnað víða á alþjóðvettvangi og
sagði Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, að Vesturlönd yrðu að gera
það sem í þeirra valdi stæði til að
tryggja lýðræði í Samveidi sjálf-
stæðra ríkja. „Við höfum ákveðið að
senda skýr skilaboð um pólitískan
og efnahagslegan stuðning við Jelts-
ín forseta og umbótaöfl í Rússlandi
og við önnur lýðveldi í Samveldi sjálf-
stæðra ríkja," sagði kanslarinn.
Fyrstu viðbrögð Bandaríkjaþings
við tillögum forsetans voru jákvæð
en leiðtogar Demókrataflokksins í
þinginu lögðu samt áherslu á að
þeir ættu enn eftir að sjá þær full-
inótaðar.