Morgunblaðið - 02.04.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
15
IV. Hvað sögðu ráðgjafarnir?
Undir eðlilegum kringumstæðum
á að ríkja trunaður á milli ríkis-
stjómar og ráðgjafa hennar líkt og
á milli sjúklings og læknis. Efna-
hagsþróun landsins undanfarin ár
er hins vegar allt annað en eðlileg:
Hún er hneyksli og ber vitni um
vítavert ábyrgðarleysi af hálfu
stjórnvalda.
Sú spurning hlýtur því að vakna
við þessar ki'ingumstæður, hvaða
ráð helztu efnahagsstofnanir stjórn-
valda hafa gefið á liðnum árum.
Við lestur opinberra skýrslna Seðla-
banka íslands og Þjóðhagsstofnunar
virðist mér það koma berlega í ljós,
að þessar stofnanir hafa ekki staðið
í stykkinu. Þær hafa ekki sagt neitt
að ráði umfram það, sem stjórnvöld
vildu heyra.
• Þær hafa aldrei lagt áherzlu á
nauðsyn þess að hverfa frá núver-
andi stefnu í landbúnaðarmálum,
þótt það sé deginum ljósara, að ný
landbúnaðarstefna er nauðsynlegur
hlekkur í þeirri hagstjórnarbót, sem
þjóðin þarfnast. Um þetta er enginn
ágreiningur meðal hagfræðinga inn-
an sem utan stjórnkerfisins.
• Þær hafa ekki heldur tekið und-
ir ítrekaðar tillögur um veiðigjald,
þótt veigamikil rök hafi verið færð
að því, að veiðigjald í einhverri
mynd ásamt gengisbreytingu sé
einnig nauðsynlegur hlekkur í nýrri
efnahagsstefnu. Þó eru margir
helztu talsmenn veiðigjalds einmitt
embættismenn í Seðlabankanum og
Þjóðhagsstofnun.
• Þær hafa ekki heldur gert at-
hugasemdir við skaðleg afskipti
stjórnmálamanna af bönkum og
sjóðum, þótt einstakir starfsmenn
þessara stofnana hafi að vísu gert
það í eigin nafni, þar á meðal for-
maður bankastjórnar Seðlabankans.
Mér er það fullljóst, að ráðgjafar-
■stofnunum stjórnvalda er vandi á
höndum í þessum efnum. En ég tel
samt, að Seðlabankinn og Þjóðhags-
stofnun hafi ekki rækt skyldu sína
gagnvart almenningi að fullu: Þess-
ar stofnanir hefðu að réttu lagi átt
að eiga frumkvæði eða að minnsta
kosti aðild að heilbrigðri og mál-
efnalegri gagnrýni á efnahags-
stefnu stjórnvalda í stað þess að
þegja þunnu hljóði við gagnrýni og
aðvörunum okkar, sem stöndum
utan stjórnkerfisins. Það er ekki
nóg, að einstakir starfsmenn þess-
ara stofnana taki af skarið í einstök-
um málúm í eigin nafni, heldur
þurfa stofnanirnar sjálfar að gera
það. Þessi gagnrýni beinist ekki að
þeim einstaklingum, sem stýra þess-
um stofnunum, heldur fyrst og
fremst að því starfsumhverfi, sem
þeim er búið af hálfu stjórnvalda.
Seðlabankinn hefur þó staðið sig
að því leyti, að hann hefur veitt
stjórnvöldum aðhald í gengismálum
og vaxtamálum síðustu ár.
V. Hlutverk Seðlabankans
En verksvið Seðlabankans er víð-
ara en svo samkvæmt lögum. Þegar
það er orðið dagljóst, eins og það
hefur verið nú um iangt skeið, að
það er ekki vinnandi vegur að
tryggja varanlegan stöðugleika og
vöxt í þjóðarbúskapnum án stefnu-
breytingar í skipulagsmálum at-
vinnuveganna, þá eiga Seðlabank-
inn og Þjóðhagsstofnun að láta
málið til sín taka, hvort sem ríkis-
stjórninni líkar það vel eða illa. Og
þegar alvarlegum brestum í hag-
stjórnarstefnunni og eiginlegu efna-
hagshruni er leynt með gríðarlegum
erlendum lántökum árum saman,
eiga í'áðgjafar stjórnvalda, sem hafa
fingurna á slagæðum efnahagslífs-
ins að atvinnu frá degi til dags, að
rísa upp og aðvara almenning.
