Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 Um hlutafélög og útvarpslýðræði Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggssoh, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Viðskipti við erlend fiskiskip Alþingi setti í síðustu viku lög, sem heimila erlendum veiðiskipum að landa eigin afla og selja í íslenzkum höfnum og sækja þangað alla þá þjónustu er varðar útgerðina. Undanskil- inn er afli úr sameiginlegum fiskistofnum, sem ekki hefur verið samið um nýtingu á, en sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að víkja frá þessu ákvæði. Það var löngu orðið tímabært að fella úr gildi sjötíu ára gamalt bann við löndunum erlendra skipa og þjónustu við þau og það er fagnaðarefni að um það tókst víðtæk samstaða á þingi. Lögin frá 1922, sem bönnuðu landanir erlendra skipa og þjón- ustu við þau, voru fyrst og fremst sett til að takmarka veið- ar útlendinga á Islandsmiðum og samkeppni við íslenzkar sjáv- arafurðir á erlendum mörkuð- um. Tilgangurinn með banninu var að gera erlendum veiðiskip- um sókn á íslandsmið eins kostnaðarsama og erfiða og unnt væri. Landhelgin var að- eins þijár sjómílur á þeim árum og landsmönnum þótti blóðugt að sjá útlendingana að veiðum uppi í landsteinum. Þá voru íbú- ar landsins aðeins 96 þúsund og meirihluti aflans var veiddur af útlendingum. Það er því skilj- anlegt, að landsmönnum yxi í augum sókn erlendra skipa í auðlindina og vildu draga úr henni eins og kostur væri. í þessum tilgangi voru þeir reiðu- búnir að horfa á bak miklum viðskiptum við erlend útgerðar- fyrirtæki. Stórstígar framfarir í gerð togara og veiðitækni dró smám saman úr áhrifum bannsins og erlendir togarar sóttu fastar á íslandsmið en nokkru sinni fyrr. Því varð að grípa til annarra ráða til að vernda fiskistofnana og hagsmuni. Stærsta skrefið í þá átt var setning laganna um vísindalega verndun land- grunnsins árið 1948, sem fól í raun í sér íslenzk yfirráð yfir hafsvæðinu umhverfis landið og fiskistofnunum. Á þeim lögum var útfærsla fiskveiðilögsög- unnar síðan byggð, fyrst í 4 mílur árið 1952 og loks í 200 mílur árið 1975. Gífurlegar breytingar hafa orðið á íslenzku þjóðfélagi frá setningu laganna um löndunar- bann árið 1922. Þróunin hefur gert lögin úrelt, því íslendingar hafa full yfirráð yfir hafsvæð- unum umhvörfis landið og auð- lindinni og þeir keppa ekki leng- ur við útlendinga um veiðarnar og sölu afurðanna af íslands- miðum. Þá hefur sú grundvall- arbreyting orðið á, að fiskveiðar við landið eru ekki lengur fijáls- ar vegna laga um hámarksafla og kvótakerfi. Verndunarsjónarmið hafa leitt tii þess, að fiskifræðingar hafa gert tillögur um sífellt minni aflaheimildir og er svo komið, að fiskvinnsluna skortir sárlega hráefni og atvinna hefur farið minnkandi af þeim sökum. Stofnun fiskmarkaða hefur gef- ið fiskvinnslunni tækifæri til að bjóða í fiskinn á móti kaupend- um erlendis, en það hefur ekki nægt vinnslustöðvunum og til að halda uppi fullri atvinnu. Krafan um heimild fyrir er- lend fiskiskip til löndunar og sölu afla hér á landi hefur því orðið æ háværari, svo og til þjónustu við þau. í þessum efn- um hafa gengið á undan sveitar- félög víðsvegar um land, svo og félög verzlunar- og iðnaðar- manna, sem vilja bæta fábrotið atvinnulíf með viðskiptum og þjónustu við erlendu skipin. