Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992
Alexander Solzhenítsyn og Russland:
Snýr spámaðurinn heim?
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Bókmenntakennsla nefnist
þáttur í Arunum dásamlegu eftir
þýska skáldið Reiner Kunze, en
bókin kom út 1982 í þýðingu
Björns Bjarnasonar. Þátturinn
sem talinn er spegla reynslu dótt-
ur Kunzes af austur-þýsku skóla-
kerfi hefst á þessum orðum:
„Hún var miður sín. Kennarinn
hafði lýst Pasternak og Solzhen-
ítsyn sem úrhrökum. „Geturðu
ímyndað þér annað eins?“ sagði
hún. Og aftur: „ímyndaðu þér
FASTEIGIMASALA
Suðurlandsbraut 10
Ábyrgð - Reynsla - Öryggi
Hilmar Valdimarsson.
SÍMAR: 687828 OG 687808
Vantar eignir á skrá.
Skoðum og
verðmetum samdægurs.
Einbýl
ÁLFTANES
Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús
v/Norðurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk.
55 fm. 4 góð svefnherb. Vandaðar
innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj.
LINDARBRAUT
Mjög gott einbhús á einni hæð. Hús-
ið er 145 fm auk 30 fm blómaskála.
Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket.
Fallegur garður. V. 16 m. Skipti mög-
ul. á 3ja-4ra herb. íb. í góðu lyftuhúsi.
Raðhús
HRAUNBÆR
Vorum að fá í sölu mjög gott enda-
raðh. á einni hæð. 137 fm. Nýtt
parket. Bílskréttur. Skipti á góðri
3ja-4ra herb. íb. koma til greina.
BREKKUBYGGÐ
V 8,5 M.
Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur
hæðum, samt. 90 fm, auk bílsk.
4ra-6 herb.
ENGIHJALLI
Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæð
í lyftuh. Laus nú þegar.
SÓLHEIMAR
Til sölu glæsil. 4ra herb. 113 fm íb.
á 4. hæð í lyftuh. 25 fm bílsk. Hús-
vörður.
BÓLSTAÐARHLÍÐ
Mjög góö 4ra-5 herb. 105 fm íb. á
3. hæð í fjölbhúsi. Bílskréttur. Laus
strax.
NEÐSTALEITI
Til sölu stórglæsil. 4ra-5 herb. íb.
121 fm. Parket á gólfum. Þvottaherb.
innaf eldh. Tvennar svalir. Stórkostl.
útsýni. Stæði í lokuðu bílahúsi.
3ja herb.
KJARRHÓLMI
Falleg 3ja herb. íb. Sérþvherb. í íb.
Stórar suöursv. Laus nú þegar.
V. 6,3 m.
VESTURBERG
Til sölu góða 3ja herb. 87 fm íb. á
3. hæð. V. 6,4 m.
GRETTISGATA
Vorum að fá í sölu góða 3ja herb.
73 fm íb. á 2. hæð. Suðursv.
2ja herb.
ÁSBRAUT .
Vorum að fá í sölu ágæta 2ja herb. 37
fm íb. á 3. hæð í fjölbh. Laus fljótl.
V. 3,5 m.
LYNGMÓAR GBÆ
Til sölu mjög falleg 2ja herb. 60 fm
íb. á 3. hæö (efstu) ásamt innb. brtsk.
Parket á gólfum. Stórar suðursv. Laus
fljótlega. V. 6,3 m.
Hilmar Valdimarsson,
Sigmundur Böðvarsson hdl.,
Brynjar Fransson, hs. 39558.
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
annaó eins!“ Hve mikils virði Nó-
bels-verðlaunin væru gætu nienn
dæmt af því að úrhrök eins og
Pasternak og Solzhenítsyn hefðu
hlotið þau, hafði kennarinn sagt.
