Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 Veiða má 500 þúsund tonn af Nílarkarfa úr Viktoríuvatni TÆKNIN REYNSLAN ÞEKKINGIN eins til að takast á hendur verkefni á fjarlægum stöðum.“ Ennfremur segir: „Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, að staða okkar í samfélagi þjóðanna er oft veik og við ekki líkleg til stórverka í víðum skilningi. Möguleikarnir liggja hins- vegar í verkefnum þar sem sérstaða okkar nýtur sín, t.d. í sjávarútvegi." Barentshaf Össur segir að skipta megi þeim svæðum, sem ástæða þyki að kanna, upp í annars vegar nálæg og hinsvegar ljarlæg mið. Á nálægu svæðunum, svo sem í Barentshafi og við Grænland, væri hugsanlega hægt að stunda veiðar á skipum, sem hér væru í fullum rekstri en skorti verkefni tímabundið, t.d. vegna kvótaleysis. í Barentshafi, þar sem Rússar og Norðmenn einir eiga veiðiheimildirnar, varð fyrir nokkrum árum algjört hrun þfar sem saman fór ofveiði og vont árferði. Undanfarin ár hafa fiskistofnar þar verið í lágmarki, en eru nú á hraðri uppleið eftir mikla fiskverndun og gott árferði. I fyrra mátti veiða í Barentshafi 170 þúsund tonn af þorski. í ár má veiða 230 þúsund tonn af þorski. Talsmenn sjávarút- vegsins í Noregi spá því að upp úr 1995 megi veiða þar um 500 þús- und tonn af þorski og allt að 700 þúsund tonn þegar enn frekar líður á áratuginn. „Þá er um það rætt að Eystra- saltslöndin muni fá ákveðna kvóta- úthlutun frá Rússneska sambands- lýðveldinu. Og þar sem að við ís- lendingar ruddum sjálfstæðisbraut Eystrasaltslandanna, höfum við auðvitað sérstakan aðgang að þeim í gegnum það sérstaka stjórnmála- samband, sem við höfum átt við þau. Við leggjum áherslu á að kann- aðir verði möguleikar á kvótum þarna og jafnframt að látið verði á það reyna hvort hægt sé að kaupa kvóta í Barentshafi, annaðhvort beint af Norðmönnum eða Rúss- um,“ segir Össur. Ákveðið hefur verið að taka upp veiðileyfa- eða kvótagjald í Rússlandi og á það að ná til allra fisktegunda." Grænland „Þorskstofnar við Grænland eru mjög litlir eins og er. Aðeins má veiða 30 þúsund tonn af þorski á yfirstandandi ári, 15 þúsund tonn við Austur-Græniand og annað eins við Vestur-Grænland. Það er því af sem áður var. Geta má þess að á árunum 1955-1960 veiddust allt að 400 þúsund tonn af þorski við Grænland árlega sem er 135 þús- und tonnum meira en íslenskir út- gerðarmenn fá að veiða í ár. „Veiði- heimildimar hafa Grænlendingar verið að selja Efnahagsbandalag- inu. Ef Efnahagsbandalagið getur keypt þorskkvóta við Grænland, geta íslendingar alveg eins gert það því það erum við, sem höfum reynslu og sérþekkingu á sviði fisk- veiða og fiskvinnslu," segir Össur. Kamtsjatka En lítum þá Qær. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um að íslendingar fái aðgang að veiði- heimildum á Kamtsjatka í Rússn- eska sambandslýðveldinu og voru erindrekar frá Kamtsjatka staddir hér á landi i vikunni til að ræða samvinnu á sviði sjávarútvegs. „Ég hef trú á að við fengjum þarna veiðiheimildir, sem við greiddum fyrir. Ég hef síðan verið með þá hugmynd að gjaldinu yrði varið tii þess að standa straum að ákveðnum þróunarverkefnum, sem íslending- ar hafa tekið að sér á Kamtsjatka, á sviði jarðvarma og við uppbygg- ingu tiltekins ferðamannabæjar þar í landi,“ segir Össur. Kamtsjatka er beint norður af Japan og skagar fram í Kyrrahafið. Kamtsjatka- búar er lítil þjóð eins og við íslend- ingar, 350 þúsund talsins, og vilja þeir heldur eiga samskipti og sam- vinnu við aðrar smáþjóðir en stærri þjóðir eins og Japana, sem sækja þangað stíft. Um það bil háif önnur milljón tonna af fiski berst árlega á land í Kamtsjatka. Össur segir Kamtsjatka-búa hafa sérstakan áhuga á því að fá íslendinga til liðs við sig við uppbyggingu hvers kyns fískvinnslu, ekki síst fiskimjölsverk- smiðja, sem engar eru nú til stað- ar. „Ekki má gleyma því að í næsta nágrenni_ við Kamtsjatka er Japan, þar sem íslendingar hafa byggt upp mjög öflugt sölu- og markaðskerfi fyrir fisk. Og nú, í fyrsta skipti, er unnið að uppbyggingu alþjóðlegs flugvallar á Kamtsjatka serri tekinn verður í notkun innan tíðar.“ Oman Óformlegar viðræður hafa jafn- framt farið fram milli utanríkis- ráðuneytisins og stjórnvalda ÍOman sem gengið hafa út á það að íslend- ingar aðstoði Oman-búa við upp- byggingu sjávarútvegs, en þar er sjávarútvegur nú mjög vanþróaður. Ög sjávarútvegsráðherra Óman er væntanlegur til íslands á næstunni í boði Þorsteins Pálssonar, sjávarút- vegsráðherra, til frekari viðræðna. Oman hefur yfir að ráða verulegum vannýttum fiskistofnum og þar vantar bæði skip og fiskiðjuver auk menntunar á sviði stjórnunar. Nú þegar hefur verið stofnað fyrirtæk- ið Ómak hf. hér á landi sem snýr að samvinnu við Oman og er það í eigu fyrirtækja norður á Akureyri og ráðgjafarfyrirtækisins Nýsis hf. Því er ætlað að aðstoða Oman-búa við að gera meiri verðmæti úr þeim fiski sem þeir draga á land og er vonast til að samvinnan leiði til breiðari viðskiptasambanda. Kólumbía íslendingar hafa að undanförnu verið að kanna möguleika á veiðum út af Kólumbíu í Suður-Ameríku, fyrst og fremst fyrir tilstilli íslensks verkfræðings, Magnúsar Magnús- sonar, sem þar býr. Meðal annarra hefur Stefán Unnsteinsson, sem stundar fiskverkun og fiskvinnslu í Portúgal, verið að kanna hvort möguleiki sé á samstarfsverkefni Portúgala, íslendinga og Kólumbíu- manna, í lögsögu Kólumbíu. Að sögn þeirra sem til þekkja, eru fiskmiðin þar auðug, en lítt rann- sökuð, og því hafa yfirvöld í Kól- umbíu hug á samstarfi við erlendar þjóðir, sem búa yfir þekkingu á sviði sjávarútvegs og hafrannsókna, en Kólumbía liggur bæði að Kyrra- hafi og Karíbahafi. Að sögn Stefáns er þarna aðeins einn fullnýttur stofn, sem er grunnsjávarrækja. Aðrir stofnar eru vannýttir. Onnur tækifæri „Fyrir utan þau svæði sem að framan greinir, eru ýmis önnur lönd í umræðunnL „Það er mín skoðun að mestir möguleikar okkar á hag- kvæmum verkefnum séu nyrst í Kyrrahafinu, þ.e.a.s. við austanvert Rússland og sunnanvert við Atl- antshaf, einkum við Argentínu. Einnig má benda á lönd eins og Perú, Kanada, Namibíu og Nýja- Sjáland. Það sem að mínu mati ein- kennir Argentínu og Rússland er að þarna eru að verða eða hafa orðið hagkerfisbreytingar sem hafa skilið eftir sig vanþróað atvinnulíf i mikilli fjármagnsþörf. Jafnframt eru bæði þessi svæði með sjávarút- veg sem er um margt vanþróaður. Sú nýsköpun, sem nú mun eiga sér stað, gerir það að verkum að Islend- ingar með góða tækniþekkingu og öflug markaðssambönd ættu að geta náð góðum árangri á þessum slóðum,“ segir Páll Gíslason. ÁÆTLAÐ ER að veiða megi um það bil 500 þúsund tonn af svoköll- uðum Nílarkarfa úr Viktoríuvatni árlega, að sögn Inga Þorsteinsson- ar, framkvæmdastjóra Path-ráð- gjafafyrirtækisins í Kenýa, sem staðið hefur fyrir athugunum á hugsanlegum veiðum Islendinga úr vatninu. Nílarkarfi er, eins og nafnið bendir til, af karfaætt, og er með svipað fitumagn og Atl- antshafslaxinn. Veiðar á Viktoríuvatni eru nú stundaðar af heimamönnum við mjög frumstæðar aðstæður, á svokölluðum eintijáningum, sem aðeins geta at- hafnað sig á grunnsævi. Geta má þess að Viktoríuvatn er næststærsta innlandsvatn í heimi, 26.200 fermílur að stærð, staðsett á landamærum Kenýa, Tanzaníu og Uganda, og því eins og eitt stórt úthaf yfir að líta. Ingi segir að tæknina, þekkinguna og reynsluna skorti tilfinnanlega á vatnið því möguleikarnir væru þarna bæði miklir og stórathygli verðir. „íslenskir aðilar í sjávarútvegi hafa sýnt mikinn áhuga, en eins og alltaf skortir menn fjármagn. Verkefni, sem eru viðurkennd í Kenýa, hafa hinsvegar greiðan aðgang að lána- stofnunum, t.d. Framkvæmdabank- anum í Kenýa,- sem lánar allt að 60%. Yfirvöld í Kenýa eru mjög opin fyrir því að laða til landsins erlenda „MÉR finnst persónulega mikið umhugsunarefni af hverju íslensk- ir aðilar í sjávarútvcgi hafa ekki lagt mun meiri áherslu á að kom- ast í sjávarútvegsverkefni erlend- is en raun ber vitni. Og það undir- strikar þá skoðun mína að hér myndaðist ákveðinn múr þegar landhelgin var færð út í 200 sjóm- ílurnar. Utgerðar- og vinnsluaðil- ar hafa einfaldlega verið of upp- teknir af því að stækka við sig og auka afkastagetuna í okkar eigin lögsögu enda er það nú komið á daginn að búið er að offjárfesta miðað við afköst,“ segir Páll Gísla- son, framkvæmdastjóri ICECON. Páll telur mjög lélega fjárfestingu felast í kvótakaupum hérlendis auk þess sem þeim fylgi mikil áhætta í Ijósi umræðunnar um veiðileyfagjald sem ef til vill verður að veruleika á komandi árum. „Ef það verður tekið upp, hafa menn einfaldlega verið að kaupa köttinn í sekknum. Þannig efast ég stórlega um að útgerðin á íslandi sé á réttri fjárfestingabraut með því að kaupa kvóta hveijir af öðrum og keyra verðið upp í stað þess að leita á fjarlægari mið, í ódýr- ari og hagkvæmari kvóta. Það er mjög sennilegt að fyrir einstaka út- gerðarfyrirtæki sé mun fýsilegra að kaupa sig inn í veiðirétt erlendis Ingi Þorsteins- son, fram- kvæmda- stifiri Patti í Kenýa fjárfesta og bjóða upp á ýmis fríðindi. Þarna mætti skapa mikil verðmæti. Aðallega er nú veitt á línu og drag- net og eru togveiðar nær óþekktar." Samkvæmt áætlunum, sem unnar hafa verið, má ætla tvær milljónir dollara, eða um 120 milljónir íslensk- ar krónur, til að fjármagna tiltölulega lítið verkefni á Viktoríuvatni, eins og Ingi orðar það. í því fælist vel útbúinn fiskibátur eða togskip, ekki þó stærri en 15 metrar að lengd, og lítið frystihús, sem byggja þyrfti upp í tengslum við veiðarnar. í þessu dæmi er gengið út frá 20 þúsund tonnum af afla á ári og miðað við það yrði arðsemin það mikil að fjár- festingin borgaði sig upp á tæpum tveimur árum. Ingi segir að veiðai' á Viktoríu- vatni séu ekki bundnar kvóta. Þær væru algjörlega óheftar og veiði- heldur en að vera að kaupa kvóta hérlendis