Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 58

Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR Sóknarleikurínn brást ÓHEPPNI og heppni var með i'slenska landsliðinu í B-keppn- inni í Austurríki, en sem betur fer var heppnin yfirsterkari. ís- lenska landsliðið var óheppið að tapa fyrir Noregi og að Dan- mörk náði að jaf na á sfðustu sek. Fyrir B-keppnina var Ijóst að Norðmenn og Danir yrðu aðalkeppinautar okkar í keppn- inni um rétt til að leika íHMí Svíþjóð. íslenska liðið fékk að- eins eitt stig gegn þessum frændþjóðum, en vitað var fyr- irfram að ef allt væri eðlilegt yrði ísland að fá tvö eða þrjú stig gegn þjóðunum. Opið hús verður í Félagsheimili SVFR AF INNLENDUM VETTVANGI , eftir Sigmund Ó. Steinarsson Heppni íslands var svo að ísrael komst í milliriðilinn, en ekki Egyptaland. Danir fóru því í milliriðilinn með að- eins tvö stig, en ekki fjögur eins og þeir A hefðu gert, ef Egypt- ar, sem voru óheppn- ir gegn ísrael, hefðu komist í milliriðilinn. Það var einnig heppni að ísraels- menn lögðu Dani og Danir voru óheppnir að vinna Norðmenn ekki með nema einu marki. Þegar að er gáð var B-keppnin í Austurríki ekki sterk. Það voru ekki mörg góð landslið á ferðinni þar. íslenska landsliðið náði sér aldrei verulega á strik fyrr en á lokakaflan- um í síðasta leiknum - gegn Sviss- lendingum. Það voru allir sammála, þar á meðal Þorbergur Aðalsteins- •son, landsliðsþjálfari, að sóknarleik- urinn hefði brugðist í Austurríki. Hann var fálmkenndur og tilviljun- arkenndur. Það var aðeins á smá- kafla í leik gegn Israelsmönnum að skemmtilegar leikfléttur sáust hvað eftir annað, en annars réði ein- staklingsframtakið ferðinni í sókn og var Sigurður Sveinsson óborgan- legur. Varnarleikur íslenska liðsins var viðunandi og stundum öflugur. Markverðir íslenska liðsins brugðust ekki þegar á hólminn var komið, en þeir voru jafnbestu leikmenn ís- lenska liðsins. Sagan endurtók sig Sagan frá Ólympíuleikunum í . Seoul endurtók sig - þegar illa gekk var reynt var að finna sökudólginn íslensku landsliðsmennirnir horfa á Norðmenn taka á móti gullverðlaununum í Vín. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson heima á íslandi, þar sem menn veltu gangi mála að sjálfsögðu fyrir sér og höfðu álit á málunum, eins og eðlilegt er þegar handknattleiksunn- endur sjá leiki íslenska landsliðsins beint. í byrjun keppninnar í Austur- ríki voru menn þar að reyna að finna ástæðu fyrir því hvers vegna sóknar- leikur íslenska landsliðsins var mátt- laus. Fyrst var sagt að það væri verið að spara leikkerfi liðsins fyrir leikinn gegn Norðmönnum, en síðan var sagt að sumir leikmenn væru ekki í nægilega góðri æfingu og voru menn óhressir. Þegar brúnin lyftist á mönnum á ný og farseðillinn til Svíþjóðar var í höfn, fóru menn að hafa efni á því að senda hinum og þessum kaldar kveðjur og spjót- unum var beint til íslands og látið í ljós að menn mættú ekki hafa SVFR skoðanir á málunum og landsliðs- þjálfarinn gat leyft sér að segja: „Vísa órökstuddri gagnrýni heim til föðurhúsanna." Þetta sagði þjálfarinn, sem gagn- rýndi sjálfur margt - leikmenn, undirbúning, þjálfara leikmanna og forráðamenn félaga. Það er eðlilegt að láta sína skoðun í ljós og mönnum er fijálst að hafa skoðanir á málun- um. Landsliðið er ekki í einkaeign - það skiptir alla handknattleiksunn- endur máli og það á að veitá þjálf- ara, landsliðsmönnum og forráða- mönnum HSI aðhald, til að gera allt til að andinn í landsliðinu sé góður og það haldi áfram á réttri braut. Að reyna að slá sjálfan sig til riddara og gera lítið úr öðrum mönnum sem gjörþekkja handknatt- leikinn á íslandi, er óþolandi. Lélegur sóknarleikur Eitt er víst - allir þeir sem þekkja handknattleik vita að íslenska landsliðið lék lélegan sóknarleik í Austurríki, en á góðum sóknarleik vinnast fræknir