Hún hafði sagst vera lasin og far-
ið úr tímanum. „Maður getur ein-
faldlega ekki setið undir öðru
eins,“ sagði hún.“
Nú eru aðrir tímar. „Úrhrökin"
Borís Pastefnak og Alexander
Solzhenítsyn hafa fengið uppreisn
æru og eru dáð í heimalandi sínu,
Rússlandi. Samt virðist hinn síðar-
nefndi enn vera umdeildur og jafn-
vel gagnrýndur. Þetta má ráða af
nýlegri grein í sænska tímaritinu
BLM (6/91) eftir skáldkonuna og
bókmenntafræðinginn Júlíu Nem-
írovskaju.
Eftir greininni að dæma hefur
verið litið á Solzhenítsyn sem spá-
mann, samvisku þjóðarinnar. Gam-
aldags viðhorf rómantískunnar að
rithöfundar séu útvaldir af Guði
hefur sannast á honum. Hann stóðst
og lifði af ótal þolraunir: stríð, fang-
elsi, þrælabúðir, krabbamein, of-
sóknir og útlegð.
Þær raddir heyrðust að Solzhen-
ítsyn væri í rauninni nítjándu aldar
höfundur og það væri sögulegt slys
að hann skyldi fæðast á tuttugustu
öld. Solzhenítsyn tók að sér að skera
úr um hvað væri gott og hvað vont
og hann byggði á trú. Á Vesturlönd-
um var hann jafnvel kallaður „rússn-
eskur Khomeini" vegna þess hve
einstrengingslegur liann þótti í skoð-
unum.
Spámaðurinn gnæfði upp úr, en
varð of upphafinn, hatrið varð of
beiskt til þess að það bæri tilætlaðan
árangur. Smám saman urðu áhrif
hans minni heima fyrir, en um mikil-
leika helstu skáldsagnanna efuðust
fáir.
Solzhenítsyn varð þó fyrst og
fremst tákn. Þeir sem helst áttu
þess kost að lesa Verk hans voru
útlagar og menntamenn. Frá því í
iok sjöunda áratugar voru bækur
Solzhenítsyns bannaðar í Sovétríkj-
unum og gilti það einnig um áður
útkomin verk. Neðanjarðarútgáfur
hlutu að ná til takmarkaðs hóps.
Júlía Nemírovskaja telur að Solzh-
enítsyn eigi eftir að verða mikið les-
inn í Rússlandi. En hún dregur í efa
að boðskapur hans nái til margra.
Hún tekur undir með þeim sem lýsa
þeirri skoðun að með ftjálsu mark-
aðshagkerfi minnki áhrif rithöfund-
arins, en endurvakið alræði efli
hann, geri hann að talsmanni þjóðar-
innar því að þá verði bókmenntirnar
eini vettvangur óháðrar félagslegr-
ar, trúarlegrar og heimspekilegrar
umræðu. Solzhenítsyn yrði þá enn á
ný helsti rithöfundur og spámaður
Rússlands.
Er það þá æskilegt að mati Nem-
írovskaju að Solzhenítsyn snúi heim?
Svarið er nei. Hún minnir á misjafn-
ar viðtökur nýlegs rits eftir hann sem
fiallar um hvaða stefnu Rússar eigi
að taka í uppbyggingarátt. Mörgum
þótti víst „risinn frá Vermont" setja
sig á háan hest þegar hann var að
leiðbeina löndum sínum frá iandar-
eign sinni hinum megin á hnettinum.
Þrátt fyrir hófsemi ritsins hleypti
það illu blóði í marga. Nemírovskaja
skifar:
„Það skelfilegasta er að einhvern
daginn kemur hann aftur. í fyrstu
yrði honum fagnað sem hetju. Blóm-
678221
Blönduhlíð
- efri hæð
Suðurlandsbraut 14, S 67 82 21
Nýkomin í einkasölu mjög falleg og björt ca 114 fm
efri hæð. Bjartar stofur með arni, 3 góð svefnherb.
Parket á allri íbúðinni. Bílskúrsréttur. Ákv. sala.