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, lagði fram frum- varp sl. haust sem heimilaði þessar landanir. Sú undantekn- ing var þó í frumvarpi hans, að heimilt væri að banna löndun afla veiddum úr sameiginlegum stofnum, sem ekki hefði verið samið við íslendinga um nýt- Ingu á. Alþingi breytti þessu undan- tekningarákvæði þannig, að löndun er óheimil á afla veiddum úr sameiginlegum stofnum en sjávarútvegsráðherra getur veitt heimild til undanþágu. Um þessa breytingu varð víðtæk samstaða á þingi og trýggði það samþykkt frumvarpsins með yfirgnæfandi meirihluta. Þess- ari þrengingu laganna. hefur verið mótmælt af samtökum iðnaðarins. Sjávarútvegsráð- herra hefur af þessu tilefni ít- rekað, að sú grundvallarbreyt- ing felist í nýju lögunum að landanir erlendra skipa sé nú heimil, svo og þjónusta við þau. Óljóst er, að hve miklu leyti erlend skip muni óska eftir lönd- unum og þjónustu hér, en bæði fiskvinnslufyrirtæki og sveitar- félög hafa þegar gert ráðstafan- ir til að laða þau til viðskipta. Til að þau geti orðið sem mest og skili þjóðarbúinu sem mest- um tekjum er nauðsynlegt að ríkisstjórnin beiti sér sem fyrst fyrir samningum við nágranna- þjóðirnar um nýtingu á sameig- inlegum fiskistofnum. eftir Benedikt Gröndal Einkavæðing er eitt af lausnar- orðum landsmálanna um þessar mundir og virðast því engin tak- mörk sett, hvað fríhyggjusinnum dettur í hug að gera að hlutafélög- um. Sannarlega sakar ekki að hreinsa til í öllu því, sem Vilmundur Jónsson landlæknir einu sinni kall- aði „sósíalisma andskotans", það er óhóflegri ríkiseign, ríkisafskipt- um og ríkisábyrgð. Þrátt fyrir slíkar umbætur verður hagkerfi næstu kynslóða enn blandað af einkaeign og þjóðareign og nauðsyn að velja af óhlutdrægni, livort formið er notað hveiju sinni. Ríkisútvarpið hefur í rösklega sex áratugi verið ein áhrifamesta stofn- un þjóðiífsins og fer enn vaxandi. Það er öryggisþjónusta, sem heldur sambandi milli einstaklinga á sjó og landi og samfélagsins, flytur fréttir og tilkynningar, fræðslu og skemmtun. Það er menningarstofn- un, sem varðveitir íslenskt þjóðerni, mál, sögu og hefðir í tónum og tali. Nú er lagt til í fullri alvöru að þessa stofnun skuli þjóðin láta frá sér, gera að hlutafélagi og fá í hend- ur hveijum þeim, sem hefur yfirráð peninga og löngum til að kaupa sér völd og hlutverk á leiksviði fjölmiðl- anna. Það er kenning kapítalismans, að öll starfsemi verði rekin á hag- kvæmastan hátt ef henni ber að skila sem mestum arði af fjár- magni. Heilvita menn leggja ekki fram hlutafé nema það ávaxtist — eða veiti ráðamönnum ijárins vald yfir tiltekinni starfsemi. Það liggur í eðli útvarps, sérstak- lega sjónvarps, áð gera verður dag- skrár á íslensku máli eins og fram- ast er unnt. Vantar enn mikið á, að framleitt sé nóg af íslensku efni — (eða íslensku tali við erlent efni). Verður óhugsandi um langa fram- tíð, að stofnun með skyldur og stefnu Ríkisútvarpsins skuli teljandi arði af hlutafé. Áf þessari ástæðu einni er fráleitt að það geti verið hlutafélag. Þjóðnýttar stofnanir eru undir yfirráðum ríkisvaldsins og þar með stjórnmálaflokka og manna, sem mest hafa fylgi á Alþingi og taka