sigrar. Til að vinna leiki þarf að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Sóknarleik ís- lenska landsliðsins þarf að stórbæta frá keppninni í Austurríki. íslending- ar hafa verið þekktir fyrir öflugan sóknarleik og handknattleiksunn- endur krefjast þess að svo verði áfram. Sóknamýtingin Sóknarnýting íslenska landsliðsins í B-keppninni í Austurríki var 49.6%. Það er frekar léleg nýting. Alls skoraði landsliðið 156 mörk í 314 sóknarlotum í leikjunum sjö. íslensku leikmennirnir skutu 242 sinnum að marki og fór knötturinn 156 sinnum í netið, sem er 64.4% skotnýting. Markverðir vörðu 65 skot, en 21 skot fór framhjá, í stöng eða voru varin af vörn. Sóknarfeilar voru 72 í leikjunum, eða að meðaltali 10,2 í leik, sem er mikið. Árangur einstakra leikmanna var þessi - fyrst mörk/vítaköst, síðan í hvað mörgum skotum, varin skot, knettinum tapað og þá ing leikmanna: Sigurður Sveinsson 25/ 5 45 13 Valdimar Grímssnn 21/10 29 5 sóknarnýt- 10 46.8% 6 60 0% Geir Sveinsson 19 24 4 4 67.8% Konráð Ólafsson 15/ '4 24 7 8 46.8% Héðinn Gilsson 13 26 9 9 37.1% Bjarki Sigurðsson 13 16 3 7 56.6% Gunnar Gunnarsson 12 16 1 11 44.4% Júlíus Jónasson 12 19 4 6 48.0% Sigurður Bjarnason 10 17 6 1 55.5% Kristján Arason 6 8 0 2 60.0% Gunnar Andrésson 5 8 2 1 55.5% Birgir Sigurðsson 4 7 2 2 44.4% Einar G. Sigurðsson 1 3 1 1 25.0% Bergsveinn Bergsveinsson 2 Guðmundur Hrafnkelsson 1 Tafir................................... 1 ■ 156 mörkin skiptust þannig: 22 eftir hraðaupphlaup, 53 með lang- skotum, 27 af línu, 23 með gegnumbrotum, 19 úr vítaköstum og 12 úr hornum. ■ Sigurður Sveinsson var í 24. sæti yfir markahæstu menn, en Austurríkismaðurinn Andreas Dittert skoraði mest - 56/35 mörk. Valdimar Grímsson. var í 36. sæti yfir markahæstu leikmenn. GOLF föstudaginn 3: apríl. Húsið opnað kl. 20.30. Dagskrá: Norðurá ♦ Rannsóknir og veiðihorfur í Norðurá: Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur Veiðimálastofnunar Fjórði sigur Davis Love í bandarísku mótaröðinni í Borgarfirði flytur. ♦ Norðurá fegurst áa. Fallgar litskyggnur af helstu veiðistöðum eftir Rafn Hafnfjörð. Leiðsögumenn: Jón G. Baldvinsson og Guðlaugur Bergmann. ♦ Glæsilegt happdrætti. Fræðslu- og skemmtinefnd SVFR. DAVIS Love sigraði á sterku móti i' Flórída um síðustu helgi. Hann lék síðustu níu holurnar frábærlega, kom inn á 67 högg- um og var á 15 höggum undir pari vallarins og jafnaði þar með vallarmetið sem Marc McCum- ber setti 1988. Þetta varfjórði sigur Love á bandarísku móta- röðinni. Love hefur oft lent í því að slá út í vatn þegar mikið liggur við, en þrátt fyrir að margar tjarnir væru við síðari níu holur vallarins slapp hann við allt slíkt að þessu sinni. „Konan mín segir að ef það sé vatn á leiðinni þá slái ég í það. Sem betur fer hafði hún ekki á réttu að standa,“ sagði Love. Nick Faldo varð í öðru sæti ásamt Tom Watson og var ánægður með það. „Ég taldi mig eiga möguleika, miðað við að ég lék ágætlega, en svo brást allt á síðustu tveimur hol- unum. Miðað við hvernig ég hef leik- ið á þessum velli þá er gott að ná öðru sæti,“ sagði Faldo, en hann sló í vatn á 17. brautinni. Love var spurður hvoit hann ætti einhveija möguleika á sigri í meist- arakeppninni (US Masters) sem hefst um aðra helgi. „Ég held ég geti unnið þar. Ég náði 19 fuglum þar í fyrra, og það ætti að duga til sigurs. Það eina sem ég þarf að hugsa um er að fá ekki eins marga skolla og í fyrra,“ var svarið. Efstu menn um helgina urðu: 273 Davis Love 277 Tom Watson, Nick Faldo, Ian Baker- Finch, Phil Blackmar 278 Craig Parry, Tom Seickmann 279 Nick Price 280 Jose Maria Olazabal, Mark O’Meara, John Mahaffey, Mark Brooks 281 Mark McNulty, Payne Stewart, Tom Le- hman, Fred Couples 283 Wayne Levi, Scott Simpson, Andrew Magee, Mike Smith

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.