FLÓRÍDA
LAUFAS
\STEIGNASAL/
SfOUMÚLA 17
812744
' Fax: 81*419
Sigríður Guðmundsdóttir,
sérfræðingur í fasteignum
á Flórída, fer utan nk.
mánudag. Notiðtækifærið
og fáið upplýsingar um
kaup og sölu fasteigna hjá
Sigríði.
Upplýsingar í síma 812744
eða 620358.
Hl söln í Skipholti 50:
Verslunarhúsnæ5i 139 ím.
Skrifstofuhússnæði 53 fm.
Skrifstofuhúsnæði 138 fm.
Upplýsingar í síma 81 23 OO
Frjálstframtak
Ármúla 18, 108 Reykjavík
Sími 812300 - Telefax 812946
FASTEIGNASTARFSEMI - LANDVINNSLA
Alexander Solzhenítsyn
um myndi rigna yfir hann á flugvell-
inum. Og hvað tæki síðan við? Solzh-
enítsyn sætti sig varla til lengdar
við afskiptaleysi gagnvart rússnesk-
um stjórnmálum og bókmenntalífi.
Það er auðvelt að endurskipuleggja
Rússland þegar maður er sjálfur í
útlegð. Þar er í senn auðvelt að tala
og þegja. En spámaðurinn endur-
heimti verður að láta að sér kveða!
Hann verður að beina landi sínu inn
á braut réttlætisins."
Það eru fremur kaldar kveðjur
sem Alexander Solzhenítsyn fær frá
Júlíu Nemírovskaju. Hún kveðst ekki
vilja að rithöfundurinn snúi heim.
Hiá henni er hann tákn liðins tíma,
bjarg sem á var byggt, en á það nú
á hættu að verða fórnarlamb inni-
haldslausra viðtala og opinberra
hyllinga. Slíkt segist Nemírovskaja
óttast. Henni er að eigin sögn annt
um Solzhenítsyn og vill forða honum
frá mistökum sem tuttugu ára útlegð
hljóti að liafa í för með sér.
Virða ber hreinskilnina. Vissulega
er það „réttlæti" og sú „lygi“ sem
Solzhenítsyn fjallaði um í bókum
sínum og greinum með öðru svip-
móti nú. En eftir lestur greinarinnar
hvarflar það að manni að þessa
mikla rithöfundar og sannleiksleit-
anda bíði ekkert annað en áfram-
haldandi útlegð. Að því leyti verður
hann áfram úrhrak, en virðingarvert
sem slíkt.
Gettu betur:
MAogVMA
í úrslitavið-
ureigninni
SPURNINGAKEPPNI fram-
haldsskólanna, Gettu betur,
hefur staðið yfír frá áramót-
um, fyrst á Rás 2 og síðan í
Sjónvarpinu. Lið frá 26 fram-
haldsskólum um allt land hófu
leik í kcppninni og nú er kom-
ið að úrslitaviðureigninni sem
verður milli tveggja skóla á
Akureyri, Menntaskólans og
V erkmenntaskólans.
í liði MA eru Finnur Friðriks-
son, Jón Pálmi Óskarsson og
Magnús Teitsson en lið VMA
skipa Pétur Maack Þorsteinsson,
Rúnar Sigurpálsson og Skafti
Ingimundarson.
Keppt er um hljóðnemann,
farandgrip sem Ríkisútvarpið
veitir en það voru einmitt liðs-
menn MA sem hrepptu hann í
fyrra. Að auki fá sigurvegararn-
ir veglegar gjafir. Flugleiðir gefa
þeim ferð til Lúxemborgar, Ferð-
askrifstofa stúdenta gefur in-
terrail-lestarkort um Evrópu,
Texco hf. hefur tölvuvasabók og
Bókaútgáfan Iðunn gefur Sögu
Reykjavíkur eftir Guðjón Frið-
riksson.
Úrslitaþátturinn verður í
beinni útsendingu frá íþrótta-
höllinni á Akureyri á föstudags-
kvöld kl. 21.10. Spyijandi er
Stefán Jón Hafstein, dómari
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir en
Andrés' Indriðason annast um-
sjón og dagskrárgerð.