Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
45
Hákon Benedikts-
son - Minning
Fæddur 16. ágúst 1914
Dáinn 24. mars 1992
Þó að dimmi og blómin blíð
bráðum finnist kalin.
Getur minning geislafrið
glitrað innifalin.
Hann Hákon frændi er dáinn.
Maðurinn með ljáinn hafði betur.
Það eru erfiðir tímar er sorgin ber
að dyrum. Það er einmitt þá sem
maður hugsar um allar þær góðu
minningar og stundir sem maður
átti með Hákoni.
Það eru stundir bernskuáranna
sem ber hæst þegar við hugsum
um Hákon frænda eins og við
kölluðum hann alltaf. Stundirnar
þegar hann sat og las fyrir okkur
á kvöldin, spilaði við ókkur tímum
saman og hitaði kakó á köldum
vetrarkvöldum þegar foreldrar
okkar voru að vinna.
Hákon var alveg einstaklega
hrifinn af börnum. Öll börn virtust
hænast að honum og þegar lítil
börn bar að garði þá ljómaði Há-
kon allur og lék á als oddi.
Árið 1988 fæddist svo sólar-
geislinn sem átti hug hans allan,
það var Ella Karen. Sennilega
hefur Hákoni sjaldan eða aldrei
liðið eins vel og þegar Kristbjörg
flutti með Ellu Karen heim til for-
eldra okkar, en þá gat hann dund-
að með Ellu Karen tímunum sam-
an, leikið við hana, farið með hana
í göngutúra og allt það sem hann
hafði áður gert með okkur systkin-
unum þegar við vorum lítil.
Við vonum að Hákoni frænda
liði vel þar sem hann er nú kom-
inn. Góðri sál er ekki hægt að
gleyma og Hákon frændi mun allt-
af eiga vissan stað í hjarta okkar.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð. ■
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem:)
Kristbjörg, Ella og Hörður.
Jónn H. Stefáns-
dóttir - Minning
Fædd 6. janúar 1945
Dáin 9. mars 1992
Systir mín og mágkona, Jóna, lést
á Borgarspítalanum 9. mars síðast-
liðinn. Lauk þá hennar erfiðu göngu
hér á jörð. Hjödda, eins og hún var
kölluð af sínum nánustu,'var fædd
í Bolungarvík, dóttir hjónanna Stef-
áns Vilhjálmssonar og Sigrúnar Sig-
urðardóttur. Olst hún þar upp að
fermingu en þá fluttust foreldrar
hennar tii Reykjavíkur. Var það erf-
itt fyrir óharðnaðan ungling að koma
úr vernduðu umhverfi sveitarinnar í
ys og þys stórborgarinnar.
17 ára kynnist Iljödda fyrri manni
sínum og flyst með honum til Texas.
hefja þau búskap þar og eignast einn
dreng saman, en ekki fann Hjödda
hamingjuna þar. Slíta þau samvistir
1964 og flytur Hjödda heim með
drenginn og þar kynnist hún seinni
manni sínum og setjast þau að í
Borgarnesi. Átti Hjödda sín bestu
ár þar með börnum sínum og fjöl-
skyldu, enda oft glatt á hjalla er
þegar fjölskyldan kom saman.
Hjödda átti gott með að kynnast
fólki enda hrókur alls fagnaðar er
fólk kom saman. Enda sóttu systkina
börnin til hennar hvenær sem færi
gafst. Ekki mátti hún neitt aumt sjá
að hún væri ekki boðin og búin að
hjálpa, enda gjafmildi hennar og
hjálpsemi engum takmörkúm háð.
Þijú börn eignaðist Hjödda: John
Ontiveros, kvæntur Elsu, eiga saman
tvö börn, Sigurð Salomon, ókvæntur,
og Eydísi., lofuð Erni. Er þetta
hörkuduglegt fólk eins og foreldrar
þess.
En hamingjan er torsótt og sleit
Hjödda samvistir við eiginmann sinn
1984, og má segja að þá hafi byrjað
erfiðasti kafli lífs hennar.
Tók þá við harður heimur Bakkus-
ar, varð hún viljalaust verkfæri und-
ir stjórn hans, enda gefur sá konung-
ur enga miskunn.
Við hjónin eigum margar góðar
minningar með Hjöddu sem seint
gleymast. Megi góður Guð geyma
hana, vonum við að sá heimur sem
hún er í nú, sé ljósum lýstur, þar
finni hún friðinn. „Hafðu þökk fyrir
allt og allt.“ T , i-, ...
& Loa og Egill.
suuatchn
OÐ
TILVALIN FERMINGARGJOF
Nú er vorverð á hinum vinsælu SWATCH símum
SWATCH símarnir eru til í 10 mismunandi litum
Verð frá kr. 3.742
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S 695500/695550
DAIHATSU
RDCKY
NÍÐSTERKUR
JEPPi
DAIHATSU ROCKY hefur sýnt og
sannað að hann er alvöru jeppi
- hörkutól. Þetta er bíll sem
þolir mikið álag hálendisferða
og að vera í hlutverki þarfasta
þjónsins til sveita. Hann er því
kjörinn fyrir utivistarfólk,
bændur eða stórar fjölskyldur.
ROCKY er dugmikill, fullbúinn
jeppi á einstaklega góðu verði.
DAIHATSU ROCKY fæst
undanþeginn virðisaukaskatti.
ROCKY KOSTAR FRÁ KR.
1.698.000 stgr. á götuna.
kAÐ 100.000 KM.
FAXAFENI 8 • SIMI 91 - 68 58 70