þátt í stjórn landsins hveiju sinni. Þetta er höfuðgallinn á núverandi skipan og meginröksemd fyrir einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Er teflt um yfirráð í þessari valdamiklu stofnun, hvort hún eigi að vera í höndum stjórnmálamanna og flokka eða peningamanna og fyrirtækja. Báðir þessir kostir eru slæmir. Pólitíkin hefur á liðnum árum oft misnotað ráð sín yfir Ríkisútvarp- ínu, og togstreita peningamanna um völd yfit' sjónvarpi og hljóðvarpi einkafyrirtækja er skelfileg. Það „frelsi" getur því aðeins gengið, að alvöru sjónvarp og hljóðvarp sé þjóðareign og hafið yfir slíkt dæg- urþras. Vandinn verður ekki leystur með því að gera Ríkisútvarpið að einka- fyrirtæki eða hlutafélagi, ekki einu sinni almenningshlutafélagi. Hins vegar þyrfti að breyta því þannig, að það verði áfram þjóðareign en ekki undir beinni yfirstjórn Alþingis eða ríkisstjórnar. Ríkisútvar])ið hefði ekki vaxið í núverandi stærð eða orðið svo vand- aður fjölmiðill ef það hefði ekki verið opinbert fyrirtæki og notið ábyrgðar og umhyggju ríkisins. Ilins vegar hafa pólitísk áhrif á dagskrá og stjórn farið minnkandi og óhlutdrægnin er ekki lengur sá fjötur á fréttum, umræðu og um- fjöllun um þjóðmál, sem áður var. Sú þróun þarf að halda áfram, og kann brátt að verða tímabært að stíga þar veigamikil skref. Útvarpið byrjaði sem hlutafélag Alþingi fjallaði 1924 í fyrsta sinn um útvarp, sem þá breiddist óðfluga um önnur lönd. Jakob Möller flutti frumvarp til laga um sérleyfi handa Ottó B. Arnar til þes_s að reka út- varp (broadcasting) á íslandi. Frum- varpið varð ekki útrætt, en var flutt aftur og afgreitt sem lög í maí 1925. Samkvæmt þeim var Útvarp hf. stofnað og hóf útsendingar í Reykja- vík. Lenti félagið fljótlega í fjárhags- vandræðum og átti við mikla erfið- leika að stríða. í maí 1927 sam- þykkti Alþingi tillögu J akobs Möllers um að skipa nefnd til að semja frum: varp um ríkisrekstur útvarps. í nefndina voru skipaðir Gísli J. Olafs- son, landsímastjóri, Páll Eggert Ól- afsson fyrir Háskóla íslands og Lúð- víg Guðmundsson skólastjóri fyrir Félag víðvarpsnotenda, en í fjai-veru hans starfaði Jón Eyþórsson. Um þetta leyti voru um 500 útvarpsnot- endur í landinu. Alþingi afgreiddi árið 1928 lög um heimild handa ríkisstjórninni til rekstrar á útvarpi. Fjárhagsleg og tæknileg stjórn Ríkisútvarpsins var í fyrstu hjá landsímastjóra, en at- vinnumálaráðherra skyldi skipa þriggja manna útvarpsráð. Átti rík- isstjórn að velja forseta ráðsins, háskólinn annan mann, en félag víð- varpsnotenda hinn þriðja ef fjórðungur notenda væri í félaginu. Hafin var bygging útvarpsstöðvar og skipaður fyrsti útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson. Var Jónas þing- maður fyrir BYamsóknarflokkinn, en einnig virtur menningarfrömuður eins og fyrstu útvarpsráðsmennirnir: Helgi Hjöi-var, Páll ísólfsson og Alexander Jöhannesson. Áður en útvarp hófst 1930 var iögunum breytt og bætt við ráðið fulitrúum presta og kennara. Árið 1934 var gerð stórbreyting á skipan útvarpsmála. Heitið Ríkis- útvarp var lögfest og stofnunin sett undir kennslumálaráðherra. Út- varpsráð var skipað sjö mönnum, þrem kosnum hlutfallskosningu á Alþingi, þrem kosnum hlutfallskosn- ingu af öllum útvarpsnotendum