Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 Shirley King- tók lagið á Púlsinum í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Shirley King í Púlsinum BANDARÍSKA blússöngkonan Shirley King syngur á tón- leikum með blússveitinni Vinir Dóra á þrennum tónleikum í Púlsinum í kvöld, föstudags- og laugardagskvöld. Hún er dóttir eins frægasta blústónlistarmanns heims, gítarleik- arans B.B. King. Shirley King starfar með eig- in hljómsveit í Bandaríkjunum, Shirley King Blues Band, og er væntanlegur hljómdiskur með sveitinni en gestir á henni eru Pinetop Perkins og Jimmy Dawkins, sem léku á íslandi á síðasta ári. Shirley King sagði á blaða- mannafundi í gær að hún henni litist vel á að syngja blús fyrir íslendinga. Ferill hennar sem blússöngkonu væri í raun að hefjast með útkomu hennar fyrstu plötu og væri ánægjulegt og vel við hæfi að fá tækifæri að syngja blústónlist í landi jarð- skjálfta og óblíðs veðurfars. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.: Hugmyndir uppi um út víkkun á starfseminni HUGMYNDIR eru nú uppi í stjórn Eignarhaldsfélagsins Al- þýðubankans hf. um að útvíkka starfsemi félagsins með hluta- fjárkaupum í öðrum hlutafélög- um en Islandsbanka. Þetta kom fram í máli Asmundar Stefáns- sonar, stjórnarformanns, á aðal- fundi eignarhaldsfélagsins í gær. Engin tillaga var hins veg- Aðalfundur eignarhaldsfélags Verslunarbankans: Haguaður af starfsemi ársins 181 milljón króna HAGNAÐUR varð af starfsemi eignarhaldsfélags Ver'slunarbankns á síðasta ári sem nemur rúmum 181 milijón króna. Þar af var hagn- aður af sölu Verslunarlánasjóðs 104 milljónir, hagnaður Verslunarl- ánasjóðs rúmar 56 milljónir og hlutdeild í hagnaði Islandsbanka tæpar 20 milljónir. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 10% arð og 6,9% aukningu hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Þá var sam- þykkt tillaga stjórnar um heimild til hennar að undirbúa samruna eignarhaldsfélagsins við Islandsbanka. Stjórn félagsins var endur- kjörin. Eigið fé Eignarhaldsfélagsins jókst um 190 milljónir króna á ár- inu 1991 og nam í árslok 1.451,5 milljónum króna. Eignir samtals voru 1.655 milljónir króna, þar af nam 29,69% eignarhlutur í íslands- banka 1.468 milljónum og 18,2% eignarhlutur í islenska útvarpsfé- laginu 100 milljónum króna. Einar Sveinsson, stjórnarformað- ur Eignarhaldsfélagsins, fór yfir rekstur þeirra fyrirtækja sem félag- ið á hlut í. Sagði hann að kostir af sameiningu bankanna hefði farið að gæta á öðru starfsári íslands- banka með ýmis konar hagræðingu. Starfsemin hefði einkennst af vax- andi styrk hans við erfiðar ytri að- stæður í þjóðfélaginu. Einar mælti fyrir tillögpi stjórnar- innar um heimild tíl hennar að und- irbúa samruna Eignarhaldsfélags- ins og íslandsbanka hf. og þegar drög að samningi milli félaganna liggi fyrir skuli þau ásamt öðrum gögnum er varða samrunann lögð fyrir hluthafafund til ákvörðunar. Einar sagði að það væri skoðun stjórnarinnar að nú væri komið að því _að sameina Eignarhaldsfélagið og íslandsbanka. Það væru hags- munir bankans að ná sem fyrst beinum tengslum við þann breiða hóp hluthafa sem væru í Eignar- haldsfélaginu. Við það myndi sú hólfun sem starfsemi eignarhalds- félaganna veldur falla brott og áherslur í starfsemi þankans sem alhliða viðskiptabanka sem þjónaði öllum atvinnugreinum koma fram með skýrari hætti. ar flutt um þetta efni og sagðist Ásmundur einungis varpa hug- myndinni fram til umhugsunar fyrir hluthafa. Lagði hann áherslu á að stjórn félagsins væri alfarið andsnúin því sjónar- miði að leysa ætti félagið upp og sameina Islandsbanka. Ásmundur benti á í ræðu sinni að eignarhaldsfélög Iðnaðar- og Verslunarbanka vildu mjög gjarn- an að að eignarhaldsfélögin yrðu leyst upp og hefðu stjórnir þeirra þrýst mjög á um það..