Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 Ábyrgðarleysi eftir Þorvald Gylfason I. Tvöföldun erlendra skulda á 11 árum Það er að sönnu ærin ástæða til þess nú að vara við of mikilli svart- sýni um afkomuhorfur þjóðarinnar á næstu árum. Vissulega eru mörg mikilvæg vandamál óleyst, einkum í efnahagsmálum og stjórnmálum, en við höfum alla burði til að leysa þau farsællega á næstu árum. En til þess að það sé hægt, verða al- menningur og stjórnvöld að hafa skynsamlegan skilning á undirrót, eðli_ og umfangi vandans. Ég verð þess var víða, að fólkið í landinu áttar sig margt mætavel á því ófremdarástandi, sem við höf- um komið okkur í. Það er á hinn bóginn tilfinnanlegt, hversu mikið virðist vanta á slíkan skilning meðal stjórnmálamanna enn sem fyrr, en það er að vísu skiljanlegt, því að þeir bera höfuðábyrgð á vandanum, sem við er að glíma. Þeir hafa þe'ss vegna augljósan hag af því að kann- ast ekki við vandamálin, reyna að breiða yfir þau eða kenna öðrum um. Stjórnmálamennirnir geta hiris vegar ekki skýlt sér á bak við skort á upplýsingum. Fáfræði er engin afsökun í upplýstu samfélagi. Það kann reyndar hafa villt sumu fólki sýn á iiðnum árum, að efna- hagsvandanum hefur verið leynt á bak við gegndarlausar lántökur í útlöndum Iangt aftur í tímann. Það er bezt að skýra þetta með dæmi. Þjóðartekjur á mann voru tæpiega 1,3 milljónir króna 1980 á núver- andi verðlagi. Erlendar skuldir þjóð- arinnar voru þá tæplega 400.000 krónur á niann eða 30% af þjóðar- tekjum. í fyrra voru þjóðartekjur tæplega 1,4 milljónir á mann. Þær höfðu því aukizt um 8% á 11 árum eða 0,7% á ári að jafnaði þennan tíma. Þetta er að sönnu sáraiítill hagvöxtur borið saman við nálæg lönd á sama tíma, en stjórnvöid virt- ust samt ekki hafa þungar áhyggjur af því. Þau létu að minnsta kosti reka á reiðanum ár fram af ári, eins og ekkert væri að. En þetta er ekki allt. Hitt verður að fylgja með, að erlendar skuldir þjóðarinnar voru komnar yfir 800.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu í lok síðasta árs eða næst- um 60% af þjóðartekjum. Skuldirnar hafa tvöfaldazt miðað við þjóðar- tekjur á aðeins 11 árum: II. Batnandi lífskjör að láni Mig langar að biðja lesandann að veita þessu fyrir sér í stutta stund: Þessi ellefu ár, 1980-91, tók- um við yfir 400.000 krónur að láni á hvert mannsbarn í landinu, en tekjur okkar jukust samt aðeins um rösklega 100.000 krónur á mann allan þennan tíma. Þessar tölur fela það í sér, að án þessarar ofboðslegu skuldasöfnunar í útlöndum þennan tíma og án róttækrar stefnubreyt- ingar í efnahagsmálum hefðu ráð- stöfunartekjur þjóðarinnar minnkað um náiægt 20% að öðru jöfnu síð- ast Iiðin ellefu ár þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði yfirleitt. Lífskjör al- mennings hefðu hríðversnað. Hvað þýðir þetta? Við höfum tek- ið batnandi lífskjör að láni í útlönd- um öil þessi ár. Hagvöxturinn hefur verið minni en enginn í raun og veru. Stjórnvöld hafa slegið nauð- synlegum umbótum á frest von úr viti í skjóli skuldasöfnunar. Börnin okkar eiga eftir að borga reikning- inn - verði þau ekki farin úr landi, þegar þar að kemur. Nú getur skuldasöfnun innan hóflegra marka átt fullan rétt á sér, ef lánsfénu er varið til arðbærr- ar fjárfestingar. Því er ekki að heilsa hér. Mestum hluta íjárins, sem við höfum fengið að láni, hefur ýmist verið eytt eða þá varið í óarðbæra íjárfestingu, ekki sízt í sjávarútvegi og landbúnaði. Við höfum haldið áfram að kaupa skip, þótt fiskiskip- aflotinn sé löngu orðinn alltof stór. Og við höfum haldið áfram að reisa mannvirki undir óhagkvæma mat- vælaframleiðslu, sem við höfum síð- an greitt niður til útflutnings af almannafé. Við höfum verið að fjár- festa í fortíðinni. Þetta hefur við- gengizt með vitund og vilja stjórn- valda og stundum beinlínis að frum- kvæði þeirra. Skoðum þetta betur. Hvernig má það vera, að enginn raunverulegur hagvöxtur hafi átt sér stað í landinu