í landinu, en hinn sjöunda skyldi kennslumálaráðherra skipa. Ríkis- útvarpið annaðist kosningu milli framboðslista með sex mönnum hver, er skyldu hafa meðmæli 200 notenda minnst. Kosið var samkvæmt þessu kerfi 1935. Áður en aftur skyldi kjósa 1939 kom fram frumvarp um að ráðið skyldi skipað 5 mönnum og allt kosið af Alþingi. Tvær ástæður voru fyrir þessari breytingu, hin fyrri að almenn kosning væri kostn- aðarsöm en hin síðari að kosning meðal útvarpsnotenða hefði verið skipuiögð af stjórnmálaflokkunum og myndi því leiða til sömu niður- stöðu og kosning á Alþingi. Síðar var bætt við þeirri breytingu, að útvarpsráð skyldi ekki kosið til þriggja ára, heldur af hverju ný- kjörnu Alþingi. Þar með var enn betur tryggt að ráðið yrði ávallt skipað eftir flokkaskiptingu á Al- þingi og því vera spegilmynd af stjórnmálunum. 55 ár eru liðin frá þessari tilraun til að leyfa útvarpsnotendum að kjósa útvarpsráð. Pólitísk áhrif á Ríkisútvarpið voru mest árin 1940-60, en hafa minnkað síðan. Þó er málið enn óleyst. Þeir sem greiða afnotagjöld gætu kosið ráðið sem dagskrárstjórn eða yfirstjórn með póslatkvæðagrciðslu. En hvernig mætti haga framboðum? Mundu stjórnmálaflokkarnir skipu- leggja kosninguna eins og 1935? Er rétt að reyna þetta útvarpslýð- ræði á nýjan lcik? Benedikt Gröndal „ Af þessari viðburða- ríku sþgu verður að draga þá ályktun, að hugmyndin um að gera Ríkisútvarpið að hluta- félagi sé hrein bábilja. Rétt stefna er tvímæla- laust að halda áfram að auka sjálfstæði þess í þjóðareign, en leyfa frjálsu framtaki að þró- ast við hlið þess og veita því samkeppni.“ Áhrif ríkisins takmörkuð Ríkisútvarpið hefur tekið miklum breytingum í áttina til fijálsræðis og umburðariyndis. Áður fyrr sam- þykkti útvarpsráð dagskrá hverrar viku í smáatriðum, en hefur síðari ár látið nægja að móta heildar- stefnu. Fréttaflutningur hefur verið leystur úr viðjum bókstaflegrar óhlutdrægni, sérstaklega eftir til- komu sjónvarpsins, og margt fleira mætti nefna. Útvarpslögin voru endurskoðuð 1969-71. Var þrem mönnum falið að undirbúa það verk, þeim Þórði Eyjólfssyni, fyri'verandi hæstarétt- ardómara, Andrési Björnssyni, þá- verandi útvarpsstjóra og Benedikt Gröndal, formanni útvarpsráðs. Var hinn síðastnefndi formaður. Veigamesta tillaga þremenning- anna var, að Ríkisútvarpið skyldi vera „sjálfstæð stofnun í eign ís- lenska ríkisins". Reyndu þeir að finna þá skipan sem gerði útvarpið sjálfstæðast og skilja það frá venju- legum ríkisfyrirtækjum. Mun þessi skilgreining hafa verið notuð um Háskóla Islands og svipuð hugsun ríkir um útvarpsstofnanir á hinum Norðurlöndunum. í skýrslu nefnd- arinnar segir: „Sú skoðun er út- breidd . .. að áhrifamikil menning- arstofnun eins og ríkisútvarp eigi að vera sem sjálfstæðust, en megi ekki mótast af dægurbaráttu um stjórn landsins.