á uppsprengdu verði sem óvíst er hvers virði verður á komandi árum ef hér verður tekið upp veiði- leyfagjald," segir Páll. Páll segir að tækifærin séu alls staðar fyrir hendi, t.d. á Indlandi, í Jemen, Saudi-Arabíu, Óman, Perú, Argentínu, Chile, Uruguay, Kanada, Rússlandi, á Nýja-Sjálandi, í Angóla og víðar í Vestur-Áfríku. Flestallir möguleikarnir væru þó háðir því að Islendingar tækju áhættuna. „Að mínu mati eru fá íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki nægjanlega vel stæð fjárhagslega til þess að fara ein út í verkefni erlendis. Vænlegast til árangurs væri ef fleiri tækju höndum saman um eitt eða fleiri verkefni á fjarlægum slóðum. Og það er ekki bara nóg að fara með skipið út, græja veiðarfærin og þjálfa áhöfn. Fyrir Styrkur íslendinga felst í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja „AÐ MlNU mati ættu menn að passa sig á því að gera þetta mál ekki að öðru fiskeldis- og loðdýra- ævintýri. Því miður finnst mér umræðan vera öll í þá átt því nú þegar er farið að tala um milljarð- amöguleika hingað og þangað. Menn verða að átta sig á því að samkeppnin er liörð og hreint engin leikur. Kvótahungrið í heiminum er geysilega mikið og alls konar gylli- og undirboð eru í gangi,“ segir Stefán Þórarinsson, rekstrarráðgjafi hjá Nýsi hf., sem starfað hefur um árabil við þróun- arhjálp víðs vegar um heiminn. Nýsir hf. er ráðgjafarfyrirtæki, sem stofnað var fyrir ári, og sérhæf- ir sig í ráðgjöf á sviði sjávarútvegs, bæði hér heima og erlendis. „íslend- ingar eru dýrir í sölu á þjónustu, en þó ódýrari en aðrar Norðurlandaþjóð- ir, en mun dýrari en aðrar Evrópu- þjóðir, svo sem Bretar og Frakkar. Suður-Evrópuþjóðirnar, Spánverjar, Portúgalar og Italir, eru enn ódýrari og geta auk þess boðið upp á fjár- mögnunarmöguleika í gegnum eigin Stefán Þfirarinsson, rekstrarráö- lánastofnanir. Það getum við hins vegar ekki. Þess vegna verðum við að skilgreina okkar söluvöru öðruvísi en þeir, en það gerum við ekki ef við ætlum að fara að druslast með gamla dalla og fiskvinnsluvélar, sem kannski aðeins henta okkar fiskteg- undum, heimshorna á milli. Miklu nær væri að kaupa sig inn í fyrir- tæki í löndum, þar sem það væri hægt.“ Stefán segir að það gangi ekkiað- „kópíera" íslenskar hugmyndir og flytja þær síðan hvert á land sem er. „Þótt ótrúlegt megi virðast felst okkar styrkur í rekstri sjávarútvegs- Léleg Ijárfestíng og mikil áhætta felst í kvótakaupum hérlendis leyfagjald ekkert. Samkvæmt opin- berum skýrslum, berast um 150 þús- und tonn á Iand árlega úr vatninu, „en ef ég á að vera heiðarlegur í ágiskunum, má tvöfalda þá tölu. Reynslan segir mér það.“ Áður en yfirvöld leggja blessun sína yfir sér- hvert verkefni, þarf viðkomandi aðili að leggja fram áætlanir og sýna jafn- framt fram á að markaður sé fyrir hendi. „Og markaðirnir bíða eftir okkur alls staðai' - markaðir fyrir fisk, fiskimjöl og lýsi. Ótakmörkuð eftirspurn er eftir fyrsta flokks fiski út um allan heim. Og fiskurinn úr vatninu er A-vara ef hann bara fengi rétta meðferð eftir að hann hefur verið veiddur. Heimamenn hafa hvorki ís né frystiaðstöðu þannig að hráefnið tapar fljótt ferskleika sín- um. Auk þess hafa innfæddu fiski- mennirnir aldrei blóðgað fiskinn eftir að hann kemur inn fyrir borðstokk- inn, heldur