Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 35

Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 35 Björn Bjarnason (S-Rvk): NATO og V-Evrópusamband- ið þjóna framtíðarhlutverki Ræða utanríkisráðherra eyðir tortryggni í ÞRIÐJA sinn er skýrsla Jóns Baldvins Hannibalssonar ntanríkis- ráðherra um utanríkismál til umræðu á Alþingi. Hún var rædd síðdegis og á kvöldfundi i fyrradag. Og umræðu var framhaldið síðdegis í gær. Björn Bjarnason (S-Rv) telur þetta góða skýrslu en það sé ástæða til að endurskoða það hvernig staðið er að þess- ari skýrslugerð. Vond vegferð Hjörleifur Guttormsson (Ab- Al) var fyrstur á mælendaskrá á 115. þingfundi sem hófst kl. 13.30. Hjörleifur taldi ljóst vera af því sem fram hefði komið fyrr í þessari umræðu að stjórnarflokkarnir töluðu ekki einum rómi um aðild að EB. Utanríkisráðherra dragi í sinni skýrslu^bara fram tvo kosti. EES og EB. En nú lægi það fyrir að Davíð Oddsson utanríkisráð- herra væri ekki sammála utanríkis- ráðherra í hans útleggingum um aðild nú. Hjörleifur lagði áherslu á að forsætisráðherrann hefði talað um líðandi stundu, ráðherrann hefði ekki útilokað neitt eða tíma- sett. Hjörleifur gagnrýndi flestar rök- semdir sem utanríkisráðherra tí- undaði í skýrslu sinni. Hann var mjög eindregið þeirrar skoðunar að breyttar aðstæður gæfu ekki tilefni til að ísland gengi í EB eða EES, sem væri bara áfangi á leið- inni til Brussel. Hjörleifur taldi það ófarsæla vegferð, þótt í norrænni hraðlest yrði. Honum var það til efs að þessar þjóðir vildu fylgja krataforingjum í því að íjarlægja þessi lönd út af kortinu sem sjálf- stæð ríki. Hann taldi andstöðu al- mennings fara vaxandi. Hjörleifur taldi að að hin nýja heimsmynd kallaði á önnur við- brögð heldur en þau sem utanríkis- ráðherrann hvetti til. T.d. hafnaði hann því eindregið að íslandi gcrð- ist aukaaðili að Vestur-Evrópu- bandalaginu. HFun Sovétskip- ulagsins og Varsjárbandalagsins gæfi enn frekara tilefni til að leggja NATO af og vísa varnarliði íslands á Keflavíkurflugvelli heim til sinna bandarísku föðurhúsa. í lok sinnar ræðu taldi Hjörleifur ástæðu til að fagna því að framtíð EES væri óviss. Hann sagðist gjarnan vilja ræða frekar og betur um stöðu Islands utan við EES og EB, en léti að vera með tilliti til þátttöku annarra í þessari um- ræðu. Lauk hann sinni ræðu kl. 14.52. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) og fyrri ræðumaður skipt- ust á andsvörum um starf Evrópu- stefnunefndar, sem er sérnefnd þingmanna sem var stofnsett 1988. Það kom fram að hún hefði lítið starfað undanfarið en Evrópu- málin væru nú eðlilega langstærsti málflokkur í utnaríkismálanefnd. En Eyjólfur Konráð Jónsson veitir báðum nefndum forstöðu. Hjörleif- ur gagnrýndi það að Evrópustefnu- nefndin væri einhvers staðar „blundandi umboðslaus“ þegar hennar væri þörf. Hann nefndi m.a. annars upplýsinga- og út- gáfutarf í því sambandi. Formaður nefndarinnar notaði tækifærið til að minna á bók nefndarinnar um Evrópumálin sem var gefin út árið 1990. Þar kæmi fram allir stjórn- málaflokkar segðu aðlild að EB ekki vera á dagskrá og sér vit- anlega hefði það ekki breyst. Ey- jólfur Konráð var þess albúinn að kalla Evrópustefnunefndina til starfa en það „þyrfti kannski að endurnýja liðið.