síðast liðin ellefu ár, heldur þvert á móti veruleg hnignun? • Færðum við ekki landhelgina út á áttunda áratugnum til að búa í haginn fyrir framtíðina? Jú, víst gerðum við það, en við sóuðum dijúgum hluta ávinningsins í glóru- lausa íjölgun fiskiskipa og fisk- vinnslustöðva, sem engin þörf var fyrir. • Gengum við ekki í EFTA 1970 til að styrkja stöðu okkar langt fram í tímann? Jú, en við sólunduðum hluta hagræðisins fyrir íslenzkan iðnað og fyrir almenning með því að halda dauðahaldi í ranga gengis- stefnu, sem hefur dregið þrótt úr iðnaði, verzlun og þjónustu af illa grundaðri umhyggju fyrir sjávarút- vegsfyrirtækjum. • Réðumst við ekki í umfangs- miklar virkjunarframkvæmdir til að skjóta fleiri og styrkari stoðum und- ir þjóðarbúskapinn? Jú, 'en við sóuð- um líka miklu fé í óarðbær verkefni á þeim vettvangi (hver man ekki eftir Kröfluvirkjun?) og kyntum undir verðbólgunni um leið. III. Sömu sjúkdómseinkenni og austan tjalds Brestirnir í innviðum atvinnulífs- ins hér heima eiga sumt sammerkt með sjúkdómseinkennum efnahags- lífsins í kommúnistaríkjunum fyrr- verandi í Austur-Evrópu. Það er mikilvægt, að menn horf- ist í augu við þessa óþægilegu stað- reynd og láti það ekki villa sér sýn, að við búum í lýðræðis- og réttar- ríki, meðan Austur-Evrópuþjóðirnar bjuggu við einræðis- og lögreglu- vald. Það má ekki heldur byt'gja mönnum sýn, að hér hefur aldrei ríkt vöruskortur né almenn fátækt eins og þar. Og það má alls ekki rugla menn í ríminu, að tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir, sem hafa ráðið lögum og lofum hér heima frá stofnun lýðveldisins og stjórna'ð landinu ýmist á víxl með aðstoð smærri flokka eða í samein- ingu, kenna sig sjálfir við einka- framtak, ftjálslyndi og framfarir í austur-evrópskum öfugmælastíl. Það er engu að síður staðreynd, að ein höfuðmeinsemdin í efnahags- lífi okkar er sama eðlis og í Austur- Evrópu fyrir byltinguna 1989. Mein- semdin er sú, að stjórnvöid hafa komið í veg fyrir eðlilega endurnýj- un og umsköpun í atvinnulífinu með því að hlaða undit' hefðbundna at- vinnuvegi og halda öðrum atvinnu- vegum niðri með því móti. Stjórn- völd hafa notað banka- og sjóða- kerfið til að halda óhagkvæmum atvinnurekstri gangandi von úr viti Þorvaldur Gylfason „Seðlabanki íslands getur ekki gegnt lög- boðnu hlutverki sínu með góðu móti í sam- ræmi við kall og kröfur tímans, nema hann sé leystur undan áhrifum stjórnmálamanna til samræmis við skipan seðlabankamála í öðr- um löndum.“ á kostnað .almennings. Peningum hefur verið ausið í illa rekin fyrir- tæki, jafnvel þótt ljóst væri, að lánsféð fengist aldrei endurgreitt. Þannig hafa stjórnvöld komið í veg fyrir það, að nýir og hæfari eigend- ut' og stjórnendur tækju við þeim fyrirtækjum,, sem standast ekki kröfur tímans. Innviðir margra þessara fyrirtækja hafa haldið áfram að fúna undit' verndarvæng vinveittra stjórnmálamanna. Með því að tjúfa markaðsöflin úr sambandi til að hlífa eigendum og stjórnendum illa rekinna fyrir- tækja við afleiðin'gum gerða sinna, hafa stjórnvöld skekkt og veikt inn- viði atvinnulífsins hér heinta svo mjög, að fyrirtækin geta nú engan veginn staðið undir þeim launa- greiðslum og iífskjörum, sem vinn- andi fólk á að venjast og telur sig eiga rétt á. Ég tel litlar líkut' til þess, að launþegat' sætti sig við þetta til lengdar. Fúnir innviðir margra þessara fyrirtækja geta brostið þá og þegar. Sams konar fúi í miklu stærri stíl vat'ð kommúnista- ríkjunum fyrrverandi að falli, þótt fleira legðist að vísu á sömu sveif þar eystra. Svo er annað. Stjórnvöld hafa líka tafið fyrir nauðsynlegri endurskip- ulagningu banka-, og sjóðakerfisins. Þetta hafa þau gert meðal annars með því að gefa völdum útvegs- mönnum aflakvóta, sem þeir hafa síðan selt fyrir svimandi fúlgut' og notað féð að verulegu leyti til að greiða niðut' skuldir við banka og sjóði, sem hefðu komizt í þrot að öðrum kosti vegna ábyrgðarlausrat' útlánastefnu. Nú