“ Af þessu verður ljóst, að alls ekki má telja Ríkisútvarpið til venju- legra ríkisfyrirtækja, því sjálfstæði þess er mikið. Það gerist nú á dög- um að forsætis- og utanríkisráð- herrar kvarta um að útvarpið sé hlutdrægt gegn ríkisstjórninni. Þeim kemur ekki til hugar að beita valdi stjórnarinnar til að tukta þessa ríkisstofnun í svo mikilvægu máli. Til þess er útvarpið of sjálfstætt og það mundi þjóðin ekki þola. Onnur breyting 1971 var sú, að Ríkisútvarpið fékk einkaréttinn á útvarpi sem áður var í höndum rík- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 31 Bjartsýnn á að áliðn- aðurinn sé á uppleið - segir Bond Evans, aðalforstjóri Alu- max, eins Atlantsálsfyrirtækjanna BOND Evans, aðalforstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax, sem ásamt Hoggovens og Granges, myndar Atlantsálhópinn, segist í meginatriðum vera sammála sérfræðingum Financial Times sem í síðustu viku spáðu því að áliðnaðurinn í heiminum væri á upp- leið, eftirspurn færi vaxandi og þar af leiðandi hækkaði álverð. Evans er varkár í spám sínum og segir varasamt að fara með ákveðnar tölur í þessu sambandi. „Segja má að spárnar séu jafn- margar og spámennirnir, og því ætla ég ekki að nefna neinar tölur í þessu sambandi. Eg er þó bjartsýnn á að áliðnaðurinn sé á leið upp úr þeim öldudal sem liann hefur verið í og vissulega mun sú þróun ef af verður hafa jákvæð áhrif á Atlantsálverkefni okkar á íslandi," sagði Evans í samtali við Morgunblaðið í gær. Bond Evans segir að vestræn ríki eigi enn við efnahagslega örð- ugleika að stríða, en hann kveðst þó telja að ákveðinn efnahagslegur bati sé framundan, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. „Ég tel efnahagsástandið vera betra en síðastliðið haust, þótt hins bætta ástands hafi enn ekki gætt í áliðn- aðinum,“ sagði Evans. - Evans var spurður álits á spá sem birtist í Financial Times þann 26. mars sl. þar sem því er spáð að verð fyrir pundið af áli verði 65 sent á þessu ári, en álverð í fyrra var 59,1 sent fyrir pundið, jafnframt sem því er spáð að ái- verð verði komið í 78 sent fyrin. pundið á næsta ári: „Ég vil helst ekki nefna neinar tölur í sambandi við markaðsverð á áli og spár um það. Það má segja að hægt sé að finna jafnmargar verðspár og verðspámenn. Að vísu kann svo að fara hér í Bandaríkjunum, að staða áliðnaðarins veikist enn um sinn, áður en hún fer að styrkj- ast. Þetta segi ég vegna þess að tveir meiriháttar álframleiðendur hér í Bandaríkjunum, Alcoa og Reynolds eru með kjarasamninga við starfsfólk sitt, sem renna út í maimánuði. Vegna þeirrar óvissu sem skapast á markaðnum þegar svo stórir framleiðendur eru með lausa kjarasamninga, þá hygg ég að kaupendur kaupi meira ál, til þess að eiga birgðir, þegar þannig stendur á. Að þessu sögðu, ætla ég jafnframt að taka undir þá spá Financial Times að áliðnaðurinn sé á uppleið og verði á síðari helm- ingi þessa árs betur staddur, en hann hefur verið um hríft“ Financial Times segir í annarri grein, þann 27. mars sl. að því sé spáð að bílaframleiðendur muni auka álnotkun sína í bílaiðnaði, bæði vélum og vögnum um 40% á næsta áratug. Um þetta segir Evans: „Ég tel að það sé einmitt bílaiðnaðurinn sem muni auka ál- notkun sína hlutfallsiega mest á næstu árum, þannig að ég ætla ekki að véfengja þessa spá. Á næsta áratug mun álnotkun bíla- iðnaðarins aukast til muna, að mínu mati, einkum vegna þess að ál er endurvinnanlegur málmur, og vegna þess hve léttur hann er. Þannig er hægt að draga úr vélar- stærð, með því að gera bílinn létt- Morgunblaðið/IJorkell Bond Evans, adalforstjóri Alu- max ari, en ná samt sem áður sama krafti. Við finnum fyrir miklum áhuga bifreiðahönnuða að auka notkun áls og upp úr miðjum þess- um áratug mun sú aukning orðin að veruleika - það er ég viss um.