Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
SIEMENS
Sjónvarpstœki
Sjónvarps-
myndavélar
Hljómtœkja-
samstϚur
Feröaviðtœki
• Útvarpsvekjarar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Þú svalar lestrarþorf dagsins
á^ídum Moggansj^ *
Lyfsala lækna
LYF3AK0STNAÐUR T.R. A MANN M.V. LANDSMEDALTAL 100
A
100
90 •
80 -
70 •
LANDIÐ
-x SVAÐI I
-n SVAÐI II
AR
1983
198 A
1985 1986
1987
SVÆÐI I: MÝRA 0G B0RC, SKAGAF3., EY3AF3.,
ÞINGEY3ARS. , N.-MÚL.
SVÆÐI II: DALASÝSLA, A.-BARÐ., V.-HÚN.
HEIMILD: FÉLACSTÍÐINDI, RIT TRYGGINGASTOFNUNAR
RÍKISINS.
1983 1984 1985 1986 1987
LANDIÐ 100 100 100 100 100
SV. I 82 74 75 74 * 74
SV. II 81 82 84 84 83
eftir Sigurbjörn
Sveinsson
i.
Jafnan, þegar umræður verða uin
lyfjadreifínguna og kostnað þjóðar-
innar af lyfjanotkun, eru margvís-
legar hliðar þessa áhugaverða máls
dregnar fram. Lyfsalar taka þátt í
þessari umræðu ekki síður en aðrir.
Formaður Apótekarafélagsins ritaði
nýlega grein í Morgunblaðið og benti
m.a. á nauðsynþess að lyfsala lækna
yrði iögð af sem skjótast til að auð-
velda hagræðingu í lyfjadreifingunni
og styrkja hana í dreifbýlinu. Þetta
er ekkert nýtt úr þeim herbúðum.
Lög um lyijadreifingu, sem sett
voru fyrir um áratug, gera ráð fyrir
þessu fyrirkomulagi. Talið hefur
verið óeðlilegt, að læknar ættu hagn-
aðarvon í lyfseðlum, sem þeir gefa
út. Eru þá menn bæði að velta fyrir
sér heilsufari opinberra sjóða og
skjólstæðinga læknanna. Má hugsa
sér, að læknir, blindaður af ágirnd,
héldi uppi óeðlilegu lyfjaáti skjól-
stæðinga sinna, þannig að heilsa
þeirra spilltist og ríkissjóður færi
þverrandi.
Þrátt fyrir þessa stefnumörkun
hafa stjórnvöld farið sér hægt við
þessar breytingar og tel ég að rekja
megi það bæði til stjórnsýslunnar í
héraði og ríkisvaldsins. Þessi hæga-
gangur hefur farið fyrir brjóstið á
lyfsölum og sífra þeir sífellt um,
þegar tækifæri gefst, að lyfsalan
verði tekin af læknum.
En hvað veldur þessum hæga-
gangi?
II.
Lyfsölur lækna eru nú á innan
við 10 stöðum á landinu. Víða er
um að ræða fámenn héruð og dreifð,
þar sém velta lyfsölunnar stendur
ekki undir afkomu lyfjafræðings.
Þar yrði að koma á fót útibúum frá
aðlægum lyfjabúðum, þar sem eftir-
lit lyfsala yrði ekki daglegt. Víða,
þar sem svo háttar nú, er eftirlit
lyfsala stopult og dæmi um, að það
sé með mánaða millibili. Lendir þar
afgreiðsla lyfja umtalsvert á læknum
staðanna m.a. á vöktum, án þess
að læknarnir hafi nokkuð með lyfja-
búðirnar að gera. í Ijósi þessarar
reynslu er eðlilegt, að heimamenn
hafi litla trú á bættri þjónustu með
þvi að lyfsala læknanna verði af-
lögð, þar sem hún er enn.
En eru íbúar þessara héraða, þar
sem lyfjabúðir lækna eru enn við
lýði, að neyta lyfja í óhóflegum mæli?
Ef kostnaðaitölur Trygginga-
stofnunar ríkisins eru notaðar sem
mælikvarði á það, virðist reynslan
geta bent til annars. Tvær rótgrónar
lyfjabúðir lækna hafa verið í Búðard-
al og á Hvaminstanga. Þær þjóna
íbúum þriggja sýslna, Dalasýslu,
Austur-Barðastrandarsýslu og
Vestur-Húnavatnssýslu, en læknis-
hjálpin í þessum sýslum er veitt af
eigendum lygabúðanna. Á árunum
1983 til 1987 var læknisþjónusta
stöðug á þessu svæði og veittu hana
að mestu sömu læknarnir. Því er
fróðlegt að bera saman kostnað
trygginganna af lyfjum fyrir hvern
íbúá á þessu svæði við kostnað í
nokkrum sýslum öðrum, þar sem
aðstæður eru líkar. Þó er sá munur-
inn, að í Mýra- og Borgarfjarðarsýsl-
um, Skagaíjarðarsýslu, Eyjafjarðar-
sýslu, Þingeyjarsýslum og Norður-
Múlasýslu, sem teknar eru til viðmið-
unar, eru lyfjabúðirnar ekki í eigu
lækna.
Þessi samanburður leiðir í ljós,
að yfirleitt var lyfjareikningurinn
lægri á því svæði, þar sem læknarn-
ir seldu lyfin sjálfir, en þar sem lyf-
salan var í höndum lyfjafræðinga
(sjá mynd). Þetta gæti bent tiljjess,
að lyfsala í höndum lækna feiddi
ekki til þess háska fyrir ríkissjóð og
neytendur, sem menn hafa viljað
vera láta.
III.
Tvær eru augljósar afleiðingar
þeirrar ráðstöfunar, að leggja af
núverandi læknaapótek.
Sigurbjörn Sveinsson
„Það er ljóst, að af-
dráttarlaust afnám
læknaapótekanna þjón-
ar ekki mestu hags-
munum almennings
heldur þröngum stétt-
arhagsmunum lyfsala.“ (
í fyrsta lagi munu bætast við j
lyfjadreifinguna • óhagkvæmar
rekstrareiningar, þ.e. ef lyfsalarnir
ætla að sinna þeim skv. lögum. Að |
öðrum kosti verða þeir að draga úr
þjónustunni frá því sem nú er. Þetta
mun gefa kröfum um bættan hag
lyfsölu í dreifbýli, sem þegar eru
uppi, byr undir báða vængi.
I annan stað yrði ríkissjóður að
mæta umtalsverðu tekjutapi lækn-
anna í þessum rýru héruðum með
viðbótargreiðslum til að tryggja
mönnun. Á þetta hefur þegar reynt
í héruðum, þar sem læknar hafa
engin afskipti af lyfsölunni.
Er því vandséð, hvaða hagsmunir
eru í húfí fyrir þjóðfélagið, að geng-
ið verði milli bols og höfuðs á lyf-
sölu lækna við núverandi aðstæður.
Þetta mál endurspeglar auðvitað
þann vanda nútíma þjóðfélags, að |
margvíslegt óhagræði skapast af
ósveigjanlegum réttindum, sem hin-
ar ýmsu sérfræðistéttir hafa áunnið |
sér í lögum og reglugerðum.
Það er ljóst, að afdráttarlaust af-
nám læknaapótekanna þjónar ekki
mestu hagsmunum almennings held-
ur þröngum' stéttarhagsmunum lyf-
sala.
Höfundur er læknir í Reykja vík.
\ atttan
sm i^aíía^tti^ U'ifya /
SONJA
BARNADEILD
Laugavegi 81
214 44