geyma þeir hann óblóðg- aðan og dauðan svo hann verði sem þyngstur við sölu. Þá ætti markaður fyrir fiskimjölið að vera fyrir hendi. Ékkert fiskimjöl er framleitt á þess- um slóðum nú vegna þess að heima- menn kunna ekki að nýta sér úrgang- inn, en árlega þarf að flytja inn 15 þúsund tonn af fiskimjöli til Austur- Afríku í dýrafóður. Og að lokum er mikil eftirspurn eftir lýsi og hefur íslenska fyrirtækið Lýsi og mjöl, sem er stærsti lýsisframleiðandi heims, áhuga á að kaupa fiskilýsið, en at- huganir og rannsóknir á nílarkarfan- um hafa einmitt verið unnar í sam- vinnu við Lýsi og mjöl,“ segir Ingi. fyrirtækja. Við erum ein fárra þjóða í heiminum sem lifum af sjávarút- vegi sem eru töluverð meðmæli með okkur. Það þýðir að akkur okkar gæti verið fólgin í því að flytja út rekstrarþekkingu, en ekki gamlar fiskvinnsluvélar og gömul fiskiskip, eins og umræðan snýst nú um. Þá leið tel ég alls ekki skynsamlega, heldur finnst mér það vera einkenn- andi fyrir skammtímasjónarmið. Þeir sem vilja fara þá leið hafa eingöngu áhuga á að losna við skip sem þeir hafa ekkert með að gera í stað þess að vinna að verkefnunum samkvæmt bestu lausnum sem fyrir hendi eru. „Við eigum að setja okkur mark- mið og einbeita okkur að útflutningi á sérfræðiþekkingu, sem yrði ef til vill verulegur þáttur af efnahagslíf- inu eftir nokkur ár. Rekstrarhug- myndir verða að miðast við aðstæður í hveiju landi. Þær eiga að snúast- um„„bisness“ — um hugsanleg við- skipti í þessum löndum. Hugmyndir manna eiga ekki að miðast við tæk- in, heldur arðsemina af þeirri vinnu sem lögð er fram. Fyrsta skrefið verður að felast í vali á rekstrarleg- um og fjárhagslegum lausnum, og það skref verðut' að stíga áður en farið er út í val á vélum og tækjum til framkvæmda," segir Stefán. það fyrsta þurfa skipin að vera í betra ástandi heldur en mörg skip, sem menn vilja leggja í slík verk- efni, og á sambærilegu verði. í öðru lagi þurfa menn að vera tilbúnir til þess að taka þátt í þeirri rekstrarlegu áhættu, sem felst í því að heíja veið- ar á fjarlægum miðurii. í þessu felst ákveðin áhætta og kostnaður áður en menn fara að sjá tekjur og ekki er óalgengt að erlendi aðilinn vilji fá til sín 15-30% af aflaverðmæti." „Ég ieyfi mér að fullyrða að það séu aðeins tvær meginleiðir sem ís- lensk fyrirtæki geta farið tl að ná árangri. I fyrsta lagi sé ég fyrir mér að öflug útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki hérlendis geti gert góð við- skipti með því að kaupa sig inn í útgerðarfyrirtæki erlendis og greiða með notuðum skipum eða búnaði sem ekki eru full not fyrir hér heima. En til þess þurfa viðkomandi félög að hafa fjárhagslegt bolmagn til að geta létt veði af skipum sínum. í öðru lagi að smærri eða efnaminni fyrirtækjum, sem hafa áhuga á, sé gert kleift af veðhöfum í viðkomandi skipum, að leggja skipin inn í útgerð- arverkefni erlendis, þannig að kröf- urnar verði lagðar fram sem hlutafé. Þarna gæti úreldingarsjóðurinn skipt miklu máli. En væntanlega skilar hann sama árangri og aðrar hagræð- ingarlausnir sem við höfum séð á undanförnum árum, að hækka verð á veiðikvótum sem okkur er sagt að séu sameign allrar þjóðarinnar sam- kvæmt lögum," segir Páll Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.