Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 43 Kveðjuorð: Sigurður Bergsson Fæddur 16. nóvember 1943 Dáinn 12. mars 1992 Kynni mín af honum Sigurði hófust fyrir rúmum tveim árum er ég kynntist Bergdísi elstu dóttur hans. Ég sá strax að þarna fór góður maður ófeiminn og blátt áfram. Siggi var hraustur maður og hugsaði v^l um heilsuna. Hann var fullur af lífsorku og tók manni ávallt vel, með brosi á vör. Já, það var ætíð stutt í hláturinn þegar maður var með honum Sigga því hann var mikill húmoristi og þótti gaman að gantast, þó svo að alvar- an í honum væri aldrei langt und- an. Sigga þótti gaman að hjálpa fólki og gefa því góð ráð og ekki var laust við að stundum þætti manni vera komið of mikið af því góða þegar hann var leggja manni lífsreglurnar. En honum gekk gott eitt til. Það má því segja að það hafi komið eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar Gréta hringdi í mig og bað mig að koma og vera hjá Brynju og Drífu því Siggi hafi veikst skyndilega og þurft að fara á spítala. Einhvern veginn var það svo að erfitt var að ímynda sér að eitthvað alvarlegt væri að honum Sigga því hann var hreystin upp- máluð, svo innilega ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Það vakna því ýmsar spurningar um tilgang lífsins þegar maður eins og Siggi er numinn brott svo skjótt og fyrir- varalaust. En Guð hefur bæði lífið og dauðann á valdi sínu og enginn fær við neitt ráðið þegar hans vilji er annars vegar. Ég kunni strax mjög vel við Sigga og fjölskyldu hans og fann ég fljótlega að þarna var mjög samhent fjölskylda. Siggi var mjög heimakær maður og ekki mikið fyrir samkundur allskonar. Fjöl- skyldan var ávallt efst í huga hans og í faðmi hennar kunni hann best við sig. Siggi átti þó mörg áhuga- mál. Hann var mikið fyrir íþróttir og stundaði þær reglulega. Hann var einnig mikill bílaáhugamaður, lærði m.a. mótorfræði og tók meiraprófið. Það var því ekki svo sjaldan að maður kom með bílinn sinn í viðgerð til Sigga enda lá hann ekki á liði sínu þegar einhver þurfti á aðstoð hans að halda. Siggi var mikill Ijóða- og tónlistarunn- andi og orti mikið af ljóðum, bæði mjög dramatískum og gamanvís- um. Siggi tók mig mjög fljótlega inn í fjölskylduna og urðum við hinir mestu mátar. En nú er hann ekki lengur á meðal okkar og það er erfitt að sæta sig við það. Én lífið heldur áfram og kveð ég hér með vin minn Sigurð Bergsson og bið Guð að styrkja okkur öli í þessari miklu sorg. Arnar Jóhannsson. XAUTGRJPABÆNDUR í byrjun mars lækkuðu bændur verð á nautakjöti um 10%.* Júlíus og Jón hjá Félagi matvörukaup- manna fagna þessu frumkvæði bænda. Þeir eru sannfærðir um að þessi verðlækkun örvi sölu á nautakjöti og benda á að beinlaust nautakjöt getur verið ódýrasti kosturinn þegar velja skal gott kjöt í matinn. •Lækkunin tekur til framleiðsluverðs ijögurra hæstu verðflokkanna - besta kjötið lækkar í verði. Snitzel T-bein steik Föt fyrir alla SISLEY Föt fyrir alla SEi kr Barnafatnaður Ungbarnafatnaður Unglingafatnaður OPNUM BENETTON MARKAÐ Q bencllon markaðurinn, Skipholti 50c í SKIPHOLTI 50C í DAG, 2. APRÍL OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA FRÁ KL. 13-18 £k beneíton Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.