Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 16

Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 „LEIÐARLJÓS“ eftir Árna Gíslason Síðastliðinn sunnudag biftist í Morgunblaðinu viðtal við núverandi sjávarútvegsráðherra, Þorstein Pálsson, þar sem á nokkrum síðum var teygður lopinn og miklum papp- ír og mikilli prentsvertu eytt í að útskýra stefnu ráðherra í sjávarút- vegsmálum. Innihaldi viðtalsins hefði þó verið hægt að koma fyrir í þremur setningum: 1. Núverandi kvótalögum og leik- reglum þeirra verður ekki breytt. 2. Vísindin (Hafró) efla alla dáð. 3. Andstæðingarnir koma ekki með neinar tillögur að breytingum. Áður en lengra er haldið er rétt að gæta fyllstu sanngirni og segja að Þorsteinn er ekki upphafsmaður að óskapnaðinum, en hefur haldið svo vel ti! streitu stefnu fyrirrenn- ara síns að ég hef heyrt hann kall- aðan Hallór II. Við skulum nú líta á ofannefnd þrjú atriði og blanda bæði stað- reyndum og atriðum úr fréttum undanfarið saman við skoðanir Þor- steins. Kvótalögin og leikreglurnar Fyrst er þar til að taka að ráð- herra verður mjög tíðrætt um hag. Hann byijar í fyrirsögninni: Með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Sé lesið áfram kemur: Hagsmuna- gæsla fyrir sjávarútveginn (sam- tryggingarvaldið?) er hagsmuna- gæsla fyrir þjóðina! Það var og! Ráðherra verður síðan tíðrætt um hagkvæmni og hagræðingu. Þessi orð hljóma vel og ættu að vera aðalsmerki hverrar ríkisstjórnar og ráðherra. Lítum hins vegar á hvað liggur á bak við þau í þessu til- felli. Byrjum á að taka út þau tvö atriði í núverandi kvótaiögum sem öllu máli skipta, þ.e.a.s. fijálsa framsalið (einkaréttur sægreifa) og aflamark skipa. Bæði þessi atriði telur ráðherra „höfuðforsendur" núverandi laga til þess að menn geti hagrætt hjá sér og náð fram hagkvæmum rekstri. Áður en lengra er haldið vil ég vísa á frétt, sem kom í fréttaþættinum Auðlind- inni í útvarpinu nýlega, um skulda- stöðu nokkurra útgerðarfyrirtækja umreiknaða í þorskígildistonna- eign sömu fyrirtækja. Fram kom að mörg skulduðu þau á bilinu 130 til 160 þúsund kr. á hvert tonn. Þetta er í sjálfu sér ágætis formúla og hvað segja þessar tölur? Þær segja að fyrirtækin eru í raun gjald- þrota. Á sama tíma eru þessi fyrir- tæki með stærstu kvótana og verða að byija að hagræða segir ráð- herra, engin lausn að þau fari á hausinn af því að þau séu svo stór! (og margir af eigendum kjósa rétt?). Svo byija menn að hagræða. Sumir áelja kvóta og losa sig úr skuldum (ráðherra er ánægður). Kvótinn er verðlagður á margföldu rekstrar- hæfu verði. Minna máli skiptir fyrir ráðherra hvort sala geri aðra á staðnum atvinnulausa og eigna- lausa. Hagkvæmnin er í fyrirrúmi þó svo að þeir einu sem geta keypt séu þeir sem geta „hagrætt" í fram- talinu hjá sér og látið almenning borga í gegnum skattakerfið eða (sama hvað hver segiij notað sjóða- sukksaura (sem þeir geta ekki og ætla sér ekki að endurgreiða) til að fjármagna kvótakaupin. Hag- ræðing fellst einnig í að fyrirtæki með vonlausa skuldastöðu kaupi með góðu eða illu frystitogara og sendi atvinnu fjölda manna út á sjó þó svo að sömu fýrirtæki eigi í landi fullkomnar vinnslustöðvar. Eða segja menn ekki að vinnslustöðvar séu of margar! Hluti af hagræðingunni fellst líka í því að þvinga menn til að láta af hendi fisk á hálfvirði (tonn á móti tonni) af því að þeir „eiga“ fiskinn og slá tvær flugur í einu höggi: Rýra hlut sjómanna og fá betri út- . komu úr vinnslunni. Aðrir komast ekki að. Við hvað eru þessir menn