„Það hafa frá upphafi margir í okkar hópi verið þeirrar skoðunar að eignar- haldsfélagið eigi að vera varan- legt,“ sagði hann. „Við eigum í gegnum þetta fyrirtæki að halda hópinn og koma fram sem ein heild gagnvart okkar samstarfsaðilum. Eg hef sagt það hér áður að af minni hálfu hef ég talið að okkar hópur væri það samstæður að við ættum í rauninni ekki að hafa miklar áhyggjur af þeirri hlið máls- ins. Ég hef líka sagt það hér áður, gerði það á síðasta aðalfundi, að það er alveg ljóst að stjórn Eign- arhaldsfélags Alþýðubankans er alfarið andsnúin því sjónarmiði. Hún er þeirrar skoðunar að það sé rétt að við höidum hópinn með þeim hætti sem nú er. Það hafa raunar líka innan Eignarhaldsfélagsins verið uppi þær raddir að það væri eðlilegt að eignarhaldsfélagið útvíkkaði sitt starf og gengi til hlutafjárkaupa í öðrum félögum þannig að eignin í íslandsbanka væri stofn í stærra eignarhaldsfélagi sem ætlaði sér stærri hlut á hlutabréfamarkaði. Ég ætla ekki að leggja mat á þær hugmyndir en tel mér skylt að gera grein fyrir þeirri umræðu sem orðið hefur í þessu efni. Ég held að við hljótum á hveijum tíma að hafa stöðu eignarhaldsfélagsins til umræðu og til ákvörðunar þannig að við getum á hveijum tíma skipt um farveg í takt við það sem við teljum rétt.“ Hagnaður eignarhaldsfélagsins var alls tæpar 65 milljónir á sl. ári og eigið fé 1.841 milljón í árs- lok. Stjórn félagsins var endurkjör- in á fundinum og samþykkt var að greiða hluthöfum 10% arð. ----- ♦ ♦ ♦--------- 20 sinubrunar á 2 sólarhringum SLÖKKVILIÐ og lögregla í Reykjavík hafa undanfarna tvo sólarhringa verið kvödd út um það bil 20 sinnum vegna sinuelda innan borgarmarkanna. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar hefur hingað tii verið um minniháttar elda sem vandræðalítið hefur gengið að slökkva án þess að tjón á verðmætum hafi hlotist af. Hins vegar er því eindregið beint til foreldra og uppalenda barna að þeir geri sitt besta til að koma í veg fyrir að börn þeirra kveiki sinu- elda. Slíkt sé bannað með lögum og hafi í för með sér hættu á tjóni. I frétfatilkynningu sem garð- yrkjustjóri Reykjavíkur sendi frá sér í gær vegna tíðra sinubruna segir einnig að það sé gamall mis- skilningur að sinubrennur séu til bóta fyrir gróður. Morgunblaðið/Emilía Egill Ólafsson á Hnjóti og Halldór Blöndal samgönguráðherra takast í hendur að lokinni undirritun gjafabréfs fyrir flugminja- safninu. Með þeim á myndinni er Ragnheiður Magnúsdóttir kona Egils. Einstaklingnr gef- ur flugminjasafn EGILL Ólafsson bóndi og safnvörður á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð og Ragnheiður Magnúsdóttir kona hans hafa afhent Halldóri Blöndal samgönguráðherra bréf til staðfestingar á þau hafa gefið Flugmálastjórn flugminjasafn sem Egill hefur komið upp á Hnjóti. Safnið er í nábýli við byggðasafn sem Egill gaf