Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
21
Gefur Glasafrjóvgunardeild Kvenna-
deildar Landspítalans ómskoðunartæki
Kvenfélagasamband íslands:
Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands íslands var nýlega
haldinn að Hótel Ork. Þátttakendur voru héraðsformenn frá flest-
um héraðssamböndum Kvenfélagasambandsins sem og stjórn
landssambandsins. Að fundinum loknum var Glasafrjóvgunardeild
Kvennadeildar Landsspítalans afhent að gjöf ómskoðunartæki.
Auk lögboðinna fundarstarfa
voru mörg mál rædd á fundinum.
Ingibjörg Broddadóttir félagsráð-
gjafi flutti erindi um alþjóðlegt ár
fjölskyldunnar 1994, Ingibjörg
Magnúsdóttir og Þóra Davíðsdótt-
ir ræddu um atvinnumál kvenna,
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi
flutti erindi um Stígamót, samtök
kvenna gegn kynferðislegu of-
beldi, og Guðrún Agnarsdóttir
læknir flutti erindi, er hún nefndi
„Að iFtekta garðinn sinn“.
Að fundinum loknum heimsótti
formannaráð Glasafijóvgunar-
deild Kvennadeildar Landsspítal-
ans og afhenti þar að gjöf óm-
skoðunartæki. Davíð Á. Gunnars-
son, forstjóri ríkisspítalanna, og
Jón Hilmar Alfreðsson, yfirlæknir
Glasafijóvgunardeildarinnar, tóku
á móti gjöfinni og að því loknu
skoðaði formannaráðið aðstöðu
deildarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, þakkar gjöf Kvenfé-
lagasambands Islands.
Ráðstefna
um orða-
bækur og
máhippeldi
ÍSLENSKA málfræðifélagið,
Orðmennt, félag um orðabóka-
gerð og Samtök móðurmálskenn-
ara efna til ráðstefnu um
orðabækur og máluppeldi í
Odda, hugvísindahúsi Háskóla
Islands (stofu 101), laugardaginn
4. apríl nk. Ráðstefnan hefst kl.
9.45 og stendur til kl. 15.45.
Mikilvægi orðabóka við málanám
og margs konar þekkingaröflun
hefur orðið æ sýnilegra á undan-
förnum árum, m.a. vegna framfara
í tölvuvinnslu. Orðabókagerð nýtur
nú vaxandi athygli sem fræðilegt
viðfangsefni og aukin áhersla á
hagnýtt gildi orðabóka hefur stuðl-
að að margvíslegum nýjungum og
framförum.
Talverð gróska er nú í íslenskri
orðaþókagerð og unnið er að ýms-
um mikilvægum verkefnum á því
sviði, bæði á vegum stofnana og
einstaklinga. Þá hafa bókaforlög í
auknum mæli beint athygli sinni
að orðabókaútgáfu.
Öll þessi starfsemi er til marks
um vaxandi skilning á margvíslegu
gildi orðabóka. Engu að síður er
hlutur orðabóka og orðabókanotk-
unar enn fremur óskýr í skólastarfi
og máluppeldi almennt, sérstaklega
að því er varðar móðurmálskennslu
og málrækt.
Með þessari ráðstefnu er einkum
ætlunin að efla umræðu um mál-
uppeldislegt hlutverk orðabóka með
hlutdeild orðabókarhöfunda, mál-
fræðinga og kennara. Erindin á
ráðstefnunni tengjast þessu við-
fangsefni á ýmsan hátt, og verður
m.a. fjallað um orðabækur og mál-
rækt, fyrstu kynni af orðabókum,
notkun orðabóka við móðurmáls-
og tungumálakennslu, efnisafmörk-
un orðabóka og orðabækur og tölv-
ur. Fyrjrlesarar á ráðstefnunni
verða: Mörður Árnason, Véný Lúð-
víksdóttir, Sigurður Konráðsson,
Jörgen Pind, Svavar Sigmundsson,
Magnús Snædal, Guðrún Ingólfs-
dóttir og Jón Skaptason.
(Frcttatilkynning)
Nýir FM- ^
sendar RÚY
LOKIÐ var við uppsetningu FM
senda á Rás 1 og 2 fyrir Hvera-
gerði og nágrenni að bænum
Sandhóli í Ölfushreppi mánudag-
inn 30. mars sl. Með því batnar
þjónusta Ríkisútvarpsins á þessu
svæði.
Hingað til hefur móttaka verið
erfiðleikum bundin fyrir íbúa
Hveragerðis og nágrennis og einnig
hafa ökumenn á leið frá höfuðborg-
arsvæðinu og austur fyrir fjall lent
í erfiðleikum með að ná sendingum
Ríkisútvarpsins þegar komið er
austur fyrir Kamba.
Sannkallaður eðalvagn
á ótrúlega góðu verði.
Nissan Primera 2.0 SLX
16 ventla með öllum
aukabúnaði á aðeins kr.
1.323.000 stgr. *
* Verð án ryðvarnar og skráningagjalds.
Bílasýning í Reykjavík
og á Akureyri laugardag
og sunnudag kl. 1400 - 1700
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfóa 2
sími 91-674000