“ - Reynist bjartsýnisspárnar um batnandi hag áliðnaðarins á seinni hluta þessa árs í samræmi við raunveruleikann, hvaða áhrif kem- ur það tii með að hafa á áform ykkar í Atiantsál um að reisa nýja álbræðslu hér á íslandi? „Það mun hafa jákvæð áhrif á þau áform okkar og vonandi einn- ig á fjármagnsmarkaðinn og þá sem stýra honum. Þannig ættu lánastofnanir að verða áfjáðari í að fjármagna byggingu nýs álvers á íslandi, en þær eru í dag. En í því sambandi vil ég þó geta þess að fjármögnunarvandamál banka og lánastofnana í heiminum í dag eru vissulega enn fyrir hendi,“ segir Evans. - Þið forsvarsmenn Atlantsál sögðuð í októbermánuði sl. að þið ættuð von á því að endurskoða afstöðu ykkar til tímasetningar framkvæmda vegna nýs álvers á Keilisnesi eigi síðar en að ári. Ertu þeirra skoðunar, að þær já- kvæðu vísbendingar sem nú eru á lofti hvað varðar þróun áliðnaðar- ins á þessu ári , að þið getið tekið ákvörðun um tímasetningar með haustinu? „Það er ekki tímabært að vera með slíkar vangaveltur, enn sem komið er. En við fylgjumst auðvit- að grannt með þróun mála og íhugum Atlantsálverkefnið af fullri alvöru. Hvort ástandið batn- ar til mikilla muna, þegar líða tek- ur á árið, get ég ekki sagt til um nú. En vissulega virðist margt benda til þess að ástandið muni fara batnandi. Við höldum að eftir- spurn muni fara vaxandi og álverð hækkandi og í okkar röðum gætir því ákveðinnar bjartsýni,“ sagði Evans. Bond Evans sagði að enn gætti óvissu livað varðar álmagn það sem Rússar dæla inn á heims- markaðinn. í fyrra hefðu þeir dælt einni milljón tonna á markað- inn, sem hefði haft skelfilegar af- leiðingar í för með sér, hvað varð- ar álverð og í ár væri því spáð að þeir myndu setja á milli 600 og 800 þúsund tonn á markaðinn. „Þegar þú horfir til þeirrar stað- reyndar að við erum að tala um 200 þúsund tonna álbræðslu á Keilisnesi og að Rússar dældu einni milljón tonna á markaðinn í fyrra, þá sérðu að þar er fimmföld ársframleiðsla verksmiðjunnar sem við erum með áform um að reisa á íslandi. Slíkt hefur að sjálf- sögðu gríðarleg áhrif á heims- markaðinn sem notar alls um 14 milljónir tonna af áli á ári. Ég tel að Rússar muni ekki dæla jafn- miklu inn á markaðinn í ár, þann- ig að markaðurinn gæti farið að komast í jafnvægi,“ sagði Bond Evans aðalforstjóri Alumax. Fyrirætlanir í frumvarpi um LÍN um að greiða einungis úr sjóðnum í lok hverrar námsannar: Brella til að flytja halla þessa árs yfir á hið næsta - segir fulltrúi stúdenta í stjórn LIN, sem telur þetta þýða a.m.k. 3-4% skerðingu lána isstjórnarinnar. Þá var hlutverk út- varpsins skilgreint í lögunum svo að ríkisstjórn gat ekki lengur sagt fyrir um það. Enn ein breyting var sú, að sett var framkvæmdastjórn innan stofn- unarinnar. Alltaf var hugsanlegt, að Alþingi ákvæði að kjósa nefnd yfir fjármál og stjórnun útvarpsins eftir norrænum fordæmum. Var þetta fyrírbyggt með því að skipa þessa stjórn innanhúss þeim út- varpsstjóra, formanni útvarpsráðs og þrem framkvæmdastjórum. Enn voru sett ákvæði um ábyrgð á út- varpsefni og sá baggi lagalega fjar- lægður frá ríkisstjórn. Loks var ákveðið að kjósa