Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 2
EFNI 2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 Reykjavíkurborg: Um 1.500 hafa sótt um sumarvinnu TÆPLEGA 1.500 námsmenn hafa sótt um sumarvinnu hjá Ráðning- arstofu Reykjavíkurborgar. Reiknað er með að mun fleiri sæki um vinnu yfir sumarmánuð- ina en í fyrra. Skráning hófst 1. apríl og stendur yfir út maí. Anna Helgadóttir, starfsmaður ráðningarstofunnar, sagði að 1.226 hefðu skráð sig fyrstu 2 dagana og á föstudag stefndi í 200 til viðbótar. Um 2.100 sóttu um sumarstarf hjá ráðningarstofunni í fyrra, en ekki fengu allir vinnu. Nú er hins vegar reiknað með að mun fleiri sæki um, jafnvel 3.000 manns. Ekki er vitað hve margir þeirra fá vinnu en margs konar störf eru í boði. Alls eru 1.424 á almennri atvinnu- ieysisskrá hjá ráðningarstofunni. Tilraun til að fram- leiða snjó undirbúin Morgunblaðið/Þorkell Félagar í íslandsdeild Heimskórsins á lokaæfingu í gærmorgun áður en lagt er af stað til Stokk- hólms. Mynd af Pavarotti er að sjálfsögðu á sviðinu til að hvetja kórfélaga til dáða. íslendingar syngja með Heimskórnum UM ÞRJÁTÍU Islendingar, sem eru í íslandsdeild Heimskórs- ins, fara á næstunni til Stokk- hólms þar sem þeir syngja með Heimskórnum á tónleikum í Gioben-höllinni og er þetta í fyrsta skipti sem fslendingar syngja með kórnum. Luciano Pavarotti, Franco de Grandis, Carol Vaness og Shirley Ver- rett syngja einsöng á tónleikun- um sem verða haldnir þann 11. apríl næstkomandi. Stjórnandi tónleikanna er Vladimir Fe- doseev. Að sögn Hafdísar Magnúsdótt- ur, framkvæmdastjóra Íslands- deildar Heimskórsins, eru um 40 kórfélagar í Islandsdeildinni en Heimskórinn er um 4.500 manna kór. íslandsdeildin var stofnuð síðastliðið haust og er þetta í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í tónleikum með kórnum. Alls taka um 3.000 kórfélagar þátt í þessum tónleikum. Menntamálanefnd Alþingis fjallar um LIN-frumvarp: Vill einkum breytingar á endurgreiðslureglum Menntamálanefnd Alþingis kynnti námsmönnum á föstudag breyting- artillögur við frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Varða til- lögur meirihluta nefndarinnar einkum reglur um endurgreiðslu náms- lána. Hlutfall af tekjum sem menn greiði til baka verði 5% fyrstu fimm árin og 7% eftir það. Ennfremur að þeir sem tekið hafi lán í bæði nýja og gamla kerfinu greiði ekki af báðum lánum í einu. KOLBEINN Pálsson, formaður Bláfjallanefndar, segist vonast til að hægt verði að gera tilraun með snjóframleiðslu í Seljahverfi næsta vetur. Út frá þeirri tilraun yrði kannað hvers konar kerfi hentaði á stóru skíðasvæðunum. Kolbeinn sagði að tvær aðferðir væru til að búa til snjó. „Önnur að- ferðin felst í því að snjóframleiðslu- vél tengd vatni ekur um skíðasvæðið og býr til snjó en hin felst í því að leggja rör í brekkur og síðan koma stútar með sprautu á endunum upp úr henni,“ sagði Kolbeinn og benti á að seinni aðferðin væri ákjósan- legri en sú fyrri ef gerð væri tilraun í Seljahverfi. Þar væri vatn og hægt væri að leigja loftpressu til að knýja loft. Annar kostnaður væri minni- háttar. Reiknað er með að 10 stútar gætu á 10-12 tímum gert 40 m breitt snjólag í brekkunni en hún er um 400 m löng. Kolbeinn benti á að hér gæti orð- ið um að ræða kostnaðarlitla tilraun en út frá henni væri hægt að kanna hvers konar tækni hentaði á stóru skíðasvæðinu. Má geta þess að erf- itt er að komast að vatni í Bláfjöllum og Skálafelii. Um það bil 2 stiga frost