þegar hafa bankat' og sjóðir engu að síður þurft að afskrifa miklar fját'hæðir vegna tap- aðra útlána. Þetta á einkum við um Landsbanka íslands og nokkra fjár- festingarlánasjóði. Mun þyngri áföll eru óumflýjanleg á næstu misserum. Fólkinu í landinu vet'ður gert að borga brúsann. Stjórnmálamennirnir láta þó eins og þeir lifi í öðrum heimi. Þeir halda áfram að troða sjálfum sér og hver öðrum í bankastjórnir og bankat'áð, eins og ekkert hafi í skorizt. Nú fyrir sköntmu tóku formaður og framkvæmdastjóri tveggja stærstu' stjórnmálaflokkanna til dæmis sæti í bankaráði Landsbankans, þótt hvorugur þessara manna sé þekktur að því að bera glöggt skynbragð á bankamál, öðru næt'. Þetta er reynd- ar annað austantjaldseinkenni: Stjórnmálamenn trana sjálfum sér í stjórnir ríkisfyrirtækja, sem þeir þekkja hvorki haus né sporð á, og leggja lamandi hönd á nauðsynlegar umbætur í rekstri og skipulagi fyrir- tækjanna. Mikill samdráttur þjóðarfram- leiðslunnar á þessu ári og meðfylgj- andi aukning atvinnuleysis eru angi á þessum meiði. Vandinn er ekki tímabundinn. Hann stafar ekki af utanaðkomandi áföllum. Það er til einskis fyrir stjórnmálamenn að þykjast í sífellu vera að moka flór- inn eftir fyrrverandi ríkisstjórn. Nei, efnahagsvandinn er fyrst og fremst óhjákvæmileg afleiðing þeirrar efnahagsstefnu, sem stjórn- völd landsins hafa fylgt unt langt árabil. Stjórnmálaflokkarnir bera allit' ábyrgð á þessari efnahagsstefnu að meira eða minna leyti. Þetta vet'ða stjórnmálamennirnir að horfast í augu við og viðurkenna, því að ann- ars er engin von til þess, að þeir geti leitt þjóðina út úr núverandi ógöngum. Ég verð þó að játa það, að ég er ekki mjög vongóður um, að stjórnmálamenn okkat' eigi eftir að biðjast afsökunar í bt'áð, eins og kommúnistar í Austur-Evrópu höfðu þó manndóm til að gera, þeg- ar efnahagsstefna þeirra hafði beðið skipbrot. MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýrða sím- kerfið á markaðnum i dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðuni. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1-32bæjariínur-Alltað 192símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX •Islenskur texti á skjám tækjanna. •Beint innval. •Hægt er aö fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun þ.e. tfmi, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfíð eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tíma. •Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum. •Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíður þar til númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir slmafundi. •Hægt er að tengja Telefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. •Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið. •Innbyggt kallkerfi er f Hybrex. •Langlinulæsing á hverjum og einum slma. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR ;§ Borgarieikhúslð Morgunblaðið, augl. Gatnamálasfjóri Samband Islenskra Reykjavíkur sveitarfélaga Gúmmlvínnustofan Securitas islenska óperan Sjóvá-Almennar Landsbrélhf. 0(1. ofl. o(l. Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 í SOHatÚtífJbUK, V%/ Eigenda- skipti að Dansbarnum NÚ NÝLEGA hafa nýir rekstr- araðilar tekið við rekstri Dans- barsins á Grensásveginum. Þeir eru Dagbjört Ilanna Sigurdórs- dóttir og Jónas Jóhannesson og hyggja þau á ýmsar breytingar á Dansbarnum, t.d. verður nú opið á fimmtudags- og sunnu- dagskvöldum með lifandi tónlist og ýmsum uppákomum og kynningum. Á fimmtudags- og sunnudags- kvöldum verður opið báða dagana frá kl. 20.00-1.00 en á föstudags- og laugardagskvöldum verður opið frá kl. 19.00-03.00 og verður boðið upp á lifandi tónlist bæði kvöldin. Föstudagskvöldið 3. apríl mun hljómsveitin 7und leika fyrir dansi og á laugardagskvöldið verður það hljómsveitin Gömlu brýnin. Sunnudagskvöldið verður Hilmar Sverrisson dansstjóri til kl. 1.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.