Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 21 Gefur Glasafrjóvgunardeild Kvenna- deildar Landspítalans ómskoðunartæki Kvenfélagasamband íslands: Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands íslands var nýlega haldinn að Hótel Ork. Þátttakendur voru héraðsformenn frá flest- um héraðssamböndum Kvenfélagasambandsins sem og stjórn landssambandsins. Að fundinum loknum var Glasafrjóvgunardeild Kvennadeildar Landsspítalans afhent að gjöf ómskoðunartæki. Auk lögboðinna fundarstarfa voru mörg mál rædd á fundinum. Ingibjörg Broddadóttir félagsráð- gjafi flutti erindi um alþjóðlegt ár fjölskyldunnar 1994, Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Davíðsdótt- ir ræddu um atvinnumál kvenna, Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi flutti erindi um Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu of- beldi, og Guðrún Agnarsdóttir læknir flutti erindi, er hún nefndi „Að iFtekta garðinn sinn“. Að fundinum loknum heimsótti formannaráð Glasafijóvgunar- deild Kvennadeildar Landsspítal- ans og afhenti þar að gjöf óm- skoðunartæki. Davíð Á. Gunnars- son, forstjóri ríkisspítalanna, og Jón Hilmar Alfreðsson, yfirlæknir Glasafijóvgunardeildarinnar, tóku á móti gjöfinni og að því loknu skoðaði formannaráðið aðstöðu deildarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, þakkar gjöf Kvenfé- lagasambands Islands. Ráðstefna um orða- bækur og máhippeldi ÍSLENSKA málfræðifélagið, Orðmennt, félag um orðabóka- gerð og Samtök móðurmálskenn- ara efna til ráðstefnu um orðabækur og máluppeldi í Odda, hugvísindahúsi Háskóla Islands (stofu 101), laugardaginn 4. apríl nk. Ráðstefnan hefst kl. 9.45 og stendur til kl. 15.45. Mikilvægi orðabóka við málanám og margs konar þekkingaröflun hefur orðið æ sýnilegra á undan- förnum árum, m.a. vegna framfara í tölvuvinnslu. Orðabókagerð nýtur nú vaxandi athygli sem fræðilegt viðfangsefni og aukin áhersla á hagnýtt gildi orðabóka hefur stuðl- að að margvíslegum nýjungum og framförum. Talverð gróska er nú í íslenskri orðaþókagerð og unnið er að ýms- um mikilvægum verkefnum á því sviði, bæði á vegum stofnana og einstaklinga. Þá hafa bókaforlög í auknum mæli beint athygli sinni að orðabókaútgáfu. Öll þessi starfsemi er til marks um vaxandi skilning á margvíslegu gildi orðabóka. Engu að síður er hlutur orðabóka og orðabókanotk- unar enn fremur óskýr í skólastarfi og máluppeldi almennt, sérstaklega að því er varðar móðurmálskennslu og málrækt. Með þessari ráðstefnu er einkum ætlunin að efla umræðu um mál- uppeldislegt hlutverk orðabóka með hlutdeild orðabókarhöfunda, mál- fræðinga og kennara. Erindin á ráðstefnunni tengjast þessu við- fangsefni á ýmsan hátt, og verður m.a. fjallað um orðabækur og mál- rækt, fyrstu kynni af orðabókum, notkun orðabóka við móðurmáls- og tungumálakennslu, efnisafmörk- un orðabóka og orðabækur og tölv- ur. Fyrjrlesarar á ráðstefnunni verða: Mörður Árnason, Véný Lúð- víksdóttir, Sigurður Konráðsson, Jörgen Pind, Svavar Sigmundsson, Magnús Snædal, Guðrún Ingólfs- dóttir og Jón Skaptason. (Frcttatilkynning) Nýir FM- ^ sendar RÚY LOKIÐ var við uppsetningu FM senda á Rás 1 og 2 fyrir Hvera- gerði og nágrenni að bænum Sandhóli í Ölfushreppi mánudag- inn 30. mars sl. Með því batnar þjónusta Ríkisútvarpsins á þessu svæði. Hingað til hefur móttaka verið erfiðleikum bundin fyrir íbúa Hveragerðis og nágrennis og einnig hafa ökumenn á leið frá höfuðborg- arsvæðinu og austur fyrir fjall lent í erfiðleikum með að ná sendingum Ríkisútvarpsins þegar komið er austur fyrir Kamba. Sannkallaður eðalvagn á ótrúlega góðu verði. Nissan Primera 2.0 SLX 16 ventla með öllum aukabúnaði á aðeins kr. 1.323.000 stgr. * * Verð án ryðvarnar og skráningagjalds. Bílasýning í Reykjavík og á Akureyri laugardag og sunnudag kl. 1400 - 1700 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfóa 2 sími 91-674000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.