þarf til snjóframleiðslunnar. Tilraunin hefur fengið góðar und- irtektir hjá íþrótta og tómstunda- ráði. Samkvæmt núgildandi lögum hefj- ast endurgreiðslur námslána þremur árum eftir námslok og greiða þá all- ir 3,75% af tekjum sínum. í frum- varpi menntamálaráðherra er gert ráð fyrir að endurgi-eiðslur heljist ári eftir námslok og þeim ljúki á fjór- földum námstíma. Menn greiði þó aldrei meira en 4% af útsvarsstofni fyrstu fimm árin og 8% eftir það. Meirihluti menntamálanefndar vill hins vegar að lánstími sé ótiltekinn, endurgreiðslur hefjist tveimur árum eftir námslok og verði 5% af tekjum fyrstu fimm árin og 7% eftir það. Samkvæmt tillögu meirihluta mennt- amálanefndar eiga þeir námsmenn sem tekið hafa lán í tveimur kerfum að greiða nýja lánið upp að fullu áður en greiðslur af gamla láninu hefjast. Af öðrum breytingartillögum má nefna ákvæði úm að við ákvörðun um upphæð námsláns skuli tekið til- lit til fjölskyldustærðar en það ákvæði var ekki í frumvarpinu. Auk þess vill meirihluti menntamála- nefndar fella niður regluna um að námsmenn í sérnámi þurfi að vera tvítugir til að öðlast lánsrétt en það hefði útilokað hóp námsmanna sem fær lán skv. núgildandi lögum. Loks gerir frumvarpið ráð fyrir tveimur ábyrgðarmönnum á skuldabréfum námslána en nefndin einum. Ákvæði frumvarpsins um 3% raun- vexti af námslánum standa því sem næst óbreytt og meirihluti nefndar- innar gerir heldur ekki athugasemdir við regluna um að námsmenn þurfi að skila vottorði um námsárangur áður en ián fæst. Tungufell selt fyrir 57 milljónir Ólafsvík. SNÆFELLINGUR hf. í Ól- afsvík hefur selt Sigurði P. Jónssyni Tungufell SH fyrir 57 milljónir króna en 138 tonna kvóti í þorskígildum og 109 tonna rækjukvóti fylgir bátnum, að sögn Sig- urðar. Hann gerir út Egil SH og er jafnframt skipstjóri á bátnum. „Eg færi kvóta Egils yfir á Tungufellið og sel Egil kvótalausan en hann er með leyfi til að veiða úthafs- rækju,“ segir Sigxirður. Búið er að samþykkja tilboð útgerðanna Valafells og Stein- unnar í kvóta Tindfells SH, að sögn Atla Alexanderssonar, forseta bæjarstjórnar Ólafsvík- ur, en hann situr í stjórn Snæ- fellings hf. Fyrirtækið hefur einnig gert út bátana Gunnar Bjarnason SH og Garðar II SH en áhöfnum þeirra og Tungu- fells var sagt upp stöifum fyrir nokkru. „Við erum að skoða 4-5 tilboð í Gunnar Bjarnason, þar af tvö frá heimamönnum. Hins vegar hafa ekki borist til- boð í Garðar II, sem okkur hefur þótt ástæða til að skoða," segir Atli. Alfons Umhverfismálaráðstefnan í Rio: Alþýðubandalag vill senda fimm fulltrúa frá Alþingi Ákvörðun tekin um að senda tvo ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins hefur mótmælt þeirri ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að senda tvo þingmenn, einn úr stjórn og einn úr stjórnarandstöðu, á umhverfismálaráðstefnuna í Rio de Ja- neiro í Brasilíu í júnímánuði. Flokkurinn vill senda fimm fulltrúa frá Alþingi, einn frá hveijum þingflokki. Salome Þorkelsdóttir, forseti AI- þingis, staðfesti við Morgunblaðið í gær að sér hefði borist bréf frá þingflokki Alþýðubandalagsins þessa efnis. Samkvæmt lauslegri athugun sem gerð hefur verið yrði kostnaður við hvem fulltrúa sem sendur yrði um það bil 400 þúsund krónur, að sögn Salome Þorkels- dóttur. Hún segir að sér sé kunn- ugt um að auk fulltrúa þingsins fari að hámarki 11 manns á vegum íslenskra stjómvalda á ráðstefnuna, og sé þá meðtalinn forseti íslands og fylgdarmaður. Salome sagði að ákvörðun um að