“ Tortryggni eytt Björn Bjarnason (S-Rv) vildi þakka utanríkisráðherra fyrir þá heildarmynd og áherslur sem hann hefði dregið í sinni skýrslu og ræðu. Hann þakkaði einnig forsæt- isráðherranum fyrir að hafa með sinni ræðu eytt þeirri tortiyggni sem sumir stjórnarandstæðingar hefðu leitast við að skapa með túlkun sinni á skýrslu utanríkisráð- herra. En- ræðumaður varð að gagn- rýna það nokkuð hvernig staðið væri að skýrslugerð um utanríkis- mál. Honum fannst það fráleitt að hvað eftir annað hefðu- umræður um skýrsluna þann aðdraganda að þeir sem væru utan ríksstjórnar þyrftu að spyija hvort skoða bæri skýrsluna sem stefnu ríkisstjórnar eða ekki. Það þyrfti að standa þannig að slíkri skýrslugerð að samræmd væru sjónarmið þeirra sem störfuðu saman í ríkisstórn á hveijum tíma. Samkvæmt hefð væri skýrslan að nokkru leyti upp- riijun staðreynda. En að svo miklu leyti sem um stefnumótandi atriði væri að ræða þyrfti að halda þann- ig á málum að um þau væri rætt ríkisstjórn og helst í stjórnarflokk- unum einnig. Ennfremur hlyti sú spurning að vakna hvort ekki væri ástæða til að taka þessa skýrslu til umræðu í utanríkismálanefnd áður en hún væri rædd í þingsaln- um. Bjöm dró ekki dul á það að umræða'um utanríkismál liði fyrir nokkurn eða verulegan „fortíðar- vanda“. Stefna komúnista og síðar Alþýðubandalagsins hefði valdið miklu um þá tortryggni sem hefði ríkt í samskiptum stjórnmála- manna þegar öryggis- og utanrík- ismál hefðu verið til umræðu og umljöllunar. Ræðumanni þótti umræðan um utanríkismál vera enn í gömlum skorðum, sökum þess að Alþýðu- bandalagið neitaði að viðurkenna það fyrir. sjálfum sér og öðrum að hafa fylgt rangri stefnu síðustu fjóra ártugina. Síðar í hans ræðu kom fram að hann óttaðist að umræðan um hinar nýju aðstæður yrði eftir því gamla formi eða verklagi sem hefði svo mjög ein- kennt fyrri tíð; hræðsluáróðri, hrakspár um eyðileggingu menn- ingarinnar, afsal sjálfstæðis og svo MMIMI framvegis. Björn Bjarnason hafnaði hug- leiðingum um hlutleysi við hinar nýju aðstæður, það væri óraunhæf- ur kostur. Hann benti að að Svíar og Finnar sem hefðu fylgt þeirri stefnu, vildu nú í Evrópubandalag- ið sem stefndi að auknu sam- starfi, samráði og samræmingu m.a. á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála. Hann benti einnig á að mikilvægi Kólaskagans fyrir Rússneska lýðveldið ykist eftir því sem þrengdist að við Svarta hafið. Ræðumanni var það fagnaðar- efni að við ættum aðild að starfi Vestur-Evrópusambandsins, þ.e. varnarsamtökum Vestur-Evrópu- þjóða. Hlutverk þessara samtaka myndi aukast, hvort heldur sem litið yrði á Evrópusambandið sem Evrópska stoð innan NATO eða brú frá EB til NATO. Aðild íslands að sambandinu væri ekki bara brýn vegna öryggishagsmuna heldur einnig til að beina sjónum annarra Evrópubúa út á Atlantshafið. Það skipti höfuðmáli við gæslu öryggis- hagsmuna íslands að náið sam- starf héldist milli þjóða Evrópu og Norður- Ameríku. Það væri hin versta staða að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna annars vegar og Evrópuríkja hins vegar. Því hlyti það áfram að vera markmið skynsamlegrar stefnu í öryggis- og utanríkismálum að Norður- Atlantshafsbandalagið, NATO starfaði áfram. Birni var það efni fagnaðar að utanríkisráðherra hefði greint frá því að fljótlega yrði komið á fót nefnd til að ræða tilhögun og umfang varnarsamsstarfsins við Bandaríkjamenn á komandi árum. Afstaða og viðbrögð frændþjóða- okkar á Norðurlöndum voru rædd í nokkru máli. Björn taldi m.a. athyglisvert að það hefðu verið forseti og forsætisráðherra Finn- lands sem hefðu undirritað aðildar- umsókn Finnlands að EB. Og í Noregi hefði forsætisráðuneytið forystu um að kanna breyta stöðu og hennar afleiðingar. Það