út- varpsráð á fjögurra ára fresti, en því var aftur breytt svo að það skyldi gert á hveiju nýkjörnu Álþingi til samræmis við flokksskipan á þingi og nýmyndaðar ríkisstjórnir. Einkaréttur afnuminn Aðeins áratug síðar, 1982, höfðu aðstæður breyst svo mjög að efnt var til nýrrar endurskoðunar út- varpslaganna til að afnema einka- rétt Ríkisútvarpsins og opna leið fyrir nýja útvarpsaðila, sem gætu hagnýtt einkarekstur eða hlutafé- lög. Formaður nefndarinnar var Markús Á. Einarsson veðurfræðing- ur, en meðal annarra áttu þar sæti með honunv útvarpsstjóri, formaður útvarpsráðs, Vilhjálmur Hjálmars- son, og fyrrum formaður ráðsins. Þetta var veigamesta breyting sem gerð hefur verið á skipulags- málum útvarps, bæði hvað snertir sjónvarp og hljóðvarp. Fjölbreytni dagskrár hefur margfaldast og not- endur geta valið um margs konar efni. Þar sem nothæfar bylgjulengdir eru takmarkaðar og lúta alþjóðleg- um reglum, var sett upp 7 manna útvarpsréttarnefnd, sem Alþingi kýs, svo og umdeildur menningar- sjóður. Af þessari viðburðaríku sögu verður að draga þá ályktun, að hugmyndin um að gera Ríkisútvarp- ið að hlutafélagi sé hrein bábilja. Rétt stefna er tvímælalaust að halda áfram að auk sjáifstæðlþess í þjóð- areign, en leyfa frjálsu framtaki að þróast við hlið þess og veita því samkeppni. Næsta skrefið ætti að vera að minnka verulega eða af- nema áhrif Alþingis og mennta- málaráðherra á dagskrá með kosn- ingu útvarpsráðs. Einhvei' ijárhags- eða stjórnunartegsl við ráðuneyti geta komið til greina um sinn, en spurning er um skipun útvarps- stjóra og ráðningu annarra yfír- manna. Hvernig ætti þá að velja útvarps- ráð? Til greina koma þrír aðilar: greið- endur afnotagjaida, starfsfólk Rík- isútvarpsins og Alþirtgi eða ráð- herra. Hugsanlegt er að notendur kjósi þijá útvarpsráðsmenn í póstat- kvæðagreiðslu, starfslið kjósi þijá og menntamálaráðherra skipi hinn sjöunda. Til greina kæmi einnig, að notendur kjósi þrjá, Alþingi þijá og starfslið einn. Éða hreinlega að notendur kjósi allt ráðið, enda eru alþingismenn og starfsmenn Ríkis- útvarps einnig notendur. Með slíku kerfi yrði komið á út- varpslýðræði, sem gæti gengið bet- ur nú en 1935. Það mundi tengja fólkið í landinu við Ríkisútvarpið og gera það að virkum eigendum þess. Virtar þjóðir eins og Bretar og Japanir hafa haldið öflugu þjóðarút- varpi, en heimilað ftjálst framtak í hlutafélagaformi við hlið þess. Bandaríkin byggðu mesta og fjöl- breyttasta útvarpskerfi heims á hlutafélögum. Þjóðin taldi það ekki fullnægjandi og kom upp voldugu, auglýsingalausu menningarútvarpi og sjónvarpi sem lifir á söfnun styrktarfjár hjá notendum eða fyrir- tækjum og opinberum styrkjum (án frekari afskipta). Reynsla þessara og margra fleiri þjóða er lærdóms- rík. Ilöfundur varm.n. formaður útvarpsriðs 1957-70 ogformaður undirbúningsnefndar sjónvarps. PÉTUR Óskarsson, formaður stúdentaráðs Iláskóla Islands og fulltrúi stúdenta í stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna segir að sú ráðagerð í frumvarpi til laga um LIN að láta alla náms- menn hafa þá stöðu sem fyrsta árs nemar einir hafa nú, þ.e. að aðeins verði greitt úr sjóðnum í janúar og júlí á hverju ári, sé bókhaldsbrella sem hafi þann til- gang einan að leysa