Þannig er góðri efnahagsráðgjöf
háttað í öðrum löndum, þegar mikið
liggur við. Þar reyna ráðgjafar
stjórnvalda fyrst til þrautar að koma
vitinu fyrir stjórnmálamennina í
kyrrþey eða þá fyrir opnum tjöldum,
ef annað dugir ekki, og segja svo
af sér með sóma, ef allt annað
bregzt. Reynslan að utan sýnir það,
að stjórnmálamenn láta sér iðulega
segjast undir slíkum kringumstæð-
urn.
Lög um Seðlabanka íslands gera
raunar ráð fyrir því, að stjórn bank-
ans geti opinberað ágreining við
stjórnvöld um efnahagsstefnuna. A
þetta hefur þó aldrei reynt í rösk-
lega 30 ára sögu bankans, þótt efna-
hagsstefna stjórnvalda hafi augljós-
lega verið röng í veigamiklum atrið-
um, sem varða verksvið bankans.
Seðlabankar í útlöndum kunngera
iðulega ágreining við stjórnvöld,
þegar þeim tekst ekki að ná sam-
komulagi fyrir luktum dyrum.
Stundum hafa bankarnir betur,
stundum ekki.
Ágreiningurinn snýst oftast um
það, að stjórnmálamennirnir reyna
að fá seðlabankann til að prenta
meiri periinga en bankinn telur ráð-
legt. Seðlabankinn styrkir stöðu
sína með því að gera slíkan ágrein-
ing opinberan, ef í harðbakka slær,
því að stjórnmálamenn treysta sér
oft ekki til að beijast fyrir aukinni
peningaprentun og verðbólgu í aug-
sýn almennings. Einmitt þess vegna
er það talið nauðsynlegt, að seðla-
bönkum sé stjórnað af kunnáttu-
mönnum, sem njóta trausts og virð-
ingar meðal almennings, eru óháðir
stjórnmálaflokkum og hafa þrek til
þess að bjóða stjórnvöldum byrginn,
þegar nauðsyn krefur. Marknfiðið
er að gera seðlabönkunum kleift að
tryggja hagsmuni almennings
gagnvart stjórnvöldum. Reynsla iið-
inna ára sýnir það líka ótvírætt, að
verðbólga er yfirleitt minni í þeim
löndum, þar sem seðlabankar eru
tiltölulega sjálfstæðir gagnvart
stjórnvöldum, að öðru jöfnu.
Rök og reynsla hníga í sömu átt
hér heima: Seðlabanki íslands getur
ekki gegnt lögboðnu hlútverki sínu
með góðu móti í samræmi við kall
og kröfur tímans, nema hann sé
leystur undan áhrifum stjórnmála-
manna til samræmis við skipan
seðlabankamála I öðrum löndum.
Höfundur cr prófessor við
Háskóla íslands.
SIEMENS
Kæli - og frvstitœki í miklu úrvali!
Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœöi, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Uppáhald sælkerans
8 stykki á aðeins
kr. 9.250
D
ir\
Hosl
frél
Nu getur þú látið Ijós þitt skína í eldhúsinu með
eldhúsáhöldum frá Practika úr háglansandi,
ryðfríu gæðastáli. Svört handföng úr hitaein-
angrandi gerviefni og með gyllingu. Öll áhöldin
má þvo í uppþvottavél og þau passa fyrir allar
gerðir eldavéla. Tvöfaldur botn, sem tryggir
hagkvæma orkunotkun og bestu mögulega eld-
unareiginleika. Þetta eru 8 hlutir; 2 lágir pottar
með loki, 016 og 20 cm; 2 háir pottar með loki,
016 og 20 cm; 1 skaftpottur, 016 cm; 3 skálar,
018,20 og 22 cm.
Pöntunarnr. 066.185. 8 stykki á 149,- DM.
le
STÆRSTA PÓSTVERSLUN EVRÓPU
VERSLUN OG AFGREIÐSLA í HJALLAHRAUNI 8,
HAFNARFIRÐI, SÍMI 91-50200.