hræddir? Jú, þeir hræðast eðlilegt viðskiptasiðferði á jafnréttisgrund- velli, þeir þora ekki að horfast í augu við heilbrigða samkeppni. Ráðherra 'nefur og lýst því yfir að hann sé ekki hlynntur því að allut' fiskur fari á markað. Það eru kannski of miklir hagsmunir í húfi, svona á miðju hagræðingartímabili. Allt það mismununarofbeldi sem ráðherra blessar og telur af því góða mun leiða til gjaldþrota og uppgjafa fjölda manna, byggðar- laga og fyrirtækja og ekki skal gleymt að oft leiðir ofbeldi af sér meira ofbeldi. Davíð Oddsson talaði um það fyrir áramót að leiðrétta skyldi þá mismunun sem sjóðasukk- og fyrirgreiðslupólitík undanfar- Árni Gíslason „Lítið gerist þó, menn virðast beygja sig undir „leiðarljós“ sjávarút- vegsráðherra, sem mér og fjölda annarra sýnist frekar líkjast grútar- týru hagsmunagæslu og mismununar, en ein- hverju ljósi.“ inna ára hefði valdið. jafna aðstöðu. Minna hefur farið fyrir.þeirri um- ræðu undanfarið. Allt sjóðasukkið í skuldbreytingarprósess eins og er! Jón Baldvin og kratarnir hafa skrif- að greinar og gefið yfirlýsingar um að nú verði að taka til. Lítið gerist þó, menn virðast beygja sig undir „leiðarljós" sjávarútvegsráðherra, sem mér og fjölda annarra sýnist frekar líkjast grútartýru hagsmu- nagæslu og mismununar, en ein- hveiju ljósi. Nýlega kom í sjónvarpinu viðtal við togbátsskipstjóra í Eyjum ásamt myndum af „feng“ bátsins í síðasta róðri. Fengur sá var slatti af fisk- hræjum í kari og mátti sjá netaför á heillegustu hræjunum, sem sagt dauður fiskur sem hafði verið hent. Fram kom að báturinn hefði fengið upp í 250 kg í togi af hræjum. Skipstjórinn hafði aldrei séð annað eins. Hvað er hér að gerast. Ein sönnunin enn um umgengnina á miðunum í aflamarkskerfi núver- andi laga, og það á hrygningarslóð- um (fæðingardeildinni!). Einungis sá afli sem menn koma með að landi telur í kvóta, og til hagræðingar hirða menn aðeins það sem besta verð gefur í landi, hinu er hent. Að það komi 250 kg í togi af hræj- um segir aðeins það að það hlýtur að vera lag af dauðum fiski á botn- inum. Ekki ætla ég að fjölyrða meir um þetta atriði, aðeins að segja: Fleiri og fleiri eru að koma út úr ^kelinni og segja sannieikann um þá gegndarlausu verðmætasóun sem viðgéngst á miðunum í kring- um landið vegna aflamarkskerfis- ins. . , Efla vísindin alla dáð? Einn af hornsteinum núverandi kerfis telur ráðherra (ásamt fyrir- rennara) vera ráðgjöf Hafró. Ráð- herra mætir gjarnan á fundi með fulltrúa þaðan, og gjarnan vopnað- an glærum, til útskýringar fyrir fundarmenn. Ekki ætlar undirritað- ur að leggja dóm á ágæti ráðgjafar þessarar en eitthvað virðast þó hlut- irnir málum blandnir hjá þeirri ágætu stofnun. Fyrst er þar til að taka að loðnu- vertíð er lokið og eins og ég gat um í síðustu grein minni hefur Hafró (með hjálp ráðherra) tekist að eyði- leggja hana eina ferðina enn. Nú hefur hins vegar það merki- lega gerst að Hjálmar hefur lagt af fyrrum véfréttarstíl og viður- kennt í fjölmiðlum að „eitthvað" hafi farið úrskeiðis, segist vera á kafi í að leita skýringa á skýrslum, jafnvel áratugi aftur í tímann og er helst á því að í leitarrallinu (þeir eru mikið fyrir röllin hjá Hafró!) á nýliðuninni, sem gefa átti veiðina í ár hafi menn „sennilega" bara farið fram hjá nýliðuninni og þess vegna hafi þeir ekki fundið neina nýliða r 2835 PLL 100 WATTA HLJÓMTÆKJASTÆÐA STAFRÆNT ÚTVARP - 6 BANDA TÓNJAFNARI - TVÖFALT KASSETTUTÆKI - PLÖTUSPILARI - 2x60 WATTA HÁTALARAR - FJARSTÝRING - FULLKOMINN GEISLASPILARI 1BIT/3JA GEISLA SERTILBOÐ KR. KR. 21.450.