væri spurning hvort sambærilegur málatilbúnaður hér ætti ekki að vera undir forystu forsætisráðun- eytisins eins og í öðrum löndum. Norðurlandasamstarfið ætti eft- ir að gjörbreytast og það væri hætta á því að við einangruðumst ef ekki yrði við brugðist. Björn Bjamason taldi ólíklegar vonir Hjörleifs Guttormssonar um að andstaða almennings myndi bregða fæti fyrir EB- aðild eða EES. Hjörleifur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) urðu að veita ræðu Björns Bjarna- sonar andsvar. Stóðu þau fast á þvi að andstaða vorra frændþjóða væri mjög vaxandi. Björn Bjarna- son benti hins vegar á að á síð- asta áratug hefðu miklar fregnir borist af fjöldafylgi ýmissa svo- nefndra friðarhreyfinga sem þó hefðu litlu skilað. Kristín Einars- dóttir taldi tal um áhrifaleysi frið- .arhreyfinga „alveg með ólíkind- um“. Vegna þingflokksfunda var fundi frestað til kvölds. Lauk þar með þessari þriðju lotu umræðu um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál. Þeim átta þingmenn sem voru á mælendaskrá myndi væntanlega veitast tækifæri til að halda sínar ræður í fjórðu lotu sem skyldi hefjast kl. 20.30. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Samningar um Evrópskt efna- hagssvæði forgangsverkefni Aðild að EB ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar í FYRRAKVÖLD var skýrsla Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra um utanríkismál til framhaldsumræðu. Umræðan hófst í fyrradag og var fyrri hluti hennar rakinn á þingsíðu blaðsins í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á kvöldfundinum að aðild Islands að Evrópubandalaginu væri ekki á dagskrá ríkisstjórn- arinnar. Samningarnir um Evrópskt efnahagssvæði (EES) væru for- gangsverkefni stjórnarinnar. Það var Ólafur Ragnar Gríms- son (Ab-Rn) sem átti fyrsta orðið, enda hafði hann orðið að gera hlé á sinni ræðu þegar fundi var frest- að um miðaftan. Ræðumaður gerði að umtalsefni að Karl Steinar Guðnason (A-Rn) hefði þetta sama kvöld gefið yfirlýsingar i viðtali við Stöð 2 að hann væri því fylgjandi að Island sækti umliðild að Evrópu- bandalaginu (EB) fyrir árslok. Ræðumaður taldi þessa yfirlýsingu ásamt því sem mætti lesa í skýrslu utanríkisráðherrans sýna að forysta Alþýðuflokksins hefði tekið ákvörð- un um að knýja á um að ísland sækti um aðild að EB fyrir árslok. Alþýðuflokkurinn væri í minni- hluta í þessu máli. Ólafur Ragnar sagðist myndu beita sér fyrir at- kvæðagreiðslu í einhverju formi til að Alþingi kvæði fyrir vorið skýrt upp úr með hver væri vilji þing- manna. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra benti á að þessi skoðun Karls Steinar væri ekki ný, hún hefði verið fram sett svo snemma sem árið 1990. Ráðherr- ann sagðist vera ósammála því að taka ætti afstöðu til umsóknar að EB fyrir áramót að óathuguðu máli. Frjáls hugsun og frjálst mál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) sagði skýrslu utanríkisráð- herra gefa tækifæri að ræða þessi mál af hreinskilni og málefnalega. Heimsmyndin væri breytt og það hefði áhrif, hún nefndi sem dæmi að í fyrsta sinn mætti gagnrýna íslenska aðalverktaka- harðlega án þess að verða kallaður kommi. Meira að segja Morgunblaðsritstjór- arnir „voru eins og kálfar á vori og tóku fullan þátt í gagnrýninni". Hún vonaði að nýfengið hugsana- frelsi héldist. Ræðumaður fjallaði í nokkru máli um efnishyggju Vesturlanda. Trú og traust á hagvöxt en ekki manninn. Ingibjörg Sólrún var sjálf sannfærð um að grunnhugmyndin bak við stór og