bókhaldsleg- an vanda lánasjóðsins fyrir þetta ár og færa halla þessa árs yfir á hið næsta. Pétur segir að þetta leiði til þess að námsmenn þurfi að taka bankalán fyrir fram- færslu sinni á hverri námsönn sem síðan verði greidd upp þegar greiðslur frá LIN berist tvisvar á ári. Að óbreyttum úthlutunar- reglum verði um að ræða 3-4% skerðingu lána. Pétur sagði að samkvæmt út- reikningum, sem miðuðust við vexti á framfærslulánum frá Búnaðar- banka íslands í gær og óbreyttar útlánareglur LIN, virtist sér við fyrstu sýn sem þessi breyting hafi í för með sér að ekki minna en 3-4% af útgreiddum námslánum renni í formi fjármagnskostnaðar og lán- tökugjaida til banka. Hins vegar nemi skerðing á mánaðargreiðslum til námsmanna 9% þar sem bankar láni aðeins til framfærslu sem sam- svari 90% af lánsloforði frá LÍN til viðkomandi námsmanns. Pétur Óskarsson sagði að við barnlausum námsmanni í leiguliús- næði og með um 150 þúsund króna Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis sagði við Morgunblaðið að ekki væri búið að ganga frá þessum samningum og málið væri enn í árstekjur horfði þessi breyting þannig að í stað þess að fá mánaðar- lega greiddar tæpar 47 þúsund krónur úr LÍN fái hann nú um 42 þúsund krónur úr banka en hluta skerðingarinnar síðan til baka í lok námsannar enda standist hann þá prófkröfui'. Meiri verði skerðing gagnvart þeim sem einungis taki próf einu sinni á ári, til dæmis laganemum, athugun. Beðið væri eftir drögum að samkomulagi frá Islenska sjón- varpsfélaginu um þessar útsending- ar. Hann sagði að þingflokkarnir og mastersnemum í Englandi, sem að auki þurfi að bera aukinn vaxta- kostnað vegna hárra skólagjalda. Pétur Óskarsson sagði hins vegar ljóst að þessi breyting bætti ekkert í reynd stöðu LIN heldur væri ein- göngu verið að færa fjárlagahalla þessa árs yfír á næsta ár. „Það eina sem þetta hefur í för með sér er að gera námsmönnum erfitt fyrir," sagði Pétur. Hann sagði að forystumenn stúd- enta myndu hitta menntamálanefnd Alþingis á morgun, föstudag, og gera þá athugasemdir við þá þætti sem ekki þættu viðunandi frá sjónarhóli námsmanna en þar væri fyrrnefnd breyting eitt af stóru málunum, ásamt vöxtum og stór- hertum endurgreiðslum. Hann sagði að áskorun flokks- stjórnar Alþýðuflokksins til þing- flokksins um að stuðla að því að þessi tillaga verði dregin til baka vekti ákveðnar vonir hjá námsmönn- um um að þessar hugmyndir næðu ekki fram að ganga á Álþingi. hefðu látið sitt álit í ljós með þeim fyrirvörum sem þeir vilja hafa á útsendingunum. Það væri komið til Páls Magnússonar og hann hefði talið að þeir fyrirvarar þyrftu ekki að standa í vegi fyrir samningum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins beinast fyrirvarar þing- flokkanna einkum að því að útsend- ingarnar nái til landsins alls með tíð og tíma og verði ekki í læstri útsendingu. Sýn: Utsendingar frá Alþingi að hefjast — segir Páll Magnússon útvarpsstjóri BEINAR sjónvai'psútsendingar eru að hefjast frá Alþingi á sjónvarps- stöðinni Sýn. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði á aðalfundi íslenska útvarpsfélagsins hf. í gær að samningar við Alþingi um beinar útsend- ingar Sýnar væru frágengnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.