- ÁN GEISLASPILARA 36.950. STGR. M NIUNALÁN AFBORGUNARSKILMÁLAR VÖNDUÐ VERSLUN HUðMCO FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005 og þess vegna haldið að stofninn væri hruninn. Ég er ansi hræddur um að þeir verði að taka fram hjá sér loðnuglærurnar og bæt.a við nýliðunarlitinn. Mennirnir verða að hafa réttan lit á réttum stað á fundunum hjá ráðherra! Lítum aðeins á síldar- stofninn. Þeir segja hjá Hafró að hann sé 500-700 þúsund tonn þar af 300-400 þúsund hrygningar- stofn. Veidd voru á síðustu vertíð um 100 þúsund. tonn. Gallinn er nefnilega sá að það má ekki veiða síldina. Hann Jakob bannar það! Það verður að safna í sarpinn og geyma til beti'i tíma. Það væri svo sem gott og blessað ef kvikindin þyrftu ekki að éta. Sennilega eru þau núna í veislu í loðnuhrognunum og.kannski hrognum annarra fiska, til að stofninn verði ennþá stærri á næsta ári (og hinir stofnarnir þá minni). Það skyldi þó ekki vera að fiskistofnarnir væru aðallega í því að éta hver annan og samtímis Is- lendinga út á gaddinn. Aftur til nýliðunnar. Hjálmar tel- ur „sennilegt“ að þeir hafi ekki hitt á nýliðun loðnunnar hérna um árið. Gæti það verið að þeir hefðu ein- hvern tímann ekki hitt á nýliðunina í þorskinum? Og þar sé komin skýr- ingin á því að undanfarið hefur verið mokveiði á þorski allt frá Hornafirði vestur á firði svo menn þurfa að fara jafnvel áratugi aftur í tímann til að finna samjöfnuð? Allit' að verða kvótalausir og „neyðast" til að hámarka hjá sér afkomuna með því að henda fiski fyrir milljarða, á meðan fjöldi fisk- vinnslufólks er atvinnulaus og allt er að fara á hausinn. Spyr sá sem ekki veit. Spyijið Þorstein! Skoirtur á tillögum til breytinga Eitt af því sem ráðherra tiltekur í greininni er að engar tillögur hafi komið frá andstæðingum núverandi kvótakerfis. Þessu vill undirritaður vísa aftur til föðurhúsanna. Sann- leikurinn er sá að ráðherra er eins og fyrirrennari hans svo gjörsam- lega fastur í núverandi kerfi að hann ljær ekki máls á neinum breyt- ingum. Til þess eru allt of miklir hagsmunir í húfi, finnst honum, og til þess eru fjarstýritaumarnir neð- an úr LÍÚ allt of sterkir. Á meðan svo er, er lítil von um annað en „hagræna" umfjöllun um þessi mál, og hið gegndarlausa rugl mismununarofbeldis, hagsmuna- gæslu og verðmætasóunnar rnun halda áfram og afleiðingarnar munu verða skelfilegar. Við skulum vona að vitræn uinfjöllun leysi brátt hina hagrænu af hólmi. Höfundur er fiskverkandi og fyrrverandi skipsljóri. Listahátíð ungs fólks lýkur á laugardag Nú stendur yfir í Hinu liúsinu í Brautarholti 20 Listahátíð ungs fólks, „Unglist 92“ og eru samstarfsaðilar að hátiðinni Félag framhaldsskóla í Reykjavík, AFS skiptinema- samtökin, Útideild unginga FR og allar félagsmiðstöðvar í Reykjavík. Markmið liátíðarinnar er að veita ungu listfengnu fólki á aldrinum 16 til 20 ára og þar um bil tækifæri til að koma list sinni á framfæri til jafnaldra og aimennings. Listahátíðin hófst í gær og verður síðan fram haldið í dag, fimmtudag. Hátíðinni lýkur svo á laugardag með málþingi um menningu, listir og hagsmuna- mál ungs fólks og stendur dag- skráin frá klukkan 10 til 15. Klukkan 15,30 verður síðan fata- og hárgreiðslusýning og sýning á föðrunartækni og annast iðn- skólanemar þá sýningu. Um kvöldið verður síðan karnivalball og er( aldurstakmark fyrir ung- inga fædda 1975 eða fyrr. ú € t « I I f I i I I > I I 6 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.