Vestur-Barðastrandarsýslu fyrir nokkrum árum. Egill og Ragnheiður fóru á fund ur hefur mikið farið forgörðum á Halldórs Blöndals samgönguráð- herra og Péturs Eínarssonar flug- málastjóra á dögunum og afhentu gjafabréf sitt. Fyrirhugað er að opna safnið 16. maí næstkom- andi. Safnið verður tengt nafni Egils. Með honum í safnstjóm verður maður skipaður af iíug- málastjóra og annar af Félagi ís- lenskra atvinnuflugmanna. „Höfðingsgjöf þessi er móttekin með þakklæti 31. mars 1992,“ skrifaði samgönguráðherra í gjafabréfið þegar það var undir- ritað. „Þetta er mjög höfðinglegt hjá Agli, hann hefur sýnt frábært framtak,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta safn er það eina á landinu og þar eru varðveittir órúlega margir hlutir. En því mið- þessu sviði á undanfömum árum. Við uppbyggingu safnsins leggur Egill áherslu á að sýna hvað flug- ið hefur verið og er enn mikil- vægt fyrir landsbyggðina,“ sagði Pétur. Hann sagði að vonandi yrði hægt að halda áfram með uppbyggingu safnsins. Að sögn Péturs hafa verið uppi hugmyndir um uppbyggingu á stóru flug- minjasafni í Reykjavík en óvíst er hvenær af því getur orðið. Flugminjasafninu á Hnjóti hef- ur verið komið fyrir í þremur litl- um húsum sem tengjast sögu flugsins, m.a. tveimur gömlum flugstöðvum. Þá stendur til að endurbyggja gamla Vatnagarða- flugskýlið á Hnjóti og koma þar fyrir endurbyggðri flugvél og fleiru. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Ríkið taki að sér rekstur heimilis fyrir vegalaus böm sveitarfélaga um að ríkið taki alfarið að sér rekstur Unglinga- heimilis ríkisins, sem er fyrir unglinga 12 ára og eldri, en nú rekur ríkið heimilið en sveitar- félögin greiða fyrir þá unglinga sem þar dvelja. Jóhanna segir að ríkisstjórnin vilji endurskoða rekstur Unglinga- heimilis ríkisins. „Við teljum rekstrarform Unglingaheimilisins mjög óheppilegt vegna þess að hvert sveitarfélag greiðir með hveijum einstaklingi sem þar kem- ur inn. Þetta hefur valdið því að sumir unglingar hafa ekki fengið þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda þar sem sum sveitrafélögin hafa ekki getað staðið undir kostn- aðinum,“ segir Jóhanna. Hún segir að viðræður hafi átt sér stað milli ríkisins og sveitarfé- laga um að ríkið taki að sér rekst- ur Unglingaheimilis ríkisins og að sveitarfélögin taki að sér önnur verkefni sem ríkið sé með svo sem akstur fatlaðra. „Mér sýnist stefna í að við getum fengið niðurstöðu í þessi mál mjög fljótlega. Ég vil einnig ræða við forsvarsmenn Barnaheilla og heyra hvaða hug- myndir þeir hafi um rekstur heimil- is fyrir vegalaus börn og við erum opin fyrir því að skoða þær hug- myndir áður en endanlega verður gengið frá þessum málum ,“ segir hún. Jóhanna segir að þegar niður- staða hafi fengist í þesum málum muni hún leggja þau fyrir ríkis- stjórnina og að henni sýnist stefna í farsæla lausn á þessum málum. JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra telur það nauðsynlegt að stjórnvöld reki cndahnútinn á söfnun Barna- heilla fyrir heimili fyrir vega- laus börn á íslandi, þ.e. 7-12 ára börn, þannig að hægt sé að koma heimilinu í notkun sem fyrst og að áhugi sé á því að ríkið taki að sér rekstur heimilisins. Auk þess segir hún að viðræður hafi átt sér stað milli ríkisins og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.