senda tvo fulltrúa, væntanlega Gunnlaug Stefánsson, formann umhverfísmálanefndar, og þing- mann úr þeirri nefnd frá stjórnar- andstöðu, hefði verið tekin á þeim forsendum að eftir því sem best væri vitað væri ekki um þing- mannaráðstefnu að ræða. „Þannig þótti okkur eðlilegt að standa að þessu en auðvitað setjum við ekki nein skilyrði um hverja stjórnarand- staðan velur,“ sagði hún. Hún sagði að Alþingi væri það þröngur stakk- ur sniðinn á fjárlögum að ekki hefði verið talið fært að leggja út í mik- inn kostnað við ráðstefnuna. „Auð- vitað er þetta þýðingarmikil ráð- stefna sem slík en það er fyrst og fremst ríkisstjórnin sem sendir þangað fulltrúa sína og ég veit ekki til að menn fari þarna með atkvæðisrétt, nema ef til vill eitt atkvæði fyrir Islands hönd.“ Hún sagði að niðurstaða forsæt- isnefndar um að senda tvo fulltrúa hefði verið einróma en að fengnum upplýsingum frá umhverfisráðu- neyti um ráðstefnuna og almennt hlutverk þingmanna þar yrði málið tekið fyrir að nýju. „Mér finnst það skipta miklu máli hvort þingmenn eru þarna sem gestir og áheyrnar- fulltrúar eða hvort þeir gegna öðru hlutverki," sagði Salome Þorkels- dóttir. Tæknin, reynslan, þekkingin ► Hingað til hefur lítið verið hugað að hugsanlegum veiðiheimiidum í lögsögum annarra ríkja á meðan aðrar þjóðir hafa nýtt sér slíka möguleika í nokkrum mæli. Þetta kann þó að breytast á næstunni því þreifingar í þá átt eiga sér nú stað og eru íslendingar nú farnir að horfa til fjarlægari miða, m.a. í ljósi minnkandi veiðiheimilda inn- an íslenskrar fiskveiðilögsögu./lO Hér er enn verið að drepa fólk ► í fremstu víglínu á átakasvæð- um í Júgóslavíu./14 Ætli það sé ekki þrjóskan ► Soffía Árnadóttir, gæðastjóri hjá KASK, í viðtali við Morgun- blaðið, en hún er bæði útgerðar- tæknir og iðnrekstrarfræðingur, móðir, eiginkona og fyrrum sjó- maður./16 íþróttir á sunnudegi ►Handknattieikslandsliðið í brennidepli. Rætt við Þorberg Að- alsteinsson landsliðsþjálfara./34 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-32 Talsverð eftirspurn eftir sumarbústöðum ►Magnús Sigurðsson skrifarum húsnæðismál. /16 ►Fyrir nokkrum árum virtust landamæri í Evrópu óumbreytan- leg. Síðan hrundi jámtjaldið og landakort álfunnar hefur tekið stakkaskiptum. Fleiri breytingar kunna að vera í vændum og kortagerðarmenn virðast hafa minni ástæðu til að óttast atvinnu- leysi en flestir aðrir á tímum auk- ins samdráttar í heiminum./ 1 og 6-7 Ný kjarnorkuvá í Aust- urvegi ►Öryggisbúnaður- ónógur í að minnsta kosti 16 kjarnorkuverum í Austur-Evrópu./2 Mígreni ►Af þeim íslendingum sem fá höfuðverk einu sinni á ári eða oft- ar má telja að 15% fái mígrenihöf- uðverk og sumir þeirra fá fleiri tegundir af höfuðverk líka./4 Bækur og bakteríur ►- eru líf og yndi Páls Sigurðsson- ar sem framleiðir bóluefni á Keld- um og gefur sér tíma til alls./12 Þar er skotið á allt kvikt ►Af veiðiferð íslendinga í Pól- landi./14 Af spjöidum glæpa- sögunnar ►Einn frægasti svikahrappur sög- unnar var Victor Lustig, en honum tókst meðal annars að selja Eiffel- tuminn tvisvar./20 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fólk í fréttum 22c Dagbók 8 Myndasögur 24c Keistni 9 Brids 24c Leiðari 20 Stjömuspá 24c Helgispjall 20 Skák 24c Reykjavíkurbréf 20 Bió/dans25c/26c/27c Úlvarp/sjónvarp 36 Bréftilblaðsins 28c Mannlifsstr. lOc Velvakandi 28c Dægurlónlist 18c Samsafnið 30c Kvikrayndir 19c INNLENDAR FRETTIR: 2-6-BÁK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.