þurftarfrek efna- hagskerfi eins og EB væri ekki manninum vinsamleg. Það breytti þó ekki því að EB væri staðreynd. Við værum öll sannfærð um að við þyrftum að tengjast bandalaginu með einum eða öðrum hætti. Ingi- björg Sólrún var ekki hrædd við að ræða þau mál, þ.m.t. hugsanlega aðild að EB. Kvennalistakonur hefðu alltaf haldið því fram að EES væri anddyrið að EB. Því skyldi hún neita umræðu um.aðild að EB frem- ur en umræðu um EES, þegar hún væri þeirra skoðunar að EES leiddi til aðildar að EB. Kvennalistakonur hefðu aldrei neitað að taka þátt í umræðunni um EES. Nokkur skoðanaskipti urðu á milli Ingibjargar Sólrúnar og Hjör- leifs Guttormssonar (Ab-Al) um þetta mál. Niðurstaðan var, að þótt álit þeirra á EB væri e.t.v. svipað greindi þau sannanlega á um bar- áttuaðferðir gegn þessu bandalagi. Óbreytt stefna Davíð Oddsson forsætisráð- herra tók loks tii máls en þingmenn höfðu mjög hvatt hann til að greina frá sínu áliti á skýrslu og ræðu' utanríkisráðherra. Forsætisráð- herra kvaðst vera í öllum meginat- riðum sammála flestu því sem fram hefði komið í ræðu utanríkisráð- herra. Forsætisráðherra ítrekaði fyrri ummæli um að aðild að EB væri ekki á dagskrá ríkisstjórnar- innar. Og það væru ekki heldur til- efni til þess fyrir íslendiriga að leggja inn aðildarumsókn núna til að sjá hvernig tekið yrði undir okk- ar sérkröfur. Forsætisráðherra benti á að mat og umræða á stöðu þjóðarinnar í breyttum heimi hefði hafist fyrr en nú. Mikil úttekt hefði þegar verið gerð í tengslum við EES-samninginn og úttekt á því hvað EB-aðild hefði í för með sér væri einnig óhjákvæmilegur hluti af því að meta stöðu þjóðarinnar við gjörbreyttar aðstæður. Forsætisráðherra sagði að ein- staka setningar í inngangi að skýrslu utanríkisráðherra hefðu vakið upp spurningar. Enda hefði það eflaust verið tilgangur Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra að vekja upp spurningar og umræðu. Davíð Oddssyni fannst á einstaka stað full fast að orði kveðið, t.d. að þær pólitísku for- 4 sendur sem hefðu leitt til EES- samninganna ættu ekki við lengur. En forsætisráðherrann taldi að texti utanríkisráðherra gæfi ekki tilefni til þeirrar túlkunar sem stjórnar- andstæðingar hefðu haldið fram. Hann lagði í sinni ræðu áherslu á að það væru bæði sín orð og einnig utanríkisráðherrans að stefna ríkis- stjórnarinnar væri óbreytt. Samn- ingarnir um EES væru forgangs- mál ríkisstjórnarinnar. Hvergi hefði verið sagt að íslendingar væru að huga að því að sækja um aðild að EB. I sjálfu sér hefði engu verið hafnað fyrirfram en EB-aðild væri ekki á dagskrá. Ólafur Ragnar Grimsson fagn- aði og þakkaði fyrir að forsætisráð- herra hefði staðfest fyrri yfirlýsing- ar. Sem hefðu verið eins skýrar og hefði mátt vænta. Hið sama gerði Steingríniur Hermannsson (F-Rn), forsætisráðherra hefði stað- fest fyrri orð, en skýrsla utanríkis- ráðherra bæri á hinn bóginn vitni um að sá ráðherra væri með glýju í augum þegar litið væri til EB. Halldór Asgrímsson (F-Al) taldi erfitt að túlka stefnu ríkisstjórninn- ar og mátti skilja að það væri vegna yfirlýsinga og persónulegra sköð- ana utanríkisráðherra um margvís- leg málefni, m.a. um samstarf Norðurlanda og fjölda annarra at- riða. Umræðu um skýrslu utanríkis- ráðherra var frestað þá átján mínút- ur voru liðnar frá miðnætti, voru þá átta þingmenn á mælendaskrá. Sturla Böðvarsson, varfoi’seti Al- þingis, boðaði að framhald yi-ði á þessari umræðu á næsta fundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.